Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Gleðifrétt fyrir WordPetfect notendur Ný útgáfa af WordPerfect bókinni er komin út, með bókinni fylgir disklingur með fjölmörgum gagnlegum fjölvum. Ath: Nemendur Tölvufrœðslunnar fyrr og síðar fá 25% afslátt af bókinni. Nemendaverð kr. 1.500,- Sendum einnig í póstkrófu. i> Tölvufræðslan Útlönd____________________________________________DV Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Vandamál Reag- anstjómarinnar erfið fýrir Bush Borgartúni 28. Símar 687590 og 686790 Treystirðu annarn filmu fyrir dýrmœtu minningunum þinum? Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur • 1.490 500 Joggingpeysur 1.425 600 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðirbolir 600 300 Skólavorðustíg 42 Stjómmálaskýrendur í Bandaríkj- unum velta nú fyrir sér afleiðingum árásar bandarísku freigátunnar á sunnudag á gengi George Bush, lík- legs frambjóðanda repúblikana og núverandi varaforseta, í forseta- kosningunum í haust. Ekki eru allir aðilar sammála um hversu mikil áhrifm verða. Víst er þó aö árásin er enn eitt vandamálið sem Reagan- stjómin stendur frammi fyrir og get- ur haft veruleg áhrif á kosningabar- áttu Bush. Afstöðubreytingar skaða Bush Að mati stjómmálskýrenda í Bandaríkjunum, hafa snögg við- brögö bandarísku ríkisstjómarinnar þess efnis að um mistök hafi verið að ræöa að öllum hkindum dregiö nokkuð úr neikvæðum áhrifum árásarinnar á framboð Bush. Stephen Hess, stjómmálaskýrandi hjá Brookings-stofnuninni í Banda- ríkjunum, sagði að áföll sem slík væra hluti vandamála allra ríkis- stjóma. „Hverri ríkisstjórn verður kennt um allt sem gerist á valdatíma hennar, jafnvel veðráttuna. Ég held að allar afstöðubreytingar sem þess- ar muni skaða Bush,“ sagði hann. Hess tók þó fram að í flestum tilfell- um styrktist staða embættismanna, sem þegar ættu sæti í ríkisstjórn- inni, þegar þjóð ætti í átökum á er- lendri grand. íbúar landsins fyllast þjóðemiskennd og standa sameinað- ir að baki þjóðfánanum. Norman Ornstein, stjómmála- fræðingur hjá American Énterprise Institute, sagði að árásin mundi án efa hafa áhrif en á hvaða hátt væri ekki vitað. Hann tók sem dæmi örlög Jimmy Carter, fyrram forseta. Cart- er missti af endurkjöri árið 1980 vegna „aðgerðaleysis" Bandaríkj- anna þegar starfsmenn bandaríska sendiráösins í íran voru teknir í gísl- ingu. Omstein kvaðst halda að árás bandarísku freigátunnar hefði ekki mikil áhrif á kosningabaráttuna en sagði þó að fréttir af henni myndu líklega breytast. Dukakis verður að sýna styrk Að mati sérfræðinga verður Mic- hael Dukakis, hklegur frambjóðandi demókrata, að forðast að nota ástandiö sér til framdráttar. Hann verður einnig að skera sig úr hópi fyrri forsetaframbjóðenda demó- krata og sýna það og sanna að hann Vandamál Reaganstjórnarinnar reynast George Bush varaforseta þung skauti. sé tilbúinn að verja bandaríska hags- muni á erlendri grund. Strax og bandaríska ríkisstjómin viðurkenndi atburðinn sendi Dukak- is frá sér yfirlýsingu þar sem áhersla var lögð á rétt bandaríska hersins til sjálfsvarnar. önnur vandamál Bush erfið Að sögn stjómmálaskýrenda á Reaganstjórnin við önnur alvarleg Michael Dukakis, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, verður að forð- ast mistök fyrirrennara sinna og sýna að hann sé tilbúinn að verja hags- muni Bandaríkjanna á erlendri grund. Símamynd Reuter Símamynd Reuter vandamál aö stríða sem skaðað geta framboö Bush. Ásakanir um mútu- þægni bandarískra embættismanna hjá vamarmálaráðuneytinu era al- varlegar og ganga sumir jafnvel svo langt að jafna því máli við hneykslið varðandi vopnasöluna til íran. Einnig er talið að miklir þurrkar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna muni reynast Bush þungir í skauti. Bush hefur átt undir högg að sækja í landbúnaöarhéraðum og tahð er að þurrkarnir geti jafnvel haft úrshta- áhrif í kosningunum. Margir bændur standa nú frammi fyrir gjaldþroti verði ekkert að gert. Afsögn Edwin Meese dómsmála- ráðherra, en hann sagði af sér á þriðjudag, er talin verða Bush til framdráttar í kosningabaráttunni. Með afsögn Meese er einn þáttur, sem tengdur hefur verið hneyksh í ríkisstjóm Reagans forseta í hugum almennings, fjarlægður. Dukakis sagði að hvert hneykslið heföi rekið annað og uppsögn Meese mundi engu breyta. Hann vitnaði til hneykshsins í vamarmálaráöuneyt- inu en það er einmitt tahð munu hafa mikil áhrif á gengi Bush. Enn era rúmlega fjórir mánuðir þar til Bandaríkjamenn ganga aö kjörborðinu og kjósa sér forseta. Endanleg útnefning frambjóðenda fer fram á tveimur næstu mánuðum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.