Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR %. JÚLÍ 1988. Lífsstfll Jógúrt fyrr og nú Uppáhaldsfæða hirðingja - í sjö þúsund ár Jógúrtgerð Til eru ýmsar aöferöir viö fram- leiöslu á jógúrt. Hér á landi er hún framleidd á þann hátt að mjólkin er hágerilsneydd. Þá er bætt í hana jóg- úrtgerlum. Þannig er mjólkin sýrð viö 45“ í 4-5 klukkustundir. Þá er jóg- úrtin kæld og blönduð ávöxtum. Síö- ast er henni pakkað og geymd í kæli í sólarhring áöur en hún fer á mark- að. Ýmsir þekkja aöra tegund af jógúrt úr utanlandsferðum. í Suður-Evrópu hefur önnur framleiðsluaöferð orðiö ofan á. Það er svokölluð „setjógúrt". Hún er sýrð í dósunum og er því stinnari. Hrein jógúrtof súr Jógúrt er mjög súr á bragðið. Hún hentar því vel til að blanda í hana sætum ávöxtum og þannig hefur hún náð miklum vinsældum. Hér á landi er nánast ógjörningur að finna hreina jógúrt. Það er eins og bragðið henti ekki íslendingum. Þess vegna er það að fyrirtæki eins og Baula hefur alveg sleppt því að framleiða hana hreina, og Mjólkurbú Flóa- manna framleiðir lítið. örn Vigfússon, framleiðslustjóri Baulu, við vélar jógúrtverksmiðjunnar. DV myndir-BG Hrein jógúrt er hins vegar upplögö í matargerð og er vonandi að upp- skriftimar hér á síðunni eigi eftir að auka veg hennar sem mest. -PLP Jógúrt hefur verið uppáhaldsfæða hirðingja í Suðvestur-Asíu í nærfellt 7 þúsund ár. Enn er hún mikilvæg uppspretta eggjahvítuefna í fæðu þessara þjóða. Talið er að fyrsta geitin hafi verið tamin í Mesópótamíu um 5 þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals. Hún gaf af sér mjólk, og þegar hún súmaði í hitanum ysti hana. Einhver hefur einhvem tímann smakkað yst- inginn og gefið honum góða einkunn. Jógúrtin var fædd. Nú á dögum er jógúrt mikilvæg fæðulind í ýmsum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vegna heits loftslags þykir ekki heppilegt að neyta ferskr- ar mjólkur vegna sýkingarhættu. Þar er hún til í ýmsum afbrigðum og gengur undir mörgum nöfnum. Afbrigðin fara eftir ýmsu. Svo dæmi séu tekin þá er jógúrt úr sauða- mjólk í miklum hávegum höfð í íran. Stundum er henni þó blandað við geitamjólk. Þar er hún til bæði sem vökvi og þurrkuð. Persar hafa ann- Flestum þykir jógúrtin góð og hefur hún náð umtalsverðum vinsældum á Vesturlöndum. ars verið miklir jógúrtmenn í gegn- um tíðina því hana er að finna í flest- um réttum þaðan. Þannig er henni bætt í súpur, hún er notuð í sósur, og þurrkuð er hún mikilvæg upp- spretta eggjahvítuefna í fæði þjóðar- innar. Megrunarfæða á Vesturlöndum Til Vestur-Evrópu berst jógúrtin í gegnum Rússland og Búlgaríu. Hér hefur hún það orð á sér að vera ekki fitandi auk þess sem hún er talin mjög holl. Þá er skemmst að minnast frægra öldunga í Kákasusfjöllum sem þakka henni langlífi. Einnig mæla rússneskir matvæla- og nær- ingarfræðingar með því að hún sé gefin smábörnum frekar en nýmjólk. Hér á Vesturlöndum er jógúrtin nánast alltaf búin til úr kúamjólk. Hún tók að koma á markað upp úr 1940. Þar sem hún átti sér harðan keppinaut í nýmjólk var hún mark- aðssett sem megrunarfæða. Þannig náöi hún fljótt geysilegum vinsæld- Jógúrtin sést ekki fyrr en hún kemur pökkuð úr vélunum. um og er nú svo komið að hana er að finna á hverju morgunverðar- borði í flestum löndum Evrópu. Til dæmis neytir hver íslendingur um átta kílóa af jógúrt á ári, þrátt fyrir að hér sé súrmjólkin sívinsæl. Góögæti úr jógúrt ískaldir ábætisréttir Að nota jógúrt í ísgerð í staö eða með ijóma gerir ísinn ekki aðeins hollari heldur og hitaeininga- snauðari. Jógúrt er næringarrík og inniheldur meira af B vítamínum en mjólk. Eínnig er kólesterólinni- hald jógúrtar mun lægra en ann- arra mjólkurafurða. fsgerðin er frekar einfóld og eru uppskriftim- ar miðaðar við að sera flestir geti án mikíUar fyrirhafnar útbúið holl- an og góðan ís. Kampavinskrapís 3'/a dl vatn 200 g sykur 1 Ví sítróna, rifinn börkur og safi 3 dl léttþeyttur rjómi 3 dl jógúrt lJ/« dl kampavín (freyðivín) 1 eggjahvíta Sjóðið vatnið ásamt sykri og rifn- um berki í loklausum potti í 6 mín. eða þar til sykurinn er vel upp- leystur. Kælið og blandið sítrónu- safanum saman við. Seijið i frost- þolið ílát og blandið þeyttura rjóma varlega saman við. Frystið þar til allt verður að krapi. Hrærið síðan upp i krapinu og blandið kampa- víninu saman við. Frystið aftur þar til krapið veröur stíft. Hrærið aftur upp f öllu og blandið stífþeyttum eggjahvítunum varlega saman viö. Berið fram í kældum, skreyttum glösum. Köld apríkósumús 225 g þurrkaðar apríkósur 50 g sykur 1 pk. sítrónu- eða appelsínuhlaup 3 dl jógúrt 1 Zi dl léttþeyttur rjómi Leggið apríkósumar í bleyti yfir nótt í 6 dl af vatni Sjóðið apríkós- umar í vatninu ásamt sykri í lok- uðum potti. Hellið safanum frá og geymið. Hrærið apríkósurnar í blandara þar til þær verða að mauki. Kælið. Leysiö hlaupið upp í heitum saf- anum (3 dl) og kælið þar til hlaupiö er næstum stfft. Hrærið hlaupið saman við apríkósumaukið. Bland- ið jógúrt og þeytta ijómanum var- lega saraan við. Setjiö í skál og kælið þar til músin stífnar. íspinnar Hór er kominn hollur og góöur ís sérstaklega ætlaður fyrir krakka. ’/j pk. ávaxtahlaup (hvaöa bragö- tegund sem er) 3 dl sjóðandi vatn 3 dl jógúrt 2 msk. hunang Leysiö hlaupið upp í sjóðandi vatninu. Kælið þar til þaö er nær fullstift Hrærið þá jógúrt og hun- angið vel saman við, Frystið í íspinnaformum. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.