Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. MAl 1988. Erlendbóksjá ACKERMilN 0 GUIDE to the best restaurants & hoteis in the British Isles Bestu matsölu- staðir og hótel Bretlandseyja THE ACKERMAN GUIDE. Höfundur: Roy Ackerman. Penguin Books, 1987. Feröamenn, sem einskorða ekki athafnasemi sína viö aö liggja á sólarströnd og drekka ódýrt vodka, hafa yfirleitt of lít- inn tíma til aö kynnast öllu því sem þeir vilja sjá og reyna í út- löndum. Greinargóöar og að- gengilegar handbækur eru slík- um feröamönnum mikið þarfa- þing. Þetta á ekki hvað síst viö um þá mikilvægu þætti sérhvers ferðalags sem gisting og matur eru, en á því sviöi er Roy Acker- man sérfræðingur aö því er Bret- land varöar. Hann hefur reyndar veriö báöum megin viö borðið: íjallaö mikið um mat á veitinga- húsum í fjölmiölum en einnig stjórnaö sjálfur veitingastaö. í fyrra kom út fyrsta sinni handbók Ackermans um bestu hótel og veitingahús á Bretlands- eyjum. Eins og nafnið ber meö sér fjallar Ackerman fyrst og fremst um þá staði sem hann tel- ur besta. Bókinni er skipt land- fræöilega: sérkaflar eru um bestu veitingastaði í London, Englandi, Skotlandi, Wales og írlandi. Einnig fylgir umfjöllun um nokk- ur bestu veitingahúsin í París og New York og þekktir matargerö- armenn í Bretlandi segja frá eftir- lætisveitingastöðum sínum. Bók Ackermans er mjög aö- gengileg. Hann gefur lesandanum almennar upplýsingar um hvern staö, rekur einkenni hans, helstu kosti og galla og gefur hugmynd um verö á þriggja rétta málsveröi fyrir tvo. Skemmtilegar teikning- ar skreyta bókina sem er í hand- hægu broti. Fyrsta skáldsaga Spike Milligan Puckoon. Höfundur: Spike Milligan. Penguin Books, 1988. Spike Milligan hefur um langt árabil verið einn vinsælasti grín- isti Breta. Hann hefur skrifaö fjöldann allan af bókum og hand- ritum fyrir grínþætti og kvik- myndir. „Puckoon" var fyrsta skáldsaga Milhgan. Hún er nú gefm út á ný á aldarfjórðungsafmæli sögunn- ar. Ekki verður annað sagt en sagan beri aldurinn býsna vel. Hún gerist í írsku þorpi sem heit- ir Puckoon en þar lendir sögu- hetjan, Milligan, í ótrúlegum æv- intýrum og uppákomum. Milhgan gerir ekki síöur grín aö sjálfum sér en öörum en það eru þó ekki síst yfirvöld, jafnt veraldleg sem geistleg, sem fá að kenna á fyndni hans og háöi. Annars eru vinsælustu bækur Mulligans upp á síökastiö „end- urminningar" hans úr síðari heimsstyijöldinni. Þær frásagnir fylia nú sex bækur og fjalla svo sannarlega á annan hátt um stríðið en heföbundnar sögubæk- ur. Captain James Cook. Höfundur: John Hooker. Penguin Books, 1988. Á árunum 1768 til 1780 fór enski skipstjórinn James Cook þrívegis í langar könnunarferðir um hafsvæð- in milli Asíu og Ameríku. Þegar hann lést í síöustu ferðinni í átökum við innfædda á Kyrrahafseyjum var hann orðinn þekktasti og virtasti landkönnuöur Breta. Cook var þó síður en svo fæddur til slíkrar frægðar. Hann átti frama sinn fyrst og fremst að þakka hæfi- leikum sínum sem skipstjóri svo og enska náttúrufræðingnum Joseph Banks sem reyndar heimsótti eitt sinn ísland. Banks, sem var auðugur maður, vakti athygh yfirmanna breska flotans á Cook sem hafði þá þegar siglt upp Lawrence-flóa og kortlagt Nýfundnaland. Banks haföi samvinnu við flota- stjómina um skipulagningu leiðang- urs, sem átti að taka nokkur ár, til suðurhluta Kyrrahafs í leit að víð- feðmu meginlandi sem sumir töldu þá að væri á suðurhveh jarðarinnar. í breska flotanum, þar sem ættemi réð oftast meiru um frama en hæfi- leikar, var ekki mikið um skipstjóra sem treystandi var til þess að takast á hendur skipstjóm í slíkri ferð. Banks og yfirmenn flotans veðjuðu á Cook þótt hann væri af almúgaætt- um. „Suðurlandið mikla“ Ástralska sjónvarpið hefur gert framhaldsmyndaflokk um þrjár ferðir James Cook til Kyrrahafsins, en í þeim ferðum kannaði hann með- al annars strendur Ástralíu, Nýja- Sjálands og Hawaii-eyja og kynntist frumbyggjum þar og á mörgum eyj- um öðrum. Fyrsta ferðin, sem stóð í um þijú ár, skilaði margvíslegum náttúm- og sighngafræðilegum árangri, en Jos- eph Banks fékk meöal samtíma- manna mestan heiður af þeim leið- angri. í annarri ferðinni, sem hófst áriö 1772 og stóð einnig í um þrjú ár, var ætlunin að ganga úr skugga um það í eitt skipti fyrir öh hvort „Suður- landið mikla“ (The Great South Land) væri til eða ekki. Banks ætlaði með í þá ferð einnig, en til alvarlegs ósamkomulags kom milli hans og Cooks um hvernig skip ætti að nota ti ferðarinnar. Svo fór að yfirstjórn flotans varö að velja á milli Banks og Cooks. Við svo búið fór Banks í leiðangur til íslands á meðan Cook hélt á Kyrrahafsslóðir á ný. Leitin að norðvesturleið Þegar Cook kom úr annarri ferð sinni varð hann loks frægur og við- urkenndur sem landkönnuður meðal landa sinna. Hann fékk þægilegt starf sem gaf honum næði til að búa mikla frásögn sína af leiðangrinum til prentunar. Hehsu hans var farið að hraka og flestir töldu að sighngum hans væri lokið, ekki síst eiginkona hans sem hafði lítið haft af honum að segja flest hjúskaparár þeirra. En breska flotastjómin lagöi á ráð- in um enn einn leiðangur um Kyrra- hafið, að þessu sinni til þess að kanna hvort siglingarleið væri fmnanleg norðan við Ameríku, svoköhuð norð- vesturleið. Og enn var leitað til Cooks. Honum var farið aö leiðast landvistin og sló því strax til, þrátt fyrir aðvaranir vina og andstöðu konu sinnar. Margt gekk á afturfótunum í þess- ari síöustu ferð Cooks, sem hófst árið 1776 - árið sem Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði sínu. Tilraunir til að finna norðvesturleiðina báru ekki árangur og Cook lést í átökum við infædda á Hawaii-eyjum árið 1779. Þessi bók, sem er samin upp úr handriti Peter Yeldham að mynda- þáttunum, ber uppruna síns greini- leg merki. Þetta er ekki ítarleg né nákvæm ævisaga heldur fyrst og fremst eins konar stiklur um sam- skipti htríkra persóna og kynni þeirra af framandi heimi sem reynd- ist þeim í senn heillandi og hættuleg- ur. Cook skipstjóri meðal ibúa á Kyrrahafseyjum. Myndin er úr nýja fram- haldsmyndaflokknum um landkönnuðinn. Metsölubækur Bretiand Söluhæstu kiijurnar: 1. Wilbur Smith: RAGE. 2. Sally Beauman: DESTINY. 3. Cafherine Cookson: THE PARSON’S DAUGHTER. 4. Cralg Thomas: WINTER HAWK. 5. Melvyn Bragg: THE MAID OF ÐUTTERMERE. 6. Ellls Peters: A NICE DERANGEMENT OF EPITAPHS. 7. J. G. Ballard: EMPIRE OF THE SUN. 8. Colleen McCullough: THE LADIES OF MISSOLONGHI. 9. Niven, Pournelle & Barnes: THE LEGACY OF HEOROT. 10. Pat Booth: THE SISTERS. Rlt almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THIGH DIET. 2. PROMS '88 3. Richard Dawkins: THE BLIND WATCHMAKER. 4. Robert Hughes: THE FATAL SHORE. 5. Edward Behr: THE LAST EMPEROR. 6. Bill Cosby: FATHERHOOD. 7. P. Leigh Fermor: BETWEEN THE WOODS AND THE WATER. 8. Bob Ogley: IN THE WAKE OF THE HURRI- CANE. 9. Grant & Joice: FOOD COMBINING FOR HEALTH. 10. Martin Katahn: THE ROTATION DIET. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Metsölukllfur: 1. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 2. Danielle Steel: FINE THINGS. 3. Louis L'Amour: THE HAUNTED MESA. 4. Dale Brown: FUGHT OF THE OLD DOG. 5. Colleen McCullough: THE LADIES OF MISSALONGHI. 6. Jonathan Kellerman: OVER THE EDGE. 7. Craig Thomas: WINTER HAWK. 8. M. Wels, T. Hickman: DOOM OF THE DARKSWORD. 9. Dean R. Koontr WATCHERS. 10. Pat Booth: THE SISTERS. 11. Dlck Francis: BOLT. 12. Walker Percy: THE THANATOS SYNDROME. 13. LaVyrle Spencer: VOWS. 14. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 15. Milan Kunderas: THE UNÐEARABLE LIGHTNESS OF BEING. 16. Plers Anthony: OUT OF PHAZE. Rit almenns eðlis: 1. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 2. Whitley Striebor: COMMUNION. 3. Allan Bloom: THE CLOSING OFTHE AMERIC- AN MIND. 4. Maggie Scarf: INTIMATE PARTNERS. 5. Robert Hughes: THE FATAL SHORE. 6. Peter Jenkins: ACROSS CHINA. 7. Bette Davis/M. Herskowitz: THIS'N THAT. 8. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 9. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 10. James Spada: GRACE (Byggi á New York Times Book Review) Danmörk: Metsölukiljur: 1. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (1). 2. Wassmo: DET STUMME RUM. (3). 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. (2). 4. Jean M. Auol: HESTENES OAL. (4). 5. Milan Kundera: TILVÆRELSENS ULIDELIGE LETHED. (10). 6. Helle Stangerup: CHRISTINE. (5). 7. Godfred Hartmann: CHRISTIAN. (1). 8. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (6). 9. B, Wamberg: JOHANNE LUISE HEIBERG. (8). 10. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN. (7). (Tötur Innan svlga tákna röð bókar vlkuna é undan. Byggt á Politiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson OAHRE r 7 MA T T / S’G /. V SVANfSfl AfíMADA 'im'- '................£ Sigurinnyfirflot- anum ósigrandi The Defeat of the Spanish Armada. Höfundur: Garrett Mattingly. Penguin Books, 1988. Þess er nú minnst í Bretlandi að fjögur hundruö ár eru liðin frá því að „flotinn ósigrandi", sem Spánarkonungur sendi gegn Eng- lendingum í valdatíð Elísabetar fyrstu, varð aö lúta í lægra haldi gegn enskum herskipum og æðri máttarvöldum. í tilefni afmælisins streyma á markaö bækur sem rekja á einn eða annan hátt sögu þessa mis- heppnaða sjóhernaðar gegn Eng- lendingum. Það er bæði um að ræða nýjar bækur og endurútgáf- ur eldri rita. Þetta nær þrítuga rit sagnfræð- ingsins Garretts Mattingly, sem nú birtist í nýrri myndskreyttri útgáfu, er að mati sérfræðinga með bestu bókum sem samdar hafa verið um þessi sögufrægu átök sem margir telja að hafi haft mikil áhrif á gang evrópskrar sögu. Mattingly rekur hér ítar- lega pólitíska og trúarlega for- sögu þess að „flotanum ósigr- andi“ var ýtt úr vör, dregur fram í dagsljósið höfuðpersónur hild- arleiksins og skýrir síðan ítarlega gang mála árið 1588. Þá fjallar hann einnig um afleiðingar þess að þessi atlaga aö Englendingum mistókst, á samskipti evrópskra þjóða og þróun sögunnar. Texti hans er afar skýr og læsilegur. Bókin er í stóru broti, skemmti- lega myndskreytt. Átta smásögur eftir Tékov The Fiancée and Other Stories. Höfundur: Anton Tékov. Penguin Books. Þótt rússneski rithöfundurinn Anton Tékov sé einkum kunnur ctf leikritum sínum var hann einnig afkastamikill smásagna- höfundur. Sögur hans hafa flest- ar verið þýddar á enska tungu. Þessi bók er þannig fjóröa safn smásagna eftir Tékov sem Pengu- in-forlagið hefur gefið út. Sögurnar átta, sem hér birtast, eru frá síðari árum Tékovs, en hann lést árið 1904. Elsta sagan er frá árinu 1888. Sú sem gefur safninu nafn, „The Fiancée" (Kærastan), er síðasta smásagan sem Tékov samdi; hún var fullfrágengin árið 1903. Þar kveð- ur nokkuð við annan og bjart- sýnni tón en í fyrri verkum höf- undarins. Annars eru þessar sögur afar ólíkar. Flestar bera þó meistara- legu handbragði Tékovs vitni, ekki síst lengsta sagan í bókinni, „Three Years“ (Þrjú ár), sem seg- ir frá lífi nokkurra Moskvubúa, „On Oflicial Business" (í opin- berum erindagjörðum) um komu dómara og líkskoðara til af- skekkts þorps vegna mannsláts þar á staðnum, og „The Student" (Stúdentinn) sem lýsir á snjallan og ljóðrænan hátt samhenginu í mannlegri reynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.