Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Side 19
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. 19 LíísstíU Vinnuöryggi í sveitum: „Hefur batnað mikið en langt er í land" - segir Sigurður Þórarinsson hjá Vinnueftirliti ríkisins Vinnuöryggi í sveitum hefur stórbatnaö undanfarin ár. Ástæðan er fyrst og fremst nýjar reglugerðir og fræðslustarf Vinnueftirlitsins. En hvemig er ástandið á sveitabýl- um landsins? Sigurðm- Þórarinsson, deildar- stjóri eftirhtsdeildar hjá Vinnueft- irliti ríkisins: „Ástandið hefur stórbatnað þótt enn sé langt í land. Við getum ekki heimsótt nema brot af býlum landsins á hveiju ári. Einnig er sá tími sem það er hægt takmarkað- ur.“ Þaö kom fram í máh Sigurðar að einungis væri hægt að skoða sveitabýhn fyrst í marsmánuði, síðan yrði aö taka hlé yfir sauð- burðinn. Þá væru eftir júlí og ágústmánuður. Á öðrrnn tímum árs eru dráttar- og heyvinnuvélar ekki í notkun. Og starfið er takmarkað. „Auk umdæmisstjóra Vinnueftírlitsins er aðeins einn maður í hálfu starfi viö að gæta aö vinnuöryggi á sveitabýlum landsins," sagði Hörð- ur Bergmann, fræðslufulltrúi hjá Vinnueftirhti ríkisins. Krakkinn í sveit Reykvískir foreldrar sækjast mjög eftir því að koma bömum sín- um í sveit yfir sumarmánuðina. Þannig geta krakkarnir kynnst sveitalífinu. En það hefur einnig srnar skuggahhðar. Mikið er um að þessum krökkum sé leyft að aka dráttarvélum, en það er ekki alveg hættulaust. Til að bægja frá þessari hættu þurfa dráttarvélar að vera vel bún- ar. Einnig er æskilegt að foreldr- amir geri sem mest af þvi að heim- sækja viðkomandi býli og gæta að öryggismálum. Umferðarráð held- ur einnig uppi mikhvægu forvarn- arstarfi, en það býður öllum ungl- ingum yfir 14 ára aldri upp á nám- skeið í meðferð dráttarvéla. Og það er ekki að ástæðulausu. Mikið um banaslys Á árunum 1970-1985 urðu sam- tals 42 dauðaslys í landbúnaði. Þar af var 21 slys sem beinlínis mátti Sigurður Þórarinsson, deildarstjóri eftirlitsdeildar, skýrir öryggisbúnað á dráttarvélum. DV-mynd BG Neytendur rekja tíl dráttarvéla eða drifhúnaö- ar þeirra. 1986-1987 bættust svo fjögur til viðbótar. „Landbúnaður er sá atvinnuveg- ur sem fiest dauðaslys við vinnu tengjast. Aht að því annað hvort dauðaslys í greininni er á unglingi. Þetta má tvímælalaust rekja tíl þess hve ungir krakkar eru að vinna á dráttarvélum,“segir Hörð- ur Bergmann. Reglugerð um dráttarvélar Nú í vor gekk endanlega í gildi reglugerð sem kveður á um að ahar dráttarvélar landsins skuli húnar húsi eða öryggisgrind. Reglugerðin gekk formlega í ghdi í janúar á fyrra ári. Þó var veittur frestur th 15. apríl í ár th að búa Hættunni boðið heim. Dráttarvélar eru ekki barna meðtæri allar dráttarvélar húsi eða grind. Að sögn Sigurðar Þórarinssonar eru þó um 30% dráttarvéla enn án þessara öryggisatriða. Þetta er hátt hlutfall, en máhð er þó ekki eins alvarlegt og það sýnist í fyrstu. Sigurður Þórarinsson sagði ennfremur: „Megnið af þessum dráttarvélum eru einungis notaðar sem stað- bundinn aflgjafi eða til að moka út úr haughúsi.“ Til þessara nota er leyfilegt að nota grindarlausar dráttarvélar. Eldri reglur Sett var ný reglugerð um aö skylda bæri til að hafa hús eða ör- yggisgrind á öllum dráttarvélum. Þetta var þó ekki fyrsta skrefið. „Samkvæmt reglugerð sem sett var 1966 var bannað að selja drátt- arvélar án húss eða grindar. Reyndin var þó sú að mikiö er um að yngri dráttarvélar séu án þessa útbúnaðar. Mikið var um að menn hefðu fjarlægt grindumar." Sig- urður taldi að bændur væru þó að átta sig á ástandinu. Drifsköft og aflúttök Einnig er kveðið á um að setja beri hlífar á drifsköft og aflúttök á dráttarvélum. Óvarin eru þau mjög hættuleg. Sigurður sagði að vel hefði gengið að upplýsa bændur um nauðsyn þessa. „Við förum í öll söluumboð drátt- arvéla einu sinni á ári. Þá göngum við úr skugga um að þau hafi nógar hlífar á boðstólum. Eftir úttekt á ástandi landbúnaðarvéla 1983 seld- ust allar hlífar upp. Ástandið er því mjög að batna. Við tohabreytíngar um áramót lækkaöi allur öryggisútbúnaður dráttarvéla verulega í verði. Verðið ætti því ekki að vera mönnum sami þröskuldur og áður. Þess verður ef th vill ekki langt að bíða að ahar dráttarvélar verði vel búnar. Þá þarf ekki að óttast um öryggi krakkans sem sendur er í sveit. -PLP , SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimiiar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.