Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Page 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu ■ þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- iét eða er notað f DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Áskréft - Dreifing: Simi 27022 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 ■ér- Stórir samningar fyrir dyrum hjá Státvík: Sextan gamlir togarar seldir til arabalanda Líklegt er að Skipasmíöastööinni Stálvík takist innan tíðar að selja um 30 gömul íslensk flskiskip til arabalanda. Af þessum skipum eru 16 eldri togarar og 14 litlir fiskibát- ar um 10-30 tonn. I upphafi var gert ráð fyrir sölu á mun færri skipum en þegar Stálvík hafði sent út verð og staðfestingu á sölutilboð- ura var óskað eftir kaupum á fleiri skipum. „Þessir menn hugsa og tala öðru- visi en við eigum aö venjast en þeim virðist vera heilmikil alvara með að ganga frá þessum kaup- um,“ sagði Jón Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Stálvíkur. Að sögn Jóns bauð hann aröbun- um fyrst tvo togara til kaups. Þegar hann hafði sent út staðfest sölutil- boð með fóstu verði, óskuðu þeir þegar eftir fleiri skipum. Jón sagð- ist hafa nú í höndunum staöfest sölutilboð á 16togurum og 14 litlum fiskibátum. Arabarnir hefðu sýnt áhuga á að kaupa allan pakkann. Að sögn Jóns hafa arabarnir einnig sýnt áhuga á aö gera kaupsamn- inga viö Stálvík um nýsmíði. Jón víldi ekkert tjá sig úm hvert söluverð. gömlu skipanna væri. Samkvæmt hemildum DV er það ekki undir helmingi verðs á ný- smíðuðum skipum, sem er um 300 milljónir króna. Jón vildi heldur ekki gefa upp um hvaöa fiskiskip væri að ræða. Tog- aramir væru bæöi smíðaðir hér heima og einnig erlendis, í Noregi og Bretlandi. Þeir væru um 10-15 ára gamlir. „Það hefur staðið í veginum varð- andi endurnýjun skipastólsins að menn verða að úrelta eða sökkva gömlum skipum til að geta keypt ný. Einnig hafa skipin verið seld í brotajám fyrir lítið verð. Þetta hef- ur valdið því að íslendingar eiga nú fiskiskipaflota sem er eldri en f vanþróuðustu löndum. Ef af þess- ari sölu verður skapast einnig svigrúm fyrir verkefhi handa skipasmíðastöövunura,“ sagðj Jón Sveinsson. -gse Hæstiréttur: Kók greiði Hafskip ~rúma eina milljón Verksmiðjan Vífilfel] hefur verið dæmd í Hæstarétti til að greiða þrotabúi Hafskips um þrettán hundr- uð þúsund krónur að núvirði auk vaxta og kostnaðar. Vífilfell taldi að fyrirtækið ætti inni eftirágreiddan afslátt þegar Hafskip varð gjaldþrota. Hæstiréttur taldi aö Vífilfell hefði ekki sannað mál sitt og því bæri fyr- irtækinu að greiöa fjárhæðina til þrotabúsins. Vífilfell á að greiða þrotabúinu 90 þúsund krónur í málskostnað fyrir lliaestarétti. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónssonog Hrafn Bragason og Hjörtur Torfason og settur hæstaréttardómari, Gunn- ar M. Guðmundsson hæstaréttarlög- maður. -sme Vextimir taka stökk Verslunarbankinn og sparisjóð- irnir hækkuðu vexti sína umtalsvert í gær. Landsbankinn og Útvegs- bankinn hækkuðu vextina einnig en minna. Aðrir bankar virðast ætla að bíða með hækkun þar til síðar í mán- uðinum. Búist er við aö lánskjara- vísitalan hækki umtalsvert um næstu mánaðamót og þurfa því bankar að hækka nafnvexti ef þeir æfla að tryggja sér sömu raunvexti og að undanförnu. Verslunarbankinn hækkaði sína vexti mest. Víxilvextir voru hækkað- ir úr 32 prósentum frá 21. maí í 35 prósent nú. Vextir á yfirdráttarlán- um fóru úr 35 prósentum og í 39 pró- sent. Vextir á almennum skuldabréf- um hækkuðu úr 34 prósentum í 37 prósent. Vextir á verðtryggðum skuldabréfum lækkuðu hins vegar úr 9,5 prósentum í 9,25 prósent. Innlánsvextir hækkuðu einnig hjá Verslunarbankanum. Á ávísana- reikningum úr 9 í 12 prósent og af almennum sparisjóðsbókum úr 19 í 22 prósent. Á skiptikjarareikningum Verslunarbankans fóru nafnvextir allt upp í 36 prósent. Það er þó alls ekki víst að til greiðslu þeirra komi því búist er við að ef lánskjaravísital- an hækkar jafnmikið og spáð er verði þessir reikningar gerðir upp á verö- tryggðum kjörum. -gse Greiðslukortafyrirtækin: Vænn gróði vegna gengisfellingar Kirkja úr kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Ur skugga hrafnsins, er nú að rísa á landi fjötskyldu hans við Helluvatn. Það eru feðg- arnir Hrafn og Gunnlaugur Þórðarson, sem hér sést, sem standa að endurreisn kirkjunnar. - Sjá bls. 2. DV-mynd GVA Vegna gengisfellingarinnar á dög- unum hagnast greiðslukortafyrir- tækin nú þegar fólk, sem notaði kort- in erlendis upp úr miöjum apríl og fram yfir miðjan maí, gerir upp skuldir sínar. Allar erlendar skuldir korthafa eru gerðar upp á gengi eins og það var skráð 17. maí síðastliðinn. Gengið var fellt um 10 prósent daginn áður eða 16. maí. Grtóslukortafyrirtækin gera upp skæair við útlönd jafn harðan og þær berast. Því hafa þau þegar verið búin að greiða megnið af erlendu skuldunum, sem þau eru að rukka inn núna, á gamla genginu. LOKI Brennivínið hækkar en Kók borgar. Veðrið á morgun: Vætusamt austan- lands Á morgun verður suðaustan- gola eða kaldi og dálítil súld eða rigning um austanvert landið en þurrt annars staðar. Hiti verður á bilinu 4-12 stig. Síðustu þrjá dagana fyrir gengisfell- inguna keyptu greiðslukortafyrir- tækin gjaldeyri fyrir um 18,8 milljón- ir. Sé gert ráð fyrir að það hafi verið svipuð kaup og aðra opnunartíma banka frá 17. apríl að uppstigningar- degi má ætla að heildarkaup þeirra hafi verið nærri 106,5 milljónum. Nú eru viðskiptavinir fyrirtækjanna hins vegar krafðir um 118,2 milljónir fyrir sömu skuld. Áætlaður hagnaö- ur greiðslukortafyrirtækjanna ligg- ur því nærri 11,7 milljónum króna. Þessi hagnaður er um tíundi hluti af hagnaði alls bankakerfisins. -gse Brennmnið kostar eitt þúsund krónur Nú er loksins hægt að muna hvað brennivínsflaskan kostar. Hún kost- ar eitt þúsund krónur sléttar. Brennivínið var hækkað í gær eins og annað áfengi. Sígarettur voru líka hækkaðar í 145 krónur. Hækkunin á áfengi og tóbaki var 6,5 prósent. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.