Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 5 Fréttír Vigdís Finnbogadóttur komin til Beiiínar: Ibuar Berlínar hugrakkir HaDdór Valdimarssan, DV, Berlm; Heimsókn forseta íslands, frú Vig- dísar Finnbogadóttur, til Berlínar aö þessu sinni lauk um klukkan níu í morgun þegar forseti hélt áleiöis til Frankfurt með sérstöku leiguflugi frá Air France. Forsetinn kom til Berlínar laust fyrir klukkan'll í gærmorgun, að staöartíma. Á flugvellinum tóku á móti Vigdísi aðstoðarborgarstjóri Berlínar, Dr. Hanna-Renate Laurien, og fulltrúar bresku, bandarísku og frönsku herstjórnanna í Berlín. Frá flugvelli var forseta ekið til Schöneberg ráðhússins í Berlín þar sem hún átti stuttan fund með Dr. Laurien aðstoðarborgarstjóra. Frá ráðhúsinu var haldið til Martin Gropius byggingarinnar þar sem for- seti skoðaði sýninguna Topography of Terror í leiðsögn Renhard Rurup, prófessors við tækniháskólann í Berlín. Sýning þessi stendur til minja um hörmungar síðari heimsstyijald- arinnar og ofbeldisverk nasista. Frá sýningunni gekk forseti síðan að Berlínarmúmum. Að göngu þeirri lokinni skoðaði hún sýningu sem nefnist Ágústus keisari og glataða lýðveldið. Sýning þessi er hluti af sérstakri dagskrá er nefnist Berhn - menningarborg í Evrópu 1988. Einnig var fomgripa- safnið í Berlín skoðað. Forseti og fylgdarhð snæddu há- degisverð í boði aðstoðarborgarstjór- ans og skoðuðu að því loknu sýningu á íslamskri hst. Akkur í að koma til Berlínar Síðdegis í gær hélt forseti til tónhst- arrannsóknarstofnunar þýska ríkis- ins sem jafnframt er hljóðfærasafn ríkisins. Þar lék blásarakvintett Reykjavíkur á sérstökum tónleikum sem forseti bauð til. Við upphaf tón- leikanna hélt forseti stutt ávarp. Hún gerði þar Berlín og Berhnarbúa að umtalsefni, sagði að Berlínarbúar hlytu að vera hugrakkt fólk að búa svona hmi í miðju Austur-Þýska- landi. Hún sagði ennfremur að í Berl- ín hefði tekist að skapa mikla menn- Vigdis Finnbogadóttir og Hanna-Renate Laurien, aðstoðarborgarstjóri Ber- línar, í leiðsögn Reinhard Rijrup, prófessors við tækniháskóla Berlínar. Þau ganga á lóðinni þar sem höfuðstöðvar Gestapo í þriðja riki Hitlers stóðu áður. Byggingar í Austur-Berlín sjást í bakgrunni. inguoghefðiíbúumborgarinnartek- sinni orðspor. Fólki, hvaðanæva úr ist að gera það sem svo margir reyna heiminum, þætti akkur í að hafa en fáum tekst, það er að skapa borg komiö til Berhnar. í gærkvöldi sótti forseti síðan sýn- ingu á söngleiknum Porgy og Bess í leikhúsi vestursins í Berlín. V , -i Vigdís Finnbogadóttir faðmar að sér lítinn dreng sem bauð hana velkomna við upphaf heimsóknar forseta til Vestur-Berlínar i gær. DV-myndir HV Ganga Lerfs Leópoldssonar þvert yfir landið: Gekk á strigaskóm yfir Fljótsdalsheiði - áætlar að ná Öskju á laugardag „Þaö hefur gengið ágætlega, nema ef undan er skihnn mánu- dagsgalli á öðrum gönguskónum. Sólinn losnaði á þriðja degi og því varð ég að skipta yfir í strigaskó. Á þeim gekk ég yfir alla Fljótsdals- heiði með tæp 30 kíló á bakinu. Það var erfitt, strigaskór eru ekki vel fallnir til göngu yfir þúfur og stór- grýti. Maður reynir svo á ökkl- ana," sagöi Leifur Leópoldsson göngugarpur í samtah viö DV í gær þar sem hann hvíldi sig á Brú viö Jökulsá á leið þvert yfir landiö frá Reyðarfirði til Amarstapa. Þar mátaði hann nýja skó. Leifur hefur lagt rúmlega 90 kfió- metra að baki af þeim 560 sem hann verður að fara. Enn er langt í Arn- arstapa en Leifur er hvergi bang- inn. Hann hélt yfir Jökuldalsheiöi í gær og reiknar meö að ná Öskju Leifur leggur i’ann. a laugardag. Þar tekur Leifur eins dags hvild. „Það hefur viðrað ágætlega hing- að til og hundurinn Vaskur er hinn besti ferðafélagi. Hann hefur vakt- að mig um nætur sem er ágætt þegar gæsa eða álftabyggð er í ná- grenninu. ÁJftimar geta átt til að ijúka í fólk ef það er of nærri hreiðrunum.“ Gangan er farin til styrktar Krisuvíkursamtökunum og á skrif- stofu þeirra fengust þær upplýsing- ar að safnast heföu rúmlega 700 þúsund krónur frá einstakbngum og félögum. Eiginleg sala á kíló- metrum er ekki hafin en samtökin munu reiða sig á aÖ9toð fyrirtækja. Verður fyrirtækjum sendir upplýs- ingabæklingar um söfnunina á næstunni auk beiðni um fiárfram- lög. -hlh Báðar bifreiðirnar eru mikið skemmdar eftir áreksturinn. DV-mynd Sigurgeir Þrír slösuðust í árekstri á Skaga - ökumaður sofnaði og ók yfir á rauðu Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Mjög harður árekstur varð á Akra- nesi í gærmorgun á gatnamótum Stillholts, Kirkjubrautar og Kal- mansbrautar. í viðtali við DV sagði Svanur Geirdal yfirlögregluþjónn að áreksturinn hefði oröið með þeim hætti að Volvo-bifreið var ekið aust- ur Stfilholt og Mazda-bifreið að Kal- mansbraut. Volvo-bifreiðin ók yfir á grænu ljósi og fuhvíst má telja að Mazda-bifreiöin hafi ekið yfir á rauðu. Taldar eru líkur á að ökumaö- ur hennar hafi sofnað undir stýri. Farþegi var í Mazda-bifreiðinni og var hann fluttur, ásamt ökumönnun- um báðum, á sjúkrahúsið á Akranesi til rannsóknar. Ökumaður Volvo- bifreiðarinnar fékk töluvert höfuð- högg og var fluttur á sjúkrahús i Reykjavík í gærkvöldi. Hinir tveir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Ahir voru með-bílbelti og er talið aö þau hafi bjargað þama miklu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.