Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. LífsstOl 39 Léttir forréttir úr jógúrt Jógúrt hefur ótrúlega möguleika í matreiöslu. Forréttir, aðalréttir og ábætisréttir geta allir innilialdið meira eða minna af jógúrt. Forrétt- irnir, sem við birtum hér uppskrift- ir að, koma sín úr hvorri heimsálf- unni. Rækjur í ananas er réttur frá Trinidad en Tsatsiid er grískur for- réttur. Matur Rækjur í ananas 2 stk. heill ananas 4 msk. afhýdd og niðurskorinn ag- úrka 'A tsk. salt Zi tsk. mulið kúmen Vi tsk. mulið koriander nýmulinn svartur pipar 1 Vi dl hrein jógúrt 100 g pillaðar rækjur Skerið ananasinn í tvennt og tak- ið burt kjamann. Skerið kjötið inn- an úr og skerið það í bita. Geymið ananasskelina. Stráið salti yfir ag- úrkubitana og látið renna af þeim í sigti í ca. 30 mínútur og þerrið síðan. Blandið samankúmeni, kor- iander, pipar og jógúrt. Blandið öllu saman, ananas, agúrku, rækj- um og jógúrt. Skiptið á milli ananasskeþanna og berið fram í þeim. Skreytið með ópillaðri rækju ef vill. Tsatsiki Þeir sem komið hafa til Grikk- lands kannast vel við þessa ídýfu sem borin er fram nánast á hverju veitingahúsi. Tilraun var gerð til að framleiða tsatsiki hér og selja tilbúið í verslunum en sú tilraun virðist hafa dottið upp fyrir. 'A agúrka Rækjur og ananas frá Trinidad. 1 tsk. salt 3 dl jógúrt 1 hvítlauksrif, mariö nýmulinn pipar 1 msk. söxuö steinselja (má sleppa) Agúrkan er rifin eða söxuð niður mjög smátt. Stráið yfir hana salti og látið renna af henni í sigti í 30 minútur. Þerriö agúrkubitana vel með eldhúspappír. Blandið öllu vel saman og geymið í kæli í 15-20 mínútur minnst. Tsatsiki er borið frammeðgóðubrauði. -JJ Búðingur úr jógúrt og kotasælu 225 g kotasæla 1 /i dl hrein jógúrt 1 msk. sykur 3 eggjahvitur Setjið kotasæluna í sigti og látið renna frá henni megniö af vökvan- um. Hrærið kotasæluna vel og bætið jógúrt smám saman við. Síðan er sykurinn þeyttur vel saman við. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og blandað varlega saman við jógúrt- kotasæluhræruna. Setjið í fjögur lítil form eða eitt stórt. Hjartalaga form eru sérlega vel við hæfi en nota má hvaða form sem er. Geymið í kæh í 2 klst. minnst. Þeg- ar ábætisrétturinn er borinn fram er hvolft úr skálunum á disk. Ef mögulegt er eru ferskir ávextir haíð- ir í skálinni sem búðingurinn var látinn stífna í. -JJ Jaröarber eiga mjög vel við jógúrtbúðinginn. AÐALFUNDUR SENDIBÍLASTÖÐVAR KÓPAVOGS verður haldinn fimmtudaginn 14. júlí kl. 20.00 að Hamraborg 11. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin MENNT ER MÁTTUR Byrjendanámskefð á l*C lölvui* DAGSKRA * Grundvallaralriði við notkun PC-töIva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfect. Töflurciknirinn Multiplan. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Lo>gi Ragnaruön liilvunarfrœbingur. Tími: 11., 13., 18., og 20. júlí kl. 20-23 UpplyHÍngur og innritun í sírnum 687590 og 686790 VR og BSRB styöja slna (élaga til þátttöku [ Kjörið tækifæri fyrir þá, »em vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi námskeiöinu L'ORÉAL 1 bs ■ i ■ nsa NÝJAR ANDLITSSNYRTIVÖRUR SEM VIÐ- HALDA EIGINLEIKUM UNGRAR HÚÐAR. PLÉNITUDE linan er afrakstur 10 ára rannsóknar- starfs og sérstaklega framleidd til þess að koma i veg fyrir ótímabærar aldursbreytingar húðarinnar. PLÉNITUDE snyrtivörur verða kynntar í Miklagarði á morgun, föstudag. HHBiaiílÍHHHHMHHHHHHHHHMHHHflBHHHHKHBHHHHpÍUI Notið tækifærið og þiggið góð ráð um rétta umhirðu húð- arinnar. Dreifingaraðili: Skútuvogi lOa, 104 Reykjavík, sími 686700 __IMMMSr h . mm ' 1 , " ' " , , \ f , v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.