Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 34
Lífestm FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. m Framandi heimur handan við homið - heimsókn til Kúlúsúk á Grænlandi Fyrir stuttu fóru nokkrir starfs- menn af DV, reykvískir lögreglu- þjónar og fleiri ferðalangar í dagsferð til Kúlúsúk á Graenlandi. Við íslendingar höfum löngum þótt ferðaglaðir sem algengt mun vera um eyþjóðir heimsins. í okkur býr rík þörf fyrir að kynnast hinu íjar- læga og ókunna. Algengt er að landinn ferðist um hálfan hnöttinn í þessum tilgangi. En á sama tíma ger- ir hann sér ekki grein fyrir að hinn ólíki heimur er rétt handan við horn- ið. Þorpið sem verður að ganga til Það tekur tvaer klukkustundir að fljúga til eyjarinnar Kúlúsúk sem hggur í mynni Angmagssalikfjarðar á austurströnd Grænlands. Það ligg- ur enginn akvegur frá flugvellinum til þorpsins Kap Dan á eynni. í stað- inn er gengið í 45 mínútur til þessa 400 manna bæjar sem hvílir í frið- sæld á klöppunum við bláan ijörðinn sem hvítir jakarnir spegla sig svo höfðinglega í. Ámátleg gól Þegar hópur gangandi ferðalanga nálgast þennan bæ á kyrrum morgni sólardags berast til eyrna ámátleg gól hundanna sem tjóðraðir eru með keðjum við hús húsbænda sinna. Ekkert annað hljóð heyrist. Enginn fugl heyrist syngja eða garga, reynd- ar sést ekkert vængjað kvikindi á sveimi. Hún er undarleg þessi kyrrð, þetta logn og birtan. Litirnir eru svo djúp- ir og hreinir. Gulu, rauðu og grænu húsin á klöppunum falla svo vel að þessum litum náttúrunnar. Gulu, rauðu og grænu húsin á klöppunum falla vel að litum náttúrunnar í Kap Dan. DV-mynd Hanna Fjarrænn glampi í augum Þegar fyrstu skrefin eru stigin inn í þorpið birtast htil börn. Þau skjóta upp kohinum hér og þar. Líth börn með svart hár og koparhta húð. Þau nálgast ferðahópinn ófeimin. Fá ban- ana og Svala úr nestispokum ferða- fólksins. Veitingar sem þau eru sjálf- sagt farin að venjast. A tröppum fyrsta hússins sitja þrjár konur. Þær brosa og fjarrænn glampi er í augum. Þær bjóða perlu- festar til sölu, brosa tannlausum brosum og samræður upphefjast á hrafli úr dönsku. Plastrósir frá Taiwan Áfram er haldið niöur brekku inn í bæinn. Á hægri hönd er kirkjugarö- ur sem dreifist óreglulega um htið holt. Margir hvítir krossar, hver og einn prýddur rauðum, bleikum og gulum plastrósum frá Taiwan. Tor- kennilegt hrúgald af rush er við jað- ar garðsins. Þar liggja tveir hundar, hættir störfum og orðnir að fæðu flugna. Ferðahópurinn er nú kominn inn í bæinn og hefur greinilega vakið athygh þorpsbúa sem vafra í kring- um hópinn. Sumir bjóða varning til sölu, hálsfestar úr perlum, túpilaka, útskorna í hreindýrshom, og muni úr selskinni og tönnum. Það em þó aðallega börnin sem standa í sölu- störfum. Hinir fullorðnu halda sig f]ær, sitja hljóöir á tröppum og fylgj- ast með. Slímugir marhnútar og sætir hvolpar Bömin gerast ágengari. Sum vilja láta halda á sér og þau biðja um gott- erí um leiö og þau brosa svo skín í brúnar leifar af tönnum. Sérstaklega laðast þau að lögreglu- þjónunum þrátt fyrir að einkennis- búningana vanti. Nokkrir pottormar koma með hendur fullar af htlum slímugum marhnútum og sýna fólkinu. Því til misjafnrar ánægju og yndisauka. Allt í einu hefur annað ungviði bæst í hópinn. Það reynist erfitt að trúa því að þessir litlu, sætu hvolpar eigi eftir að verða að grimmdarlegum hundum sem tjóðra þarf niður með keðjum. Börnin hampa hvolpunum á aha vegu og hlífa þeim í engu þótt þeir væli ámátlega. Gamall maður stígur út úr grænum kofa, tottar pípu og hefur að dytta aö kajak sínum. Selskinn hangir til sútunar í garði hans. Kirkjan að hluta úr skútu Nú fara sumir að skoða rauðmál- aða kirkjuna sem byggð var af dönskum selveiðimönnum sem urðu Sumum ofbýAur ósnyrtimennskan sem stingur mjög i stúf við annars óspillt umhverfið. innhgsa í bænum á þriðja áratugn- um. Að hluta til var hún byggð úr braki úr skútu er strandaði fyrir löngu norðan viö fjörðinn. Fararstjórinn spilar nokkur lög á orgeliö. Þeir sem tíma að koma inn úr blíðunni fyrir utan, setjast niður og njóta tónlistarinnar. Lítill dreng- ur með bústnar kinnar stendur í anddyri kirkjunnar og miðar leik- fangabyssu til íjalla. Spjótfimi og sungin veiðisaga Hinir fullorðnu íbúar þorpsins sýna nú gestrisni sína í verki. Linus fer með kajak sinn niður að sjó og rær á milli ísjakanna. Öðru hvoru sýnir hann skotfimi með spjóti. Dansari þorpsins, Anda Kuitse, sem mun vera landsfrægur fyrir dansfimi, sýnir nú dans með söng og trumbuslætti frammi á grasklæddri klöpp. Ferðamenn og heimamenn Anda segir veiðisögu með dansi og söng. DV-mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.