Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 41 Afrnæli Alfreð Guðmundsson Alfreð Guðmundsson, forstöðu- maður Kjarvalsstaða, er sjötugur í dag. Alfreð er fæddur í Rvík og lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1936. Hann var skrifstofumaður Vinnumiðlunarskrifstofunnar í Rvík, starfsmaður Nýjabíós 1936- 1940 og ráðsmaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar 1940-1942. Al- freð var eftirlitsmaður við bygg- ingu Hitaveitu Rvíkur 1942-1945 og með vinnu á'vegum Loftvama- nefndar Rvíkur 1942-1944. Hann var forstöðumaður Áhaldahúss Rvíkurbæjar 1945-1950, fulltrúi Innkaupastofnunar Rvíkurbæjar og SVR1950-1951 og skrifstofustjóri Innkaupastofnunar Rvíkurbæjar 1951-1959. Alfreð var forstöðumaö- ur Sjúkrahúss Hvítabandsins 1959-1%2 og var við eftirlitsstörf á vegum endurskoðunardeildar Rvíkurborgar 1963-1972. Hann hef- ur verið forstöðumaður Kjarvals- staða frá 1972. Alfreð var í stjóm Málfundafélagsins Óðins 1942-1943 og 1945-1946, í stjóm Byggingafé- lags verkamanna í Rvík 1945-1975 og í stjóm Húseigendafélags Rvík- ur 1955-1959 og 1965-1987. Hann var endurskoðandi Styrktarsjóðs sjó- manna- og verkalýðsfélaganna í Rvík 1941-1978, frá 1982 og Sam- bands ísl. byggingafélaga 1953- 1960. Alfreð var í sýningamefndum Kjarvalssýninga í Listamannaskál- anum í Rvík 1961, 1965 og 1968 og varð heiðursfélagi í Byggingafélagi verkamanna í Rvík 1975. Hann var ritstjóri afmælisrits Rvíkurbæjar 1956, varð heiðursfélagi Húseig- endafélagsins 1987 og Málfundafé- lagsins Oðins 1988. Alfreð kvæntist 27. október 1946, Guðrúnu Ámadóttur, f. 23. ágúst 1924, hárgreiðslumeistara. Foreldr- ar hennar vom Ámi Guðmunds- son, bifreiðarstjóri í Rvík, og kona hans, Valgerður Bjamadóttir. Son- ur Álfreðs og Guðrúnar er Guð- mundur Steinar, f. 21. desember 1949, fulltrúi hjá Sameinuðu þjóö- unum í Genf. Bróðir Alfreðs er Kári, f. 24. nóvember 1921, mjólku- reftirhtsmaður ríkisins, kvæntur Þórdísi Geirsdóttur. Foreldrar Alfreðs vom Guð- mundur S. Guðmundsson, vömbíl- stjóri í Rvík, og kona hans, Guðríð- ur Káradóttir. Föðursystkini Al- freðs vom Jónína, móðir Guð- mundar Bjömssonar, prófessors og augnlæknis, Bjargmundur, raf- stöðvarstjóri í Hafnarfirði, faðir Ingólfs rafvirkjameistara, Jórunn, móðir Ragnars Júhussonar skóla- stjóra, og Guðlaugur veitingamað- ur, faðir Jónasar fræðimanns. Alfreð Guðmundsson. Guðmundur var sonur Guðmund- ar, b. í Urriðakoti í Garðahreppi, bróðir Vhborgar, móður Hallbjam- ar Hahdórssonar ritstjóra. Guð- mundur var sonur Jóns, b. í Ur- riðakoti, bróður Solveigar, langömmu Sigurðar Ingimundar- sonar alþingismanns, fóður Jó- hönnu félagsmálaráðherra. Jón var sonur Þorvarðar, b. á Vötnum í Ölfusi, bróður Önnu, langömmu Þórarins Þórarinssonar, skóla- stjóra á Eiðum, föður Ragnheiðar Helgu borgarminjavaröar. Þor- varöur var sonur Jóns, silfursmiðs á Bíldsfelh, Sigurössonar, ættfóður Bíldsfellsættarinnar. Móðir Guðmundar í Urriðakoti var Jómnn, systir Magnúsar, lang- afa EUerts Schram ritstjóra. Jór- unn var dóttir Magnúsar, b. á Hrauni í Ölfusi, bróður Guðrúnar, langömmu Stefaníu, móður Svövu Fells. Magnús var sonur Magnús- ar, b. í Þorlákshöfn, Beinteinsson- ar, lögréttumanns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hól- um, Bergssonar, b. í Brattholti, Sturlaugssonar, ættföður Bergs- ættarinnar. Móöir Jóns í Urriða- koti var Guðbjörg Eyjólfsdóttir, b. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, Jóns- sonar, ættfóður Kröggólfsstaðaætt- arinnar. Móðir Guðmundar S. Guðmunds- sonar var Sigurbjörg, systir Sigríð- ar, langömmu Harðar Sigurgests- sonar. Önnur systir Sigurbjargar var Ingveldur, langamma hstfræð- inganna Ólafs og Gunnars Kvar- ans. Sigurbjörg var dóttir Jóns, b. á Setbergi viö Hafnarfjörð, Guð- mundssonar, b. í Miðdal í Mosfehs- sveit, Eiríkssonar, bróður Einars, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Jóns á Set- bergi var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Hörgsholti, Magnússonar, ættföð- ur Hörgsholtsættarinnar. Guðriður var dóttir Kára, b. á Eiði í MosfeUssveit, Loftssonar og konu hans, Steinu Páhnu Þórðar- dóttur, b. í Lukku í Staðarsveit, bróður Margrétar, langömmu Sig- ríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Þóröur var sonur Sveinbjarnar, prests á Staðar- hrauni, Sveinbjarnarsonar, bróðir, samfeðra, Þórðar háyfirdómara, langafa Einars, fóður Aðalsteins Guðjohnsen rafmagnsstjóra. Móðir Þórðar var Rannveig, syst- ir Guörúnar, langömmu Ingibjarg- ar, móður Davíðs Oddssonar. Rannveig var dóttir Vigfúsar, sýslumanns á Hhöarenda, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grund, Jónssonar, ættfóður Thoraren- senættarinnar. Móðir Rannveigar var Steinunn Bjamadóttir, land- læknis Pálssonar og konu hans, Rannveigar Skúladóttur, landfó- geta Magnússonar. Móðir Steinu var Guðrún Gísladóttir, systir Ás- disar, langömmu Sigurðar Magn- ússonar blaöafulltrúa og Jóns Alexanderssonar, forstjóra Við- gerðarstofu Ríkisútvarpsins, afa Þómnnar Valdimarsdóttur sagn- fræðings. Alfreð verður að heiman í dag. Hjörtína lára Guðbrandsdóttir Hjörtína Lára Guðbrandsdóttir húsmóðir, Síðumúla 21, Reykjavík, er sjötug í dag. Lára fæddist í Stóra-Laugardal við Tálknafjörð en flutti meö foreldrum sínum tíl Pat- reksíjarðar og síðan tíl Reykjavík- ur um 1939. Lára stundaði almenna verka- mannavinnu á unglingsárunum en 29.6. 1941 giftist hún Jóni Sigurðs- syni sjómanni, f. í Vestmannaeyj- um 23.6. 1915, d. í Reykjavík 19.10. 1981. Jón var sonur Sverris Sig- urðssonar sjómanns og konu hans, Sesselju Guðmundsdóttur, en þau eru bæði látin. Lára og Jón eignuðust fjögur börn. Þau em: Sigurður Sævar, f. 1942, en hann lést af slysförum 1981; Kristín Sesselja, f. 1944, gift í Bandaríkjunum og þriggja barna móðir; Guðbrandur, f. 1956, kvænt- ur Jakobínu Þráinsdóttur en þau eiga tvö böm, og Jón Brynjar, f. 1957, kvæntur Emilíu Einarsdóttur en þau eiga tvö börn. Lára á þijá bræður á lífi. Þeir eru: Haraldur Guðbrandsson, vél- stjóri í Reykjavík; Herbert Guð- Hjörtína Lára Guðbrandsdóttir. brandsson, bifvélavirki á Tálkna- firði, og Kristinn Guðbrandsson, framkvæmdasfjóri hjá Björgun hf. í Reykjavík. Fjögur systkini Lám em látin en þau em: Anton Lundberg í Nes- kaupstað; Olga Guðbrandsdóttir á Patreksfirði; Elín Guðbrandsdóttir í Reykjavík og Jónatan Guðbrands- son í Hafnarfirði. Foreldrar Lám eru látnir en þeir vom ættaðir af Snæfellsnesi. Þau vom Guðbrandur Jónatansson skipstjóri og kona hans, Kristín Haraldsdóttir. Guðbrandur var sonur Jónatans Grímssonar, b. í Bervík, Jónssonar, en Grímur var bróðir Péturs Jóns- sonar, vitavaröar á Malarrifi, og vom þeir ættaðir úr Dalasýslu. Móðir Guðbrands var Ehn Áma- dóttir, Guðmundssonar aö Stóra- Virki. Kristín var dóttir Haralds Páls- sonar, Einarssonar, Breckmanns á Helhssandi. Kristin var hálfsystir Haraldínu Haraldsdóttur, langömmu Svavars Gestssonar, fv. ráðherra, og Magnúsar Friðgeirs- sonar framkvæmdastjóra. Móðir Kristínar, Sesselja, var dóttir Magnúsar Guðmundssonar, þekkts sjósóknara frá Helhssandi, Tómassonar, guhsmiðs frá Hunda- dal í Dalasýslu. Lára verður ekki heima á af- mæhsdaginn. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir SMÁAUGLÝSINGAR Elín Guðbjörg Sveins- döttir Ehn Guðbjörg Sveinsdóttir, Álf- heimum 8, Reykjavík, er níræð í dag. Hún fæddist á Reyni í Mýrdal. Maður hennar var Þórarinn Auð- unsson, f. 15.5. 1892, d. 24.6. 1957. Elín tekur á móti gestum á af- mælisdaginn núlh klukkan 17 og Elín Guðbjörg Sveinsdóttir. 20 í safnaðarheimih Langholts- kirkju við Sólheima. Til hamingju 85 ára Hallsteinn Sveinsson, Borgarbraut 65, Borgamesi. 80 ára________________________ Súsanna Christensen, Mánahhð 1, Akureyri. Sveinn Daníelsson, Stigahhð 30, Reykjavík. 70 ára_____________________ Jón Ingvarsson, Gyðufelh 4, Reykjavík. 60 ára Agnar Sigurbjörnsson, Skipasundi 7, Reykjavík. Björgvin Sigurbjörnsson, Miðtúni 12, Tálknafirði. 50 ára_______________________ Valgerður Ragnarsdóttir, Vestur- vegi 29, Vestmannaeyjum. Einar Þorbjörnsson, Einilundi 10, Garðabæ. Gylfi ísaksson, Logalandi 19, Reykjavík. Leiðrétting Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, sem varð sextugur 1. júh, kvæntist 1960. Yngsta alsystir Eyjólfs er Þóra, f. 8. september 1931, gift Guðna Sæ- valdi Jónssyni, f. 7. ágúst 1934. með daginn Helga Katrín Gísladóttir, Stífluseh 14, Reykjavik. Sæunn Eiriksdóttir, Hofgörðum 7, Seltjarnarnesi.' 40 ára Hrafnhildur Svavarsdóttir, Miö- braut 25, Seltjamarnesi. Helgi Hilmarsson, Uröarbraut 12, Garöi. Ragnheiður Sigurðardóttir, Lækj- arbraut 5, Holtahreppi. Helga Þ. Einarsdóttir, Markarvegi 4, Reykjavík. Martin Luther King, John og Robert Kennedy, Hipparnir og upparnir, Víetnam- stríóið og afleiðingar þess, Þorláksmessu- slagurinn, Davið Oddsson, Sigurður A. Magnússon, Birna Þórðardóttir, Bjarki El- íasson. Um allt þetta og margt fleira í þessari tilvöldu afmælisgjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.