Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. aÍ7 Lesendur Hraður taktur í fjármálaráðuneyti Sighvatur hringdi: Stundum er fjargviörast út af því aö hjá hinu opinbera sé hægagangur í flestum málum. Þaö má sennilega til sanns vegar færa, en þaö þarf ekki endilega að vera einskorðað við hið opinbera. Ég hef rekist á mikinn og langvinnan hægagang hjá mörgu fyrirtækinu í einkarekstri, og þar er hann ekki síður hvimleiður en ann- ars staðar. í fjármálaráðuneytinu er sagður hafa verið tekinn upp nýr taktur og tónn og ekki vera í samræmi við það orðspor sem áður fór af stofnunum hins opinbera. Er sagt að sumir sem vanir voru að vinna eftir mottóinu; „flýttu þér hægt, maöur“ hafi ekki verið ýkja hrifnir af aö fá nýjan stjórnanda, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kom inn og sló taktinn ótt og títt. Aðrir voru tilbreytingunni fegnir og fylgdu eftir taktinum. Hvað sem um þessa sögusögn má segja (ef hún er þá sögusögn) þá er víst að mikil og góð umskipti hafa orðið í þessu mikilvæga ráðuneyti, bæði hvað varðar afgreiðslu alla í ráðuneytinu sjálfu og stofnunum sem undir það heyra. Ýmsir veikleik- ar i þessu mikla kerfi munu eða eru að hverfa og þeir sem ekki hafa reynst þess megnugir að leika í því spilverki sem þarna þarf að vera vel samhæft taka upp þráöinn annars- staðar, þar sem tónlist af gamla skól- anum er enn leikin og með hægari takti. Fáir munu geta mótmælt því, að fjármálaráðherra hefur reynst hinn „Mikil og góð umskipti hafa orðið í þessu mikilvæga ráðuneyti ritari m.a. - Starfsmenn funda i fjármálaráðuneytinu. Bjórdós kast- að úr bfl Sigurður Þorgrímsson kom: Það var síðastl. fóstudag að ég og sonur minn vorum á ferð á reið- hjólum austur aö Svínafelli í Öræf- um. Þegar við erum að hjóla í Svínahrauninu heyrum viö í bU fyrir aftan okkur og er ekki í frá- sögur færandi, nema af því að í bU þessum var ungt fólk sem tók sig til og öskraöi án afláts um leið og þaö fór fram hjá. Þetta var myndar- legasti sendibíll frá einu stórfyrir- tæki hér í borginni og greinUega merktur því. Nú, við höldum áfram sem leiö liggur austur og gistum á leiðinni. Þegar við komum austur á Mýr- dalssand á móts við Skálm vill svo einkennilega tdl aö við mætum sama bílnum, nú á leið til baka. í það skiptiö teygir sig út um glugga á bifreiðinni ungur maður og kast- ar út bjórdós með þeim afleiðing- um, að hún lendir í öðru hjóli son- ar míns. Hér hefði getaö farið illa ef ekki hefði heppni ráðið. Þetta var hins vegar eina ónæðið sem við urðum fyrir á leiöinni allri. Bflstjórar voru til fyrirmyndar og viku vel og tímanlega. Eins var gott að koma til þeirra staöa þar sem við áðum, t.d. Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs en við gistum á báðum stöðum. En það er því leiðinlegra til þess að vita að alltaf eru einhverjir sem ekki hafa hemfl á þöríinni fyrir speU- virki eða ótímabært sprell sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Hvorugt á viö úti í umferð- inni, hvorki í þéttbýli né í dreifbýli. hæfasti stjómandi og hefur tekist að aUs ómögulegt að framkvæma ámm breytanlegt hjá hinu opinbera, sem koma á breytingum sem var talið saman. Það er því ekki allt óum- betur fer. FRABÆR AMERISKUR JEPPI Á HAGSTÆÐU VERÐI Kr. 1.295.000.- GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. ATHUGIÐ FORO BRONCE ER BYGGÐUR Á STERKRI SJÁLFSTÆÐRI GRIND. TIL AFGREIÐSLU STRAX. Ford í Framtíð við Skeifuna Sími685100 Vél 2, 9L V-6 m/tölvustýrðri innspýtingu og kveikju. Aflhemlar, diskar að framan, skálar að aftan m/ABS læsivörn. 5 hraða skipting m/yfirgír. Vökvastýri. Krómaðir stuðarar. Toppgrind. Hjólbarðar P205/75R x 15 Varahjólsfesting ásamt læsingu og hlíf. Felgu krómhringir. Skrautrönd á hlið. Stórir útispeglar. Vönduð.innrétting m/tauáklæði á sætum, teppi á gólfi. Spegill í hægra sólskyggni. Framdrifslokur. Útvarp AM/FM stereo m/kassettuspilara, 4 hátölurum og sjálfleitun. Skyggðar rúður. Öryggisbelti í fram og aftursætum. Skipt aftursætisbak. Þurrka, sprauta og afþíðing f. afturrúðu. Sjómannadagurinn er 50 ára. Af því tilefni verður dagskrá hans að þessu sinni mjög fjölbreytt og veigamikil. Dagskráin í Reykjavík hefst á föstu- dag og stendur meira og minna í þrjá daga. Mikið verður um dýrðír í Reykjavíkurhöfn og sjálfsagt í flest- um öðrum höfnum landsins á sjó- mannadaginn sjálfan. í DV á morgun verður nánar sagtfrá helstu viðburð- um sjómannadagsins í stærstu kaup- stöðum landsins. Um helgina hefst Listahátíð í Reykja- vík. Að þessu sinni er listahátíð mjög umfangsmikil og fjölbreytileg, að sögn aðstandenda. Má sem dæmi nefna að í gangi verða sjö myndlistar- sýningar, handrita- og bókasýning og sýning á byggingarlist í Berlín. Að auki verða 13 tónleikar, fjórar brúðuleikhússýningar, sýning á leik- ritinu Marmara, látbragðsleikurog íslenskar og erlendar danssýningar. Nánar verðursagt frá helstu við- burðum listahátíðar í DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.