Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 65 Afmæ3 Haukur Þorgilsson Haukur Þorgilsson fram- kvæmdastjóri, Holtsbúð 93, Garðabæ, verður fimmtugur ann- an í hvítasunnu. Haukur fæddist í Vestmannna- eyjum og átti þar heima til sautján ára aldurs en fór þá í MR og lauk stúdentsprófi vorið 1959. Hann lauk svo prófi frá Loftskeytaskólanum 1961, brá sér út fyrir pollinn og sigldi sem loftskeytamaður hjá Austur-Asíufélaginu í Kaup- mannahöfn um heimsins höf til vorsins 1963 er hann kom heim. Haukur tók þá upp nám að nýju við viðskiptafræðideild HÍ og lauk þaðan prófi 1968. Hann stundaði á sumrin með námi almenn verka- mannastörf, var á síldveiðum og starfaði sem loftskeytamaður hjá Pósti og síma, m.a. viö loftskeyta- stöðina í Vestmannaeyjum, á Rauf- arhöfn og við fjarskiptastöðina í Gufunesi. Haukur vann sem viðskiptafræð- ingur hjá Radíótæknideild Pósts og síma 1968-70, hjá Loftleiðum hf. 1970-72, hjá Úlfari Guðjónssyni húsgagnaframleiðanda 1973, við þróunarstörf í Bungoma og Nairobi í Kenya 1974-78, hjá Hildu hf. 1978-80 og frá 2.1. 1981 hefur hann verið framkvæmdastjóri fataverk- Einar Thoroddsen Einar Thoroddsen, Hjarðarhaga 27, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á mánudaginn. Einar fæddist í Vatnsdal í Rauðasands- hreppi í Vestur-Barðastrandar- sýslu og ólst þar upp til átján ára aidurs. Hann lauk meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1940 og var háseti á togurum 1932-1940, II. og I. stýri- maður 1940-1942, síöan skipstjóri til 1955. Einar var í hafnarstjórn og útgerðarráði BÚR og formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis 1952-1956 og erindreki félags- ins eftir það. Hann var borgarfull- trúi í Reykjavík 1954—1962 og hafn- sögumaður í Reykjavík 1955-1962, yfirhafnsögumaður 1962-1983. Ein- ar var í stjóm Fannanna- og fiski- mannasambands íslands 1958-1959 og hefur verið fulltrúi í Sjómanna- dagsráði, formaður þess 1961-1962. Hann var meðdómari í Siglinga- dómi 1965-1983 og í Sjó- og verslun- ardómi 1956-1981. Einar kvæntist 16. október 1943, Ingveldi Bjarnadóttur, f. 31. októb- er 1924, fótasérfræðingi. Foreldrar Svava Árnadóttir, Barðavogi 20, Reykjavík, verður fertug á morgun, hvítasunnudag. Svava fæddist á Akureyri og ólst þar upp til sjö ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hún varð gagnfræðingur frá Vogaskólanum 1965 og skiptinemi í Bandaríkjunum 1965-66 en þar lauk hún High- School-prófi í Julesburg í Colorado. Svava starfaði á röntgendeild Landspítalans 1966^7, var flug- freyja hjá Flugfélagi íslands 1967-72, bókasafnsvöröur á Hellu 1983-84 og bréfberi hjá Pósti og síma 1984-87. Svava hefur svo stundað nám í póst- skólanum frá 1987. Svava giftist 19. desember 1970 Jóni Guðnasyni, f. 29. júní 1947, húsgagnasmið í Reykjavík. For- eldrar hans eru Guðni Jónsson, stórkaupmaður í Reykjavík, og hennar voru Bjami Bjarnason, söðlasmiður á Patreksfirði, og kona hans, Guöfinna Guðnadóttir. Börn Einars og Ingveldar eru Ólafur, f. 14. október 1945, lögfræöingur í Rvík, kvæntur Sólveigu Hákonar- dóttur skrifstofumanni, Ásta Stein- unn, f. 24. apríl 1953, hjúkruna- rfræðingur, gift Bolla Héðinssyni viöskiptafræðingi, þau eru bæði í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, og Gígja Guðfinna, f. 24. febrúar 1957. Systkini Einars: Sigríður, f. 31. janúar 1908, gift Þórði Jónssyni, b. á Látrum, þau eru bæði látin, Þor- valdur, f. 31. ágúst 1909, hreppstjóri á Patreksfirði, hann er látinn, Svava, f. 30. ágúst 1910, kennarí á Núpi í Dýrafirði, gift Jóni Sofanías- syni, eftirlitsmanni skólans á Núpi, Birgir, f. 10. október 1911, er látinn, var skipstjóri í Rvík, kvæntur Hrefnu Gísladóttur, Una, f. 8. júní 1914, hjúkrunarfræðingur á ísafiröi, gift Jóhanni Sigurgeirs- syni, smið á ísafiröi, sem er látinn, Arndís, f. 14. september 1915, var gift Sæmundi Auðunssyni, skip- kona hans, Halldóra Þorgeirsdótt- ir. Börn Svövu og Jóns eru: Kat- hrin, f. 2. júní. 1971; Guðni, f. 9. júní. 1972; Árni Ingvar, f. 30. sépt- ember. 1975; Daníel Thoroddsen, f. 9. maí. 1979. Systkini Svövu eru: Guðmundur Örn, f. 18. júní 1930, skógfræðingur í Kópavogi, kvæntur Sólveigu Run- ólfsdóttur skrifstofumanni; Hauk- ur Kristinn, f. 13. ágúst.1934, lækn- ir í Reykjavík, kvæntur Guörúnu Guðmundssdóttur kaupmanni; Þórunn, f. 11. júní. 1941, ljósmóðir í Garðabæ, gift Tómasi Agnari Tómassyni framkvæmdastjóra. Foreldrar Svövu: Árni Guð- mundsson, yfirlæknir á Akureyri, f. 3. desember. 1899, d. 10. október 1971, og kona hans, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 2. apríl 1907. Faðir Árna var Guðmundur, stjóra í Rvík, Bragi, f. 20. júní 1917, vegavinnuverkstjóri á Patreks- firði, kvæntur Þórdísi Haraldsdótt- ur, Ólafur, f. 29. júlí 1918, rafvirki í Rvík, kvæntur Aðalbjörgu Guð- brandsdóttur, Eyjólfur, f. 25. októb- er 1919, loftskeytamaður og versl- unarmaður í Rvík, kvæntur Elínu Bjarnadóttur, Stefán, f. 12. júní 1922, útibússtjóri Búnaðarbankans í Rvík, kvæntur Erlu Hannesdótt- ur, Auður, f. 9. janúar 1924, gift Guðmundi Árnasyni, verslunar- manni á Selfossi, Magdalena, f. 7. febrúar 1926, var gift Þorvarði Þor- hreppstjóri í Lóni í Kelduhverfi, bróöir Kristjáns, fóður Árna píanó- leikara. Guðmundur var sonur Árna, b. í Lóni, Kristjánssonar, og konu hans, Önnu Hjörleifsdóttur, systur Petrínu, ömmu Kristjáns Eldjárns. Móðir Árna var Svava Danielsdóttir, landpósts í Ólafs- gerði í Kelduhverfi, Jónssonar og konu hans, Katrínar Sveinsdóttur. Ingibjörg var dóttir Guðmundar, b. í Hellatúni í Asahreppi, Hró- bjartssonar, b. á Ásmundarstöðum í Ásahreppi, bróður Sæmundar, föður Nínu myndlistarkonu. Hró- bjartur var sonu Guðmundar, b. í Nikuláshúsum í Fljótshlíð, Helga- sonar. Móöir Ingibjargar var Þór- unn Helgadóttir, b. í Skálholti i Biskupstungum, Ólafssonar, og konu hans, Valgerðar Eyjólfsdótt- ur frá Vælugerði í Flóa. steinssyni, bæjarfógeta á ísafirði, og Halldóra, f. 17. desember 1927, framkvæmdastjóri Krabbameins- félagsins. Foreldrar Einars voru Ólafur Einarsson Thoroddsen, b. og skip- stjóri í Patreksfirði og kona hans, Ólína Andrésdóttir. Ólafur var son- ur Einars Thoroddsen, b. í Vatns- dal, Jónssonar Thoroddsen, b. á Vatneyri, Þóroddssonar, Thor- oddsen, b. á Vatneyri, bróður Þórö- ar, fóður Jóns Thoroddsen skálds. Móðir Ólafs var Sigríður Ólafs- dóttir b. á Sviðnum Teitssonar og konu hans Bjargar Einarsdóttur eyjajarls, alþingismanns í Svef- neyjum Eyjólfssonar. Móðursystir Einars er Vigdís, móðir Sigurjóns Einarssonar, prests á Kirkjubæjar- klaustri. Ólína var dóttir Andrésar b. á Vaöli á Barðaströnd, Björns- sonar, b. á Grænhóli á Barðaströnd Sigurðssonar, b. á Hjöllum í Þor- skafirði Sigurössonar. Móðir Ólínu var Jóna Einarsdóttir, b. á Siglu- nesi Guðbrandssonar og konu hans Kristjönu Þórðardóttur. Einar verður að heiman á afmælisdaginn. Þorkell R. Eyjólfsson Svava Ámadóttir Einar Bjömsson Einar Björnsson, Stóragerði 36, Reykjavík er áttræður í dag. Einar er fæddur í Reykjavík og varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskó- lanum á Akureyri 1927. Hann var blaðamaöur hjá Alþýðublaðinu 1931 og starfsmaður hjá vinnumiðl- unarskrifstofu ríkisins 1951-1978. Einar var eftirlitsmaður með vín- veitingahúsum Reykjavíkurborgar 1961-1979 og var í framkvæmda- nefnd Stórstúku íslands. Hann var í framkvæmdanefnd umdæmisstú- kunnar nr. 1 og Þingtemplar Reykjavíkur 1943-1950. Einar átti mikinn þátt í stofnun bókasafns Góðtemplarareglunnar og var starfsmaður og ritari Áfengisvarn- amefndar Reykjavíkur. Hann var einn stofnanda Knattspyrnufélags Akureyrar 1928, var í Knattspyrn- uráði Reykjavíkur frá 1936, form- aöur þess í tíu ár og var lengi í stjórn Knattspyrnufélagsins Vals. Einar hefur verið sæmdur æðsta heiðursmerki KSÍ ásamt gullmerki þess, krossi ÍSÍ, gullmerki KRR og gullmerki Vals. Einar var meðrit- stjóri Félagsblaðs Vals 1939-1959 og skrifaði mikið um knattspyrnu og bindindismál. Einar kvæntist 10. október 1936 Olgu Ellen Ludvigsdóttur, f. 17. desember 1914. Foreldrar henriar era, Ludvig Haíliðason, kaup- maður í Rvík, og kona hans, Jó- hanna Bjarnadóttir. Foreldrar Ein- ars voru Björn Ólafsson, símritari hjá Mikla norræna á Seyðisfirði, og kona hans, Stefanía Stefáns- dóttir. Börn Einars og Ellenar eru Jóhanna Stefanía, f. 16. ágúst 1940, kennari í Rvík, gift Jóni Hanssyni Wium stýrimanni, Björn Ludvig, f. 3. ágúst 1941, sjúkraliði í Rvík, kvæntur Hafdísi Sigurðardóttur, og Þorsteinn Bjarni, f. 1. september 1949, sjúkraliði á Kjalarnesi, kvæntur Sigríði Steingrímsdóttur. Þórður Steindórsson smiðjunnar Hlín hf., dótturfyrir- tækis Hildu hf. Haukur kvæntist 5.2. 1966 Ing- unni H. Sturlaugsdóttur, nú lækni á geðdeild Borgarspítalans í Reykjavík. Ingunn er fædd á Akra- nesi, 17.10. 1941, dóttir Sturlaugs H. Böðvarssonar, útgeröarmanns á Akranesi, sem lést 1976, og þáver- andi eiginkonu hans, Svönu Jó- hannsdóttur Hodgson, nú húsmóð- ur í Cummaquid í Massachusetts í Bandaríkjunum. Börn Hauks og Ingunnar eru: Svana Lára, f. 16.4.1968, stúdent frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar, en sambýlismaðurhennar er Jón Björnsson frá Ákureyri, viðskipta- fræðinemi; Katrín, f. 16.5. 1973; Haukur Jóhann, f. í Nairobi 17.8. 1974; og Helga Margrét, f. 29.10. 1979. Bræður Hauks: Baldur, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 27.2. 1921, d. 1.6.1985, en Baldur og kona hans, Rakel Sigurðardóttir, skildu, áttu þau einn son, en sambýliskona Baldurs síðar var Rut Einarsdóttir og ólu þau upp tvo drengi saman, son Rutar og fósturson; Ari, f. 12.7. 1922, d. 24.8.1981, starfsmaöur lór- anstöðvarinnar í Vík í Mýrdal og síðar sýslumannsins í Vík, kvænt- ur Þorbjörgu Sveinsdóttur frá Vík og áttu þau fimm börn; Grétar, f. 19.3. 1926, háseti á ms. Herjólfi, kvæntur Þórunni Pálsdóttur frá Þingholti í Vestmannaeyjum og eiga þau sex börn; Jón Yngvi, f. 11.1.1931, plötu- og ketilsmiður hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum, kvæntur Önnu Fríðu Stefánsdóttur frá Akureyri, en þau eiga þrjú börn. Foreldrar Hauks vora Lára Kristmundsdóttir húsmóðir, f. 18.11. 1896, d. 23.1. 1957, Og Þorgils G. Þorgilsson, starfsmaður rafveit- unnar í Vestmannaeyjum um langt árabil, f. 2.12.1885, d. 30.12. 1965. Haukur og Ingunn dveljast er- lendis um þessar mundir. Þórður Vilhelm Steindórsson, bóndi í Þríhyrningi í Hörgárdal, verður fertugur á morgun, hvíta- sunnudag. Þórður fæddist og ólst upp í Þrí- hymingi. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum að Laugarvatni og síðar á Bændaskólanum á Hvanneyri þar sem hann lauk bú- fræðiprófi 1968. Þórður hefur síðan búið í Þríhyrningi en hann er ókvæntur. Þórður er yngstur íjögurra bræðra. Elstur þeirra er Haukur, f. 11.1.1940, b. í Þríhyrningi á móti Þórði, kvæntur Mörtu Gestsdóttur frá Syðra-Seli í Hrunamanna- hreppi, en þau eiga fimm börn; Sturla, f. 5.4. 1942, d. 8.11. 1943; Guðmundur Páll, f. 1.1. 1946, hér- aðsráöunautur á Akureyri, kvænt- ur Svanhildi Kristínu Áxelsdóttur frá Bakkakoti í Stafholtstungum og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Þórðar voru Jón Steindór Guðmundssson, f. 28.2. 1905, d. 14.6.1966, b. í Þríhyrningi, og kona hans, Helga Guðríður Þórðardóttir, f. 2.3. 1911. Steindór var sonúr hjónanna Guðmundar Júlíusar Jónssonar, b. í Þríhyrningi, og Pálínu Páls- dóttur, en þau hjón voru systkina- börn, börn Steinunnar Helgu og Páls Þorláks, Friðfinnsbarna, b. í Skriðu i Hörgárdal, Þorlákssonar, b. og dbrm í Skriðu, Hallgrímsson- ar og konu hans, Margrétar Björns- dóttur. Maöur Steinunnar var Jón Jóns- son, b. í Skriðu, en faðir hans var Jónsson og bjó á Kalastöðum á Hvalíjarðarströnd. Páll Friðfinns- son bjó á Auðbrekku í Hörgárdal, en kona hans var Sigríður Magnús- dóttir, b. í Saurbæ i Hörgárdal, Jónssonar. Steinunn Helga, kona Friðfmns í Skriðu, var Pálsdóttir, prests, síðast á Ytri-Bægisá, Árna- sonar, biskups á Hólum, Þórarins- sonar. Foreldrar Helgu í Þríhyrningi voru Þórður Magnússon, b. í Bási í Hörgárdal, og kona hans, Vil- helmína Hansdóttir. Faðir Þóröar var Magnús, sem víða bjó í Hörg- árdal, Oddsson, b. í Flöguseli í Hörgárdal, Benediktssonar, b. í Flöguseli, Sigfússonar. Móðir Þórö- ar var Sigríður Jónasdóttir, Þórð- arsonar, b. í Búöamesi í Hörgár- dal, Magnússonar, b. í Myrkárdal, Jónssonar. Foreldrar Vilhelmínu voru Hans Guðmundsson, b. á Myrká, og kona hans, Guöríður Guðmundsdóttir. Þorkell R. Eyjólfsson frá Stóra- Kálfalæk I í Hraunhreppi í Mýra- sýslu, er sjötugur í dag. Þorkell býr nú á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Sveinbjórn Kristjánsson Sveinbjörn Kristjánsson, Víðimel 21, Reykjavík, verður áttræður á þriðjudaginn kemur. Sveinbjörn fæddist á Hamri í Hörðudal og ólst upp í Dölunum. Hann fluttist til Reykjavíkur 1941 og hefur lengst af veriö starfsmað- ur hjá Lýsi hf. Sveinbjörn giftist 4.11.1939 Soffiu Jóhannesdóttur frá Fremri-Þor- steinsstöðum í Haukadal og eign- uöust þau eina dóttir sem er hús- móðir í Reykjavík. Sveinbjöm og Soffía eru nú bæði vistmenn á Elli- heimilinu Grund. Foreldrar Sveinbjarnar vora Kristján Sveinsson, b. að Hamri, og kona hans, Málfríður Þorbjam- ardóttir, en þau eignuðust sjö börn og á Sveinbjöm nú eina systur á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.