Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Sitja kyrrir og kasta sandi Sandkassaslagurinn í ríkisstjórninni hefur verið harðari að undanfórnu en nokkru sinni fyrr og er þá mikið sagt. Munurinn á þessu sandkasti og hinum fyrri er, að forsætisráðherra hefur hætt að leika friðsaman fundarstjóra og er farinn að taka þátt í slagnum. Hingað til hefur ríkisstjórnin hangið saman á fundar- stjóranum, sem hefur séð um, að mál fengju afgreiðslu, þótt smákóngarnir í kringum hann steyttu hnefann hver framan í annan. Nú, þegar hann er hættur að sitja á friðarstóli, er farið að spá endalokum stjórnarinnar. Forsætisráðherra segir formann þingflokks Fram- sóknar vera með ómálefnalegan skæting; flokkinn vera með kröfur um vinstristjórnarmennsku, sem ekki verði sinnt; utanríkisráðherra vera að búa til ágreining út af engu; og gelt framsóknarhvolpa sé ekki svaravert. Allt eru þetta þung orð, sem gætu hentað vel í efnis- legri gagnrýni úti í bæ, svo sem í leiðara dagblaðs. Hins vegar eru þau óvenjuleg í munni þess, sem hefur meðal annars það verkefni að stýra fundum þeirra manna, sem hann telur eiga skilið svona hvassa umíjöllim. Hin nýfengna orðgnótt forsætisráðherra er skýrð á þann hátt, að hann sé í rauninni varfærinn geðprýðis- maður, seinþreyttur til vandræða, en hafi loksins látið ganga fram af sér hinar stöðugu árásir framsóknar- manna á meðreiðarmenn sína í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra hefur í rauninni áttað sig á, að Framsóknarflokkurinn og Steingrímur Hermannsson hafa skapað sér þægilega sérstöðu í stjórninni. Sérstað- an hefur gert flokknum kleift að halda fylgi í skoðana- könnunum, þótt öðrum stjórnarflokkum vegni miður. Sérstaða Framsóknarflokksins felst annars vegar í, að hann gerir harðar kröfur fyrir hönd gæludýra sinna og fær þeim framgengt um síðir, svo sem dæmin sanna í landbúnaði. Hins vegar leikur hann hlutverk andstæð- ings eða hlutlauss áhorfanda innan ríkisstjórnarinnar. Sérstöðuleikur er stundaður meira eða minna af öll- um aðilum ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar eru meira að segja farnir að bera fram mál á þingi, án þess að um þau sé samkomulag í ríkisstjórninni. Ráðuneytin koma í vaxandi mæh fram sem sjálfstæð og óháð ríki. Ágreiningur hefur verið í vetur um fjárlög, matar- skatt, húsnæðislánakerfi, sýslumannastörf, útgerðar- kvóta, vexti og verðtryggingu, og svo auðvitað um allan skattúárausturinn í landbúnað, svo að fræg dæmi séu nefnd. Slíkur ágreiningur mun halda áfram í haust. í flestum ágreiningsmálunum hefur niðurstaðan orð- ið sú, að ráðherra málaflokksins hefur fengið sínu fram- gengt. Þetta hefur einkum skipt miklu í landbúnaði. Á því sviði hefur ráðherranum tekizt að vinna hverja ein- ustu orrustu við ráðherra Alþýðuflokksins. Þótt stríðið innan ríkisstjórnarinnar hafi magnazt með þáttöku forsætisráðherra, er ekki þar með sagt, að hún sé nær falli en hún var á slagsmálatímum í vetur. Raunar má segja, að hún sé orðin svo vön ágreiningi, að hún hafi lært að búa við hann - sé orðin ónæm. Við megum ekki gleyma, hversu mikill viðloðunar- kraftur felst í sambandi ráðherra og stóls, þegar þeir fara að gróa saman. Það er ánægjulegra að vera ráð- herra í sundurþykkri óstjórn, en að vera einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, hrópandi úti í eyðimörkinni. Vegna þess, sem hér hefur verið rakið, verður sandi áfram kastað í sandkassanum, en stjómin mun sitja áfram lengi enn og halda áfram að skaða þjóðarhag. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. - Stjóm Lands- virkjunar grá fýrir járnum Eftir mikla baráttu á sl. vetri tókst aö knýja Landsvirkjun til þess aö lækka orkuverö nokkuö. Þetta tókst þegar fjölmiðlar tóku að birta þá reikninga sem fólk þurfti aö greiða fyrir orkuna. Að vísu var langt liðiö á veturinn þeg- ar þessi leiðrétting fékkst en menn vonuöu aö þetta stæöi til frambúð- ar. En því er nú ekki á þann veg fanð, því miður. Á einni nóttu er sú tilskipun látin út ganga frá stjóm Landsvirkjunar aö nú skuli orkuverö hækka sem þýðir aö lækkunin, sem varð fyrir nokkrum vikum, skal aftur tekin og fram undan eru, þegar vetur gengur í garð, hærri upphæðir á þeim orkureikningum sem fólk verður að greiöa og það voru - eins og alþjóð veit - engar smáupphæö- ir. Hin óskráðu lög Þvi hefur áður verið haldið fram hér í þessum pistlum að eitt höfuð- vandamál hverrar ríkisstjómar í sambandi við stjómun efnahags- mála væri sú óbilgimi og frekja sem ætti sér stað í stjómun hinna ýmsu stofnana. Yfirlýst markmiö, t.a.m. þessarar ríkisstjórnar, væri að koma á jafnvægi í efnahagsmál- um. Þetta em hin óskráðu lög sem ganga á út frá. Verkalýðshreyfmg- in lagði sitt af mörkum í ailri samn- ingagerðinni, þ.e. megináherslu á það að hlíta þessum óskráðu lög- um. Vestíjarðasamningarnir, samningur Verkamannasam- bandsins og Akureyrarsamning- amir gengu alhr út á það að þvi markmiði skyldi ná að verðbólgan færi ekki úr böndum. Niðurstaða samningagerðarinnar sýndi að verkalýðshreyfingin vann af full- um heilindum og af ábyrgð. En það er segin saga að það er nú ekki aldeilis allt fengið með því að launþegar - æ ofan í æ - taki á sig sínar byröar í þjóðfélaginu. Ávallt em til staðar þessi stofnana- veldi sem heimta sitt. Það er aldrei neitt gefið eftir. Nærtækt dæmi em bankamir sem í maí sl. bragðu fæti fyrir ríkisstjómina meö því aö hirða gjaldeyrisforða þjóðarinnar úr Seðlabankanum á einum degi þannig aö ríkisstjómin varð að gera ótímabærar efnahagsráðstaf- anir og illa undirbúnar. Núna er það Landsvirkjun sem ryðst fram, grá fyrir jámum, og heimtar sitt - og fær að ráða án þess að ríkis- stjómin sem heild fái þar nokkuð um aö segja. Stjóm Landsvirkjunar gefur út þá yfirlýsingu að launþegar skuli fá að borga, það skiptir hana engu þó að fólk geti ekki vegna bráða- birgðalaga rétt hlut sinn aftur því að þessi stjórn Landsvirkjunar not- færir sér það að ráðast áð hinum almenna launþega sem er nú bund- inn á höndum og getur enga björg sér veitt í langan tíma. Slíkar aðferðir á stofngrunni er ekki hægt að flokka undir annað en siðleysi. En vel á minnst; hvar voru nú fulltrúar þeirra sem telja sig mál- svara þeirra sem minna mega sín í þjóöfélaginu? Á ekki formaður Alþýðubandalagsins, prófessorinn Ólafur Ragnar, sæti í stjóm Lands- virkjunar? Það hefur ekkert heyrst í honum. Átakalíkur aukast Þessi verknaður, sem hér hefur verið framinn, er af þeirri stærð- KjaHarinn Karvel Pálmason alþingismaður argráðu að hann á eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar fyrir þjóð- arbúið. Því er það rétt sem Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, lét hafa eftir sér í Þjóðviljanum nýverið: Húshitun- arkostnaður mun almennt hækka um 13-15% á Vestíjörðum um næstu mánaðamót í framhaldi af heildsöluverðshækkun raforku Landsvirkjunar. Stjófn Orkubús Vestíjarða ákvað í gær að hækka gjaldskrá sína um 8%. En þar sem hlutfall niðurgreiðslna hækkar ekki að sama skapi verður hækk- unin mun meiri til hins almenna notanda. Þetta mun hafa áhrif á verðlagsstrik samninga. Líkumar á átökum í haust hafa því aukist. Og Pétur heldur áfram og segir síð- an: að fólki á Vestfjörðum hefði þótt húshitunarkostnaður ærinn fyrir. Misréttið í þessum efnum væri allt of mikið. Reykvíkingar byggju t.d. við hagstætt orkuverð og hitaveitan þar hefði svo mikinn afgang að hún gæti byggt fyrir hann demantshalhr. Pétur endaði viðtal sitt á þessum orðum og und- ir þau skal tekið af fullri alvöm: Staðið verður fast á því aö gerðir samningar verði efndir. Það þýðir ekki aö segja að ein af ástæðum gengisfellingarinnar sé þeir samn- ingar sem gerðir hafa verið, eins og Þorsteinn Pálsson hefur sagt. í raun er það ósvífni af forsætisráð- herra að segja þetta þar sem fjár- málaráðherrann hefur sagt að Ak- ureyrarsamningamir sprengi ekki þann ramma sem settur var. Hlutur ráðherranna Hlutur forsætisráðherra hefur nú komið fram með eftirtektar- verðum hætti í öllu þessu máli sem spunnist hefur út frá þessari hækk- un Landsvirkjunar. Eftir mis- heppnaða og klaufalega tilraun iðnaðarráðherra, þar sem hann var að reyna aö skýla sér á bak við tvo embættismenn og þar með að gefa í skyn að hann hefði ekkert haft með þessa hækkun að gera, kom sjálfur forsætisráðherrann fram á völlinn og tilkynnti alþjóð að hér væri um stefnu sína að ræða - hækkunin væri í anda Sjálfstæðis- flokksins. Út frá þessu hafa spunn- ist miklar umræður á milli forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra, Steingríms Hermannssonar. Það verður að viðurkennast hér að hlutur utanríkisráðherra er hon- um til sóma hvað varðar þau upp- hlaup sem átt hafa sér stað í hinum ýmsu stofnunum undanfarið - þá óbilgimi og andþjóðfélagslegu aö- gerðir sem stjómendur þessara stofnana hafa haft að leiðarljósi undanfarið. Utanríkisráðherra sagði t.a.m. í DV nýverið og undir það skal tekið hér: „Afar mikið af því sem að var stefnt hefur runnið út í sandinn, því miður. Hver sem er getur farið fram hjá þessum lög- um. Fyrst var það ÍSAL með Vinnuveitendasambandið í broddi fylkingar, nú er það Landsvirkjun sem fer fram hjá þeim og vextir hafa hækkað meira en nokkm sinni þrátt fyrir yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um að beita sér gegn slíku. Seðlabankinn hefur ekki gert tilraun til að hafa þar hemil á.“ Ekki traustvekjandi Um þetta er nú tekist á í þjóð- félaginu og ríkisstjórnin riðar til falls. Hlutverk forsætisráöherra er skýrt afmarkað með stofnanaveld- inu og hann færist allur í aukana þegar reyndari menn með ábyrgð- artilfinningu reyna að leiðbeina honum til góðra verka, í þessu til- felli utanríkisráðherra. Það var t.a.m. ekki traustvekj- andi forsætisráðherra sem kom fram í sjónvarpinu með einhvers konar fyndni um þá Pétur Bene- diktsson og Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráöherra, fyndni sem mátti taka á þann veg að hún mátti skoðast á kostnað hins síðar- nefnda. Ungir og framagjarnir menn ættu að hafa sumt í huga af því sem í Bókinni stendur eins og t.d.: „Að- gát skal höfð í nærveru sálar.“ Forsætisráðherra skyldi einnig muna eftir því „að sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann er skóp hann“ og „réttlætið hefur upp lýðinn, en syndin er þjóðanna skömrn". Það er því miður einkenni á stjómarathöfnum forsætisráð- herra að honum er ekki tamt að hlýða á góðar ráðleggingar, hvorki samráðherra né annarra. Sjálfs- skoöun virðist vera honum fiarlæg, því er nú ástandið á þann veg sem raun ber vitni í þjóðfélaginu, upp- lausn og misrétti blasir hvarvetna við. Að þessu sögðu er það einlæg von að þær raddir innan ríkisstjómar- innar nái yfirhöndinni sem vilja hafa í heiðri það samkomulag sem gert var við verkalýöshreyfinguna í síðustu samningum. Því ef þeir ráðherrar, sem ekki vilja að þetta samkomulag sé virt, ná yfirhönd- inni þá er voðinn vís og friðurinn þar með úti. Karvel Pálmason „En vel á minnst; hvar voru nú fulltrú- ar þeirra sem telja sig málsvara þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.