Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Hvernig ber að refsa fíkni- efnasölum? Sigrún Sigurjónsdóttir: Eins harka- lega og mögulegt er. Ekki meö dauða- dómi en þó lifstiðarfangelsi. Edda Kristinsdóttir: Veit það ekki - treysti mér ekki til að svara því. Rut Jónsdóttir: Loka þá inni eins lengi og hægt er, herða refsingar og láta þetta ekki liggja svona lengi í dómskerfmu - taka mál strax fyrir. Guðlaugur Guðjónsson: Setja þá í fangelsi ævilangt. Jón Kr. Dagsson: Taka hart á þeim, sérstaklega ef þeir selja sterk efni - vega og meta þó - en skilyrðislaust mun harðar en gert er. Finnbogi Kristinsson: Með peninga- sektum. Verri brot fái þyngri dóma. Lesendur FIMMTUDAGUR 7. JÚLf 1988. DV Áfengi og bjór: Viðskiptavinir eigi valið í nágrannalöndunum á viðskiptavinurinn valið i áfengismálum. Leó Jósefsson, Þórshöfn, skrifar: Þið hjá DV senduö mér bréf fyrir nokkru síðan og buðust til að birta í blaði ykkar fæðingardag og ár á 75 ára afmæli mínu hinn 17. júní og þetta ber mér að þakka. - Og í trausti þess sendir hinn sami öldungur ykk- ur þessar línur til birtingar í blaðinu: Loksins hefur þing og stjórn íslend- inga samþykkt bjór til sölu á íslandi. Löngum tíma hefur verið varið í þetta mál. En hver var svo aðalorsök þess að bjórmálið náðist fram? Jú, það var hinn mikh óréttur gagnvart landslýð. sem sé að þeir sem minna máttu sín áttu ekki kost á utanlands- ferðum og njóta bjórsins hjá ná- grannaþjóðum og síðar í fríhöfninni, þegar heim kom. En hvað um það, bjórmálið náði fram að ganga með styrk meirihluta þingmanna. Með því skilyrði þó, að Áfengis- og tóbaksverslun rikisins heföi bjórsöluna á sínum vegum, og öðrum verlsunum landsins væri ekki leyfileg bjórsala. Nú kynni einhver aö spyija: Hve margar veltur skyldi ríkisstjórnin þurfa að fara um sjálfa sig til að skilja að í þessu máli er hún ekki samkvæm sjálfri sér? Hver verður mismunurinn á verði til þeirra ein- stáklinga þjóðarinnar sem hafa út- sölu áfengis á staðnum og til hinna sem fyrst þurfa að eyða í símtöl og síðan að greiða frakt samkvæmt þyngd fyrir bjórinn út um byggðir landsins? Þvi skora ég á ríkisstjórn og Al- þingi að sjá til þess að allir lands- menn fái áfengi heim til sín á því verði sem það kostar í ÁTVR í Reykjavík. Þvi má ekki gilda það sama um áfengi og tóbak, - selt frá sömu verslun? Að endingu þetta. Sumarið 1979 gisti ég í rúma viku í Móseldalnum í Þýskalandi og kom þar víða í mat- vöruverslanir. Alls staðar var þar bjór á boðstólum ásamt Móselvínun- um, 6-9% áfengum. Einnig voru þar sterkari drykkjarföng. - Þar átti viö- skiptavinurinn valið. Árið 1981 dvaldi ég í Hollandi um þriggja vikna skeið. Þar blasti það sama við í öllum verslunum. Þetta kalla ég lýðræði. Þarna er öllum gert jafnt undir höfði, bæði háum og lág- um. Þetta mættu íslendingar apa eft- ir nágrannaþjóðum sínum, fremur en sumt annað, sem síður skyldi. Og svínarifin hækkuðu í verði mörg ár síðan fólk tók viö sér og Óskar Sigurðsson skrifar: Það fer ekki á milli mála að verð á matvælum hér er með því allra hæsta sem þekkist i heimintim. Kjötvörur hvers konar slá þó öll met og er lamba- eða kindakjötið þar elst á blaði. Það er engin furða þótt fólk haldi að sér höndum með að kaupa þessa tegund kjöts þegar lambalæri eða hryggur kostar eitt sér á bilinu 1000 til 1400 krónur eftir þyngd. Þess veröur að gæta að þetta er matur fýrir 4 til 5 og aðeins hráefnið. Síðan á eftir að kaupa allt annað sem þessu fylgir, kartöflur og grænmeti, og eyða raf- magni við eldamennsku. Tilbúinn hálfur, grillaður kjúkl- ingur, ásamt kartöflum og salati kostar hins vegar kr. 580,- eða kr. 2.320,- fyrir fjóra. Rafmagn sparast að fullu og jafnvel er hálfur kjúkl- ingur ríflegur fyrir suma, þannig, að '/< gæti dugað fyrir einhverja. Það er því dýrast aö neyta lamba- kjötsins. Stundum hefur mátt gera góð kaup i svínarifum og hefur til skaxnms tima mátt fá þau á hóflegu verði eða allt frá því farið var að hafa þau til sölu en það eru ekki vandist þeim aö ráði Nú eru þau komin I kr. 359,- kílóið (þar sem ég versla og er þaö þó með ódýrari verslununum) eða svipaö verð og nautabógsteikur og nautagrill- steikur eru seldar á! Það er því ekki nein tegund kjöts lengur á markaðnum sem hægt er að gera „góð kaup“ í. Kaupraenn finna fljótlega ef fólk sækir í ein- hverja tegundina annarri fremur og hækka veröið meö það sama. - En það er náttúrlega ekki eölilegt að selja svinarif á sama verði og nautakjöt. Einkum ef tekið er tillit til þess að svínaríf eru ekki allra kjötmesti hluti skepnunnar. Grill- steikin og bógsteikin eru þó með Kjötívafi að hluta þótt misjafnt sé hvernig þær eru unnar. - En mér blöskrar verðhækkunin á svína- rifjunura. Sigling á skútu yfir Atlantshaf: Mikll frfldirfska Ásta hringdi: Eftir fréttum að dæma hefur fyrir- huguð sigling á skútunni, sem ís- lenska fjölskyldan var á og ráðgerði að sigla frá Bretlandseyjum til ís- lands, verið mikil fifldirfska. Fyrir mestu er þó að fólkiö bjargaðist en það tel ég vera hreina heppni og guðsmildi. Ég er hreint undrandi á að fjöl- skylda skuli taka þá áhættu að leggja í siglingu yfir Atlantshafiö, jafnvel þótt á þessum árstíma sé. Ég hef sjálf farið yfir hafið nokkrum sinnum og í ýmsum veðurútgáfum og það verð- ur að segja að á þessu hafsvæði er allra veöra von, hvaða' tími árs sem er. Veðurspá getur ekki komið í veg fyrir óvænta ólgu og jafnvel enn verra sjólag og brotsjói kemur eng- inn í veg fyrir. Meira að segja á inn- sævi getur verið grunnt á því góða. Annað í þessu máli er að hin hörmuleg sjóslys, sem orðið hafa hér við land, þar sem feðgar hafa verið skipverjar, annaðhvort einir síns liðs eða með öðrum, ættu að hafa kennt okkur einhverja lexíu. Það er hörmu- legt þegar feðgar eða aðrir fjöl- skyldumeölimir taka þá áhættu að stunda saman þau áhættusömu störf sem sjómennska er. Ég hélt satt að segja að fólk tæki miö af þessum óhöppum. En svo virðist ekki vera. Vonandi verður þetta síðasta óhapp þó til þess aö þeir sem enn eru í hug- leiðingum að stunda fjölskyldusjó- sókn, ef svo má að orði komast, láti af þeirri fyrirætlan. „Meira að segja á innsævi getur verið grunnt á því góða“. - Á siglingu á sundunum við Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.