Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Fréttír Með pálmann í höndunum: Foxtrott seldist fyrir 30 milljónir kióna í Cannes Guðbjörg Guðmundsdóttir, DV, Carmes í fyrrakvöld undirrituðu að- standendur íslensk-norsku kvik- myndarinnar „Foxtrott" samning við danska fyrirtækið Nordisk Film a/s um kaup á myndinni fyrir alheimsmarkað. Hljóöar kaupverðiö upp á u.þ.b. 30 milljónir íslenskra króna, sem greiðast þegar búiö er að ná inn framleiðslukostnaði myndar- innar, sem er um 42 milljónir króna. Að sögn þeirra Karls Óskarsson- ar, Jóns Tryggvasonar og Svein- björns I. Baldvinssonar, sem eru í Cannes til að fylgja mynd sinni eft- ir, er þetta í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er seld í einum pakka á alheimsmarkað, og bættu því við að engin skandinavísk kvikmynd hafi áöur selst fyrir þetta verö á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Sögðu þeir að undanfarna viku hefðu fjögur kvikmyndafyrirtæki sýnt áhuga á að kaupa alheimssýn- ingarrétt á „Foxtrott“, en á endan- um hefði Nordisk Film a/s boðið best í þennan rétt. íslendingar og Norðmenn eiga þó áfram sýningar- og söluréttinn að myndinni í eigin löndum. Heimsmet Þeir Karl, Jón og Sveinbjörn voru að vonum ánægðir með árangur- inn. „Það er eins og ljúfur draumur hafi orðið að veruleika," sagði Karl við blaöamann DV. „Ekki óraði okkur fyrir því að við ættum eftir að setja heimsmet í sölu skandinavískra kvikmynda.“ „Týpísk strákamynd“ Aðspurður sagði Friöbert Páls- son, forstjóri Háskólabíós, sem staddur var í Cannes, að „Foxt- rott“ heföi komið sér „skemmtilega á óvart“. Viðbrögö þess fjölmiðlafólks sem DV talaði við voru einnig frekar jákvæð. Voru karlmenn þó öllu jákvæðari en konur, enda sagöi einn viðmæl- enda blaösins að „Foxtrott" væri „týpisk strákamynd, með kapp- akstri, slagsmálum og byssuleikj- um“. gg/-ai Flokksformennirnir og ráðherrarnir, Steingrimur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson, sátu að snæðingi í matsal Alþingishússins í gær. Þriðji flokksformaðurinn og ráðherrann, Jón Baldvin, var á þingflokksfundi þegar myndin var tekin en hnifapörin biðu hans. DV-mynd GVA Efnahagstillögur ríkisstjómarinnar: Lóg á laun og lán - margþættar aðgerðir til stuðnings atvinnuvegunum Rikisstjómin setti í gær bráða- birgðalög á alla þá launþega sem ósamið er við. Laun þessa fólks eiga ekki aö hækka meira en þeirra sem þegar hafa samiö. Afnámi rauðu strikana í samningum, sem hafa verið undirritaðir, var frestað. Ákvöðrun um það verður tekin í tengslum við ákvöðrun um næsta skref í að afnema vísitölubindingu á lánum. Stjórnin bannaði í gær allar slíkar bindingar á lánum til skemmri tíma en tveggja ára frá og meö 1. júli. Þá verður bannað að miða við lánskjaravísitölu á þessum fiárskuldbindingum. Aðrar aögerðir ríkissfiómarinn- ar í kjaramálum em aö hækka elli- lífeyri til samræmis við launa- hækkanir og flýta hækkun per- sónuafsláttar um einn mánuð eða til 1. júní. Hækkanir á opinberri þjónustu veröa frá og meö gærdeg- inum háðar samþykki ríkissfióm- arinnar. Sfiómin ætlar aö koma í veg fyrir að hækkanir á sérfræði- þjónustu fari ekki fram úr almenn- um launahækkunum. Þá verður verölagseftirht hert og þá sérstak- lega með greinum þar sem sam- keppni er áfátt. Ríkissfiómin bannar vísitölu- bindingu stuttra lána frá 1. júlí og nefnd á að gera tillögur um næsta skref, meöal annars um hvernig megi lækka vexti á vísitölutryggð- um lánum. Seðlabankanum er ætl- að aö hafa eftirUt með því að vextir lækki eftir að ríkisstjórninni hefur tekist að minnka verðbólgu og skapa með því skilyrði fyrir því. Þá mun áöumefnd vísitölunefnd gera tillögur um hvernig koma megi í veg fyrir misgengi launa og lengri lána. Ríkisstjómin ætlar að heimila erlend lán til fiárhagslegrar endur- skipulagningar útflutningsfyrir- tækja eftir tfilögum viðskipta- banka fyrirtækjanna. Byggðasjóð- ur fær 200 mfiljónir tfi sömu nota. Jöfununarsjóður sveitarfélagana fær 40 miUjónir. Nefnd um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins mun hraða störfum og er stefnt aö þvi að rækjuverksmiðjur fái endur- greiðslu úr sjóðnum. Starfshópur mun athuga erfiðleika í fiskeldi. AUir liðir fiárlaga utan launaliði veröa frystir. Næstú fiárlög verða afgreidd hallalaus og verður dregið úr sjálfvirkni útgjalda. Stefnt er aö því aö ríkissjóöur taki engin ný lán á næsta ári. Bindiskylda bankanna verður óbreytt. Verðbréfasjóöunum verð- ur gert skylt að kaupa ríkisskulda- bréf fyrir 20 prósent af aukningu rástöfunarfiár. Á næsta þingi verða lögð fram þau frumvörp, sem hafa veriö í smíöum, og tryggja jafna aðstöðu viðskiptabanka og annarra . fiármagnsfyrirtækja. Innlend fiár- mögnunarskylda á fiármagnsleig- um verður hert. og skattameðferö á samningum þeirra verður breytt til samræmis viö annars konar kaup. Þá verður athuguð skatt- lagning eignatekna. Loks mun ríkisstjórnin skipa nefnd til að gera tillögur um aukna hagkvæmni í rekstri fyrirtækja á grundvelli athugunar Byggöa- stofnunar á atvinnulífi á lands- byggðinni. Þá mun fiskveiðistefnan verða endurskoðuð, framleiöslu- stjórnun í landbúnaði, búvöru- samningurinn og reglur um út- flutning á ferskum fiski. -gse Olafur hættur vildi meiri gengisfellingu Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, er hættur stuðningi við ríkisstjómina. Hann staðfesti það á þingflokksfundi í gær. Ólafur lagði fram bókun þar sem segir: „Ástæðan fyrir því er ábyrgð- arleysi í stjórn efnahagsmála lands- ins. Við þær aöstæður, sem nú eru komnar upp, hefði gengisfelling þurft að vera 20 prósent. Jafnframt hefði þurft að koma á kreppulánum til að fækka nauðungaruppboöum. Beita hefði þurft ríkissjóði til aðgerða er dragi úr verðbólgu. Fráleitt er að stinga höfðinu í sandinn eins og nú er gert og kalla yfir sig efnahagsráð- stafanir á fiögurra ára fresti. Þetta er aðför að landsbyggðinni og hvorki í þágu þjóðarinnar eða Framsóknar- flokksins. „Ólafur hefur veriö ýmist úr eða í nokkuð lengi. Nú er hann úr,“ sagði Steingrímur Hermannsson. „Ólafur má gjarnan vera áfram í þingflokkn- um. Það er gaman að hafa hann.“ Guðmundur G. Þórarinsson lagði fram svipaða bókun á þingflokknum án þess að hætta stuðningi við stjórn- ina. -gse Bjöm og Karvel vildu Ásmund Þaö var Karvel Pálmason, vara- formaður Verkamannasambands- ins og þingmaður Alþýðuflokksins, sem lagöi til á fundi forystumanna verkalýðshreyfingarinnará mánu- daginn að samflot yrði haft í við- ræöum viö ríkisstjómina. Upphaf- lega hafði Björn Þórhallsson, form- aður Landssambands verslunar- manna, stungiö upp á því aö Ás- mundur Stefánsson fylgdi öllum þeim hópum sem ríkisstjómin haföi boöað á sinn fund sem tengi- liður hópanna. Það er því villandi í firétt DV aö Ásmundur var einn nefndur á nafn sem fylgismaöur þessarar tilhögunar. „Þrátt fyrir þetta samflot litum við svo á aö stóra viöræðunefndin hefði ekkert umboð til að semja um samninga einstakra landssam- banda. En viö töldum eölilegt að viðræöur um mál sem snertu alla jafnt yröu á vettvangi Alþýöusam- bandsins,“ sagði Bjöm Þórhalls- Húsnæðisstofnun ríkisins: son. -gse Lágir vextir lánanna hækka verð á húsnæði Eins og komið hefur fram þá er Húsnæðisstofnun ríkisins farin aö deila út lánsloforðum á ný eftir nokk- urt hlé og er stefnt aö því aö afgreiða 250 umsóknir á mánuði út árið. Margir þeirra, sem DV haiði sam- band við, sögðu að það það væri erf- itt að spá í hvort lánsloforðaútdeil- ingin nú hefði áhrif á hækkun hús- næðisverðs. Þaö hefði gerst síðast þegár loforðum var deilt út en menn voru ekki eins vissir um þaö myndi eiga sér stað nú. Flestum bar saman um aö húsnæðisverð væri í hámarki nú og því vafasamt að það hækkaði svo mikið miöað við vísitölu það sem eftir er ársins. Að sögn Guömundar Gylfa Guð- mundsson, deildarstjóra hjá Fast- eignamati ríkisins, þá hækkaöi fast- eignaverð mjög haustiö 1986 í kjölfar þess að nýju lögin tóku gildi. Síðan hefðu engin stökk komiö á árinu 1987 en fasteignir hins vegar hækkað jafnt og þétt til áramóta. Guðmundur sagðist ekki treysta sér til að spá um verðþróun síðan um áramót en veriö er að vinna úr gögnum varðandi þann tíma nú. Hjá fasteignasölum fengust hins vegar þær upplýsingar að verð fasteigna væri í hámarki nú. Þá hefur því verið haldið fram aö hinir lágu vextir á lánum Húsnæöis- stofnunar hafi þau áhrif að fólk sé tilbúið aö spenna sig hærra í verð- tilboöum. Þar meö hækki verö á íbúðum oft á tíðum. Þeir fasteigna- salar sem við var rætt vildu ekki gera of mikið úr þessu en sögðu að hagstæð lán virkuðu alltaf til hækk- unar. Ein sagöi reyndar að hér væri kannski um ómeðvitaða hækkun að ræða. .SMJ Leiðrétting Vegna mistaka í tölvuvinnslu birtist röng afmælisgrein um Helgu H. Bergmann hér í blaðinu og eru hlutaöeigandi beðnir velviröingar. Kona Samúels Inga Þórarinssonar heitir Sigríöur Hanna Einarsdóttir. Helga tekur á móti gestum í félags- heimih Sjálfsbjargar, Hátúni 12, laugardaginn 21. maí kl. 17-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.