Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Síða 5
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ11-988. 5 Fréttir íslensku nem- endumir hafa sérstakan stíl - segir skólastjóri Tísku- og hönnunarskóla Kaupmannahafnar „íslensku nemendurnir hafa staðiö sig mjög vel og hefur verið gaman að fylgjast með þeim þroskast sem fatahönnuðir,“ sagði Maienne Duch- weider, skólastjóri Tísku- og hönn- unarskóla Kaupmannahafnar, í sam- tali við DV. Skólinn útskrifar nú í júní 22 fata- hönnuði og eru fjórir þeirra íslen- skar stúlkur. Nemendur vinna nú að lokaverkefnum sínum og að þeim loknum taka þeir próf. „Það er athyglisvert að sjá hve ís- lensku nemendurnir skera sig úr. Hönnun þeirra hefur einhvern viss- an karakter sem erfitt er að lýsa. Bæði efnis- og litaval sem og sköpun- in sjálf er sérstakt," sagði Maienne, „litavalið ber glögg einkenni ís- lenskrar náttúru og notast þær mikið við alls kyns skinn.“ - Ber einhver íslensku nemendanna af að þessu sinni? „Já, ég get ekki neitað því. Ingi- björg Gestsdóttir hefur sýnt mjög skemmtilega og frumlega hönnun og ég bind miklar vonir við hana. Ann- ars eru þessir nemendur allir mjög efnilegir. Nemendum héðan úr skól- anum hefur gengið mjög vel að koma sér áfram eftir námið. Nú þegar nem- endurnir skila lokaverkefnum sín- um verður haldin mikil sýning á verkum þeirra." Tísku- og hönnunarskóli Kaup- mannahafnar, Köbenhavns Mode og Design Skole, er aðeins flmm ára gamall einkaskóli sem hefur getið sér góðan orðstír. Námið tekur tvö ár en síðastliðið haust hófu fimm íslend- ingar nám þar. - RóG Verkalýðshreyfingin: Til aðgerða gæti komið í haust A fundi formanna aðildarfélaga ASÍ á mánudag var einróma sam- þykkt harðorð ályktun í garð ríkis- stjórnarinnar vegna setningar bráðabirgðalaganna. Að sögn Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, verður ekki gripið til beinna aðgerða á næstu dögum eða vikum. „Við hvetjum fólk til að fylgja þessari kröfu eftir en ákvarðanir um aðgerðir hafa ekki verið teknar," sagði Ásmundur í samtali við DV. Aðspurður sagði Ásmundur að kom- ið gæti til aðgerða í sumar eða haust, en hvort um verkföll eða yfirvinnu- bann yrði að ræða vildi hann ekki tjá sig. „Það var samkomulag að gefa fólki tækifæri til að kynna sér innihald laganna, bæði hvað varöar kjara- skerðinguna, sem í þeim felst, svo og þá mannréttindasviptingu sem þau fela í sér,“ sagði Ásmundur. Forseti ASÍ hefur fengið umboð miðstjórnár sambandsins til að kæra bráðabirgðalögin til Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar, ILO. „Það sem hér er um að ræða, eru samþykktir Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar um félagafrelsi og frjálsan samningsrétt," sagði Ásmundur. „Við teljum augljóst að ríkisstjórnin brjóti þær samþykktir með þeirri lagasetningu sem nú hefur gengið yfir, því lögin banna alla samnings- gerð í nærri ár,“ sagði Ásmundur. „Ég geri ráð fyrir að flest launþega- félög innan ASÍ sjái hverju fram vindur í sambandi við kjara- og launamál áöur en gripið verður til annarra aðgerða en mótmæla gegn setningu bráðabirgðalaganna," sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eski- firði í samtali við DV í gær. „Við teljum að ekki sé nauðsynlegt að banna kjarasamninga heldur sé nægjanlegt að setja á verðstöðvun sem síðar er fylgt eftir. Það liggur ekki ljóst fyrir að ríkisstjórnin sé að taka á óeðlilegu launaskriði í landinu, heldur að hún sé að grípa fram fyrir hendur verkalýðsfélaga og stöðva þau í að starfa samkvæmt eðlilegum leiðum. Þessi ríkisstjórn verður að gæta sín vandlega á þessari leið í efnahags- stjórnun. Við munum fylgjast með gangi mála, ekki síst hvort settar verði hömlur á aðra en launþega. T.d. hvort verðlagsbreytingar svo og útseld vinna og þjónusta verði innan eðlilegra marka. Þetta veröum við að gera upp við okkur áður en gripið veröur til frekari aðgeröa," sagði Hrafnkell A. Jónsson. -StB Gefinn hefur verið út vandaður bæklingur á vegum skólans þar sem út- skriftarnemendur og verk þeirra eru kynnt. Hér gefur að lita verk eins is- lenska nemandans, Ingibjargar Gestsdóttur. 21. júní - 3 vikur. Verð frá kr. 36.270 pr. mann.* 28. júni - 3 vikur, Verð frá kr. 36.270 pr. mann.* * Fjórlr í íbúð, hjón og 2 böm. 2ja-12 ára. Sérlega góð grefðslukjör. Pantaðu strax. Órfá sæti laus í spænska sumarið í Benfdorm. FERÐA Cvhtcat MiÐSTOÐIN Tcauet AOALSTRÆTI 9-REVKJAVÍK -S.28133 I z p

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.