Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 25
íþróttir FIMMTUDAGUR 7. JULÍ 1988. Svipmyndir frá Tommamótinu í knattspymu íVestmannaeyjum: Sigurður Jóelsson vann sigur i þrautakeppninni á Tomma- mótinu. ’V'' FH-ingar sjást hér fagna marki í einum leiknum. Þeir höfóu ærna ástæðu til að fagna því að lið þeirra stóð sig mjög vel í Vest- mannaeyjum. Guðmundur Sævarsson, FH-ingur, reynir hér að leika á einn leikmanna Fylkis í leik liðanna á Tommamótinu. Einbeitnin skín úr andlitum þessara ungu og efnilegu knattspyrnumanna. DV-myndir Ómar Garðarsson Vestmeyjum Barist um knöttinn í leik Vik- ings og Hauka. Bæði þessi lið stóðu sig vel á Tomamótinu um helgina. Ungur ÍR-ingur einbeittur á svip með knöttinn í leik ÍR og Vals. Margir ungir peyjar sýndu listir sínar á Tommamótinu. Málin rædd hjá Þórsurum í leikhléi og síðari hálfleikurinn skipulagður. Þessi mynd var tekin i einum baráttuieiknum. Framherji FH sækir hér af krafti en markvörðurinn hefur gómaö knöttinn af öryggi. Völsungur og Stjarnan sjást hér i undanúrslitaleik B-liða þar sem hart var barist. Húsvíkingar fóru með sigur í leiknum, 4-2. Hart barist í leik IR og Vals á Tommamótinu í Vestmannaeyjum. FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 25 DV Fréttastúfar Norman frá keppni Greg Norman, kylfmgurinn snjalli, telur sig ekki í keppnisfæru ástandi en hann slasaðist fremur illa í opna bandaríska meistaramót- inu. „Ég kemst ekki í opna breska meistaramót- iö,“ sagði Norman nýverið en hann er nú efst- ur á heimsafrekalista kylfinga. „Ég ætla mér að losna við meiðslin og gefa sárunum þijár vikur til að gróa.“ Þess má geta að Norman vann opna breska meistaramótið árið 1986. Graf fékk hross Steffi Graf fékk góðar ihóttökur er hún kom til Brúehl, heimabæjar síns, eftir frækinn sig- ur á Wimbledon-mótinu í tennis. Gífurlegur fjöldi fagnaði Graf er hún kom inn fyrir bæj- armörkin og var henni færður hestur að gjöf í tilefni af afreki sínu. Hrossið er sex vetra geldingur sem bæjar- stjórinn í Bruehl sagði Jafnhvítan og Graf og vonandi jafnákafan". Framdagurinn Hinn árlegi Framdagur verður aö þessu sinni haldinn hátíðlegur á Framsvæðinu við Safa- mýri sunnudaginn 10. júh. Dagskráin verður að mestu leyti með hefðbundnu sniði. Leikir verða í yngstu aldursflokkunum í knatt- spymu. Pollamót KSÍ í 6. flokki fer fram aö hiuta til á Framdeginum, reyndar bæði á laugardag og sunnudag. Einnig verða leikir í íslandsmóti 5. flokks, A- og B-lið, milli Fram og FH. Fyrsti leikurinn hefst kl. 12 og þeim síðasta lýkur kl. 17.30. Stórglæsilegar kaffi- veitingar Framkvenna verða á boðstólum í Framheimilinu frá kl. 14 á Framdaginn. Gunnar með þrennu „Þaö var að sjálfsögöu mjög gaman að skora þessi þijú mörk og hvað þá að liðið skyldi gera tíu því svona lagað gerist ekki á hveijum degi. Það má segja að allt hafi gengið upp hjá okkur á meöan flest gekk á afturfótunum hjá þeim en satt að segja hafði maður ekki búist við svona stórum sigri,“ sagði Gunnar Gísla- son, leikmaöur með Moss í Noregi, eftir að lið hans hafði unnið stóran sigur á 3. deildar lið- inu Kjelsas, 10-0, í 3. umferð norsku bikar- keppninnar í gærkvöldi. Gunnar gerði sjálfur þrú mörk í leiknum og átti góðan leik. Kjelsas, sem er í efsta sæti í 3. deild, hafði ekki mikið að gera í 1. deildar liö Moss en þó var ekki búist við svona mikl- um yfirburðum Gunnars og félaga. „Þetta voru nokkuð sérstök mörk fyrir mig enda skorar maður ekki í hveijum leik,“ sagði Gunnar ennfremur. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og gerði síðan mörk númer þrjú og sjö. Moss er því komið í 4. umferð bikarkeppninnar en dregið verður í næstu umferð nú í vikunni. Jafnt hjá ÍAogKR Skagastúlkur sóttu KR-stúlkur heim í gær- kvöldi og deildu liðin stigunum bróðurlega á milli sín. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fór leikurinn mestmegnis fram á miðjum vellinum, hvorugt liðið skapaði sér nein hættuleg marktækifæri. Staðan í hálfleik var því jöfn, 0-0. KR-stúlkur sóttu öllu meira fyrstu mínútumar í síðari hálfleik og skoraði Helena Ólafsdóttir eftir homspymu Kristrún- ar Heimisdóttur á 15. mínútu. Eftir markið drógu KR-stúlkur sig aftur og Skagastúlkurn- ar komust meir og meir inn í leikinn. Skaga- stúlkur fengu aukaspymu langt fyrir utan teig, Halldóra Gylfadóttir tók frísparkið og lyfti boltanum skemmtilega inn í teig KR- inga. Markmaður KR kom út á móti en mis- reiknaði boltann sem fór í stöngina og Ásta Benediktsdóttir fyldi vel á eftir og náði að jafna leikinn, 1-1. Skagastúlkur þyngdu sókn sína eftir þetta og áttu KR-stúlkur í vök aö veijast þaö sem eftir var af leiktímanum. Skagastúlkur börðust míög vel í síöari hálf- leik og náðu þar meö einu stigi. KR-liðið var nyög jafnt og geta þær verið ánægðar með að fá eitt stig út úr þessum leik. -MHM Iþróttir Meiðsli Einars á hné ekki alvariegs eðlis: Einar Vilhjálmsson fékk hvítan miða „Þessi skoðun gekk vel fyrir sig og ég fékk hvítan miða á bæði hnén hjá sérfræöingnum. Ég er mjög ánægður meö þessa útkomu og aö hafa fengið þaö staðfest hjá sér- fræðingi aö ekki hafi veriö um al- varleg meiðsh aö ræða,“ sagði Ein- ar Vilhjálmsson spjótkastari í sam- tali við DV í gærkvöldi. Hann varö sem kunnugt er fyrir meiðslum á hné í Stokkhólmi fyrir Grand Prix mótiö. Einar kom heim klukkan fjögur í gær frá Svíþjóö og í morgun klukkan sex var hann floginn raeð íslenska landsliöinu til Skotlands þar sem hann tekur þátt i þriggja landa keppni í ftjálsum íþróttum. „Egertil ítuskið“ „Egmun keppai spjótkastinu um næstu helgi,“ sagði Einar ennfrem- ur í gærkvöldi og bætti viö: „Ég er til í tuskiö en þaö fer auðvitað svo- lítið eftir veðri hvort ég tek á þessu af fullum krafti. Ef aðstæöur veröa ekki góðar getur alveg eins veriö aö ég noti ekki öll köstin sex þvi aö ég á ekki von á því að fá mikla keppni frá andstæðingum mínum í landskeppninni.“ - Nú hefur þú náð frábærum ár- angri á síðustu mótum. Hvaða spjótkastarar eru það sem þú hræðist mest i dag? „Það er í raun erfitt að svara þessari spurningu. Ég vil trúa þvi að þaö sé tiu manna hópur sem sé líklegastur til þess aö beijast um verðlaunasæti á mótunum. Þaö er svo raikill tröppugangur í spjót- kastinu og oft á tíðum óstöðugleiki í árangri manna að það er erfitt að pikka nokkra út úr hópnum. Þessi óvissa er einmitt þaö sem gerir það nánast óþolandi að vera spjótkast- ari í dag,“ sagði Einar Vilhjálms- son. • Þegar Einar keraur aftur til íslands heldur hann til Austur- lands þar sera hann mun keppa á íþróttahátíð og ef að likura lætur er hann til alls vís á sinura heima- slóöum. -SK • Einar Vilhjálmsson kom til landsins í gær og flaug til Skot- lands í morgun þar sem hann keppir fyrir íslands hönd. Fjáröflun SKI fyrir skíðalandslið Islands: Hjólaskíðaboðganga í fimm sólarhringa Skíðasambandið treystir á velvilja einstaklinga og fyrirtækja I dag hefst á Seltjarnamesi hjóla- skíðaboðganga til fjáröflunar og kynningar fyrir skíðalandslið ís- lands. Ætlunin er að ganga samtals 1500 km á innan við 5 sólarhringum sem er lengri vegalengd en allur hringvegurinn. Þaö er norrænu- greinanefnd SKÍ sem stendur að baki þessari göngu og það er landsliðið í skíðagöngu sem mun fara þessa maraþongöngu. Gangan hefst í dag klukkan 15.00 á Nesvegi á mörkum Reykjavíkur og Seltjamarness. Hver landshðsmaður gengur tvo 8 km hringi í senn, síðan tekur næsti við og er áætlað að hver maöur gangi í klukkustund í senn. Til fjáröflunar verður áheitum safnað hjá einstaklingum og fyrir- tækum um land allt. Tekið verður á móti áheitum í síma Skíðasambands- ins, 83660, eða í síma 22662 en þar mun landsliðið dvelja þessa daga. Áætlað er að göngunni muni ljúka í síðasta lagi fyrir hádegi á þriðjudag. Kostnaður yfir 2 milljónir Skiðasambandið treystir að sjálf- sögðu á að einstaklingar og fyrirtæki muni sýna þá góðvild að styrkja sam- bandið en framundan er mikil æf- inga- og keppnisáætlun. Landsliðið hefur þegar lokið einni æfingu í sum- ar og framundan er önnur æfing í Fljótunum í Skagafirði. í byijun sept- ember mun landsliðið halda til Dach- stein í Austurríki í æfingabúðir og síöan verður haldið til Svíþjóðar í nóvember. Kostnaöur Skíðasam- bandsins vegna þessara æfingaferða nemur samtals rúmlega 2 milljónum króna svo að augljóst er að samband- ið þarf á góðum styrkjum að halda. Þeir sem ganga eru Haukur Eiríks- son, Akureyri, Baldur Hermanns- son, Siglufirði, Rögnvaldur Ingþórs- son, ísafirði, Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði, Ólafur Bjömsson, Ólafs- firði og Ólafur Valsson, Siglufirði. -RR Ólafur Björnsson, einn þeirra sem ganga i hjólaskíðaboðgöngunni. DV-mynd GK/Akureyri Valur fór til Tindastóls Ægir Már Káxaaon, DV. Suðuniesjinn; „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mikill uppgangur í körfuboltanum á Sauðárkróki og liö Tindastóls er mjög efnilegt," sagði Valur Ingi- mundarson, körfuknattleiksmaður í Njarðvík, í samtali við DV í gær- kvöldi. Valur hefur ákveðið að ganga til liös viö Tindastól í úrvals- deildinni næsta vetur og koma þessi tíðindi nokkuð á óvart. Á síð- asta tíraabili lék hann með og þjálf- aði Njarðvikurliðið. Valur var kos- inn besti leikmaður síöasta ís- landsmóts. „Þetta er aö sjálfsögðu gífurlegur styrkur fyrir okkur því Valur er einn besti körfuknattleiksmaöur landins. Við erum með efnilegt lið og ætlum okkur aö gera stóra hluti næsta vetur. Það að fá Val var besti kosturinn," sagði Friðrik Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við DV í gær- kvöldl • Valur mun einungis leika meö hði Tindastóls næsta vetur. Hingað til lands er væntanlegur Banda- ríkjamaöur, Demtis Dunne aö nafni, og bendir margt til þess aö hann muni þjálfa Tindastól. Magni vann Hugin Magni sigraði Hugin frá Seyðisfirði með tveimur mörkum gegn engu á Grenivík í gærkvöldi. Leikurinn var frekar harður og slakur og lítið var um góða knattspymu. Fyrra mark heimamanna var sjálfsmark en Þor- steinn Jónsson gerði síðara markið. Magni náöi með sigrinum að þoka sér örhtið frá fallsvæðinu í B-riðh. • Haukar töpuðu fjórða leik sínum í röð í A-riðli 4. dehdarinnar í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Þeir biðu þá lægri hlut gegn Árvakri á heimavelh sínum á Hvaleyrarholtinu í Hafnar- firöi, 1-2. Friðrik Þorbjörnsson skor- aði bæði mörk Árvakurs en Páh Paulsen svaraði fyrir Hauka. -VS/MJ/RR HANDKNATTLEIKS- ÞJÁLFARI ÓSKAST Handknattleiksdeild Reykjavíkurfélags óskar að ráða þjálfara fyrir mfl. karla og mfl. kvenna Nánari upplýsingar í síma 34112 á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.