Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Fréttir Fékk þétt- riðinn poka í vörpuna Geir Guðsteinsson, DV, Dalvilc Alversbyggingar í Hafnarfjarðarhrauninu verða hugsanlega heldur fyrirferðarmeiri en nú er ef af byggingu nýs álvers verður. A þessari mynd sést hvern- ig hið nýja álver verður staðsett en því er ætlaður staður hinum megin við Reykjanesbrautina eins og hún liggur nú. Notast verður þá við núverandi höfn og liklega grafin göng undir veginn. DV-mynd Brynjar Gauti Nýtt álver við Straumsvík: Umhveifismálin í síöustu veiöiferð sinni fyrir. nokkrum dögum fékk Dalvíkurtog- arinn Björgvin EA 311 þéttriðinn poka í vörpuna og kom meö hann til heimahafnar. Pokinn mun vera þýskur aö ætt og aö áliti kunnáttu- manna sleppur ekki nokkurt kvik- indi gegnum svona þéttriðinn poka. Þetta var síðasta veiöiferö Björg- vins hér við land. Fariö veröur með skipiö til Noregs innan skamms og þar mun þaö ganga upp i kaupverð nýs Björgvins sem Utgerðarfélag Dalvíkinga hf. hefur átt í smíöum í Flekkefjord í Noregi og verður af- hentur í lok þessa mánaðar. Fleiri ný skip eru væntanleg hing- að til Eyjafjaröar í sumar eöa haust því Hríseyingar fá nýtt Snæfell í haust og gengur gamla Snæfellið upp í kaupin. Nýja Hríseyjarskipið er einnig smíöaö í Noregi. Þá fær Bliki hf. á Dalvík nýtt skip í lok september. Fyrirtækið er að láta smiöa 280 tonna rækju- og laus- frystiskip í Hárnösand í Svíþjóð. Upp í þau kaup gengur Arnar ÁR 55 sem keyptur var nýlega frá Þorlákshöfn í staö gamla Blika sem verður geröur út frá Þorlákshöfn af hinum nýju eigendum, Auðbjörgu hf. Þéttriðni pokinn um borð í Björgvini EA. DV-mynd Geir látin hafa forgang - svartar niðurstöður frá Hollustuvernd, segir bæjarstjóri Hafnarfjaróar Umhverfls- og mengunarmál vegna hugsanlegs álvers viö Straumsvík veröa forgangsmál hjá Hafnfiröingum. Að sögn Guðmundar Árna Stefánssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði kemur ekki til greina að fallast á byggingu nýs álvers nema mengunarvarnir verði mjög traust- ar. Nýlega kom út skýrsla frá Holl- ustuvemd ríkisins sem byggir á mælingum á flúoríðum, ryki og brennisteinsdíoxíði í útblásturslofti frá ísalálverinu í Straumsvík. Fóru mælingarnar fram í júlí og ágúst 1986. I lokaorðum skýrslunnar er félldur þungur dómur yfir ástand- inu. Þar segir: „Flúoríð- og rykmeng- un í útblásturslofti frá verksmiðj- unni mældist óviðunandi. Niðurstöð- urnar eru hærri en þau mörk sem ísal hefur talið sig geta ábyrgst.“ „Þetta eru dálítiö svartar niður- stöður og erfitt að gera sér grein fyr- ir hvaða áhrif það hefur á okkar samninga. Það er þó ljóst aö það verður forgangsmál hjá okkur að frá umhverfismálum verði gengið á við- unandi hátt,“ sagði Guömundur Árni. Hann bætti því við að þaö hefði verið fullyrt að tækninni hefði fleygt mikið fram síðan fyrir 20 árum þegar núverandi álver var byggt. Því ætti að vera hægt að byggja álver í dag sem væri tryggara hvað mengun varðaði en það gamla. Undir það tók Órn Bjarnason, yfir- læknir og forstjóri Hollustuvemdar ríkisins. Örn sagði að ástandið hefði batnað síðan skýrsla stofnunarinnar hefði verið gerö. Það væri þó ljóst aö flúoríömengun væri helsta um- hverfismengunin viö álveriö. Land- búnaður væri því ekki fýsilegur ná- lægt álverinu sem m.a. hefði stuðlað að þessari staðsetningu á sínum tíma. Að nokkru styrkti þaö einnig staðsetningu nýs álvers á þessum stað. Örn sagði einnig að tæknilega séð væri unnt að tryggja að engin meng- un bærist frá verksmiðjum sem þess- um - það væri aðeins spurning um það hve dýru veröi menn vildu kaupa slíkt. -SMJ í dag mælir Dagfari Viltu verða bankastjóri? Alltaf kemur það betur og betur í jjós hvað það skiptir miklu máli aö vera á réttum stað í pólitíkinni. Sjáiö þiö til að mynda Hannes Hólmstein. Ef hann væri ekki sjálf- stæðismaður meö réttar skoöanir myndi Háskólinn ekki fá að pjóta hæfileika hans. Örlögin hafa hagað því svo að einmitt þegar Hannes er tilbúinn að taka aö sér kennslu í Háskólanum vill svo heppilega til að menntamálaráðherrann er sjálf- stæðismaður sem hefur skilning á því hvað Hannes er góður maður. Dómnefndir og atkvæðagreiðslur kommanna í Háskólanum breyta þar engu um. Þegar Hannes Hólm- steinn sækir um lektorsstöðu, til aö hafa ofan af fyrir sér milli þess sem hann leggst í ferðaiög í útlönd- um, hefur menntamálaráðherra kjark til að skipa Hannes í stöð- una. Það sem gefur ráðherranum kjark og vit til að taka svo djarf- mannlega ákvörðun, þvert ofan í vfija kommanna í Háskólanum, er auðvitað sú staðreynd að Hannes er sjálfstæðismaður, réttur maður á réttum stað. Sama gildir um bankastjórastöð- ur, svo eitthvaö annaö sé nefnt. Þegar Jónas Haralz hætti í banka- stjórastöðunni í Landsbankanum vildi svo heppilega til aö annar sjálfstæðismaður var á lausu. Sverrir Hermannsson, sem er lengi búinn að vera sjálfstæðismaður, gat gengið að því vísu að hann yrði bankastjóri af því aö hann var rétt- ur maður á réttum stað, sjálfstæð- ismaður á lausu, sem var tilbúinn að fóma sér fyrir flokkinn og mál- staðinn og láta tilleiðast að hlaupa í skarðið. Auðvitað skipti það ekki neinu máli hvort Sverrir þekkti eitthvað til bankamála. Það breytti heldur engu hvort Sverrir haföi staðið sig vel eða illa sem ráðherra. Aðalat- riðiö var að vera sjálfstæðismaður, rétt eins og það skiptir ekki höfuð- máli í félagsvísindunum hvort Hannes Hólmsteinn þekkir eitt- hvað til þeirrar greinar sem hann á aö kenna, heldur hitt að hann er í réttum flokki þegar staðan er aug- lýst. íslendingar verða nefnilega að átta sig á því óumbreytanlega lög- máli að ábyrgðarstöðum er ekki úthlutað eftir þekkingu, reynslu eða hæfni. Það sem skiptir máli er aö vera í réttum flokki á réttum tíma. Bankasljórastöður í ríkis- bönkunum tilheyra ekki þjóðinni. Þær tilheyra ekki venjulegum mannaráðningum. Bankastjóra- stöður falla eingöngu þeim í hlut sem eru til þess fallnir samkvæmt flokksskírteinum. Sjálfstæðimenn eiga sínar stöður, framsóknar- menn eiga hinar. Nú er nýbúið að ráða Sverri í Landsbankann og þá er röðin komin næst að framsókn- armönnum. Helgi Bergs er að hætta í bankanum og spumingin hefur aðeins veriö sú hvaða fram- sóknarmaður er heppilegastur eða réttara sagt á lausum kili þegar Helgi hættir. Það hefur komið í ljós á undanf- ömum dögum að það er ekki til nema einn maður og einn fram- sóknarmaður í landinu sem getur tekið að sér þessa stöðu. Sá er Val- ur Amþórsson, sem er búinn að vinna langt og þrotlaust starf fyrir Framsóknarflokkinn og sam- vinnuhreyfinguna. Hann hefur safnað skuldum fyrir Sambandið og komiö kaupfélögunum á haus- inn. Kaffibaunamálinu er lokið og jörðin er sem sagt vel og rækilega sviðin. Valur Amþórsson hefur sannað svo ekki verður um villst að hann hefur fjármálavit. Þess vegna er hann sjálfkjörinn sem bankastjóri í Landsbankanum. Þegar Sverrir var ráðinn tóku margir bankamenn upp á því að sækja á móti honum. í þetta skiptið gegnir öðru máli, enda em banka- menn búnir að læra sína lexíu. Ef þeir eru ekki framsóknarmenn og heita ekki Valur Amþórsson þá eiga þeir engan sjens í þessa banka- stjórastöðu. Það eina sem aftrar því að gengið sé frá stöðuveitingunni er Valur Arnþórsson sjálfur. Hann hefur af lítillæti sínu tekið sér umhugsunarfrest, hvort hann vilji verða bankastjóri. Gengur nú mað- ur undir manns hönd til að þrá- biðja Val um að taka að sér þetta vanþakkláta starf, enda veit maður satt að segja ekki hvernig þjóðin eða Landsbankinn færu aö ef eini núlifandi íslendingurinn, sem er fær um að gegna stöðunni, hafnaði boðinu. Vonandi tekst að telja hon- um hughvarf. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.