Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 48
Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Eriendu lánin: Ekki ætluð skuss- um og amlóðum - segir Jón Sigurðsson „Nokkrir bankanna eru meö tillög- ur um heimildir til erlendrar lántöku umfram þaö sem ætlað var og ég mun inna þá eftir því hvaö þeir setja fremst. Ég vona svo sannarlega aö þaö veröi ekki amlóðamir, eins og einn bankastjórinn sagði í viðtali viö DV. Ef það verður þá er þaö algjör- lega ákvöröun bankastjóranna. Eg lít svo á aö þeim sé helst til þess treyst- andi aö meta hverjum helst er treyst- andi tii þess að bæta rekstur sinn með þessum hætti og skila peningun- um til baka. Ég vísa því algjörlega á bug aö þetta séu lán sem ganga helst til skussanna," sagði Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra. í gær bárust viöskiptaráöuneytinu - '►tillögur frá síöasta bankanum um hvaöa fyrirtæki skyldu fá heimildir til erlendrar lántöku. - Þessar lánsheimildir munu þá ekki hindra að skussamir fari á hausinn? „Ég ætla ekki hafa nein orð um það önnur en ég hef þegar haft.“ -gSe Meint landhelgisbrot: Deilt um tog- ' hraðaogná- kvæmni mælinga Ekki er enn ljóst hvort togarinn Eyvindur Vopni SU 70 var að veiðum innan friðaös hólfs á mánudag eöa ekki. Skipstjóranum á Eyvindi Vopna var skipað að sigla til Seyöis- fjarðar eftir aö áhöfn á Fokkervél Landhelgisgæslunnar, TF-SIN, mældi út staðsetningu togarans. Samkvæmt upplýsingum Eyþórs Þorbergssonar, fulltrúa bæjarfóget- ans á Seyðisfiröi, mældi áhöfn TF; SIN staðsetningu togarans þrisvar. í einni mælingunni mældist togarinn ,hafa verið töluvert inni í hólfinu. Þar -^Bem mælingamar vom gerðar með fárra minútna millibili telur skip- stjórinn á togaranum þær ónákvæm- ar. Hann segir aö mesti mögulegi hraöi skipsins á veiðum sé mun minni en mismunur mælinganna segi til um. -sme Akvörðun ríkissljómarinnar um hækkun niðurgreiðslna: Ráðherrar ósammála um hvað var ákveðið „Þetta mál er enn til umræöu og athugunar en í því skiptir mestu máli hvemig menn skoða þá sam- þykkt að söluskattsbreytingin um áramótin skuli ekki hafa áhrif á álagningu á verði nayðsynlegustu landbunaðarvara. Ég veit ekki til þess aö neitt hafi verið samþykkt, ef svo hefur verið þá hefur það gerst í fyrri viku þegar ég var fiar- verandi. En ég hef ekki séð þá sam- þykkt,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Eins og fram hefur komið telur Jón Helgason landbúnaðarráð- herra að röosstjómin hafi sam- þykkt að hækka niðurgreiöslur um 160 milljónir en heyrst hefur að alþýðullokksmenn séu lítið hrifnir af þeirri fjárráöstöfun. En sér Jón Sigurðsson einhverja meinbugi á þvi að auka niðurgreiðslumar? „Það eru auðvitaö þau vand- kvæði á því að slíkt bætir viö út- gjöld ríkissjóös. Það eru meinbug- ir,“ sagði Jón Sigurðsson. - Munu alþýðuflokksmenn láta þessa hækkun á útgjöldum ríkis- sjóðs ganga yfir sig án athuga- semda? „Þetta er allt hluti af stærri heild, fjármálavanda og fjárhag land- búnaðarins sérstaklega. Vonandi verður samstaða um þaö innan rík- issfjómarinnar aö leita leiða til aö leysa þennan vanda," sagði Jón Sigurðsson. Jón Helgason landbúnaðarráö- herra sagði aö þetta hefði veriö bókaö á ríkisstjómarfundi og hann liti á þetta sem samþykkt. Hann hefði að vfsu ekki veriö á fundinum og forsætisráöherra heföi boriö málið upp og yrði því aö segja til um hvort þetta heföi verið sam- þykkt. „Þetta er sérstakt með sölu- skattinn á landbúnaöarvörur því vegna verölagshækkana hækkar álagning og þaö þarf aö endur- greiöa,“ sagöi Jón Helgason. Magnús Torfi Ólafsson, ritari rík- isstjórnarinnar, sagði að hann vissi ekki betur en málinu væri lokiö af ríkisstjómarinnar hálfu. Ef ráð- herra greindi á um sllkt skæri for- sætisráðherra úr. -JFJ Borgarsijóm: Kvennalistinn skiptir inn á - Elín í stað Ingibjargar Breyting er orðin á borgarstjórn Reykjavíkur því að Elín G. Ólafs- dóttir sest nú þar í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem fulltrúi Kvennalistans. Ingibjörg hefur setiö í borgarstjórn í 6 ár en það er sá tími sem kvennalistakonur í borgarstjórn miða við núna. Elín sagði að hún kæmi til með að sitja sinn fyrsta fund í borgarráði á þriðjudaginn en borg- arstjórn er nú í sumarfrí. Þessi innáskiptingastefna Kvenna- listans hefur vakið upp gagnrýnis- raddir. Um þaö segir Élín: „Við höfum kynnt þessa stefnu okkar bæði inn á við og út á við. Kjósendur okkar vissu af þessu í síð- ustu kosningum þannig að þetta er ekkert sem kemur í bakið á fólki. Þetta lýtur að kjarna Kvennalistans. Við erum ákveðin hreyfmg sem legg- ur meiri áherslu á málefni en menn.“ Elín lagði áherslu á að þetta væri ekkert óumbreytanlegt enda hefðu kvennalistakonur enn ekki mikla reynslu af þessum skiptingum. Kon- um hentaöi að vinna í skorpum og því hefði þetta orðið ofan á. Varamaður Elínar í borgarstjóm verður Hulda Ólafsdóttir sjúkra- þjálfi. -SMJ Viðskiptahallinn: Enn spáð 10-11 milljarða halla Það þarf að hyggja að ýmsu þegar siglingar eru annars vegar. Það ráku þeir Brynjólfur, Einar og Konráð sig á þegar þeir voru að æfa sig í að binda upp segl á bátnum sinum. Þeir félagarnir eru á siglinganámskeiði íþrótta- og tómstundaráðs sem haldið er i Nauthólsvík og kunnu greinilega vel að meta undraheima sjómennskunnar. DV-mynd BG í nýrri þjóðhagsspá, sem birt verð- ur eftir helgi, er gert ráð fyrir 10-11 milljarða króna viðskiptahalla. Það er jafnmikill halli og ráð var fyrir gert í spá Þjóðhagsstofnunar í mars síðastliðnum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að einkaneysla aukist á þessi ári um fáein prósentustig en áður hafði verið gert ráð fyrir sam- drætti. Stofnunin gerir ráð fyrir 28 prósenta verðlagsbreytingum milli ára. Innan fjármálaráöuneytisins eru menn ósammála spá stofnunarinnar um viðskiptahallann. Þeir telja bráðabirgðatölur frá hagsstofunni frá fyrri hluta ársins benda til þess að hallinn verði minni. -gse Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Slmi 27022 LOKI Ekki er von á góðu fyrst ráðherrarnir vita ekki einu sinni hvað þeirsamþykkja Veðrið á morgun: Hægviðri víðast hvar Hægviðri víðast hvar á landinu. Skýjaö að mestu einkum vestan og suðaustanlands. Þar má einnig finna súldarvott, annars úr- komulaust. i Fíkniefnamálið: Tveir eru enn í gæslu- varðhaldi Tveir menn eru enn í gæsluvarð- haldi vegna fíkniefnamálsins sem nú er til rannsóknar. Alls voru fimm menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremur þeirra hefur verið sleppt. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur, eins og kunnugt er, handtekið 35 manns vegna málsins. Mun fleiri hafa verið yfirheyrðir. •sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.