Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR -7, JÚLÍ 1988. PI I• 1 * *I. 'i n! iv IA{' i I l IVl i'fll 1 Lífsstfll Notkun á ólöglegum litarefnum: Eilífðaivandamál - segir Oddur Rúnar Hjartarson „Þetta er eilílðarvandamál. Þegar við stöðvum eina vöru er umsvifalaust farið að nota efnið í aðra,“ segir Odd- ur Rúnar Hjartarson, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, tun notkun á ólöglegum litarefnum í matvælaframleiðslu. Fyrr í vikunni birti DV fréttir af ólöglegu litarefni sem nokkur íslensk matvælafyrirtæki hafa notað í mat- vælaframleiöslu. í fréttinni kom fram að Efnagerðin Valur hefur þijóskast lengi við að hætta að nota þessi efni. „Valur hefur reynst okkur einna erflðastur í gegnum árin að öðrum ólöstuðum. Við stöðvuðum sölu á ýmsum framleiðsluvörum fyrirtæk- isins ’83 og höfum staöið í því að fá þá til þess að hætta þessu síðan. Val- ur er hins vegar ekki í okkar lög- sagnarumdæmi." I máli Odds Rúnars kom ennfrem- ur fram að Heilbrigðiseftirht Reykja- víkur hefur komið á fót lítilli rann- sóknarstofu þar sem þeir gata greint ýmis efni. Erfiðasti hjallinn er hins vegar sá að rannsóknaraðstöðu skortir tiifinnanlega. „Það er ekki bara efnið sem skiptir máli. Oft getur magnið ráðið úrsht- um. Við getum ekki mælt magniö, til þess höfum við ekki tæki.“ Slakt eftirlit Vegna þess að rannsóknaraðstöðu skortir geta hehbrigðisnefndir iha sinnt eftirhtshlutverki sínu. Vegna þess hefur oft skort mikið th þess að þessi mál væru í góðu lagi. Frægt er dæmi um niðursoðna rækju frá K. Oddur Rúnar Hjartarson, forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur. Jónssyni á Akureyri en í Þýskalandi kom á daginn að í rækjuna hafði verið blandað stórhættulegu eitur- efni. „Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins var sjálfsagt búin að finna efnið í rækjunni. Máhö er bara að hún er bundin þagnareiði. Hún má ekki gefa okkur upplýsingar nema hún sé að framkvæma rannsóknina fyrir okk- ur.“ Innflutningur óheftur En hvemig er þá eftirliti háttað með innfluttum matvælum? „Þaö er altalað að vörum, sem vís- að er frá landi þar sem gott eftirht er, sé beint til annars þar sem eftir- ht er slakt. Það er upplagt að koma þessum vörum th íslands. Þó bregð- ast innflytjendur yfirleitt mun betur við thmælum frá okkur en innlendir framleiðendur. Falsanir En hvaða hag hafa þessi fyrirtæki af því að nota þessi efni? „Ég bara skil það ekki. Sumar af þessum afsökunum eru svo barna- legar að þær eru ekki einu sinni haf- andi eftir. Fákunnátta manna virðist alveg með óhkindum." Er þá almenn fákunnátta í innlend- um matvælaiðnaði? „Stundum virðist það en oft er um beina fólsun að ræða því þessi fyrir- tæki hafa matvælafræðinga í þjón- ustu sinni. Mér finnst að neytendur eigi skihð að menn hætti þessu.“ -PLP Neytendur Neytendur þurfa að vera vel á verði gagnvart framleiöendum þar sem heilbrigðiseftirlit er af skornum skammti. upplýsingaseðilinn :t0*«ft>; ívt-vjj | umtt | -.1 ■■<.*<:*!* jl Azorubine hefur gjarnan verið notað til að gefa tómatsósu rauðan liL Efnið er bannað og flestir framleiðendur virða það. Mörg litarefni stórhættuleg - fyrir ofnæmis- og asmasjúklinga Eins og kunnugt er af fréttum DV eru brögð aö því að matvæla- framleiðendur noti ólögleg htarefni í framleiðsluvöru sina. Sérstaklega var framleiðsla Efnagerðarinnar Vals tekin sem dæmi en hún hefur orðið uppvís að því aö nota efniö azorubine (E122) í framleiðslu sína. Azorubine, stundum nefiit carmoisine, er gervilitareíhi í flokki azoefna. Stór hópur fólks hefur ofnæmi fyrir þessum eíhum og þau geta valdið heiítarlegum viðbrögðum hjá asmasjúklingura og fólki með exem. í sumum tilfell- um hafa þessi efni valdið losti og heiftarlegum asmaköstum, auk þess sem þau geta valdið bjúg- myndun. Eftirfarandi efni eru öh í flokki azohtarefna: E102 Tartrazine E107 Gulur 2G EllO Sólarlagsgulur FCF E122 Carmoisine (azorubine) E123 Amaranth E124 Ponceau 4R E128 Rauöur 2G 154 Brúnn FK 155 Súkkulaðibrúnn HT E151 Svartur PN E180 Pigment Rubine -PLP Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiölun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnað- ar ftöiskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda j Heimili ! Sími ! Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í júní 1988: j Matur og hreinlætisvörur kr. 1 Annað kr. Alls DV kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.