Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 5 pv______________________________________Fréttir Fjársöfnun Rauða krossins: Selur landsmönnum blávatn Rauði Kross íslands og aðilar í Fimleikasambandi íslands munu bjóða landsmönnum að kaupa hreint íslenskt neysluvatn um helgina. Þetta er liður í víðtækri fjársöfnun til stuðnings þróunarverkefni í Eþí- ópíu. Auk vatnssölunnar verður gengið í hús á mánudag, annan í hvítasunnu. í fréttatilkynningu frá Samræmd próf: Auðarensku- snældustrufl- uðu ekkert -dönskuprófið ekki of þungt Gerð hefur verið sérstök úttekt á enskuprófum frá þeim skólum á Norðurlandi þar sem nemendur urðu fyrir truflun í upphafi prófs vegna þess að auðar snældur voru sendar í hlustunarþátt prófsins. DV fékk þær upplýsingar á skrifstofu samræmdra prófa að ekkert benti til þess að árangur nemenda heföi verið lélegri á próflnu vegna þessarar truflunar. Kvartanir um að samræmt dönskupróf í ár hafi verið of þungt virðast ekki á rökum reistar. Meðal- einkunn nemenda í ár var 5,2 og er það aðeins lægra en í fyrra og telja starfsmenn skrifstofu samræmdra prófa það mjög eðlilega sveiflu. Ekki er því ástæða til neinna aðgerða varðandi þessa þætti. -JBj Krían komin í tjarnar- hólmann „Krían kom í stóra hólmann í Tjörninni rétt eftir helgina. Hún lét bíða eftir sér en vanalega er hún mætt þarna milli 5. og 7. maí. Hún fer alltaf beint í hólmann en í ár var hún á sveimi þarna í kring og er ómögulegt að segja hvort þar er um að kenna raski í tengslum við ráð- húsbyggingu," sagöi Jóhann Óli Guðjónsson þegar DV spurði um ferðir kríunnar við Tjörnina í Reykjavík. Aðspurður sagöí' Jóhann Óli að ómögulegt væri að meta áhrif bygg- ingarframkvæmda við ráðhúsið fyrr en nokkrum árum eftir að það hefur verið reist. „Hlutirnir gerast á löngum tíma í náttúrunni, allavega miðað við fram- kvæmdir mannanna," bætti hann við. Krían verpir yfirleitt í fyrstu viku júní. Krían á Tjörninni er „sest upp“, eins og það heitir, en þá er undirbúningur varpsins og tilhuga- lífið í fullum gangi. -HLH Fundað um fiskverð: Umræðum frestað fram yfir helgi „Fundur Verðlagsráðs var stuttur og laggóöur," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands, í samtali við DV. Fundur Verð- lagsráðs sjávarútvegsins var haldinn í gær og var ákveðið að gefa frjálsa verðlagningu á humri á humarvertíð 1988. Frekari umræðum hefur verið frestað til þriðjudags. -StB liður í fjáröflun til styrktar þróunarverkefhi í Eþíópíu RKI segir að stefnt sé að því að safna 20 milljónum. Fjáröflun þessi er liður í samstarfi eþíópíska Rauða krossins, RKÍ og Rauða kross félaga ýmissa landa. Fjáröflunin er til styrktar fram- kvæmdum í Eþíópíu en stefnt er aö því að tryggja sem flestum íbúum landsins drykkjarhæft neysluvatn. Peningunum mun verða varið til byggingar brunna og verndunar linda en mengað neysluvatn er talinn ' einn af mestu skaðvöldum meðal fá- tækra þjóða. Auk þess er fyrirhuguð trjárækt til uppgræðslu á örfoka landsvæöum. Rauði kross íslands er um þessar mundir að hefja samstarf við deild eþíópíska Rauða krossins í Gojjam- héraði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í byrjun júií nk. og er gert ráð fyrir a.m.k. þriggja ára samstarfi. Það er ætlun RKI að tryggja 500.000 íbúum Gojjamhéraðs hreint neyslu- vatn. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaöur verði um 20 milljónir króna en ein lind, sem getur þjónað 3000 manns, kostar um 75.000 krón- ur. Rauði kross íslands heitir á lands- menn að styðja þróunarverkefnið með frjálsum framlögum á gíróseðil eða kaupum á íslensku vatni. -StB SYNIR ADAMS HAFANÚ EIGNAST NÝTT HERRAHUS RDRfnr VIÐ ERUM FLUTTIR í NÝTT HERRAHÚS AÐ LAUGAVEGI 47.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.