Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988. 45 Tækifærisvísur eftir Stephan G. Stephan G. Stephansson var fæddur í Skagafirði 1853. Hann fluttist um tvítugsaldur til Vestur- heims meö foreldrum sínum, var þar bóndi alla ævi og dó þar. Hann átti ekki afturkvæmt til íslands, var að vísu boöið heim til Fróns sumariö 1917 og stóðu ungmenna- félögin aöallega aö því og varð það honum til mikillar ánægju, orti hann þá mörg góð kvæði og vísur. Hann má ótvírætt telja höfuðskáld Vestur-íslendinga en mörg kvæða hans eru of löng og ort af meira viti en listfengi. Honum hætti til að fyrna um of orðalag sitt. Mörg stórsnjöll kvæði hefur hann ort. Tækifærisvísur, sem hin viður- kenndu skáld yrkja, eru kannski meiri tækifærisvísur í eiginlegri merkingu en slíkar stökur hagyrð- inganna, sem svo eru kallaðir. Skáldin eru dæmd eftir snjöllustu kvæðum sínum sem þau hafa hefl- að og snurfusað, legið yfir uns allt vafasamt er numiö burt, annað sett í staðinn, sem er þess virði að fá að standa. En hagyrðingamir eiga líka sínar náðarstundir. Stundum yrkja þeir ífjórum hendingum eins vel þau skeyti til þjóðar sinnar, sem er aðeins ein vísa, eins efnismikil og merkileg og hin langa rolla hins viðurkennda. Þetta hefur oft gerst og er alltaf að gerast. Sumir yrkja mikið og mest af því eru miðlungs kvæöi og vísur. Aörir leggja svo mikla rækt við gáfu sína og er gef- ið meira en öðrum og hljóta þegar best lætur sérstaka viðurkenningu og skáldsorð. í þessum þáttum eru með örfáum undantekningum aðeins birtar stökur og smákvæði og venjulega samanblandað efni eftir skáldin góðu og hagyrðingana sem þó nokkuð hafa til brunns að bera. Tækifærisvísur eru óvenju margar í bókum St.G.St. og mjög misjafnar. Manni kemur oft í hug hin kunna kersknisvísa Káins: Alit er hirt og allt er birt, ekkert hlé á leirburðe. Yrkir myrkt og stundum stirt Stefán G. í Kringlunne. Ekki varð þessi vísa til neinna vinslita á milli þessara ólíku skálda og líklega ekki allt birt í bókum sem kom í Heimskringlu og Lögbergi, enda ekki vist að allt sem þar sást hafi verið prentað með samþykki Stephans, þótt ekki hafi verið veð- ur af gert. Viö munum að þessu sinni birta tækifærisvísur og stökur sem ekki hafa komið hér áður eða eru svo alkunnar að þær séu þegar á allra vörum. Ekki er fyrirsögum alltaf fylgt, stundum sett ártöl. Spurt og svarað Hvað sé skáld? Spyr þú að því. Þarna er einkunn talin: Það er djúpur eldur í ösku þunnri fahnn. í blæ, sem varla bærði rós, blossa kann og funa, kveikja hita, líf og ljós - líka kannski bruna. 1892. Fimleik skeikar, fórlast mér, fætur reika eymdir, giktarveikur armur er, æskuleikar gleymdir. Enn er voöa vanasár veslings almenningur á þetta kónga pírumpár og presta bamaglingur. 1899. Óbæn þinni, Illfús minn, æðri kraftur reiðist - Guði fmnst hún framhleypin, fjandanum kvabbið leiðist. 1899. Hlæjum þrótt og líf í ljóð, lúa þótt við höfum. Kemur nóttin næðisgóð nógu fljótt í gröfum. Meðan ís í útlegð fer, en auðir rísa hjallar, sólskinsvísu syngja þér sumardísir allar. Fáir útvaldir Daginn eftir dómsdaginn dyrnar opnast gjörðu. Lykla-Pétur leit þar inn á liðið hér frá jöröu. Svona hóf hann harmamál: Hér er fátt af gestum. Það var engin eilíf sál í þeim, svona flestum. Ekki verður ös um mann - autt er um himnasali. Það varð auma upprisan eftir höfðatali. 1903. Um lundleiðan mann og fleira Þú hefur uppi önug svör, illhryssan í geði. Til þín marga fýlufór fóru bros og gleði. 1904. Bað til Guðs að bæta mér bilaða trúgirnina. - Er það syndlaust, segðu mér, að svæfa skynsemina? 1904. Guðir og dísir, í sögur og sið settar og trúfræðakerfi: Mannlegar ástríður eruð þið ort upp í veruleiks gervi. 1905. Spor manns liggja utar oft en ævisaga - um bæinn þinn og heimahaga hugurinn reikar marga daga. Sólskinsstundin ögrun er, ama að lund hún setur. Inni bundinn óska ég mér út á fund þinn, vetur. Er í höndum huga móðs hálfgerð önduð staka - nú eru löndin lokuð óðs lúaböndum klaka. Úr vinnumanni er sönglist svelt. Sinna kann ei brögum, - minna anna allt er skeflt undir fanna lögum. 1905. Reimleikarnir Það var fyrr í fomum siö - fátt þó uppi hangi - skáldin okkar aðallið urðu í draugagangi. Vígslur juku gauragang guðshúsin í kringum, draugar buðu bróðurfang bæn og krosssigningum. Helguð jörö var hóti verst, hlaðin minnisvöröum. Akur fjandans allra best óx í kirkjugörðum. Enn er sama sagan spurð: Svarri skáld á strenginn, þegar ríður húsi og hurð heimskan afturgengin, sem sér draga ætlar að allt í sína hauga - sama er kvæðakvööin, það: að kveða niður drauga. 1907. Stökur út í veður og vind Þegar í höku hleður snjá húsaþökum stormur á, mínar stökur þora ei þá þorravöku bænum frá. Úti er vetraraukinn, unnt að sá og plægja - í gær ég heyröi gaukinn gamanvísu hlæja. Stephan mun, eins og siður er í löndum þar sem hægt er að rækta korn, hafa sett kornöx út á garð- staur handa fuglum. Hann átti í því sammerkt vini sínum og skáld- bróður, Þorsteini Erlingssyni, að kenna í bijósti um smáfuglana. Um þá verður síðasta vísan núna. Um þessara fugla þorratöf, því er til að gegna: Ég tók þá af Guði á gjöf greyin, Þorsteins vegna. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Sýningar á unnum munum í félagsstarfinu á sl. vetri verða haldnar í Bólstaðarhlíð 43, Hvassaleiti 56-58 og Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi dagana 28., 29. og 30. maí frá kl. 13.30 til 17.00. Sala á handavinnu aldraðra Reykvíkinga veróur á áðurnefndum stöðum og einnig í Lönguhlíð 3. Kaffisala á öllum stöðunum. Allir velkomnir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar UTBOÐ Kiæðingar á Vestur- landi 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofan- greint verk. Nýlagnir og yfirlagnir á sjö köflum, samtals 30 km. Verki skal lokið 1. september 1 988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins i Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 24. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. júni 1988. Vegamálastjóri v Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Orlofsdvöl Eins og undanfarin sumur efnir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar í samstarfi við íslensku þjóðkirkj- una til orlofsdvalar að Löngumýri í Skagafirði. I sumar hafa eftirfarandi tímabil verið ákveðin. 1. hópur 30. maí til 10. júní 2. hópur 4. júlí til 1 5. júlí 3. hópur 18. júlí til 29. júlí 4. hópur 15. ágúst til 26 ágúst 5. hópur 5. sept. til 16. sept. Innritun og allar upplýsingar eru veittar á skrif- stofu félagsstarfs aldraðra í Hvassaleiti 56-58, símar 689670 og 689671 frá kl. 9.00-12.00. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.