Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 33 LífsstHl Fótaaðgerðir: Komiðí vegfyrir líkþom „Líkþorn þurfa ekki aö vera erfið lífstíöarvandamál. Þaö er hægt aö fjarlægja þau og koma í veg fyrir aö þau myndist aftur,“ segir Hera Sveinsdóttir fótaaðgeröarfræðing- ur þegar hún var spurö hvort hægt væri aö losna viö þau. „Líkþorn koma oft ofan á tæmar þegar fólk eldist því þá slakna lið- irnir og tærnar bogna svolítið. Skómir eiga þá til aö nudda þær, þaö er núningurinn sem veldur lík- þornunum. Þau eiga þaö líka til að koma undir tærnar vegna þess að skór eru illa smíðaðir. Þaö getur staöið nagli upp úr sólanum sem veldur núningi. Þriöji staöurinn, sem likþorn geta myndast á, er ut- an á stóru og litlu tánum, yfirleitt vegna núnings frá skóm eða sokk- um. Fólk getur fengið líkþorn á öllum aldri þó að algengast sé aö eldra fólk fái þau. Yngsti einstaklingur- inn, sem ég hef fjarlægt líkþorn af, var tveggja ára barn. Þaö er oft talað um aö það sé mikilvægt að börn séu í góðum skóm sem kreppa hvergi að fætin- um. En þaö er ekki síður nauðsyn- legt að sokkarnir passi, séu ekki of stórir, því þá geta þeir nuddað fótinn. Þeir mega ekki vera of þröngir því þá geta þeir þrengt um of að fætinum og tærnar geta böggl- ast. Yfirleitt liggur saumur yfir Fótaaðgerðarstofur: Tíminn á 1100- 1400 krónur Allnokkur verðmunur er á fóta- aðgerðarstofum en þjónustan sem þær veita er hins vegar í flestum tilfellum svipuö. Við könnuðum verð á nokkrum stöð- um en náöum samt sem áður ekki í alla þá er leggja stund á fótaaögeröir, aðaliega vegna þess aö margir eru nú í sumarfrii. Á Fótaaðgerðarstofunni Spor- inu, Miklubraut 68, kostar tíminn 1000 krónur, sömuleiðis á Salon Ritz, Laugavegi 66, og hjá Hjör- dísi Hinriksdóttur, Laugavegi 133. Hjá Ólavíu Ragnarsdóttur, Ból- staðarlxlíð 15, kostar tíminn 1200 krónur. En hjá Eygló, Langholts- vegi 17, og hjá Jónu, Laugavegi 163, kostar tímimt 1320 krónur. Dýrast var hins vegar á Fótaað- gerðarstofunni Fótabót sf„ Laugavegi 15. Þar kostaði tíminn 1400 krónur. Víða á fótaaðgerðarstofunum fá ellilifeyrisþegar og félagar í Fé- lagi eldri borgara 20% afslátt. -J.Mar tærnar og það er mjög mismunandi hvemig gengið er frá honum. Ef það er ekki gert á réttan hátt getur hann nuddað og sært og það getur leitt til líkþornamyndunar." Átta mánaða nám Eins og áður sagði er Hera fótaaö- gerðafræðingur. Hún læröi í Kaup- mannahöfn í Læreanstalten for lægeeksaminerede fodplejere og útskrifaðist þaðan í desember 1986. „Þetta var átta mánaða nám, þar af voru tveir mánuðir í sumarfrí sem við áttum að nota til að vinna á fótaaðgerðastofu. Námiö byggðist að miklu leyti á líffræði og liffæra- fræði og læra aö gera sjónalkort fyrir viðskiptavini okkar. Kartneglur, naglalosun Það er ákaflega mismunandi hvað amar helst að fólki sem kem- ur til fótaaðgerðafræðinga. Fólk getur verið með líkþom, kartnegl- ur, sem þarf að þynna, eða að negl- urnar geta verið niðurgrónar eöa inngrónar. Þá þarf oft aö smíða spangir á þær til að auðvelda þeim að vaxa fram á eðlilegan hátt. Eins þarf fótaaðgeröafræðingurinn aö geta gefið ráöleggingar varðandi naglalosun, fótsveppi, naglasveppi og annað sem lýtur að umhirðu fótanna. Fótaaðgerðafræðingurinn þarf einnig að geta ráðlagt varðandi innlegg í skó. Til dæmis ef fólk er með plattfót. Ef það er með plattfót þreytist fólk fljótt þegar það geng- ur, því göngulagið er rangt. En með réttu innleggi er hægt að laga það. Svo getur fólk þurft innlegg ef það er með tábergssig eða háa rist en slíkt getur valdið óþægindum. Það er því nauðsynlegt fyrir fólk að fá rétt innlegg í skó svo það geti hreyft sig eðlilega. í heimsókn á stofu Þegar fólk kemur á stofuna til mín byrja ég á aö setja viðkomandi í fótabað með sérstöku fótabaðsalti til að mýkja upp hömndið. Sumum finnst að vísu sóðalegt að setja fólk Hera Sveinsdóttir á fótaaðgerðastofunni Spor. í fótabað en mér finnst það ekki því balinn er sótthreinsaður vel á milli. Því næst eru fæturnir þerraðir og nuddaðir aðeins með grófu hand- klæði. Þá er hafist handa við aö klippa neglumar. Það er mjög mik- ilvægt að klippa þær alltaf þvert svo að hornin vaxi síður niður. Þegar búið er að klippa þær eru brúnirnar pússaðar svo þær festist ekki í sokkunum. Því næst er borið á þær sótthreinsiefni til að fjar- lægja ló úr sokkum og önnur óhreinindi sem setjast undir þær. Ef ekki er um neina naglasjúkdóma að ræða er hreinsað í burtu dautt skinn neðan af fótunum. Þaö veld- ur því að fólk þréytist meira þegar það gengur sé dauða skinnið ekki fjarlægt. Svo þarf að hreinsa í burtu líkþom séu þau til staðar. Að lokum eru fætumir svo nudd- aðir upp úr sérstöku kremi og negl- urnar lakkaðar sé þess óskað. Heimsókn á fótaaðgerðarstofu á ekki að valda fólki neinum sárs- auka. Það á að geta hvílt sig á með- an fótaaðgerðarfræðingurinn vinnur sitt verk. Það er ekki nema eitthvað alvarlegt sé að, að fólk getur fundið til sársauka. En hann er yfirleitt skammvinnur og viö- komandi líður miklu betur þegar búið er að gera það sem i valdi fóta- aðgerðarfræðingsins er til að hjálpa upp á það sem aflaga fer varðandi fætuma,“ segir Hera að lokum. -J.Mar Ef neglurnar vaxa of langt fram geta þær ýst til baka þegar skórinn Til að koma i veg fyrir að likþorn myndist getur verið gott að setja svamp- þrengir að þeim og það getur valdið naglalosi. Naglalos, naglasveppir, hólk utan um tærnar. fótsveppir og önnur umhirða fótanna eru meðal þeirra verka sem fótaað- gerðarfræðingar hjálpa fólki með. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.