Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. Sæmundur Guðvinsson Reykjavík, 14. maí. Kæri vin Eins og þú veist er é'g íjölmiöla- sjúklingur. Dagurinn byijar með því aö ég kveiki á útvarpinu klukk- an átta og stilli á Gufuna. Eftir aö hafa legiö þar á hleri er staulast fram úr, snakað sér í sloppinn og ráfaö niður í póstkassa eftir Mogg- anum. Kaffið sett á og byrjað aö lesa andlegt fóður dagsins. Það tek- ur mig hátt í tvo klukkutíma að kemba Moggann. Ég les blaðið frá upphafi til enda og er misánægður með afraksturinn eins og gengur. Stundum spái ég lengi í leiðarann og velti fyrir mér þeirri spurningu hvon Styrmir, Matthías ellegar Björn Bjarnason hafi haldið á penna þann daginn. Stundum er ég innilega sammála leiðara Morg- unblaðsins og þá er deginum borg- ið. Þess á milli gerist ég gagnrýninn á leiðarann óg velti vöngum yfir honum allt til kvölds. Inni á milli hlusta ég svo á fréttir Ríkisútvarps, Bylgjunnar og Stjörnunnar í þeirri von að þar meö viti ég allt hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Og vissu- lega fæ ég fréttir úr öllum áttum en svo einkennilegt sem það kann að viröast þá er staöreyndin sú að eftir því sem fréttastofum íjölgar þrengist sjóndeildarhringur frétta- manna. Þetta hljómar auðvitað sem öfugmæli og ég ætla bara aö vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég þakka fyrir allar þær fréttir sem ég heyri. En sú tilfmning verður æ sterkari eftir því sem fjölmiðlum fjölgar að þeim mun ómerkilegri mál teljist til frétta á sama tíma og almenningur gerist æ kröfuharðari um aukna upplýsingamiðlun. En hér er ég kominn út á hála braut og ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta efni aö sinni. Þaö er líka svo auðvelt að setja sjálfan sig í ein- hvem fílabeinsturn og hafa bara uppi gagnrýni án þess að setja sig í spor þeirra sem fyrir þeirri gagn- rýni verða. Það sem ég ætla loksins aö segja þér fer hér á eftir og er frásögn af einum degi í mínu lífi. í skyndilegu brjálæðiskasti ákvað ég að fara í fjölmiðlabindindi í einn sólarhring. Tékka á því hvort ég væri oröinn svo háður blöðum, út- varpi og sjónvarpi að ég fengi svo- kölluö fráhvarfseinkenni ef ég khppti á neysluna. Þetta var erfiö- til að gera langa sögu stutta þá skal ég segja þér að ég hélt þetta út allt til kvölds. En þá var ég svo illa á mig kominn að ég skrúfaði frá sjón- varpinu með krampakenndum hreyfingum og var orðinn svo beygöur að ég hefði sætt mig við hvað sem er. Þótt á dagskrá væri þáttur um eðlun fugla í Mexíkó þá var ég tilbúinn til þess að sjá og heyra. Bara ég fengi orð og myndir sem kæfðu þessa innilokunar- kennd sem ég var gripinn. Það tók mig nokkra stund að ná áttum eftir að hafa skrúfað frá sjónvarpinu. Þar blöstu viö mér jakkaklæddir mennsem töluðu dönsku. Eitt and- artak hélt ég að ég væri endanlega oröinn brjálaöur því mér var það hulin ráðgáta hvenær íslenska heföi veriö aflögö hér á landi og danska tekin upp í staðinn. En með því að leggja við hlustir komst ég aö raun um aö þama voru danskir stjórnmálaforingjar að diskútera úrslit kosninganna þar 1 landi. Ég rifjaði upp dönskunámið og þóttist skilja hitt og þetta þótt það skuli játað hér og nú að mér er nokk sama hvernig Danir haga sinni póhtík. Og mér er spurn: hvenær kemur til þess að danska sjón- varpiö sýni samræður íslenskra póhtíkusa að afloknum kosning- um? Og allt á íslensku, tungumáli sem enginn skilur utan við sem byggjum þetta land. En til að slútta þessu þá skal þess getiö í lokin aö eftir dönskuna birtust tveir þing- menn íslenskir plús einn eilífð- arnámsmaður frá Köben. Þessir þremenningar samtöluðu sig um góð ráð handa Dönum. Mér varð það hins vegar á að skrúfa fyrir sjónvarpið, hlaupa niður í kassa og lesa Moggann og DV fram eftir nóttu: Sem betur fer eru þessi blöð ennþá skrifuð á íslensku. Bestu kveðjur, Sæmundur. ur morgunn. Ég vissi af Mogganum niðri í póstkassa. Ég vissi af frétt- um á öllum útvarpsstöðvum en var harður á því að kveikja ekki á út- varpi, sækja ekki Moggann og taka símann úr sambandi. Prófa að vera Pahi var einn í heiminum. Hafa algjöra þögn og vinna. Hamra á ritvélina og láta það vera eina hljóðið sem kæmi inn í mín eyru. Þetta tókst nokkuð vel fram eftir degi. Þá fór ég að finna fyrir eiröar- leysi. Ég gat ekki einbeitt mér að vinnu. Stóð upp frá ritvéhnni á tíu mínútna fresti, reykti, drakk hálf- an lítra af kafii og iðaði allur. Loks gerði ég mér ferð niður í póstkassa. Taldi sjálfum mér trú um að ég ætlaði að gá að bréfum. Vissi þó innst inni að ég ætlaði að kíkja á Moggann. Það er svona reyklitaður gluggi á póstkassanum. Ég stóð þarna fyrir framan kassann og stóð mig að því að reyna að kíkja á fyrir- sagnir Moggans sem blasti við mér. Til þess að geta rýnt í forsíðuna þurfti ég að krjúpa á kné og leggja kollhúfur. Sem ég er í þessum stell- ingum opnast útihurð og nágranni snarast inn. Ég sá að honum brá við pg hann spyr hvort nokkuð sé að. Ég sagðist hafa misst niður eld- spýtu og væri að leita að henni. Þetta var auðvitað svo fáránleg skýring aö hún tekur engu tali enda horfði maðurinn á mig spurn- araugum um leið og hann stikaði upp stigann. Auðvitað skammaðist ég mín ofan í tær og flýtti mér upp á eftir manninum. Svo silaðist dag- urinn áfram. Ég hafði ekki eirð í mínum beinum, en ákvað aö láta slag standa og vera fjölmiðlalaus í sólarhring. Svo er gerð árás á mig klukkan þrjú. Dyrasímanum hringt. Ég æpi já í tólið og spyr hver sé þar á ferð. „Ég er að bera út Dagblaðið,“ segir mjóróma rödd. Sem gamah Vísismaður rennur mér blóðið til skyldunnar og ég gerist hastur í máh við aumingja drenginn og spyr hvort blaðið beri ekki heiti Vísis líka. Það verður löng þögn í dyrasímann en loks fæ ég svar þess efnis að hér sé um aö ræða blað sem heitir Dágblaðiö- Vísir. Þá loks opnaði ég fyrir drengnum. Stökk svo út á svalir og sá í rassinn á honum í burtu. Leið herfilega vitandi vits að þarna væri póstkassinn fullur af fréttum og ég í fréttabindindi. Þetta var verra en nokkrir timburmenn. En Fjölmiðlasjúkur ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 A Durbanheitirborgí: 1: SuðurAfríku X: Indlandi 2: Brasilíu F ..Til að vera viss“ er stef í auglýsingum frá: 1: Samvinnutryggingum X: Almennumtryggingum 2: Sjóvá B Uffe Elleman Jensen er þekkt nafn í Danmörku. Hann er: 1: Rithöfundur X: Stjórnmálamaöur 2: Vísindamaður Þetta er hluti af merki félagasamtak- anna: I: SÍBS X: Ungmennafélagíslands 2: Landverndar G Málsháttur hljóðar svo: Þeir gusa mest sem. 1: vatniöhafa X: minnstkunna 2: grynnstvaða H Jóhann Hjartarson sigraði nýlega á skákmóti í Þýskalandi sem haldið var í borginni: 1: Mtinchen X: Berlín 2: Karlsruhe D Konungur Noregs, ástsæll höfðingi á níræðisaldri, heitir: 1: Harald X: Frederik 2: Olav r Sendandi Þettaermerki: 1: Frjálsrar íjölmiðlunar X: Fijálsframtaks 2: Fornrafræða Heimili Réttsvar: A GH B [ZH cIHI D I I E □ F □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt viö hverri spurn- ingu. Skráið niður réttar lausn- ir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll fráPóstversluninni Primu í Hafnarfirði. Þau eru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasettkr. 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða x eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar í Er það 1 eða X eða 2 í fyrstu getraun reynd- ustvera: Elvar Finnur Grétarsson, Soga- vegi 76,103 Reykjavík (Tösku- settkr. 6.250,-) Guðfinna Gísladóttir, Hjarðar- haga 60,107 Reykjavík (Vasa- diskó og reiknitölva kr. 2.100,-) Elísa Arnars Ólafsdóttir, Ferju- bakka 14,109 Reykjavík (Skæra- sett kr. 1.560,-)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.