Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Þessi fjögur ungmenni, Berglind, Hall- dór, Frank og Erna, sem einn- ig prýða forsíð- una, veiddu af- skaplega lítið í Þingvallavatni ádögunum. Hins vegarer veiðileyfið ókeypisþarallt framtiM.júní. Því er tilvalið að reyna á þol- inmæðina þar um hvítasunnu- helgina. Við getum kallað þessa mynd vormynd vegna andstæðna sumars og vetr- aríhenni, isi klætt fjallið í baksýn á móti sumarklæddum ungmennum. DV-mynd BG Ekkert skipu lagt útimót í en straumurinn liggur úr bænum Fjöldi manns viröist ætla að leggja leið sína út úr bænum um hvítasunnuhelgina og enn fleiri ef hann helst þurr og sóhn nær að skína. Ungdómurinn, bæði úr gagnfræðaskólum og menntaskólum, var að enda við próftökur og vorhugur kominn í flesta.' DV brá sér til Þingvalla i góða veðrinu ásamt fjórum krökkum úr Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi. Þar var upplifuö útivistar- stemning eins og hún gerist best, griliað, sungið, hlegið og myndast við veiðar, sannkölluð sumarstemning. Krakkarnir, þau Berglind, Frank, Halldór og Ema, vom einmitt þann góð- viðrisdag að ljúka við 9. bekk- inn og farin að spá strax í hvaða framhaldsskóli hentaði þeim best. Um helgina ætluöu þau að taka það rólega vegna þess að ákveðiö hefði verið að fara í Þórsmörk með 9. bekknum snemma á annan í hvítasunnu. Eflaust samantekin ráö það til að forða þeim frá skarkala þess- ararhelgar. Einutjaldstæðiná Geirsársbökkum Það er hins vegar lítið um að vera þessa hvítasunnuhelgi. Til dæmis er ekkert skipulagt útimót og einu tjaldstæðin, sem verða opin, eru á Geirsárs- bökkum í Borgarfirði en þar var fjöldi manns samankominn einmitt um hvítasunnuhelgina í fyrra. En mestur fiöldinn var þó á Stuðmannahátíðinni í Húsafelli. Kristleifur Þorsteins- son, bóndi í Húsafelli, lét hafa eftir sér að í fyrra hefði það verið í síðasta sinn sem opið væri í Húsafelli. Hann talaði um ógurlega mikla ölvun og mikið rusl og skemmdir. Einnig var sagt í fjölmiðlum frá gífurlegri umferð í umdæmi Borgarnes- lögreglunnar. Sumarbústaðimir mikið notaðir Fullorðna fólkið mun vænt- anlega sækja í sumarbústaðina sem endranær og grilla og hafa það gott ef veður leyfir. Einnig mun vera nokkuð um aö yngra fólk fái lánaðan sumarbústað- inn hjá mömmu og pabba og bregði sér þangað ásamt vinum og kunningjum. Þeir hjá Utivist tjáðu okkur að vinsælustu ferðirnar hjá þeim væru á Snæfellsnesið þar sem gengið væri upp á jökul og gist á Lýsuhóli og að ferðir í Þórsmörkina væru einnig mjög vinsælar en þar mun ekki vera leyfilegt að tjalda. Einnig sögðu þeir að Breiðaíjörðurinn yröi vinsæll áfangastaður í ár og að þar yrði s'iglt út í Purkey, sann- kallaða náttúruparadís. Flest hótellokuð Edduhótehn verða ekki opnuö fyrir hvítasunnuna, það eina sem nýopnað er er Valhöll á Þingvöllum sem hóf sumar- starfsemi sína í síðustu viku. í ar Valhöll var okkur tjáð að mikið hefði verið að gera um síðustu helgi og að von væri á mikilli örtröð um hvítasunnuhelgina, ætlunin væri til dæmis að vera með útigrill og fleira ef veður leyfði. Einnig er opiö á Kirkju- bæjarklaustri og Hvolsvelli en þar er opið allan ársins hring. Hótelin verða almennt ekki opnuðfyrrenl.júní. Hjá upplýsingamiðstöð ferða- mála fengum við upp gefið að mun meira hefði verið að gera þar en í fyrra fyrir þessa helgi þrátt fyrir að í raun væri hvíta- sunnan tveimur vikum fyrr en þá. íslendingar ætluðu greini- lega að auka ferðalög sín um Lögreglan í Borgarnesi sagð- ist fyrir þessa hvítasunnuhelgi vera viö öllu búin þrátt fyrir að engin skipuleg útihátið yrði. Hún sagði að hingað til heföi oft veriö ákveðið loka tjald- stæðunum á Húsafelli en alltaf hefði verið látið undan þrýst- ingi á síðustu stundu. Bjarki Elíasson hjá lögregl- unni í Reykjavík sagði að mikl- ar ráðstafanir hefðu verið gerð- ar fyrir hvítasunnuhelgina, til dæmis væri lögreglan í sam- starfi við Landhelgisgæsluna og þyrla frá þeim yrði á sveimi um hálendið til aö gæta vega og vegleysa þvi gróður væri afar viðkvæmur á þessum árstíma en að gæslan réðist öll af veðri. Lögreglan í Reykjavík verður að mestu á Suður- og Vestur- landi við vegaeftirlitið, annars færi það eftir umferð og aðstæö- um. Þeir yrðu mest í sambandi viö þjóðvegina og þar sem óskað væri eftir þeirra aðstoð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.