Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUB 7. JÚLÍ 1988. 9 Utlönd Nær tvo hundruð saknað eför olíuslys í Norðursjó Eirm maður lét lífið og a.m.k. 25 manns slösuðust í gífurlegri sprengingu sem varð á oliuvlnnslu- palli í Norðursjó út af Skotiandi í gærkvöldi. Snemma i morgun var um 200 manna saknað en björgun- arlið hafði aðeins fundið um 40 starfsmanna pallsins. Um 232 voru um borð þegar sprengingin átö sér stað. Spreng- ing þessi er ein sú versta sera orðið hefur í Norðursjó en ástæður henn- ar eru ókunnar enn sem komið er. Oiiuvinnslupallurinn, sem er í eigu Occidental olíufyrirtækisins í Bandaríkjunum, var staðsettur um 190 kílóraetra austur af strönd Skotlands. Rúmlega tuttugu skip og ellefu þyrlur taka þátt í björg- unaraðgerðum. Talsmaður breska flughersins sagði snemma i morg- un að eitt lík hefði fundist Hann sagöi einnig að nokkrir hefðu fallið í sjóinn og væru björgunarmenn enn að störfum. Sprengingin 1 gærkvöldi er önnur sprengingin á Norðursjó á sólar- hring. Á þriöjudagskvöld varellefu mönnum bjargað af vinnslupalli norðurafHjaltlandseyjum. Reutcr Nýjar hótanir fvá mann- ræningjum Samtök hliðhoU írönum, sem hafa í haldi bandaríska gísla í Líbanon, tilkynntu í morgun að örlög fanga þeirra yrðu einn liður í víðtækum hefndaraðgerðum gegn Bandaríkj- unum vegna árásarinnar á írönsku farþegaþotuna sem krafðist tvö hundruð og níutíu fómarlamba. Með tilkynningunni fylgdi mynd af vega- bréfi Bandaríkjamannsins Austin Tracy. Tracy, sem er bóksali, er einn af tíu Bandaríkjamönnum sem saknað er og talið er að séu fangar mann- ræningja í Líbanon. Tilkynning samtakanna kom tveimur dögum eftir að maður, er kvaðst tala fyrir hönd samtakanna Heilagt stríð, sagði að samtök sín myndu taka af lífi annan af tveinr Bandaríkjamönnum sem þau hafa í haldi í Líbanon. Skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að flestir Bandaríkjamenn eru á móti því að greiddar verði skaða- bætur til aðstandenda fómarlamba árásarinnar á farþegaþotuna. Sam- kvæmt skoðanakönnuninni er 61 prósent aðspurðra á móti greiðslum. Búist er við að rannsókn banda- rískra flotasérfræðinga á tildrögum árásarinnar taki tvær til þijár vikur. Hún mun aðallega beinast að því í hvað hæð farþegaþotan var og hvers íranskt strandgæsluskip á eftirlitsferð á suðurhluta Persaflóa í gær, nálægt þvi svæði þar sem farþegaþota með tvö hundruð og níutíu farþega var skotin niöur af Bandaríkjamönnum á sunnudaginn. Simamynd Reuter Bandaríkjamenn við störf um borð í tundurduflaslæðara á Persaflóa. Símamynd Reuter vegna hún gaf tíl kynna villandi upp- lýsingar um hvaða flugvél væri á ferðinni, að því er bandarískir emb- ættismenn segja. Sam Nunn, öldungadeildarþing- maður frá Texas, sagði við frétta- menn í gær að merki frá farþega- þotunni, sem gáfu til kynna að um orrustuþotu væri að ræða, gætu hafa komið frá annarri flugvél. Búist er við að tugir þúsunda írana taki þátt í útfarargöngu i Teheran í dag. Irönsk yfirvöld hafa leyft fjölda sjónvarpsmanna að koma inn í landið til þess að fylgjast með minn- ingarathöfnum. Flogið var með fréttamenn í gær til Bandar Abbas, þar sem eru aðalstöðvar íranska flot- ans, og þeim sýnd sundurtætt lík í plasti. Áður en fréttamennirnir komu frá Teheran og Dubai flykktust þúsundir syrgjenda um götur Bandar Abbas, nokkrir með fánum klæddar líkkist- ur í axlarhæð. Hrópuðu þeir vígorð gegn Bandaríkjunum. Þess er vænst að svipaða sjón megi sjá í Teheran í dag þar sem skipulagður hefur verið fundur fyrir utan þinghús borgar- innar en þangað verður flogið með hundraö lik. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur orðið við beiöni íranskra yflr- valda um sérstakan fund vegna árás- arinnar og munu meðlimir ráðsins koma saman á þriðjudag til þess að ræða máhö. Daginn eftir mun Al- þjóðaflugmálaráðið þinga um árás- ina að beiðni írana. Stjómarerindrekar í Teheran segja írana hafa forðast grimmilegar hefndaraðgeröir til þess að halda diplómatiskri sókn sinni gegn Bandaríkjunum á háu plani eins og þeir orða það. Reuter Seladauði ógnar vistkerfi hafsins við Svíþjóð og Noreg Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Seladauðinn í Kattegat og Skager- rak nær sífellt meiri útbreiðslu og hefur nú náð ströndum Noregs. Ótt- ast er að mengun í hafinu valdi far- sóttinni sem getur gripið 75% af öll- um sel á þessu svæði samkvæmt heimildum frá sænsku hafrannsókn- arstofnuninni Tjámö við Strömstad. Tahð er að um fimm þúsund sehr séu á þessu svæði. Strendur Svíþjóðar og Noregs eru nú þétt setnar af ferða- mönnum í sumarfríi en hrúgur af rotnandi selhræjum geta eyðilagt strandlífið. í Svíþjóð rífast margir aðhar um hver eigi að bera ábyrgðina á því að hreinsa burt selhræin. Fyrstu dauðu selimir fundust í aprh við dönsku eyjuna Anholt. Héma hefur sjúk- dómurinn breiðst út meðfram ströndinni, sömu leið og eitruöu þör- ungamir bárust fyrr í vor. Selimir virðast hafa drepist úr lungnabólgu og trúlega vímssjúk- dómi. Tahð er að mengun hafi haft áhrif á ónæmiskerfi þeirra og streita í sambandi við þörungafaraldurinn getur einnig hafa átt þátt í því að veikja mótstöðuafl selanna gegn vír- ussjúkdómum. Nú rekur fyrstu hræin á í Noregi, í Oslófiröi. Norska náttúruverndar- ráðið hefur aðvarað ríkisstjómina og beðið um skjót viðbrögð en ekki hefur verið ákveðið enn hvemig bregðast skuh við þessari nýju ógnun gegn vistkerfi hafsins sem í versta falli getur orðið langtum alvarlegri en eiturþörungafaraldurinn fyrr í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.