Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 5ð DV Hamborg: Fleiii tré en íbúar „Ég hef tekið eftir því hér á íslandi að Hamborg er fyrst og fremst talin vera hafnarborg. Það er að sjálfsögðu rétt að vissu leyti. í Hamborg er stæsta höfn Þýskalands og sú þriöja í röðinni í Evrópu. Þó að hún sé hafn- arborg er samt ekki sönn sú hafnar- hverfamynd sem fólk virðist draga upp af borginni. Mér finnst fólk halda að borgin sé aðeins dauflegar bygg- ingar í skítugu hafnarhverfi. Ham- borg er allt öðruvísi," segir Benecke. Hamborg er græn Það sem einkennir borgina eru grænir htír. Gjarnan er sagt að í Hamborg séu fleiri tré en íbúar. Þetta er sagt með stolti því Hamborgarbú- ar hafa lagt áherslu á að umhverfi borgarinnar sé í sem bestum tengsl- um við náttúruna. í borginni er mið- bæjarkjarni þar sem gömul hús fá að njóta sín. í borginni er vatnið Alster sem set- ur sitt mark á bæjarlífiö. Það er vett- vangur útiveru og samskipta. Á sumrin er krökkt af bátum og segl- brettum á vatninu og á vetuma er fólk þar á skautum. „Það er mér gleðiefni að geta sagt að íslenskum ferðamönnum til Ham- borgar hefur íjölgað óvenjulega mik- ið á síðustu ámm. í fyrra fjölgaði þeim um fjörutíu prósent. íslending- ar eru góðir gestir. Meðaltal gisti Ferðir nátta ferðamanna í Hamborg í fyrra var 1,8. En íslensku ferðamennirnir dvöldu 2.6 daga. Þetta er að sjálf- sögðu ánægjulegt fyrir borgaryfir- völd því við viljum að gestir okkar gisti í borginni sem lengst. Innkaup undir yfir- byggðum strætum Norðurlandabúar virðast helst koma til Hamborgar í verslunar- og viðskiptaerindum. Hagstætt er að versla í Hamborg. „í Hamborg er stæsta yfirbyggða verslunargata Evrópu. Þar er hægt aö versla hvernig'sem viðrar,“ segir Benecke. Ef ekki á að versla þá er nóg annað hægt að gera í borginni. Nóg er af tækifæram til útiveru. Tilvalið er að fara í hálfsdagssiglingu um vatnið og skoða borgina frá því sjónarhorni. Mikiö er af söfnum, leikhúsum og merkum byggingum. Næturlífið er eins fjölbreytt og hugsast getur. Hægt er að velja um hveija þá tegund skemmtunar sem hugurinn gimist. Veitingahús og krár eru óteljandi og svona væri hægt að halda áfram. „Ég vona að sem flestir heimsæki Hamborg á næstu árum því ég er sannfærð um að þegar fólk sér hvemig borgin okkar raunverulega er þá komi það aftur,“ segir Christine Benecke. -EG. Óhöpp geta alltaf komið fyrir, einnig í ferðalaginu. Enn taka íslendingar áhættuna Flestir fara ótryggðir í ferðalögin Þó að kaup á ferðaslysatrygging- um hafi aukist nokkuð síðasthðin ár fara enn flestir ótryggðir í ferðalögin. íslendingar virðast enn viljugir að treysta á Guð og lukkuna þegar farið er í ferðalög. Óhöpp gera ekki boð á undan sér og það sama á við þegar fólk er í ferðalagi. Engir peningar, engin læknisþjónusta Sendiráð, ræðismenn, flugfélög og ferðaskrifstofur þurfa oft og iðu- lega að hlaupa undir bagga með þeim sem lent hafa í óhöppum á erlendri grundu. Þessir aðilar eru hjálpsamir og fúsir að greiða úr vandamálunum en því miður er stundum erfitt að greiða úr þeim öllum. Á ýmsum stöðum er til dæmis ekki byrjað að sinna sjúkhngi fyrr en ljóst er að hann getur greitt læknisþjón- ustuna. Það þarf ekki að orðlengja hversu alvarlegt það getur verið. Hringt var í nokkur fyrirtæki, sem bjóöa upp á tryggingar, og athugaö hvað í boði er og hvað það kostar. Hjá Almennum tryggingum feng- ust upplýsingar um hálfs mánaðar ferðatryggingar. Þær innihalda einn- ar milljón króna dánar- og örorku- bætur, sjúkrakostnað upp á fimm hundrað þúsund, flmm þúsund krónur í dagpeninga fyrir hveija óunna viku og farangurstryggingu fyrir sjötíu þúsund. Trygging sem þessi kostar 1.240 krónur. Um er að ræða Evrópuferð og dagpeninga- greiðslur hefjast tveim vikum eftir óhaþp. Sjálfsábyrgð á farangurstjóni er tuttugu og fimm prósent af tjón- upphæð og lágmark fjögur þúsund kónur. Sjálfsábyrgð á farangurstryggingu Samvinnutryggingar bjóða upp á tryggingapakka sem inniheldur flmm hundruð þúsund króna dánar- bætur, eina milljón í örorkubætur, sjúkrakostnað fyrir allt að milljón, fimm þúsund krónur í dagpeninga fyrir hveija óunna viku og eitt hundrað þúsund krónur eru há- marksbætur fyrir farangurinn. Tryggingin nær yfir hálfs mánaðar Evrópudvöl og dagpeningagreiðslur byija hálfum mánuði eftir óhapp. Sjálfsábyrgð á farangurstryggingu er tuttugu og fimm þúsund krónur og ef einn hlutur er verðmætari en það þarf aö tryggja hann sérstaklega. Ferðakostnaður vegna rofs á orlofi er einnig greiddur eftir ákveðnum reglum. Tryggingin kostar 1.397 krónur. Visa tryggir korthafa, þeim að kostnaðarlausu, ef þeir hafa greitt helming ferðarinnar meö Visa greiðslukorti. Þar eru innifaldar dánar- og örorkubætur upp að fimm milljónum króna, sjúkrakostnaður allt að einni milljón, heimsókn að heiman og endurgreiðsla á hluta or- lofskostnaðar ef helmingi dvalar hef- ur ekki verið náð. Til viðbótar er hægt að kaupa aukatryggingu sem inniheldur níu- tíu þúsund króna farangurstrygg- ingu þar sem sjálfsábyrgð er tuttugu og fimm prósent af tjónupphæð, aldr- ei þó lægri en fjögur þúsund krónur. §jö þúsund og fimm hundruð krónur eru greiddar í dagpeninga á viku. „Heilt heim“ tryggir þá hluti sem keyptir eru úti og ferðast er með heim og bætir allt að sextíu þúsund króna tjón. Ferðarofstrygging og ábyrgðartrygging gagnvart þriöja aöila eru einnig innifaldar í þessari viöbót. Aukatrygging þessi kostar 1.020 krónur. Smáa letrið Rétt er að benda fólki á að lesa vel tryggingaskilmálana. Þeir eru svipaðir hjá flestum tryggingafélög- um. Sem dæmi um undanþágur á ábyrgð ferðatryggingarinnar má nefna eftirfarandi: Ef þú deyrð vegna sjúkdóms á ferðalaginu eru ekki greiddar dánar- bætur (gildir þá einu hvort þú lagðir sjúkur af stað eða varðst veikur úti). Áfleiðingar náttúruhamfara, stríðs, geislavirkni og þess háttar era und- anþegnar ábyrgð tryggingafélaga. Ef tryggingahafi er drukkinn og lendir af þeim sökum í slysi eða öðr- um vandræðum á hann ekki rétt á bótum. Þetta eru nokkur dæmi um smáa letrið. Því miður eru þessar undantekn- ingar á tryggingaskírteinunum á máli sem er allt því óskiljanlegt fyrir þorra fólks. Máhð er útatað í lög- fræðilegum hugtökum og flóknum orðasamböndum. Það væri vel ef fyr- irtækin létu fylgja þýðingu sem væri á venjulegu mannamáli, viðskipta- vinum sínum til glöggvunar. Þangað til verða væntanlegir tryggingahafar að spyija fulltrúa tryggingasala um sérákvæði tryggingasamninga sinna. -EG. Lífetm Christine Benecke er sölufulltrúi hjá ferðamálayfirvöldum i Hamborg. Hún segist meðal annars hafa það hlutverk að ieiðrétta ímynd íslendinga af borginni. Sumarstúlka Stúlka óskast til heimilisstarfa á gestaheimili úti á landi mánuðina júní, júlí og ágúst. Góð laun og aðstaða. Æskilegur aldur 20-30 ár. Orlofsbúðirnar sf. Tilboð merkt „Sumar 1905" óskast send auglýsingadeild DV fyrir 26. maí nk. Samvinnuskölinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á háskólastigi miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulifinu, einkum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða vió- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, versiunar- og fram- leiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlanagerð, starfs- mannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lög- fræði og félagsfræði, félagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð, raunhæf verk- efni og vettvangskannanir í atvinnulífinu, auk fyrir- lestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí hvort ár. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öliu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlaststarfsreynslu í atvinnulífinu. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.