Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 7 Fréttir Úr loönuverksmiðju FIVE. Starfsmaðurinn er kunnur kappi, Páll Pálmason, sem um langt árabil lék í marki ÍBV. DV-mynd Ómar Loðnubræðslumar í Vestmannaeyjum: Breytíngar vegna mengunarvama kosta 300 milljónir Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum; Áætlaður kostnaður beggja loðnu- verksmiðjanna hér í Vestmannaeyj- um, FIVE, fiskimjölsverksmiðjimn- ar, og FES, hraðfrystistöðvarinnar, við aö breyta þeim þannig að ekki stafi af loftmengun er að sögn for- ráðamanna þeirra rúmar 300 millj- ónir króna. Starfsleyfi beggia verk- smiðjanna renna út 1. september 1989 og óvíst að þau fáist endumýjuð nema komið verði upp viðunandi mengimarvömum. í bréfum forráðamanna beggja verksmiöjanna til bæjarráðs er sagt aö helsta ráðið til að hindra loft- mengun frá þeim sé að þurrka mjöliö með gufu. Það kostar 150 milljónir króna hjá hvorri verksmiðju. Hjá FES er bent á þann möguleika aö minnka aíköstin úr 600 tonnum á sólarhring niður í 400 tonn og fram- leiða svokallað L.T. mjöl. Kostnaður viö það yrði 55 milljónir króna. Þá segir að á þessu stigi hafi engin ákvörðun verið tekin og það gerist ekki á þessu ári. Aö lokum má geta þess að afköst FIVE eru um 1000 tonn á sólarhring. Slökkviliðsstjóri um háhýsin við Hátún: Þessi hús eru ekki hættulegri en önnur „Þessi hús em ekki, að mínu áhti, hættulegri en mörg önnur. Hitt er aftur annað að ef kemur upp eldur þá er alltaf hætta. Það er svo aftur annað mál að í þessum húsum er fólk sem er afskaplega viðkvæmt fyr- ir öllu utanaðkomandi. Þama býr hreyfihamlað fólk og geðtruflað. En hvar á aö koma þessu fólki fyrir? Ég hef fengið ráðleggingar; ef menn gera ekki hlutina eins og farið er fram á, til dæihis í svona húsum, þá eigi bara að loka. En hvar á að setja fólkið?“ sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri. - Er það ekki vegna nýlegs bruna í einu húsanna? „Það er svo undarlegt með það aö það þarf helst aö verða slys svo menn fáist eðlilega í gang. Til dæmis bmn- inn í Kópavogshæli. Þar vorum viö búnir að vera að reyna að koma Idut- unum áfram. Þau svör, sem við höfð- um fengið, vom náttúrlega í sama dúr og áður. Bruninn þar geröi því gagn að vissu leyti. Ríkisspítalamir vom búnir að vera okkar verstu kúnnar lengi. Þar vom í fyrirsvari menn sem töldu að við sæjum ekkert út fyrir okkar sjóndeildarhring. liinn af fyrrverandi stjómarmönnum þar hefur sagt að dæmi um óarðbæra fjárfestingu sé að fara að óbilgjöm- um kröfum slökkviliðsstjórans í Reykjavík um nauðsynlegar bmna- varnir á sjúkrahúsum. Ég hef aldrei vitað vitlausari röksemdafærslu.“ Vel byggð hús Rúnar sagði aö öll háhýsi Öryrkja- bandalagsins við Hátún væm vel byggð og að þau hefðu verið byggð áður en gildandi reglugerð um brunamál og brunavarnir tók gildi. „Það hefur ekki þótt góð latína hér á landi að breyta húsum þó reglu- gerðir breytist," sagði Rúnar Bjama- son. - Er ekki skylda að breyta þeim byggingum, þar sem er starfsemi eins og í þessum umræddu bygging- um, svo þær uppfylli skilyrði gild- andi reglugerða? „Það er eftir því hvernig menn vilja túlka reglugerðina. Ég hef litið svo á að það væri vænlegra til árangurs að fá menn til samstarfs um hlutina heldur en að ráðast að þeim með svona æsingi." - Hafa eigendur þessara húsa verið fengnir til samstarfs? „Já. Og það er verið að vinna í máhnu. Það er verið að gera úttekt á þessu hér í stofnuninni um það sem við leggjum áherslu á aö verði gert,“ sagði Rúnar Bjamason. -sme Hugmynd á ráðstefnu á Grænlandi: Sameiginlegur háskóli smáríkja „Það vom hugmyndir uppi á þess- rædd voru alþjóðalög og smáríki landanna til samstarfs í þessum efn- ari ráðstefnu um að stofna háskóla sem tæki við nemendum frá smáríkj- um á norðurslóðum. Er þar átt við ísland, Grænland, Færeyjar, Álands- eyjar og Sama þó aö þeir síðasttöldu myndi ekki eiginlegt ríki. Þessi sam- eiginlegi háskóli myndi fyrst og fremst leggja áherslu á lögfræði, stjórnsýslu og stjórnmálafræði. Þessar greinar og aðrar, sem þar yrðu kenndar, yrðu grundvallaöar á sögu og menningu þessara ríkja," sagði Gunnar G. Schram lagapró- fessor. Gunnar er nýkominn heim af íjög- urra landa ráðstefnu í Qaqortoq (áð- ur Julianeháb) á Grænlandi þar sem norðursins en áður hafa verið haldn- ar fjórar ráðstefnur um sama efni. Að þessum ráðstefnum hafa staðið samtök lögfræðinga, hagfræðinga og mannfræðinga frá Norðurlöndun- um, Grænlandi og Bandaríkjunum þar sem rædd voru ýmis hagsmuna- mál smáríkjanna á þessum slóðum. Hugmyndin um hinn sameiginlega háskóla vakti mikinn áhuga en frum- kvöðull hennar var Atle Grahl- Madsen, prófessor í þjóðarrétti við háskólann í Bergen. Var ákveðið að efna til fundar á Islandi í júní á næsta ári til að þróa hugmyndina frekar. Þá mun þetta mál verða rætt betur og reynt að fá menntamálaráðuneyti um. Að sögn Gunnars eru öll Norð- urlöndin og Grænland með í að kanna hugmyndina frekar. „Það hef- ur ekki verið ákveðið hvar skóhnn verður en ísland kemur alveg til greina,“ sagöi Gunnar G. Schram. „Nei ég hef ekkert af þessu heyrt en ég tel sjálfsagt að taka þessum hugmyndum með opnum huga og íhuga hana gaumgæfilega. Ég hef ekkert á móti því aö ráðuneytið myndi taka þátt í þessari ráðstefnu í júní og kanna þetta mál,“ sagöi Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, um sameiginlegan Háskóla smáríkja. JFJ GARÐURINN ÞINN VERÐUR GÖTUPRÝÐI" FF EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ MEÐ M-ÍW.* <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 691600. Jeep WRANGLER SÁ FULLKOMNASTI verð frá kr. 1.160.000.- EGILL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.