Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Fréttir Sveinn Eskfirðingur Jónasson: „ÓrétUátt hvað þeir komast upp með“ „Ég á ekkert sökótt viö þessa menn. Mér þykir óréttlátt hvaö þeir komast upp með. Ef þeir vilja ljúga þá verða þeir aö gera þaö upp viö eigin samvisku. Mín fyrstu viö- brögð eru að mér þykir dómurinn vægur. Þaö er greinilegt að þeir nutu vafa um málsatvik. Lögreglan kemst greinilega upp meö allt ef hún stendur saman. Mér sýnist sem þeir hafi ekki getað sannað sakleysi sitt heldur hafi þeir notið vafans. Ég er yfirleitt einn til frá- sagnar en þeir margir og þeir hafa haft tíma til að stilla sig saman,“ sagði Sveinn Jónasson þegar hann var inntur álits á niðurstöðum Sakadóms í handleggsbrotsmálinu. „í dóminum kemur fram að varð- stjórinn hafi ákveðið að vista mig í fangageymslu þar sem hann hafi óttast að í því ástandi, sem ég var í, hefði ég getað skaðað mig og aðra - sem sagt af öryggisástæðum - þvílíkt öryggi. Það kemur skýrt fram í dóminum að ekkert hafi komið fram í málinu annað en að varðstjórinn hafi ætlað að loka mig inni af öryggisástæðum þar til rynni af mér. Lögregluþjónninn handleggsbraut mig skömmu síðar. Ég ítreka hvað þetta var mikið ör- yggi- Varðstjórinn og lögregluþjónarn- ir, sem handtóku mig, segja allir að ég hafi verið mjög æstur og til alls vís. Tvö vitni sáu þegar þeir voru að fara með mig í fanga- geymsluna. Annað þeirra er aðal- varðstjóri. Þessi vitni segja bæði að ég hafi verið rólegur og farið mótþróalaust með lögreglumönn- unum. Dómarinn tekur frekar mark á þeim ákærðu og þeim tveimur lögregluþjónum sem voru með í að handtaka mig,“ sagði Sveinn Jónasson -sme lógregtufélag Reykjavíkur: „Runa af rangfærsl- um, ýkjum og lygum“ „Við meðferð málsins fyrir dómi hefur hins vegar sýnt sig að sú saga sem fremst hefur verið höfð fyrir almenningi í landinu sem heilagur sannleikur er ekki annað en runa af rangfærslum, ýkjum og lygum. Þar hefur verið vikið til máli í hveiju orði,“ segir í bréfi sem Lög- reglufélag Reykjavíkur hefur sent frá sér vegna dómsins í handleggs- brotsmálinu. „Þessi þvættingur hefur síðan verið brúkaöur sem tilefni til að úthrópa þá menn sem átt hafa hlut að máli og síðan til að rakka niður lögreglustéttina og stimpla hana sem safn hrottamenna sem lygju til að vernda hver annan. Við eigum enga von á að sumir þeir, sem hæst hafa látið, eigi nokkra löngun til að skyggnast eft- ir staðreyndum málsins. Þær liggja nú fyrir í dómsskjölum. Við vonum og trúum að í íslenskri blaða- mannastétt finnist þeir menn er telji rétt að hafa það heldur sem sannra reynist og fáist til að gera almenningi grein fyrir því sanna í málinu," segir ennfremur í bréfinu. Um niðurstöðu dómsins segir að hún leiði til þess að skilgreina þurfi að nýju ábyrgðarþátt lögreglu. -sme Jarðarfarir Þórður S. Kristjánsson lést 1. júlí sl. Hann fæddist í Reykjavík 29. október 1933. Foreldrar hans voru Sigríður Kristjánsdóttir og Kristján Guð- mundsson. Þórður lauk námi í vél- smíði frá Iðnskólanum. Síðustu 9 árin hefur hann unnið á verkstæði Reykjavíkurhafnar. Eftirlifandi sambýliskona hans er Guðrún Jóns- dóttir. Útfór Þórðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Guðríður Þ. Einarsdóttir lést 30. júní. Hún fæddist að Jámgerðarstöðum í Grindavík 5. september 1900. For- eldrar hennar voru Guðrún Jóns- dóttir og Einar Guðmundsson. Guð- ríður nam ljósmóðurfræði í Reykja- vík 1919-1920 og var síðan skipuð ljósmóðir Grindavíkurhrepps. Hún gegndi því starfi í hartnær aldar- fjórðung. Hún giftist Jóni Sigurðs- syni en hann lést á sl. ári. Þeim varð sjö bama auðið. Útför Guðríöar verð- ur gerð frá Grindavíkurkirkju í dag kl. 14. Páll Halldórsson organisti, Drápu- • hiíð 10, lést 30. júní. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fóstudaginn 8. júlí kl. 16.30. Wilhelm Holm lést aðfaranótt 1. júlí sl. Hann fæddist á Flateyri við Ón- undarfjörð 6. september árið 1896. Foreldrar hans vom Sophus Henrik Holm og Sophie F. Nilsen. Wilhelm starfaði lengst af í Héðni. Útfor hans verður gerð frá nýju kapellunni í Fossvogi í dag kl. 13.30. Kristján Magnús Björnsson, Alfta- mýrj 28, Reykjavík, sem andaðist 30. júní, verður jarðsunginn frá kapell- unni í Fossvogi fóstudaginn 8. júlí kl. 10.30. Útfor Jóhönnu Blöndal verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14. Ingvar Þorláksson, Kirkjubraut 6, Höfn, Hornafirði, verður jarðsung- inn frá Hafnarkirkju í dag, 7. júlí, kl. 14. Útfor Ullu Sveinsson fer fram frá Neskirkju fóstudaginn 8. júlí. At- höfnin hefst kl. 15. Minningarathöfn um Ingveldi Eli- mundardóttur verður fóstudaginn 8. júlí kl. 13.30 í nýju Fossvogskapell- unni. Jarðarfórin fer fram frá Stað- arfellskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14. Andlát Pétur Árnason lést í Landsspítalan- um aðfaranótt 5. júlí. Leonard Alexander McCook lést í Flórída 5. júlí. Jón Björnsson, Hringbraut 87, er lát- inn. TiUcyimingar Hamrahlíðarkórinn syngur á opnu húsi í Norræna húsinu Opið hús, dagskrá fyrir norræna ferða- menn og aðra gesti, verður 1 Norræna húsinu í kvöld, 7. júlí, kl. 20.30. Hamra- hlíðarkórinn syngur imdir stjóm Þor- gerðar Ingólfsdóttur íslensk þjóðlög og tónlist eftir Þorkel Sigurbjömsson, Jón Nordal og nýlegt verk eftir Atla Heimi Sveinsson „Sommerdagen" við texta eftir Wiliiam Heinesen. Þorgerður mun kynna dagskrána á norsku. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen „Sveit- in milli sanda" með norsku tah. Bóka- safnið og kaffistofan verða opin til kl. 22, eins og venja er á fimmtudögum, eða svo lengi sem „Opið hús“ verður á dagskrá í sumar. Allir em velkomnir og aðgangs- eyrir enginn. að safna almennum upplýsingum um nám erlendis. Útgáfa bókarinnar hefur þann tilgang að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem SÍNE býr yflr tfl þeirra er hafa hug á námi erlendis. í bókinni em greinargóðar upplýsingar um umsóknar- máta, umsóknaifresti, inntökuskflyrði, skólagjöld og ýmsar félagslegar aðstæður í helstu námslöndunum. I bókinni er jafnframt að finna ítarlega skrá yfir þær námsgreinar og þá skóla sem íslenskir námsmenn hafa stundað á undanfómum tveim árum og em heimihsfóng skólanna gefm upp. Bókin er 96 blaðsíður og er prentuð hjá Borgarprenti. Hún er tO sölu hjá Bóksölu stúdenta í Félagsstofnun stúdenta. Máh og Menningu, Bókaversl- un Sigfúsar Eymundsonar og Bókaversl- un Snæbjamar. Fimmta bókin um Kent-fjöl- skylduna Prenthúsið hefur nú gefið út fimmtu bók- ina í bókaflokknum um Kent-fjölskyld- una. Þessi bókaflokkur nýtur vaxandi vinsælda og á sér nú þegar dyggan og ánægðan lesendahóp. Bókin heitir „Landnemar" og í henni rekur höfundur- inn, John Drakes, spennandi og sögu- fræga atburði, auk þess sem hann segir frá afdrifum Kent-ættarinnar. „Nám erlendis“ Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur gefið út bókina „Nám er- lendis" til gagns fyrir þá er hyggja á nám utan íslands. Um þessar mundir stunda hátt á þriðja þúsund íslenskra náms- manna nám erlendis og em þeir staðsett- ir viðs vegar um heiminn. SINE, sem er hagsmunasamtök þessara námsmanna, hefur undanfama áratugi lagt rækt við Verkstjórasamband Islands gefur Hjartavernd höfðinglega gjöf Verkstjómasamband íslands minntist nýlega 50 ára afmæhs síns og af þvi til- efni ákvað stjórnin að veita Hjartavemd, landssamtökum hjarta- og æðavemdar- félaga, kr. 500.000 í viðurkenningaskyni fyrir rannsókna- og fræðslustarfsemi til varnar hjarta- og æðasjúkdómum á landinu. Tveir stjómarmenn, þeir Kristj- án Jónsson formaður og Jón Erlendsson, ásamt framkvæmdastjóra sambandsins, Óskari Mar, komu á fund framkvæmda- stjómar Hjartavemdar fyrir skömmu og afhentu þessa höfðinglegu gjöf. Rotaryhreyfingin á íslandi heiðrar tvö ung tónskáld í lokahófi umdæmisþings Rotaryhreyf- ingarinnar á íslandi sem haldiö var í Hótel Örk, Hveragerði, 24. og 25. júni sl. afhenti fráfarandi umdæmisstjóri Rot- ary, Stefán Júlíusson rithöfundur, tveim- ur ungum tónskáldum, þeim Karóhnu Eiríksdóttur og Áskath Mássyni, verð- laun úr Starfsgreinasjóði samtakanna, 150 þús. kr. hvom fyrir sig. Stefán Júlíus- son umdæmisstjóri rakti í fáum orðum tónhstarframlag hinna ungu tónskálda en gat sérstaklega þess sem þau heföu nýlokið viö eða væm að vinna að. Karó- lina var að Ijúka ópem samda við ljóða- flokk sænsku skáldkonunnar Marie Lou- ise Ramnefalk og verður óperan frum- flutt í Sviþjóð í þessum mánuði. Áskeh er að semja ópem byggða á Klakahöllinni eftir Teijei Vesaas sem Hannes skáld Pétursson þýddi. Tónskáldið semur ópemtextann eftir þýðingu Hannesar og í samvinnu við hann. Ferðlög Ferðafélag íslands Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 9. júlí: kl. 08 Veiðivötn/ökuferð. í Veiðivötnum verður ekinn vatnahringurinn og aðrar skoðunarferðir eftir því hvaö tíminn leyf- ir. Verð kr. 1.200. Dagsferðir sunnudag 10. júli kl. 08 Þórsmörk/dagsferð. Verð kr. 1.200. Þessi ferð er kjörin fyrir þá sem ætla að dvelja í Þórsmörk. kl. 10 Klóarvegur/gömul þjóðleið milli Grafnings og Olfuss. Verð kr. 1.000. kl. 13 Reykjafjall við Hveragerði. Verð kr. 800. Helgarferðir Ferðafélagsins 8.-10. júlí: Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.í. í Laugum. Ekiö í Eldgjá og gengið að Ófærufossi. 8.-10. júlí: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörk- ina. Áth. að auðvelt er að framlengja helgarferðina og dvelja lengri eða skemmri tíma í Þórsmörk. Aðbúnaður fyrir gesti Ferðafélagsins í Skagfjörðs- skála er sá besti sem gerist í óbyggðum. 8.-10. júlí: Hveravellir. Gist í sæluhúsi F.í. á Hveravöllum. Það er ótrúleg fjöl- breytni í nágrenni Hveravalla. Skoðun- arferð sem borgar sig. 8.-10. júlí: Hagavatn - Jarlhettur. Gist í sæluhúsi F.í. við Einifell og í tjöldum. Gengið að Hagavatni og Jarlhettudal. 8.-10. júlí: Hagavatn - HlöðuvelUr - Geysir (gönguferð). Gengið frá Haga- vatni aö Hlöðuvöhum og gist í sæluhúsi F.í. þar. Næsta dag er gengið að Geysi. Útivistarferðir Helgarferðir 8.-10. júlí: 1. Þórsmörk - Goðaland. Mjög góð gisti- aðstaða í útivistarskálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfl, m.a. í Teigst- ungur. Útitónleikar þýsks kórs frá Ham- borg verða á laugardag kl. 16 við Útivist- arskálann. Dagsferð í Þórsmörk sunnudaginn 10. júli kl. 08. 2. Núpsstaðarskógar. Aukaferö í þessa náttúruperlu Suðurlands sem allir ættu að kynnast. Tjöld. 3. Jökulheimar - Hraunvötn - Veiði- vötn. Tilkomumikil óbyggðaferð. Gíg- vötn og gróðurvinjar. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar KJARTANS ÞORGILSSONAR, kennara, HJarðartiaga 24, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll Helga S. Þorgilsdóttir, Sigriöur Þorgilsdóttir, FriAa Þorgilsdóttir. Þakka af alhug öllum þeim fjölmörgu sem glöddu mig með blómum, skeytum og gjöfum á sextugsafmæli mínu 1. júní síðastliðinn. Sérstakar þakkir færi ég starfsfólki og læknum á gjörgæslu Borgarspítalans sem og starfsfólki og vistmönnum á Grensásdeild Borgarspítalans fyrir vinsemd þeirra og umönnun. Guð geymi ykkur öll. JÓN TRAUSTI KRISTJÁNSSON frá Blönduósi Látum fara vel um barnið og aukum öryggi þess um leið! IUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.