Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Utlönd Meirihluti samþykkur Brlan Mulroney, forsætisráðherra Kanada, mun að öllum likindum efna til kosninga í haust. Símamynd Reuter Samningurinn um öjálsa verslim milli Bandaríkjanna og Kanada hlaut meirihluta við atkvæða- greiðslu í neðri málstofu Kanada- þings í gær. íhaldsmenn, með Brian Mulroney forsætisráöherra í broddi fylkingar, bar sigurorð af andstæöingum samningsins meö 114 atkvæöum gegn 51. Gert er ráö fyrir að samningur- inn taki gildi um næstu áramót. Áður en endanleg atkvæðagreiðsla fer fram eitir fjórar vikur mun nefnd rannsaka hann til hlítar. Öldungadeild þingsins á siðan eftir aö samþykkja samninginn. Fast- lega er búist viö að Mulroney eftii til kosninga í haust þar sem aöal- kosningamálið mun verða frjáls verslun. Fjármálahneyksli í Japan Forsætisráðherra Japans, No- boru Takeshita, sagði í morgun að ritari hans hefði veriö viðriðinn fjármálahneyksli sem hefði neytt yfirmann aðalviöskiptablaðs Jap- ans til að segja af sér. Forsætisráð- herrann vildi þó ekki tjá sig nánar um hveraig hagnaðinum hefði ver- iö varið af þeim hlutabréfum sem svindlað var með. Hermt hefur verið að þrír aörir ritarar háttsettra stjórnmála- manna hafi tekið þátt í svindlinu sem gekk út á að selja einkaaðilum hlutabréf áður en þau fóru á al- mennan markað. Ritari Takeshita, forsætisráðherra Japans, tók þátt í svindli með hlutabréf, að því er Takeshita til- kynnti í morgun. Símamynd Reuter Skothrið í Manila Lögreglumenn í Manila á Filippseyjum virða fyrir sér lík eins þeirra sem féilu í átökum við lögregluna í gær. Simamynd Heuler Fjórir menn féllu í gær fyrir byssukúlum lögreglunnar í Manila á Filippseyjum sem herti eftirht í borginrú vegna ofbeldisöidu sem þar hefur gengið yfir. Að sögn iögreglunnar kom til skotbardaga milh lögregl- unnar og fjórmenninganna sem fullyrt er að hafi verið þjófar. Undanfarnar vikur hafa verið framin morð á lögfræðingum og vinstri- sinnuðum menntamönnum og hefur því verið haldið fram að hægri öflin hafi staðið að baki þeim. Sprengt í Namibíu f^Atí^sh^ S-Afríka Namibia er undir stjóm Suöur- Afriku. Einn maöur lést og átján særðust í Windhoek, höfúðborg Namibíu, í gær er sprengja sprakk í kjötbúð. Við annaö sprengjutilræði í ná- lægri borg eyðilagðist herbíll. Verslunin, þar sem fyrri sprengj- an sprakk, er í úthverfi þar sem ofbeldisaðgeröir hafa verið hafðar í frammi undanfarið. Eru það skæruliöar þjóðemissinna sem hafa sig í frammi en þeir berjast fyrir sjálfstæði þessarar fyrrum þýsku nýlendu. Seinni sprengjunni var komið fyrir undir tómum herbfl sem lagt haföi veriö fy rir utan heimili svarts hermaims í her Namibíu sem er undir stjóra Suður-Aflríku. Létust í hitabylgju Að minnsta kosti sex manns hafa látist af völdum hitabylgju sem nú ríkir í suöausturhluta Evrópu. Fimm Júgóslavar hafa orðið fómariömb hitans og samkvæmt opin- berum fjölmiðlum hefúr orðið vart við auknar kvartanir sjúklinga undan óþægindum íyrir hjarta og erfiðleikum með öndum. Á Italiu lést á þriðjudaginn öldrað kona af völdum hitans. Að sögn sjúkrahúsyfirvalda þar hafa tugir manna leitað til sjúkrahúsanna vegna óþæginda af hitanum. í Aþenu hafa rúmlega þijú hundrað manns leitaö aðstoðar vegna hitans. Reutcr Óánægðir verkamenn að mótmæla lækkun launa fyrir utan þinghúsið I Belgrad I Júgóslavíu. Vestrænir stjórnarer- indrekar segja harðfylgi júgóslavneskra verkamanna hafa aukist. Simamynd Reuter Réðust inn í þinghúsið Fimm þúsund júgóslavneskir verkamenn úr Borovo skó- og leður- verksmiðjunni í Króatíu efndu til mótmæla í Belgrad, höfuðborg Júgó- slavíu, í gær. Verkamennimir, sem eru óánægðir með lækkun kaups og vaxandi verðbólgu, réðust til inn- göngu í þinghúsið í gær í fyrsta sinn síðan mótmæli hófust þar í landi. Fimmtán hundruö verkamenn rafu varnarhring lögreglunnar um þinghúsið og brutust til inngöngu. Að loknum viðræðum við þingmenn héldu verkamennirnir að höfuð- stöðvum verkalýðsfélagsins til fund- ar við Nenad Krekic, fyrrum for- stjóra Borovo og núverandi við- skiptaráðherra. Verkamennirnir kröfðust 100% hækkunar á kaupi en Krekic neitaði að verða við kröfum þeirra og sagði að hækkun kaups myndi leiða til efnahagslegs óróa. Mótmælin í gær eru hluti vaxandi óánægju Júgóslava vegna harðra efnahagsaðgerða Branko Mikulic forsætisráðherra. Aðgerðimar, sem hófust í maí, skerða kaup íbúanna og gefa verölag frjálst. í kjölfar þess hefur verðbólgan hækkað úr 149% í 175% í júní. Vestrænir stjómarerindrekar og stjórnmálaskýrendur í Júgóslavíu segja mótmælin sýna vaxandi harð- fylgi júgóslavneskra verkamanna. Mótmælendurnir hvöttu alla verka- menn í Júgóslavíu til að leggja niður vinnu og fiölmenna á fund þann 28. þ.m. til að ræða ástand mála. Reuter Sovéskur loftbelgur hrapaði í Kattegat Gizur Helgason, DV, Reeisnaes: Ómannaður sovéskur loftbelgur endaöi flugferð sína við austur- strönd Jótlands í gærkvöldi. Loftbelgurinn, sem var 60 metrar í þvermál og vó 720 kíló, sprakk í tætlur í um það bil 32 kílómetra hæð. Áður hafði hann losað sig við lokaðan gám sem sveif niður í fall- hlíf. í gámnum em rannsóknar- tæki sem Sovétmenn krefiast nú aö fá afhent. Gámurinn féll niður í Kattegat, fiórtán sjómílur austur af Maria- gerfirði. Tætlurnar af loftbelgnum enduðu einnig í hafinu viö strendur Jótlands. Flugstöðin við Karap fylgdist með loftbelgnum, sem innihélt 180 þúsund rúmmetra af vetni, frá því augnabliki sem hann kom inn yfir Danmörku og ein af þyrilvængjum flughersins fylgdist síðan með ferð fallhlífarinnar til jarðar. Þaö var eitt af landhelgisskipum flotans sem svo tók gáminn um borð og tætlumar af sjálfum loftbelgnum. Sovéski loftbelgurinn fór út af fyrirhugaðri leið sinni og höföu sovésk yfirvöld tilkynnt danska utanríkisráðuneytinu að belgurinn myndi eyða sjálfum sér með þar til gerðri sprengju klukkan 19.00 en sprengingin varð þó einum tíma síðar. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins hafði fullvissað Dani um að um borö í gámnum væru engin hættuleg efni, hvorki mann- skæð né hættuleg umhverfinu. Gámurinn samanstendur af tíu lokuðum kössum sem festir eru saman með málmvír. Engin leiö er að sjá hvað í þeim er og dönsk yfir- völd opna þá heldur ekki. Úr þeim heyrist þó píphljóð og er þar með upptalið hvað Danir vita um inni- hald kassanna. Þeir era nú komnir í land og reiknað er með að Sovétmenn sæki þá strax í dag. . VIII vingast við nágrannana Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, lýsti í morgun yfir endalokum fiand- skapar Suður- og Norður-Kóreu í ræðu sem sjónvarpað var til beggja landanna. Talsmenn landanna tveggja hafa ekki ræðst við opin- berlega síðan skaganum var skipt í tvö svæði við lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Þau áttu í þriggja ára styrjöld sem lauk árið 1953 með vopnahléi en ekki friðarsamningum. I ræðu sinni í morgun talaði Roh um tollfrjálsa verslun milh ríkjanna og aukin samskipti stjómarerind- reka, stúdenta, blaðamanna o.fl. Roh minntist ekki á þá kröfu Norð- ur-Kóreumanna að halda hluta ólympíuleikanna í september í landi sínu, en bæði Suður-Kóreumenn og alþjóða ólympíunefndin hafa hafnaö því. Stefna Roh stingur í stúf við stefnu fyrirrennara hans, Chun Doo Hwan, en Roh kvaöst vilja stuðla að bættum samskiptum þjóðanna og kvað Suð- ur-Kóreu tilbúna til aö veita ná- grönnum sínum aðstoð viö aö koma á bættri sambúð við Japan og Banda- ríkin. Hann sagði einnig að Suður- Kórea myndi halda áfram tilraunum til bættra samskipta við Sovétríkin og Kína. Reuter Forseti Suður-Kóreu, Roh Tae-Woo, kvaðst í ræðu í gær vilja bæta sam- skiptin við nágranna sína i noröri. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.