Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 15 Bamagleði? Vatnsrennibrautin í Laugardal. - „Því lætur „ríkasta" bæjarfélag lands- ins greiða aðgang að þessu leiktæki?" „Er virkilega aldrei hægt að láta þegn- unum nokkurn skapaðan hlut í té án þess að heimta greiðslu fyrir?“ Ég vil í upphafi fá að þakka Reykja- víkurborg fyrir það löngu tíma- bæra framtak sitt að koma upp rennibraut við laugina í Laugard- al. Það á eftir að færa yngstu kyn- slóðinni margar gleðistundir, en það á einnig eftir að valda mörgu barninu sárindum og mörgu for- eldrinu leiðindum. Hvers vegna? Vegna þess að hver ferð í renni- brautina girnilegu er seld og eftir því sem mér skilst kostar ferðin 20 kr., og í því liggur að hún á eftir að valda morgu baminu sárindum. Það hafa nefnilega ekki allir for- eldrar úr jafnmiklum fjármunum aö spila. Það bam sem fer með vini eða vinum og hefur úr htlu að moða verður því að láta sér lynda að horfa upp á vinina hlæjandi og skríkjandi af gleði í rennibrautinni án þess að geta tekið þátt. Því barni hður illa og af því leiðir að foreld- rum er valdið miklum leiðindum KjaHarirm Ingi Björn Albertsson alþingismaður fyrir Borgara- flokkinn og sárindum því auðvitað vhja ahir foreldrar að þeirra barn fái í það minnsta að njóta svipaðra hluta og önnur böm, innan skynsamlegra marka. Þvi í ósköpunum er þá „ríkasta" og stærsta bæjarfélag landsins að láta greiða fyrir aðgang að þessu leiktæki? Er virkilega aldrei hægt að láta þegnunum nokkurn skap- aðan hlut í té án þess að heimta greiðslu fyrir? Það má benda á að við Hótel Örk er einnig rennibraut við sundlaug- ina, þar er miðaverð í laugina hærra en í Reykjavík en í staðinn frjáls aðgangur í rennibrautina, svo lengi sem börnin hafa áhuga á. Skora á borgarstjóra Ef Reykjavikurborg, auðugasta sveitarfélag landsins, getur virki- lega ekki gefið borgarbúum og reyndar landsmönnum öhum þessa rennibraut þá hefði í mínum huga betur verið heima setið en af stað farið. Ég verð að viðurkenna það að ég er afar hissa á því að ekki skuli hafa heyrst hósti né stuna frá full- trúum Kvennahstans um þetta mál. Ég hef hingað th þóst verða örlítið var við það aö þær væru að reyna að berjast fyrir einstæöum mæðrum, málefnum barna, jafn- rétti og svo framvegis. Þetta mál er kannski of „lint“, of „mjúkt“ fyrir þær? Kæri Davíð, nú skora ég á þig að lagfæra þetta misrétti sem þarna er gagnvart börnunum okkar, ég skora á þig að leyfa þeim öllum að sitja við sama borð, gerðu þetta nú og vertu maður að meiri. Ingi Björn Albertsson Siðleysi Flugleiða „Líkt og danskir kaupmenn „vigtuöu rétt“ hér forðum þá vega Flugleiöir 1 hendi sér hvort væntanlegir viðskipta- vinir eru íslendingar eða útlendingar - og verðleggja samkvæmt því.“ Einokun er einfaldasta leiðin til okurs og óréttlætis. Líkt og danskir kaupmenn „vigtuðu rétt“ hér forð- um þá vega Flugleiðir í hendi sér hvort væntanlegir viðskiptavinir eru íslendingar eða útlendingar - og verðleggja samkvæmt því! Það er ekki eins og Flugleiðir eigi einhverra harma að hefna gagn- vart íslensku þjóðinni sem allt frá byijun hefur stutt við bak fyrir- tækisins á myndarlegri máta en gengur og gerist í einkarekstri hér- lendis. Helstu gjafir þjóðarinnar til Flugleiöa hafa verið ómetanleg hjálp við öílun lendingaleyfa (og þá sérstaklega í byrjun), lög og reglur sem tryggja félaginu einok- un á fjöldamörgum flugleiðum og loks beinharðir peningar úr ríkis- kassanum. Hvernig skyldi svo kálf- urinn hafa launað ofeldið? 129,98%, takk! Það er júlí 1988 og tveir menn ganga inn á skrifstofu Flugleiða í New York. í fljótu bragði virðist fátt greina þá í sundur. Báðir vhja fljúga á sama farrými í sömu flug- vél eftir tvo daga og snúa th baka innan fárra vikna. Munurinn er þó Kjallarinn Jóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur sá að annar maðurinn, sem er ís- lendingur, vhl skiljanlega fara úr vélinni í Keflavík og halda til síns heima, en hinn, sem er útlending- ur, vill fljúga áfram aöra 2200 km (4400 báðar leiðir) í góðu yfirlæti til Lúxemborgar. Nú gæti maður haldið að sæti yflr hafið, ásamt ókeypis mat og drykk, kostaði útlendinginn eitt- hvað. En þannig fara hlutirnir ekki fram hjá fyrirtæki sem er í aðstöðu til að „vigta rétt“. Útlendingurinn borgar kr. 17.910 (dollarinn er reiknaður á 45 krónur í öhum dæmunum og verðin miðast við júlí) á sérstöku „3 days before“- fargjaldi sem aöeins ghdir th Lúx, en Islendingurinn kr. 29.655 sem er „super apex“-fargjald og 65,58% dýrara en samt ódýrasta far sem hann á völ á. Þó kastar fyrst tólfunum þegar borin eru saman ódýrustu mögu- legu fargjöld á leiðinni ísland - New York annars vegar og New York - ísland - Lúx hins vegar. íslendingar komast ódýrast í þessa ferð (og öll verð hér eru fyrir báðar leiðir) fyrir kr. 41.190 en útlending- ar fara í hina áttina (og 4400 km betur) fyrir 17.910. Mörlandinn borgar því hvorki meira né minna en 129,98% hærra verð! Þegar menn ferðast á Saga Class frá Keflavík th New York og til baka er verðið kr. 52.110 en ef sams konar ferð byijar í New York er verðið 37.305. íslenskir hóglífs- menn borga því tæplega 40% hærra verð en bandarískir félagar þeirra! Týndartöskur En hvernig geta Flugleiðir komið í veg fyrir að óprúttnir íslendingar kaupi ódýrustu miða til Lúx og spari sér stórfé með því einu að ganga í land í Keflavík og senda véhna með autt sæti áfram yfir hafið. Undirritaður, sem vegna langdvalar í Ameríku hefur oft þurft að kljást við okrið, varpaði fram þeirri spurningu á skrifstofu Flugleiða í New York. Svarið var hreint ótrúlegt: „Þá fljúga töskurn- ar áfram. Það er bannað að bóka þær til íslands á ódýra miðanum til Lúx.“ Hugsum okkur hhðstætt dæmi þar sem farþegaskip sigldi frá ís- landi th Skotlands með viðdvöl í Færeyjum og farið kostaði 17.910 til Skotlands en 29.655 til Færeyja. Og til að koma í veg fyrir að menn keyptu miða th Skotlands en færu frá borði í Færeyjum væri viðkom- andi bannað að bera farangur sinn í land. Meiri samkeppni Við búum við óþolandi ástand í ferðamálum og það verður að auka samkeppni á þeim bæ. Líkt og kaupmenn reyndu með skuggaleg- um (ef ekki ólöglegum) aðferðum að drepa Hagkaup á sínum tíma þá munu fulltrúar verslunarfrelsis hjá Flugleiðum ekki fagna heil- brigðri samkeppni. Allt of margar frelsishetjur álíta að frelsið skuli ekki ná lengra en að fá að ráöa verðlaginu á því sem þeir selja. Á íslandi býr fjöldi fólks sem bæði getur og vill reyna sig á móti Flugleiðum á ýmsum leiðum fé- lagsins. Þar th þetta nýja afl fær að njóta sín verður okkur haldið í herkví hárra fargjalda. Jóhannes Björn Lúðvíksson í leiðaranum er kosningunum lýst sem fræknum sigri Vigdísar en reynt að gera lítið úr fylgi Sigrúnar og talið að framboðið hefði ekki átt að koma fram. Einnig er reynt að útskýra að þrátt fyrir að fylgi Sigr- únar hafi orðið mun meira en skoð- anakannanir sýndu þá hafi skoð- anakannanirnar verið réttar! Ritstjórinn tekur þó undir mál- stað Sigrúnar og telur að forseti íslands gæti látið meira til sín taka ef hann kysi. Að lokum telur leiðarahöfundur aö 10-20% fylgi á móti sitjandi for- seta þurfi til þess að mark sé tak- andi á óánægju fólksins. Þessu tel ég óhjákvæmilegt að svara nokkrum orðum. Alvöruframboð Það er undarleg árátta, sem kem- ur fram hjá þessum leiðarahöf- undi, sem áður hefur skrifað um forsetakosningarnar, að telja að framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur hafl ekki verið alvöruframboð. Þeir stjómmálafræðingar, sem hafa lát- ið í sér heyra eftir kosningamar, hafa þvert á móti sagt að þetta væri sögihegt framboð og tímabær Svar við leiðara DV 27. júní „Stórsigur Vigdísar“ umræða um þróun lýðræðisins. Einnig hefur verið bent á að fylgi Sigrúnar var svipað því sem Gísli Sveinsson fékk í forsetakosningun- um á móti Ásgeiri Ásgeirssyni en Gísli var forseti efri deildar Al- þingis og las m.a. upp stjómar- skrána á Alþingi 1944. Skýr skilaboð 5,3% kusu Sigrúnu, 2% seðla vom auð og óghd og 28% þjóðar- innar létu ekki sjá sig á kjörstaö. Þótt aðeins sé talið að helmingur þeirra sem ekki kusu hafi með því verið að mótmæla kerfmu vom þessar kosningar í heild skýr skha- boð um að stór hluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu. KjaUarmn Áshildur Jónsdóttir fyrrv. fjölmiðlafulltrúi Sigrúnar Þorsteinsdóttur „Skoðanakannanir, áður en nokkur kynning fer fram, er algjört siðleysi og ætti að banna með lögum slíkar til- raunir til skoðanamyndana.“ Lítil kynning Það sem er hins vegar merkilegt við niðurstöður kosninganna er að Sigrún fékk tæp 7000 atkvæöi þrátt fyrir að hún var óþekkt og hlaut mjög litla kynningu. Það hefur komið fram hjá fjölmiðlamönnum að þeir fundu að kerfið skalf og óttaðist mjög þetta framboð. Sjón- varpsstöðvarnar notuðu samtals 1 klst. og 5 mínútur th að kynna framboðin á þeim 450 klst. sem þær senda út mánaðarlega. Öll þessi kynning var síðustu dagana fyrir kosningar. Ekki þarf nema meðal- greind og varla það til þess að skilja að ef myndarlega hefði verið að staðiö, t.d. aö veija 1-2 klst. í vand- aðan kynningarþátt strax í upphafi kosningabaráttunnar, þá heföi það haft afgerandi áhrif og leitt til aht annarrar niðurstöðu. Blekking ritstjórans Skoðanakannanir, áður en nokk- ur kynning fer fram, er algjört sið- leysi og ætti að banna meö lögum slíkar thraunir th skoðanamynd- ana. Slíka skoðanakönnun fram- kvæmdi DV og ætti það að biðja Sigrúnu og lýðræðisunnandi fólk í landinu afsökunar á slikri fram- komu. En þess í stað bætir ritstjór- inn gráu ofan á svart með því að fullyrða að raunverulega hafi skoð- anakönnunin verið rétt þótt hún hafi sýnt 1,5% en niðurstaða kosn- ■ inganna hafi verið 5,3% eða rúm- lega þrefalt miðað við könnunina. Ef þetta er rétt þá getur allt verið rétt og svart alveg eins verið hvítt. Spádómar Þessi snjahi spámaður, sem rit- stjórinn greinhega er, heldur áfram og spáir því síðan í leiðaranum að grasrótarsamtök lýðræðissinna, sem fara munu af staö eftir kosn- ingar, muni ekki eiga sér framtíð og að Flokkur mannsins muni að- eins líthlega bæta við sig fylgi frá því sem þarna kom fram. Björt framtíð Ef misvísun DV heldur áfram í sama hlutfalli munu samtök lýð- ræðissinna eiga bjarta framtíð og Flokkur mannsins mun þá fá 15-20% atkvæða í næstu alþingis- kosningum og þá er ekki hægt ann- að en að hlakka til framtíöarinnar. Áshildur Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.