Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 25 Kvikmyndir Eftir að hafa verið nánast ósýnd í tuttugu og sex ár eru hafn- ar sýningar á umdeildri mynd Johns Frankenheimer, The Manchurian Candidate, í kvikmyndahúsum vestanhafs og þykir pólitískur boðskapur hennar jafnmagnaður og fyrr. Heilaþvottur fram- kvæmdur í The Manch- urian Candid- ate. Að margra áliti þykir The Manchurian Candidate ein beinskeyttasta kvikmynd sem gerð hefur verið um „kalda stríðið“ sem einkenndi samskipti austurs og vesturs á sjötta áratugnum. 1962, þegar myndin kom á markaðinn, þótti söguþráðurinn ólíklegur og minna frekar á vísindaskáldsögu. Bandaríkja- menn höfðu ástsaelan forseta og virtust hafa í hendi' sér samskipti austurs og vesturs, eftir hina alvarlegu Kúbudeilu. Og er óhætt að segja að The Manch- urian Candidate hafl verið óvelkominn sending mitt í kosningabaráttu til for- setaembættisins. Enda fundu forráða- menn stóru flokkana hvöt hjá sér til að fordæma myndina. Nokkrum mánuðum seinna var and- rúmsloftið gjörbreytt. John F. Kennedy myrtur og Vietnam-stríðið í uppsiglingu. The Manchurian Candidate gekk því aldrei í kvikmyndahúsum þrátt fyrir góða dóma gagnrýnenda. Varð þaö til þess að einn aðalleikari myndarinnar og sá sem mest barðist fyrir því að hún yrði gerð, Frank Sinatra, keypti kvik- myndaréttinn og hefur hún legið uppi í hillu hjá honum síðan. Að vísu hefur Sinatra leyft takmarkaðar sjónvarps- sýningar á myndinni. í fyrra keyptu aðstandendur New York kvikmyndahátíðarinnar réttinn af Frank Sinatra og hefur verið rífandi aðsókn aö myndinni þótt ekki vermi hún stóru kvikmyndhúsin. Söguþráðurinn í stórum dráttum fjaUar myndin um heimkomu hermanna sem hafa verið fangar í Kóreu. Einum þeirra, Raymond Shaw (Laurence Harvey), er fagnað sem hetju. Það sem vekur grun um að ekki sé allt með felldu eru svör félaga hans þegar þeir eru spurðir um hann. Þeir svara allir nákvæmlega eins, aö Ray- mond sé hugrakkasti, hlýjastí. og dásam- legasti maður sem þeir hafi kynnst. Einn félagi Raymonds, Ben Marco (Frank Sinatra), getur ekki sætt sig við samhijóða dóm allra sem til þekkja, sér- staklega vegna þess að um leið og hann hæhr Raymond fær hann á næturnar martraðir þar sem Raymond er allur annar maður. Hann reynir því að raða minningum saman og í stórfenglegum „flashback“ atriðum er sýnt hvernig allir hermenn- irnir eru heilaþvegnir, að Raymond meðtöldum, af Rússum og Kínverjum og er tilgangurinn að Raymond drepi forsetaframbjóðanda sem muni auð- velda fósturfóður hans leiðina í forseta- embættið. Sá er öldungadeildarþingmaður og rússneskur njósnari. Þessari svikamyllu er svo stjórnað af móður Raymond sem er snilldarlega leikin af Angelu Lans- bury. Hún stjórnar syninum, vitandi það að hann er heilaþveginn og hefur eigin- mann sinn í vasanum. Bakgrunnurinn Handritið að The Manchurian Candid- ate gerði George Axelrod og fylgdi nokk- uð nákvæmlega fyrirmyndinni sem er skáldsaga eftir Richard Condon sem síð- ar skrifaði Winter Kills og Prizzis Hono- ur sem báðar hafa verið kvikmyndaðar. Eina raunverulega breytingin frá bók- inni, sem lesendur taka eftir, eru aðai- persónurnar tvær. í bókinni er Ray- mond Shaw mun mannblendnari og . amerískari. Staðreyndin er samt að sú ískalda persóna sem Laurence Harvey skapar gerir mikið til að viðhalda spenn- unni sem myndast og Frank Sinatra hefur sjálfsagt ekki verið ákjósanlegasti Marco en sú persóna sem hann skapaði var rétt mótvægi við hinn ískaida Ray- mond. Eins og áður sagði vakti The Manc- hurian Candidate litla hrifningu póli- tískra afla þegar hún var frumsýnd. í Frakklandi mótmæltu kommúnistar myndinni með því að fjölmenna þar sem hún var sýnd. Sama gerðu hægri sinnar í Bandaríkjunum. „Gallinn var sá að fólk þetta var allt utan við kvikmynda- Frank Sinatra og Laurence Harvey í „meðferð". húsið en enginn inni að horfa á mynd- ina,“ sagði George Axelrod nýlega. John Frankenheimer í byrjun sjöunda áratugarins var John Frankenheimer óskabarn banda- rískra kvikmynda. Undradrengur sem margir vildu telja besta leikstjóra sem komið hafði fram síðan Orson Welles var og hét. Og skal engan undra þegar htið er á lista yfir átta fyrstu kvikmyndir hans. Uprruni Frankenheimers er í sjón- varpinu. Þar gerði hann garðinn fraégan sem leikstjóri úrvals leikrita. Hann gerir sína fyrstu kvikmynd 1957, The Young Stranger. Ekki var hann ánægður með vitökurnar og aðstöðuna í Holly wood og hvarf aftur að sjónvarpinu. 1961 kemur hann svo aftur í kvik- myndirnar og nú til aö vera. The Young Savages fær góðar viðtökur og fer nú í hönd mjög fijósamt tímabil hjá Franken- heimer. All Fall Down kom næst og þá fyrst sló hann verulega í gegn. Hvert stórvirkið af öðru lítur nú dags- ins ljós, The Manchurian Candidate, The Birdman Of Alcatraz, Seven Days In May, The Train og Seconds. Seconds, sem gerð var 1966, er í dag talin eitt helsta verk Frankenheimers. Þar ræðst hann gegn Hollywoodímynd- inni í mynd sem fjallar um fyrirtæki sem selur endurfæðingu. Það urðu margir reiðir út í Frankenheimer sem ekki ein- göngu réðst gegn fegurðarímyndinni heldur notaði þrjá leikara, John Ran- dolph, Will Geer og Jeff Corey sem höfðu verið nánast gerðir útlægir frá Holly- wood þegar hreinsanir McCarthy áttu sérstað. ■ Hvers vegna Frankenheimer kaus að ganga hinn breiða veg í Holly wood eftir Seconds er spurning sem erfitt er að svara. Eftir jafnmagnaða mynd og Sec- onds er ljóst að hann var ekki útbrunn- inn. Staðreyndin er samt sú að síðan hafa komið frá Frankenheimer miðl- ungs skemmtimyndir á borð við Grand Prix, I Walk The Line, The Horsemen og Black Sunday, svo einhverjar séu nefndar. Tvær undantekningar, sem minna á John Frankenheimer á sjöunda áratugnum, eru The Iceman Comet, gerð eftir leikriti Eugene O’Neill og The French Connection II. HK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.