Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 60
62 • 25 • 25 FRÉTTASKOTIP Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í sima 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Þýskl fyrir- tæki kaupir fjórðung í Amarflugi Vestur-þýskt fyrirtæki, Atlantica, hefur keypt fjórðung hlutafjár í Arn- arflugi, fyrir 80 milljónir króna. Hlutaíjáraukning hefur staðið yfir í Arnarflugi og stefnt var að því að auka hlutafé í 320 milljónir. Islend- ingar hafa skrifað sig fyrir töluverð- um hluta þess. Með tilkomu Atlantica eru hug- myndir um enn frekari aukningu hlutaijár eöa í 400 milljónir króna. Hluthafafundur, sem haldinn verður fljótlega, mun ákveða hvort svo verð- ur. Atlantica er í eigu umsvifamikilla aðila í ferðamannaþjónustu. Þeir eiga hótel, veitingastaði, ferðaskrif- stofur og fjármögnunarfyrirtæki. Atlantica mun markaðssetja Arnar- flug og ísland í Vestur-Þýskalandi. Kristinn Sigtryggsson, fram- , kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í v:ær að hann væri ánægður með þessar breytingar og taldi að með komu þýska fyrirtækisins styrktist Arnarflug flárhagslega og yki mögu- leika þess þar sem Atlantica fylgir aðgangur að stórri keðju í feröa- mannaþjónustu. „Þetta er mjög gott skref, við fær- um það ekki annars," sagði Kristinn Sigtryggsson. Atlantica á meðal annars hótel á Kanaríeyjum, í Tyrklandi og á Spáni. -sme kemur næst út þriðjudaginn 24. maí. Smáauglýsingadeildin er opin í dag, laugardag, til kl. 14. Lokað er á hvíta- sunnudag. Á mánudaginn, annan í hvítasunnu, verður smáauglýsinga- deildin opin frá kl. 18-22. Síminn er 27022. LOKI ... eða eins og Jón Baldvin sagði á dögunum: Fyrr skal gengið falla en að ég stólnum sleppi Vinnuveitendur logðu fram tilboð í álversdeilunni: Lögin stöðvuðu ekki viðræður Hrossakaupum stjémarinnar lokið: Stjóminni ekki kunn öll áhrif aðgerðanna Ríkisstjórninni tókst að ná sam- an um ráðstafanir í efnahagsmál- um í gær. Þessar aðgerðir eru sam- setningur úr tillögum flokkanna frá síðustu helgi. Alþýðuflokknum tókst að veija rauðu strikin eða í það minnsta að fresta ákvörðun þar um. Framsóknarflokknum tókst að koma inn afnámi láns- kjaravisitölunnar en ekki á lán til lengri tíma en tveggja ára. Sjálf- stæðisflokknum tókst að veija pen- ingamálastefiiuna að flestu öðru leyti. Þegar ráðstafnirnar voru kynnt- ar blaðamönnum viðurkenndu stjórnariiðar að nákvæmar athug- anir á áhrifum aðgerðanna lægju ekki fyrir. Það er til dæmis alls óvíst hver áhrif afnáms lánskjara- vísitölunnar verða. Áhrif á ýmsa þætti hagskerfisins eru svipaðar og þegar hefiir verið greint frá í DV. Þó er ijóst að núgildandi láns- fjárlög munu springa. Kjarasamningar eru látnir óhreyfðir. Hins vegar voru sett bráðabirgðalög á þá sem ósamið er við. Alþýðuflokknum tókst að ná þeirri kröfu sinni fram. Hækkanir til þeirra munu taka miö af þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir. Enginn flokkanna lagði áherslu á verja þennan hóp. Aðrar ráðstafanir í kjaramálum snúast um að flýta ákvörðunum sem þegar lá fyrir að heföu verið gerðar. Framsóknarflokkurinn náði ekki fram öllum kröfum sínum í pen- ingamálum. Vaxtafrelsi er enn við lýði þó ríkisstjórnin ætli að hvetja og stuðla að lækkun vaxta. Hins vegar verður bannaö að miða við visitölu í fjárhagsskuldbindingum á stuttum lánum eftir 1. júlí. Sjálfstæðisilokknum tókst að hindra að ríkisstjómin reyndi aö hafa áhrif á Davíð Oddsson um að fresta byggingu ráðhúss eða setja sérstakan skatt á hana ella. Þá tókst flokknum að veija fjármagns- markaðinn aö mestu leyti, en flokkurinn hefur staðið aö um- fangsmiklum breytingum á honum á undanfórnum árum. Þessi 'niðurstaða kostaði stjórn- ina stuðning Ólafs Þ. Þórðarsonar. - sjá einnig bls. 2 Bam fæddist á Kona ól stúlkubarn í sjúkrabíl í gærmorgun. Sjúkrabíllinn stöðvaði á mótum Breiðholtsbrautar og Reykja- nesbrautar á meðan konan ól barnið. Tveir brunaverðir voru á sjúkrabíln- um og aðstoöuðu við fæðinguna sem gekk mjög vel. Eftir fæðinguna var haldið með móður og barn á fæðingardeild Landspítalans. Þeim heilsast báðum vel. -sme Hvítasunnuhelgin: OpiðíÞjórsárdalog á Geirsárbökkum Mikki mús, Mína og Guffi voru í Flugstöð Leifs Eirikssonar i gær og kvöddu fólk sem var að leggja af stað til Flórída. Hér er það Mina sem fær koss frá einum gestanna. Þau þrjú. munu svo skemmta fólki í Reykjavík og Akureyri um helgina. DV-mynd KAE Af vinsælum ferðamannastöðum eru tjaldstæði aðeins leyfð í Þjórsár- dal og á Geirsárbökkum í Borgarfirði um hvítasunnuna. Eitthvað er þó málum blandið meö Geirsárbakka þar sem DV fékk þær upplýsingar hjá lögreglunni í Borgarnesi að ekki hefði veriö talað um að hafa opin tjaldstæði á svæðinu en BSÍ segir opiö. Ekki náðist í eiganda svæðisins. Önnur helstu tjaldsvæði eru lokuð, s.s. Húsafell, Þórsmörk og Þingvellir. -JBj t t í i i i i Samningsaðilar í Álversdeilunni blaöið fór í prentun í gærkvöldi. Þá irritað samningstilboð sem tveir full- voru enn hjá ríkissáttasemjara þegar höfðu vinnuveitendur lagt fram und- trúar frá hvorum aðila voru að skoða Veðrið á sunnudag og mánudag: Rigning sunnan- og vestanlands Á sunnudag og mánudag verður suölæg átt ríkjandi, yfirleitt rign- ing og 8-10 stiga hiti um sunnan- vert landið og á Vesturlandi en þurrt að mestu og allt að 15 stiga hiti á Norður- og Norðausturlandi. en starfsmenn vildu fá svar við nokkrum spurningum sem vöknuðu þegar þeir sáu tilboðið. Vinnuveit- endur sögðu að tilboðið væri betra en það sem fælist í Akureyrarsamn- ingunum en starfsmenn voru ekki á því. Ríkissáttasemjari sagðist ekki vera allt of bjartsýnn á að það gengi saman fyrir miðnætti. Bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar munu þá grípa inn í samningsgerðina. Tveir íjölmennir starfsmanna- fundir voru í Álverinu í gær og ríkti þar mikill einhugur. Þeir álvers- menn hafa áður sagt að þeir muni hunsa lagasetningu hjá ríkisvaldinu og var talið að sú yfirlýsing hefði kæft þær hugmyndir á fimmtudag- inn. Þess má geta aö ef álverinu verður lokað þá er ljóst að tjónið sem af því hlýst skellur á strax. Engu breytir þó samið verði í dag, það liggur fyrir að margar vikur tekur að ná vinnslu upp aftur. -SMJ t t i i i t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.