Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Popp Midnight Oil, flytjendur lagsins Beds Are Burning. Ástralir eru í hátíöarskapi um þessar mundir, ekki síður en Reyk- vikingar fyrir tveimur árum. Þeir fagna því allt áriö 1988 aö tvö hundr- uð ár eru liðin síðan Evrópubúar námu þar land. Rokkarar álfunnar íjarlægu láta ekki sitt eftir liggja. Nú • skulu aðrir hlutar heimsins fá að kynnast því sem er að gerast þarna í neðra. CBS útgáfan í Ástralíu fagnar tvö hundruð ára afmæhnu myndarlega. Sjö hljómsveitir, sem eru á samningi hjá útgáfunni, hafa allar sent frá sér plötur á þessu ári og þær fá enn rækilegri kynningu en ella vegna afmæhsins. Til að mynda fara allar hljómsveitirnar sjö í heimsreisu, meðal annars til Evrópu, á árinu. Gefið hefur verið út sérstakt kynn- ingarmyndband með hljómsveitun- um og lögum með þeim safnað á sér- staka plötu, 1988 Australian Rocks. Hljómsveitirnar, sem hlut eiga aö máli, eru Midnight Oil, Party Boys, Dave Dobbyn og félagar, Noisew- orks, Flash and the Pan, Wa Wa Nee og síðast en ekki síst Mental as Anyt- hing. Midnight Oil Af þessum sjö áströlsku hljóm- sveitum er Midnight Oil áreiöanlega þekktust. Á tíu árum hefur henni tekist að verða stórveldi i ástralska poppinu, spila víða um heim, halda góðgerðartónleika fyrir atvinnu- lausa, styðja málstað hreyfinga eins og Greenpeace, gerbylta atvinnu- tækifærum ungra og upprennnandi hljómsveita í Ástralíu og þannig mætti lengitelja. Midnight OU hefur sent frá sér sex stórar plötur. Flestar hafa liðsmenn hljómsveitarinnar hljóðritað í Ástr- alíu. En þeir hafa einnig unnið í Englandi, Frakklandi og eina plötu tóku þeir upp í Japan. Nýjasta breið- skífa Midnight Oil er Diesel & Dust. Eftir að hún hafði verið þrjá daga á markaðnum í Ástralíu hlaut hljóm- sveitin platínuplötu að launum fyrir góða sölu. Á Diesel & Dust er að finna lagið Beds Are Burning sem hljómar talsvert í útvarpi hér á landi þessa dagana. Mental as Anything Kannski muna einhverjir enn eft- ir laginu If You Leave Can I Come too? (Ef þú yfirgefur mig, má ég þá koma líka?) sem heyrðist nokkuö oft hér á landi árið 1981. Flytjandi þess lags var hljómsveitin Mental as Anything. Hún er búin að vera lengi að og er virt og vinsæl í Ástralíu. Og þrátt fyrir að plötur hljómsveitar- innar hafi fengið vinsamlega dóma í breskum og bandarískum tónlistar- blöðum var það ekki fyrr en á síð- asta ári sem hún lét að sér kveða á breskum vinsældalistum. Þá komst lagið Live It up hátt á hsta. Liðsmenn Mental as Anything eru grínarar ástralska poppsins. Textar þeirra þykja sérlega góðir og mynd- böndin ku vera í sérflokki. Til að mynda fékk tuttugu laga mynd- bandsspóla hljómsveitarinnar Monumental as Anything einkunn- ina „einfaldlega sú besta“ í virtu áströlsku kvikmyndablaði. WaWaNee Leið hljómsveitarinnar Wa Wa Nee til frægðar hefur verið ótrúlega bein og breið. Fyrstu þrjár smáskíf- umar, sem hún sendi frá sér, seldust betur en nokkrir aðrir nýhðar í ástr- alska poppinu gátu státaö af. Það var árið 1986 sem hljómsveitin sló í gegn. Það ár var hún útnefnd bjartasta von ársins 1987 í allflestum áströlsku tón- hstarblöðunum. Wa Wa Nee taldist hafa átt myndband ársins og hún þótti meö tíu bestu hljómsveitum ársins. Wa Wa Nee hefur verið að vinna sér frægð í Evrópu aö undanfórnu, sérstaklega fyrir lagið Sugar Free þar sem eiturlyf eru fordæmd. Hljómsveitin er talin eiga eftir aö gera stóra hluti á næstunni ef marka má erlend músíktímarit. Party Boys Hljómsveitin, sem brýtur allar leikreglur ástralska rokksins, er Party Boys. Hún er nú oröin sex ára gömul og sló í gegn á sinni fyrstu hljómleikaferð. Þegar hún hafði haldið þrenna tónleika var ákveðið að taka þá fjórðu upp, svona rétt til minningar um hressilega ferð. Upp- takan þótti heppnast vel, var gefin út á hlj ómplötu og seldist í 45.000 ein- taka upplagi fljótlega eftir útkom- una. Eftir það varð ekki aftur snúið. Það sem helst einkennir The Party Boys eru örar mannabreytingar. Til dæmis leikur Alan Lancaster, fyrr- um bassaleikari Status Quo, með sveitinni um þessar mundir. Noiseworks Saga hljómsveitarinnar Noise- works er tiltölulega stutt. En þó svo að hljómsveitin hafi ekki verið til lengi hafa liðsmenn hennar langa reynslu í ástralska rokkinu. Fyrstu smáskífur Noiseworks fengu mikla athygh í áströlskum útvarpsstöðvum og seldust sömuleiðis ágætlega. No- iseworks hitaði upp fyrir Eurythmics þegar sá frægi dúett sótti ástrah síð- ast heim. Dave Dobbyn Dave Dobbyn sló fyrst í gegn á Nýja Sjálandi með hljómsveitinni DD Smash. Þpgar hann náði ekki lengra þar í landi flutti hann sig um set til Ástralíu og hefur þar verið flestum öðrum duglegri við hljómleikahald. - Fyrir tveimur árum rak Dobbyn Noiseworks, ein af yngstu en jafnframt efnilegustu hljomsveitum Ástralíu. Flash & the Pan, kapparnir fornfrægu Harry Vanda og George Young. Mental as Anything, húmoristar ástralska rokksins. Dave Dobb- yn, háttskrif- aöur tónlist- armaðurá Nýja Sjálandi. Flash&thePan Árið 1967 sló í gegn áströlsk hljómsveit sem kallaði sig The Easybeats. Hún gerði firnavinsælt lagið Friday on My Mind sem enn hljómar. Easybeats heyra sögunni til en tveir hðsmenn hennar gera nú garðinn frægan með stúdíóhljóm- sveitinni Flash & the Pan. Þessir tveir eru Harry Vanda og George Young. Sásíðarnefndi er reyndar bróðir Angusar, hljómsveit- arstjóra AC/DC, og þeir Young og Vanda hafa nokkuð látið til sín taka á plötum þeirrar ágætu þungarokk- hljómsveitar. Flash and the Pan var stofnað fyrir tæpum áratug. Árið 1982 var sveitin lögð niður en endurreist í fyrra til aö hljóðrita plötuna Nights in Fran- ce. hljómsveitina sína og hefur komið fram undir eigin nafni síðan. Það fyrsta sem Dobbyn tók sér fyr- ir hendur eftir aö DD Smash var öll var aö semja tónlist fyrir kvikmynd- ina Footrot Flats (The Dog’s Tale). Platan með lögum myndarinnar var á toppnum í átta vikur á Nýja Sjá- landi og sex vikur í Ástrahu. Dobbyn hefur verið kjörinn söngv- ari ársins síðastliðin fjögur ár í röð á Nýja Sjálandi. Hann var hlaðinn titlum fyrir góðan árangur á síðasta ári. Til að mynda taldist hann hafa sent frá sér smáskífu ársins, breið- skífu ársins, bestu kvikmyndamús- íkplötu ársins, hann var valinn upp- tökustjóri ársins og jafnframt skemmtikraftur ársins. Greinilega talsvert spunnið í Dave Dobbyn frá NýjaSjálandi. Umsjón: Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.