Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. MAl 1988. Sykurmolamir enn á uppleið: - segir ritstjóri Melody Maker en blaðið uppgötvaði hljómsveitina í Bretlandi Þorsteinn Högni Gunnarsson, London: Þegar þær fréttir bárust til landsins í lok síöasta sumars að smáskífan Birthday meö Sykurmolunum hefði veriö valin smáskífa vikunnar af einu útbreiddasta tónlistartímariti Bretlands, Melody Maker, þótti mörgum hér heima þetta vera stór- tíöindi. Þessar fréttir voru þó smá- vægilegar miðað við allt sem fylgdi á eftir. Sykurmolarnir voru á forsíðu Melody Maker, Enemy, Sound og aft- ur á Melody Maker og svo fram- vegis. Útsendarar stærstu hljóm- plötuútgáfanna komu til íslands til að ná samningum við Sykurmolana. Fimmtíu milljónir voru í boði. Birth- day var valin smáskífa ársins í Bret- landi. Sykurmolarnir semja við IMA í Bretlandi og svo framvegis í það óendanlega. Nýjustu fregnir herma að Banda- ríkin muni liggja í valnum eftir nokkra daga. Tímaritið Rolling Stone gerði sér ferð til íslands til að ræða við „Sugar Cubes“. Sykurmolarnir eru vinsælasta hljómsveitin hjá yfir fimmtíu háskólaútvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Miðar á Sykur- molatónleika í New York, Los Ange- les, San Francisco, Boston og Wash- ington DC eru uppseldir eftir tveggja daga miðasölu. Óll þessi athygli og fyrsta breiðskífa Sykurmolanna er enn ekki komin út í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á öllu þessu um- stangi i kringum eina anarkista- popphljómsveit á íslandi? Þvi miður eru engin svör á reiðum höndum við þessari spurningu. Hugsanlega er hægt að nálgast þetta fyrirbæri með því að kíkja í kringum það. Viö skulum sjá hvernig geng- ur... One Little Indian Það hefur vakið athygli margra að Sykurmolarnir skuli hafa ákveðið að halda tryggð við óháða útgáfufyr- irtækið One Little Indian í stað þess að semja við hin fjölmörgu stóru út- gáfufyrirtæki, svo sem Warner Brothers eða CDS, um útgáfurétt í Bretlandi, sérstaklega vegna þess að One Little Indian, sem var stofnað fyrir nokkrum árum, var næstum eins manns fyrirtæki þar til Sykur- molarnir komu til sögunnar. For- sprakki One Little Indian og maður- inn á bak við alla útgáfu og kynningu á hljómsveitinni heitir Derek Bir- kett. í samtali okkar barst talið fyrst að plötusölu Sykurmolanna. „I Englandi hefur Life is too Good selst í 71 þúsund eintökum sem gerir hana að silfurplötu hér. Hún kom út í V-Þýskalandi á mánudaginn og seldist í 7.500 eintökum. Ég geri ráð fyrir að hún muni seljast þar í 25-30 þúsund eintökum fyrstu sex til sjö vikumar. Platan mun alls koma út í 19 löndum. Ef miðað er viö sölu núna má búast viö að hún seljist í 250 þús- und eintökum víðs vegar um heim- inn fyrir árslok og jafnvel enn íleiri. Það sem er sérstakt við Sykurmol- ana er að þótt þeir hafi náð athygli þjá mjög íjölbreyttum hópi fólks þá er mjög staðfastur hópur aðdáenda unglingar. Þeir kaupa plötuna um leið og þeir kaupa Petshop boy’s og A-ha. Þessi hópur er svo stór að inn- an við tíu dögum eftir að platan kem- ur út fara 30-40 þúsund manns og kaupa hana. Eftir þennan tíma selst platan jafnt og þétt í tvö þúsund ein- tökum á viku. Sykurmolarnir eru ólíkir hljóm- sveitum eins og Wet, Wet, Wet eða Boy George sem selja gífurlegt magn hljómplatna f>Tstu tvær vikurnar en síöan minna. Plata þeirra selst stöð- ugt allan tímann. Ef líkja ætti þeim við aðrar hljómsveitir kemur The Cure næst þeim. Sú hljómsveit hefur mjög vinsælar smáskífur en selur mikið magn af breiðskífum.” - Hvarflaði einhvern tíma að þér að Sykurmolarnir yrðu svona vinsælir? „Þegar við gáfum út Birthday vissi ég að þeir myndu ná vinsældum og ég held aö þeir hafi líka vitað það. Ég býst við að þeir veröi eins vinsæl- ir og þeir kæra sig um. Það eina sem heldur aftur af þeim núna er á hvaða grundvelli þeir vilja hafa vinsældirn- ar. Ef Sykurmolarnir vilja verða jafnstórt nafn og U2 þá verða þeir það án efa.“ Allt virðist benda til þess að þessi spádómur geti ræst á næstu árum. Athygli fjölmiðla virðist taumlaus og áhugi á Sykurmolunum virðist koma úr öllum áttum. „Umfjöllun um Syk- urmolana hefur veriö gífurleg. Það er kannski merkilegast að engin leið er að kaupa umfjöllun breskra flöl- miðla, ólíkt því sem er á meginlandi Evrópu eða Bandaríkjunum. Stóru plötufyrirtækin eyöa þúsundum punda í auglýsingar til aö fá forsíður blaðanna en viö þurfum þess ekki. Sykurmolarnir fá sínar forsíður ein- faldlega vegna þess að þeir eru ein- stakir. Nú hefur komið upp það vandamál að þeim hefur verið boðið á fleiri forsíður en þeir vilja það ekki. Þeir segja að Sykurmolarnir séu búnir aö segja allt sem þeir þurfa að segja í Bretlandi. Áhuginn beinist aðallega að því að komast í upptöku- ver, skrifa ný lög og láta sjálfa tón- listina tala. Annars streyma inn til þeirra til- boö um samstarf viö aðra tónlistar- menn. Einar er að vinna að nýrri útgáfu að Birthday meö The Jesus and Mary Chain og Björk er aö taka upp nokkur lög með Sinead O’Con- nor. The Rubu vill líka vinna með Einari og Morrisey, fyrrum söngvari The Smiths, vill vinna með Björk og Einari." Margir hafa hrósað Sykurmolun- um fyrir hve ákveðnir þeir eru að halda öllu sínu listræna frelsi gagn- vart útgefendum sínum. Þeir eru mjög óvenjulegir að þessu leyti. „Enginn hefur nokkurn tíma séö neitt líkt þeim. Þeir afþökkuðu gífur- legar peningaupphæðir til þess að halda frelsi sínu. Engin hljómsveit hefur jafnmikið listrænt frelsi og þeir. Staða þeirra núna er aö þeir geta gert nákvæmlega eins og þeim sýnist. Enginn getur skipaö þeim fyr- ir. Sú hljómsveit, sem kom næst þeim hvaö þetta varðar, var The Smiths og nú þegar hefur selst meira af fyrstu plötu Sykurmolanna en Smiths seldu af sinni fyrstu. í fram- haldi af þessu hefur þeim verið boðið að taka þátt í tónleikum á vegum Life Aid og Amnesty International. Þeir eru eina óháða hljómsveitin sem fengið hefur slíkt boð.“ Sumir hafa haldið því fram að Syk- urmolarnir séu gróflega ofmetnir af fjölmiðlum, að blöð eins og Melody Maker sjái ekki sólina fyrir þeim og að öll þessi athygli veiti hljómsveit- inni meiri athygli en hún á i raun skilið. „Sumir hafa haldið þessu fram en ég fór að sjá hljómsveitina spila í Birmingham á þriðjudag þar sem fólk grét í salnum. Ég hef aldrei fyrr verið viðstaddur tónleika þar sem fólk hefur grátið í lok kvöldsins. Það er eitthvaö alveg sérstakt í fari Syk- urmolanna sem hefur þessi áhrif. Hvað þaö er hef ég ekki minnstu hugmynd um. Ég hef rætt um það við Einar og við höfum reynt að finna út hvað það er. Ef okkur tækist að finna það út þá gætum við pakkað því inn eins og Kóka kóla og farið á eftirlaun á morgun sem milljóna- mæringar. Þeir létu mig hafa spólu með prufuupptökum af sjö nýjum lögum og þrjú þeirra eru hreint ótrú- leg. Ég skil'þetta ekki. Þeir spýta stöðugt út nýjum og betri lögum. Flestar hljómsveitir gefa út sína fyrstu plötu og eru síðan tvö ár að vinna þá næstu. Ég er í verulegri klípu með Sykurmolana vegna þess að þótt fyrsta platan sé nýútkomin geta þeir ekki beöið með að komast aftur í upptökuver. Staðreyndin er að þessi þrjú lög á spólunni myndu þeyta lögunum á nýju plötunum beint í rushð. Þar sem þeir hafa þessi áhrif á mig, sem hef unnið með þeim frá upphafi, þá geturöu ímyndað þér hvernig t.d. Melody Maker mun taka þeim. Þar munu þeir tryllast.” Melody Maker Melody Maker, sem er eitt stærsta tónlistartímarit í Bretlandi, var fyrsta blaðið til að „uppgötva” Sykurmolana í Bretlandi. Það hefur hlaðið slíku lofi á hljómsveitina und- anfarna mánuði aö mörgum finnst nóg um. I áramótauppgjöri blaðsins voru Sykurmolarnir kosnir bjartasta vonin 1988, auk þess sem Birthday var kosin smáskífa ársins. Blaðið hefur því gengið á undan í umfjöllun blaða um hljómsveitina og á hugsan- lega heiðurinn af vinsældum hennar í upphafi. Ded Bico, einn af ritstjór- um Melody Maker, hóf stutt spjall okkar á því að segja mér frá hvernig blaöið kynntist Sykurmolunum. „Einn blaðamanna okkar, Chris Roberts, var að gagnrýna smáskífu- útgáfumar í ágúst. Af þeim rúmlega tvö hundruð smáskífum, sem berast blaðinu í hverri viku, valdi hann Birthday sem smáskífu vikunnar. Hann tók opnuviðtal við Sykurmol- ana stuttu síöar í blaöinu en þá hafði enginn heyrt um hljómsveitina. Við- talið heppnaðist vel. Meðlimirnir virtust jafnáhugaverðir og lagiö þeirra. Því ákváðum við strax að gefa þeim forsíðu blaösins þremur vikum síðar þar sem okkur fannst viö þurfa að kynna Sykurmolana fyrir almenningi, annars myndu þeir ekki ná þeirri athygli sem þeir verö- skulduðu. Eftir að greinin birtist hef- ur allt farið á annan endann og nán- ast hvert einasta breskt tímarit hefur birt viðtal við þá - allt frá fótbolta- blöðum til siglingatímarita, liggur mér við að segja.” - Hvað var það sem var betra hjá Sykurmolunum en hjá öörum hljóm- sveitum? „Tónlistin var framandi, hún var frumlegri og söngur Bjarkar ótrúleg- ur. Allt í tónlistinni greip strax. Birthday hefur ákveðinn galdur sem flest popptónlist hefur ekki því hún er sniðin fyrir ákveðna hlustendur. Sykurmolarnir hafa ákveðna sér- stöðu, líklega vegna þess hversu ein- angraðir þeir eru frá því sem er að gerast í umhverfmu. Þeir létu sig engu skipta hvað var að gerast í kringum þá og gerðu þar af leiðandi enga tilraun til að biðla til okkar. Þeir héldu sinni stöðu sem sjálfstætt fyrirbæri. Afleiðingin varð því sú að blöðin fóru að biðla til þeirra.” - Skiptir miklu máli að þeir koma frá íslandi? . „Að vissu leyti. Það að þeir voru frá íslandi geröi þá framandi og jafn- vel dularfulla í hugum fólks. Island er sennilega sá staður á jörðinni sem fólk grunaði síst af öllu að ætti jafn- sérstæða hljómsveit. Það er hins veg- ar ljóst aö áhugi fólks hefði ekki hald- ist ef framandleikinn væri það eina sem þeir hefðu boðið upp á. Eina leið- in til að viðhalda framanleikanum var að hafa nóg af góðum lögum til að styrkja hann.“ Svo viröist sem breskir fjölmiðlar eigni Björk heiðurinn af frama Syk- urmolanna, oft á kostnað hinna með- limanna og þá sérstaklega Einars Arnar sem er þó hinn söngvarinn. „Sum hljómplötufyrirtækin höfðu efasemdir um Einar og hvort hann væri nokkuð gagnlegur hljómsveit- inni. Ég held persónulega að án Ein- ars væru Sykurmolarnir ekki til. Hann er jafnmikilvægur fyrir hljóm- sveitina og Björk. Ég veit að þrýst- ingi var beitt gegn honum einu sinni. Eitt hljómplötufyrirtæki sagðist reiðubúið að greiða verulegar fjár- hæðir ef Einar færi úr hljómsveit- inni. Björk sagði þeim að fara til fjandans eða þau gengju öll út. Ég tel sjálfur að Björk sé ein falleg- asta kona sem ég hef nokkurn tíma hitt. Rödd hennar er undraverö. Ef karlmaður gæti sungið eins vel myndi röddin ekki skipta eins miklu máli. Rödd Bjarkar er einfaldlega aðalatriðið." - Hefur sú mikla umfjöllun, sem Melody Maker hefur gefið Sykurmol- unum, haft áhrif á almenning og að einhverju leyti á vinsældir þeirra? „Sykurmolarnir eru fyrsta hljóm- sveitin sem við náðum að halda svo að fólki að þeir náðu hylli almenn- ings. Birthday fór strax inn á vin- sældalista þrátt fyrir að engu fé var eytt í kynningar, svo sem plaköt eða blaðaauglýsingar. Breiöskífan lék sama leikinn. Hún fór hátt inn á vin- sældalista án nokkurra auglýsinga. Eina verulega umfjöllunin var hjá okkur og þess vegna berum við beina ábyrgð á kynningu Sykurmolanna. Það eru hins vegar þeir sjálfir sem bera ábyrgð á eigin vinsældum.” Svarthvítur draumur Það er ekki á hverjum degi sem tvær íslenskar hljómsveitir spila fyr- ir fullu húsi Lundúnabúa. Svart- hvítur draumur hefur um árabil ver- ið ein fremsta neðanjaröarrokk- hljómsveit íslands. Ekki er hægt að sjá annað en að þeir félagar fái væn- an möguleika til að auka við aðdá- endafjölda sinn á þeim þrennum tón- leikum sem þeir spila á sem upphit- unarhljómsveit Sykurmolanna. En hvernig er að spila með Sykurmolun- um á erlendri grund? Gunnar Hjálm- arsson, söngvari og bassaleikari, og Birgir Baldursson trommuleikari urðu fyrir svörum. „Það er alltaf hálfslappt að vera upphitunarhljómsveit fyrir svona frægt band. Fólkið í salnum er komið til aö sjá þá en ekki okkur. Samt er- um við tiltölulega ánægðir og þetta er mjög skemmtilegt.” - Hefurykkurfundistþiðspilavel? „Já, við höfum spilað vel en við erum ekki vanir svona daufum und- irtektum. Þetta er kurteislegt klapp. Fólkið er greinilega að bíða eftir stjörnunum. Við höfum kannski komið með of miklar vonir, rétt eins og Sverrir Stormsker. Annars erum við ekkert númer sextán hér. Við erum nær áttunda sætinu." - Hvað um þær viðtökur sem Sykur- molarnir hafa fengið? Eru þær í réttu hlutfalli við þau gæöi sem þeir bjóða upp á?“ „Já, það er alveg passlegt. Það er alltaf gaman að hlusta á þá. Salurinn hefur verið mjög góður. Hér er ekta poppstjörnufííingur sem viö höfum ekki séð áður. Hér er hópur fólks sem hefur elt hljómsveitina, fjörutíu manna hópur sem hefur verið á öll- um tónleikunum - Sykurmola- grúppa." London Astoria Það kviknaði eldur í húsinu við hlið Astoria rétt áður en tónleikarnir áttu að hefjast. Svo virðist sem kviknáð hafi í bókabúð á annarri hæð hússins. Þegar slökkviliðsmenn mættu í öllum sínum skrúða sveif reykmökkur til himins úr öllum gluggum hússins á þeirri hæð. Það kom reyndar seinna í ljós að í tón- leikasalnum í húsinu við hliðina voru einnig eldslogar sem að vísu áttu meira skylt við óáþreifanlegri innri elda. Astoria rúmar tvö þúsund manns en þetta kvöld var allt löngu uppselt. Mannþröngin var mikil og hitinn í hærri kantinum. Greinilegt var að fjölmiðlar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Þarna voru mættir full- trúar fimm sjónvarpsstöðva, auk þess sem þarna var heil herdeild af blaðamönnum og ljósmyndurum. Eftirvæntingin var gifurleg, ekki síst hjá nokkrum íslendingum sem voru komnir til að styðja sína menn. Svarthvítur draumur steig á sviðið rétt fyrir níu til að stytta mönnum biðina. Ég get ekki sagt annaö en að tíminn hafi verið ískyggilega fljótur að líða á meöan draumurinn spilaði. Þótt aðstæður séu venjulega ekki upphitunarhljómsveit í hag tókst þeim félögum að halda næstum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.