Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Lífsstíll____________ Demantar aeðstir eðalsteina Því hefur löngum veriö haldið fram að æðsti draumur konunnar sé að eignast demanta, þetta harðasta nátt- úruefni sem finnst á jörðinni. Þeir eru myndaðir úr dýra- og plöntuleif- um undir gífurlegum þrýstingi og við mikinn hita. Á mörgum milljónum ára brevttust þessi lífrænu efnasam- bönd í kolefnissambönd, sem síðan hörðnuðu og ummynduðust í dem- anta. Verðgildi demanta Verðgildi demanta ræöst af fjórum þáttum; lit, hreinleika, slípun og þyngd. Demantar eru oftast hvítir en þeir finnast í öllum regnbogans litum. Þeir sem hafa greinilega liti, til að mynda gulan, bláan og rósrauðan, eru sjaldgæfir og verða af þeim or- sökum yflrleitt safngripir fremur en þeir séu notaðir í skartgripi. Demant- ar, sem notaðir eru í skartgripi, eru oftast „hvítir", þ.e. kristalstærir og litlausir, þó oft með dauflitaöri gulri eða brúnni slikju sem oftast er aðeins á færi sérfræðinga að greina. Blá- hvítir demantar eru sjaldgæfastir og dýrir eftir því. Vel slípaðir demantar glitra i öllum regnbogans htum og endurkasta þeim litum sem eru í kringum þá. Hreinleiki Fyrsta flokks demantur er kristals- tær. Þar sem demantar eru náttúru- efni fmnast engir tveir eins. í þeim flestum eru minniháttar blettir sem athugaðir eru nákvæmlega þegar demanturinn er flokkaður eftir hreinleika. Það er talað um að steinn- inn sé „lúpuhreinn" þegar ekki er hægt að sjá neinn galla í honum ef hann er stækkaður tífalt. Slíkir steinar eru mjög sjaldgæfir. Slípunin vandasöm Slipun er eitt mesta nákvæmnis- verkið í demantavinnslunni. í hverj- um steini er ákveðin fegurð sem shp- ararnir reyna að ná fram, jafnframt verða þeir að reyna að slípa sem minnst af demantinum svo hann haldi sem mestri þyngd, sem er einn þátturinn í verðgildi hans. Sá sem tekur að sér að slípa dem- anta verður að kunna skil á kristalla- gerð fastra efna. Hver demantur hef- ur sína náttúrulegu klofningsfleti, sem skera verður eftir. Enda þótt ekki séu til reglulegri kristallar í náttúrunni en demantskristallar leynist galli í hverjum steini sem gæti valdið því aö hann splundraðist í höndunum á viðvaningi, enda er demantsskurður mikið vandaverk. Demantar eru slípaðir í ýmsum formum, til dæmis; marquise, oval, baguette. En langalgengust er brill- iant slípun. Hún hefur fimmtíu og átta fleti slípaða, þrjátíu og tvo fleti og plötu á efri hlutanum og tuttugu og flóra fleti og odd á neðri hlutan- um. Demantar eru víða slípaðir og má þar nefna borgirnar Antwerpen, Amsterdam, Bombay, Puerto Rico, Idat Oberstein og New York. Tískan Þeir demantar, sem íslenskir gull- smiðir kaupa, koma flestir frá Belgíu og Hohandi, mestmegnis frá Ant- werpen en þar er rekin umfangsmik- il verslun með slípaða og hráa dem- anta. Þyngd mæld í karötum Þynd demanta er mæld í karötum. Eitt karat jafngildir 0,2 grömmum. Eitt karat jafngildir 100 punktum og er demantur sem er 0,10 karöt 1/10 úr karati. Demantur sem vigtar eitt karat er miklu verðmætari en tveir demantar sem eru 0,50 karöt hvor, sem þýðir að stærðin í einum steini í hehd sinni er mun verðmætari en í tveimur jafnstórum. Fjórar gerðir demanta Til eru fjórar gerðir demanta. Hin fyrsta er lúnn fullkomni demantur, sem er því sem næst kristalstær. En það eru þeir sem einkum eru notaðir í skartgripi. Önnur gerðin er gráir og brúnir demantar, ógagnsæir og mattir. Þeir eru einkum notaðir í alls kyns iðnaði. Einstaka moli af þeim er þó notaður í skartgripi. Þriðja gerðin er agnarsmáir kúlulaga krist- allar. Þeir eru einnig notaðir í þágu iönaöar. Fjórða gerðin er einnig not- uö í iðnaði, aðallega í ýmiss konar bora, en það eru ógagnsæir, svartir eða gráir steinar. Einungis tuttugu prósent af þeim demöntum, sem grafnir eru úr jörðu, eru notaðir í skartgripi. Þeir hafa verið grafnir úr jörðu á Indlandi frá örófi alda. í Suður-Ameríku hafa þeir verið unnir síðan um miðja átjándu öld og í Afríku var byrjað að vinna demanta um 1870. Nú koma um það bil níutíu og fimm prósent heims- framleiðslunnar þaðan. Demantar finnast í litlum mæh í öðrum heims- hlutum, má þar nefna Bomeo, Ástr- ahu, Suður-Zimbabwe og Bandarík- in. Steinar karlmennskunnar Árið 1444 voru demantar taldir ein- ungis hæfa karlmönnum í Frakkl- andi. Þeir einir máttu skarta þeim. Sagan segir að það ár hafi hin fagra Agnes Sorel þráð að ná athygli Karls konungs sjöunda. Hún greip til þess Nákvæm eftirl íking, unnin í bergkristal, af Cullinan-demantinum en hann er í eigu bresku krúnunnar. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.