Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Útlönd Harðir bar- dagar í flótta- mannabúðum Palestínskir byssumenn, studd- ir af Sýrlendingum, réðust í gær að skæruliðum Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, í tveimur flóttamannabúð- um í suðurhluta Beirúts. Sam- tímis áttust við þjóövarðliöar amalshita og liðsmenn Hizbollah skammt frá. Menn ur Abu Musa hreyfing- unni, sem klauf sig úr PLO, hóí'u skothríð að mönnum Araíats í Bourj Ai-Barajneh flóttamanna- búðunum og bárust átökin til Shatila búöanna. Að sögn örygg- issveita lentu sprengju skammt frá íbúðarhúsum nálægt Bourj Al-Barajneh flóttamannabúðun- um. Að minnsta kosti tíu Palest- ínumenn særöust í bardögunum. Arafat og Hafez Al-Assad, for- seti Sýrlands, hittust í Damaskus þann 24. apríl síðastliðinn og að sögn PLO-manna náðust sættir eftir fimm ára fjandskap í kjölfar stuönings Sýrlendinga við upp- reisn Abu Musa. Vopnahléi var lýst yfir þann 4. mai siðastliðinn en það síðan rofið i gær. Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 18-20 Ab Sparireikningar 3jamán. uppsogn 18-23 Ab 6mán. uppsogn 19-25 Ab 12mán. uppsogn 21-28 Ab 18mán. uppsogn 28 * Ib Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab, Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 4 Allir Innlán með sérkjörum 19-28 Vb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-6,50 Vb.Sb Sterlingspund 6,75-8 Úb Vestur-býskmörk 2,25-3 Ab Danskarkrónur 8-8,50 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 30-32 Bb.Lb Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31-34 Bb.Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 33-35 Utlan verötryggö . Skuldabróf 9,5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 29.5-34 Lb SDR 7,50-8,25 Lb Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Úb Sterlmgspund 9.75-10,25 Lb.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 44,4 3.7 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. maí88 32 Verótr. mai88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala mai 2020 stig Byggmgavisitalamaí 354 stig Byggmgavísitalamai 110.8 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% . apríi. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,5273 Einingabréf 1 2,763 Einmgabréf 2 1,603 Einingabréf 3 1,765 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,803 Lífeyrisbróf 1.389 Markbréf 1,460 Sjóðsbréf 1 1,363 Sjóðsbréf 2 1,272 Tekjubréf 1,383 Rekstrarbréf 1,0977 HLUTABRÉF Soluveró að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 128 kr. Eimskip 215 kr. Flugleiðir 200 kr Hampiójan 144 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 105 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. Tollvorugeymslan hf. 100kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- Inn birtast i DV á fimmtudögum. Kadar talinn víkja Ekki er talið ólíklegt að Janos Kadar, leiðtogi Ungverjalands, fari frá völdum á morgun og hleypi yngri manni að. Simamynd Reuter Leiðtogi Ungverjalands, Janos Kadar, hvatti í gær til víðtækra póli- tískra umbóta og yngingar í röðum æðstu valdamanna landsins. Hann gaf þó ekki í skyn hvort hann myndi sjálfur láta af völdum í opnunarræöu á fyrstu ráðstefnu kommúnista- flokks landsins frá því árið 1957. Háttsettir ungverskir embættis- menn og meðlimir flokksins eru þó þeirrar skoðunar að Kadar, sem verður 76 ára í næstu viku, láti af embætti sem aðalritari ílokksins á lokuðum fundi ráðstefnunnar á morgun. Þrátt fyrir hvatningarorð Kadars um pólitískar umbætur var ræða hans talin gamaldags. Haft er eftir ungverskum embættismanni að þetta hafi verið versta ræða Kadars til þessa. Sagði embættismaðurinn að Kadar væri orðinn gamall og gæti engu breytt. Auk þess hefði flokkur- inn þegar ákveðið að hann yrði að víkja. Kadar hefur verið við völd í Ung- verjalandi frá þvi 1956 er Sovétmenn bældu niður byltinguna þar. Á sjö- unda og áttunda áratugnum varð hann vinsæll meðal almennings vegna endurbóta sem gerðu Ung- verjaland að opnasta og frjálsasta landinu austantjalds. Hann er hins vegar álitinn hafa staðiö í vegi fyrir nauðsynlegum endurbótum á þess- um áratug. Þó svo að Kadar verði áfram við stjórnvölinn er líklegt að hann geti ekki jafnauðveldlega og áður staðið í vegi fyrir umbótum þar sem líklegt þykir að ýmsir eldri meðlimir fram- kvæmdastjórnar flokksins verði látnir víkja fyrir yngri mönnum. Sá sem líklegastur þykir til að taka við ef Kadar dregur sig í hlé, Karoly Grosz, forsætisráðherra landsins. Hann er 57 ára að aldri eða jafngam- all Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Schlúter veitt umboðið Margrét Danadrottning veitti í gær Poul Schluter, leiðtoga íhaidsflokks- ins, umboð til stjórnarmyndunar. Tilraunir Niels Helveg Petersens leiddu ekki til árangurs og skilaði hann því umboðinu. Þetta er í þriðja sinn frá því aö kosningarnar fóru fram þann 10. maí síðastliöinn sem gerð verður tilraun til þess að mynda stjórn í Danmörku. Schluter sagði við fréttamenn í gær að hann ætti erfitt starf fyrir höndum og hann væri alls ekki viss um að það heppnaðist. Kvaðst hann ekki mynda stjórn hvað sem þaö kostaöi. Niels Helveg Petersen, formaöur rót- tækra, sagði að Schlúter nyti enn ekki þýöingarmikils stuðnings flokks síns. Petersen kvað skilyrðið fyrir stuðningi róttækra vera að Schlúter leitaðist við að mynda stefnu á breiðum pólitískum grund- velli. Petersen sagði að persónuleg átök og ágreiningur um hver ætti að leiða stjórnina hefði verið aðalhindr- unin fyrir því að hann hefði getað myndað stjórn. Jafnaðarmannaflokkurinn var með í myndinni þegar Petersen reyndi að mynda stjórn en Schlúter tilkynnti í gær að vegna stefnu flokksins undanfarin ár þætti íhalds- flokknum ómögulegt að þaka þátt í stjórn með jafnaðarmönnum. Bílasprengja var gerð óvirk í ferða- mannabænum Torremolinos á Spáni meira en mánuði eftir að henni var komið fyrir. Rúmlega þrjátíu kíló af sprengiefni voru í bílnum sem lagt haföi verið nálægt lúxushóteli á strandhóteli á Costa del Sol. Frelsissamtök Baska, ETA, eru grunuð um að standa á bak við verknaðinn en þó er ekki búist viö að með þessu hafi samtökin verið að gefa í skyn að þau muni hefja sprengjuherferö enn eitt sumarið. Ekki var ljóst hvort sprengjan hefði þegar átt að vera sprungin og verið biluð eða hvort hún hefði átt að springa síðar. Talsmaður lögregl- unnar vildi í gær ekki láta uppi hver heföi varað hana viö sprengjunni. Samkvæmt blaðafréttum varð lög- reglan tortryggin vegna þess hversu lengi bíllinn, sem skráður er í Madrid, hafði verið óhreyfður. ETA-samtökin hafa á undanforn- um árum staðið á bak við sprengju- tilræði á ýmsum ferðamannastöðum til þess að beita yfirvöld þrýstingi. Krefjast meölimir samtakanna sjálf- stæðis fyrir Baskahéruðin. Síðastlið- iö haust hófu yfirvöld á Spáni friöar- viðræður við leiðtoga ETA-samtak- anna sem eru í útlegð í Alsír. Var rætt um að skæruliðum sem legðu niður vopn yrði veitt sakaruppgjöf. Viöræðurnar fóru út um þúfur þegar meðlimir samtakanna rændu við- skiptajöfri í Madrid í febrúar. Hann er enn í haldi hjá mannræningjun- um. Lögreglan I Torremolinos við bllinn sem i var falin sprengja. Bilnum hafði verið lagt skammt frá lúxushóteli. Símamynd Reuter Bðasprengja í Torremolinos DV Van Gogh stolið Nellikur Van Goghs sem stolið var á fimmtudagskvöld. Simamynd Reuter Málverki eftir Vincent van Gogh var stolið á fimmtudagskvöld frá Stedelijk listasafninu í Amsterdam. Sérfræðingar álíta aö málverkið sé allt að þrjátíu og fimm milljóna doll- ara virði. Þjófarnir komust inn í safnið á fimmtudagskvöld með því að bijóta glugga. Auk þess sem þeir stálu þessu dýrmæta málverki tóku þeir með sér mynd eftir Hollendinginn Jongkind og aöra eftir Frakkann Cezanne. Talsmaður lögreglunnar telur að atvinnumenn hafi verið aö verki og að þjófarnir hafi greinilega vitað að hverju þeir voru að leita. Safnið var ekki tryggt gegn þjófnaðinum þar sem þaö hefur ekki fé til umráða til að greiða hin háu tryggingargjöld sem fylgdu í kjölfar metsöluverðs síðast- hðins árs á listaverkum. Samstöðumaður dæmdur til líkamlegrar vinnu Dómstóll í Varsjá í Póllandi ógilti í gær sex vikna fangelsisdóm yfir talsmanni Samstöðu og dæmdi hann i staðinn til tuttugu stunda líkam- legrar vinnu. Sakborningi var gefið að sök að hafa gefið vestrænum fjöl- miðlum rangar upplýsingar um óeirðirnar og verkfóllin fyrr í maí. Veijandi Samstöðumannsins sagði að refsingin gæti falið í sér að hann yrði látinn sópa götur Varsjárborgar, slá gras eða mála biöskýli. Kvað verj- andinn slíkan dóm upp kveðinn til að lítillækka manninn sem er fyrir- lesari í stærðfræði við háskóla. Stuðningsmenn Samstöðu gengu úr salnum í mótmælaskyni þegar dómarinn neitaði að hlýöa á sjö vitni og taka við myndbandi og ljósmynd- um sem sönnunargögnum um að- gerðir lögreglunnar. Stærðfræðikennarinn var sakaður um að hafa greint vestrænum f]öl- miölum frá árás pólsku lögreglunnar á mótmælendur fyrir utan kirkju í Varsjá og að lögreglan hefði ráðist inn í kirkju í Gdansk í leit að óeirðaseggj- um. Vestrænir fréttamenn, sem voru á staðnum, greindu í smáatrið- um frá þessum atburðum í íjölmiðl- um sínum. Aðvarar Bandaríkin Rafsanjani, aöaltalsmaður íranska varnarmálaráðuneytisins, varaði í gær viö því að stríðið milli írans og Bandaríkjanna gæti leitt til mikils mannfalls hjá Bandaríkjamönnum. íranska fréttastofan Irna skýrði frá því að Rafsanjani hefði skýrt bylting- arvörðum frá því að íranir og Banda- rikjamenn ættu í stríði. Eftir að írakar náðu á sitt vald Faw skaganum og Bandaríkin og íran lentu í átökum í síðasta mánúði á Persaflóa sökuðu íranskir embættis- menn Bandaríkin um að styðja beint írak í Persaflóastríðinu. Rafsanjani endurtók í gær þá full- yrðingu að bandarísk herskip hefðu aðstoðað við loftárás íraka á olíubirgðastöð írana við mynni Hormuzsunds fyrir viku með því að trufla radarsendingar írana. Banda- ríkin hafa vísað þessum ásökunum á bug. Rafsanjani lagði áherslu á það í gær að íran myndi ekki láta neyða sig til þess að binda enda á stríðið við írak. Sagöi hann írana myndu beijast til síðasta manns á meðan réttlætinu í þessu stríði væri ekki fullnægt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.