Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 6
6 LAUGAKDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Útlönd_____________ Vanabindandi sælgæti Götusópari nokkur i þorpi á suöur-Spáni varö tortrygginn er hann fann flöldann allan af pok- um fulium af bijóstsykri á gang- stétt í nágrenni viö leiksvæði barna. Viö efnagreiningu á sælgætinu kom í ijós að þaö innihélt lítið magn eiturlyfja, þ.e. heróín og kókaín. Að áliti lögreglunnar var sælgætinu ætlaö aö gera börnin í nágrenninu háö eiturlyfjum. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækurób. 23 26 Sp.lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 23-28 Sp.Ab 6mán. uppsögn 24-30 Sp.Ab 12mán. uppsögn 26-32 Ab 18mán. uppsögn 39 Ib Tékkareikningar, alm. 9-13 Ib.Sp Sértékkareikningar 10-28 Ab Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 4 Allir Innlánmeðsérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6-7 Vb Sterlingspund 7-8 Vb.Ab Vestur-þýsk mörk 2,25-3 Ab.Vb Danskarkrónur 7.25-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 37-39 Vb.Sb,- Úb Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 37-41 Sb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,- Sb Útlán verðtryggð . Skuldabréf 9,25 Vb.lb Útlán til framleiðslu isl. krónur 34-41 Vb.Úb SDR 7,75-8,50 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 9,25-10 Lb.Úb,- Sp Sterlingspund 10-10,75 Úb.Sp Vestur-þýskmórk 5,25-6,00 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán. MEÐALVEXTIR óverötr. júli 88 38,2 Verötr. júlí 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 2154 stig Byggingavísitalajúlí 388 stig Byggingavísitalajúlí 121,3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 8% 1. júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi þréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,6759 Einingabréf 1 3,033 Einingabréf 2 1,752 Einingabréf 3 1,901 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabréf 2,893 Lífeyrisbréf 1.525 Markbréf 1,507 Sjóðsbréf 1 1,486 Sjóðsbréf 2 1,310 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,2126 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 263 kr. Flugleiðir 231 kr. Hampiðjan 112 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 114 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvorugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skTptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, ' lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Selja Sovét af umframbiigðum Samkvæmt heimildum innan Evr- ópubandalagsins mun bandalagið selja Sovétmönnum af umframbirgð- um sínum af smjöri og nautakjöti. Það mun vera franskur kaupsýslu- maður, Michel Doumeng, sem sér um söluna. Sala á ámjöri hefur verið samþykkt og aö sögn heimildar- mannanna hljóðar samningurinn upp á 100.000 tonn. Söluverðið er sagt vera einn fimmtándi hluti þess verðs sem bandalagið borgar framleiðend- um innan EB en það mun vera þrír og hálfur dollari á kíló. Ekki hefur enn verið gengið frá samningnum um sölu á kjötinu en talað er um að magnið veröi um 200.000 tonn. Ekkert söluverð hefur verið gefið upp. Bandalagið samþykkti söluna á smjörinu til að hægt væri að minnka umframbirgðir þess af nautakjöti en þær eru taldar vera um 760 þúsund tonn. Þessar birgðir eru geymdar í kæliklefum vörugeymslna Evrópu- bandalagsins. Reuter Arásin á Kabúl fordæmd / Sovétríkin Afganistan / Kabúl • J S Kandahar _j~J Pakistan ) C Indland Skæruliðar gerðu eldflaugaárás á höfuðborg Afganistan í gær. Eldflaugaárásin á Kabúl, höfuð- borg Afganistan, í gær er e.t.v. stærsta árásin á borgina í marga mánuði, aö sögn vestrænna stjómar- erindreka í Pakistan, nágrannaríki Afganistan. Að sögn sovésku fréttastofunnar Tass hófst árásin klukkan 5.30 að staðartíma og skutu skæruliðar yfir 20 eldflaugum á borgina. A.m.k. 20 létust og 34 særðust. Skemmdir urðu töluverðar í borginni. Fréttastofan sagði að grunur léki á því að sprengj- urnar hefðu verið framleiddar í Egyptalandi. Sovéska fréttastofan sagði að hóp- ur manna hefði laumast inn í landið 5. júlí sl. með það markmið í huga aö ráðast að Kabúl og stjóminni sem studd er af Sovétmönnum. Frétta- stofan fordæmdi árásina harðlega. Hún sagði þann orðróm, sem komið hefði upp að sovéskir hermenn hefðu átt þátt í árásinni, órökstuddan og komið af s'tað af mönnum sem vildu allt til vinna að eyðileggja samkomu- lag það sem undirritað var í apríl sl. en samkvæmt því draga Sovétmenn allt herlið sitt til baka frá Afganistan á næstu mánuðum. Reuter Feldt styður ekki gagniýni eiginkonunnar Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Viðbrögðin viö grein Birgittu von Otter, eiginkonu Kjell-Ólof Feldts, íjármálaráðherra Svíþjóðar, í Af- tonbladet á miðvikudag hafa verið mjög misjöfn. í greininni réðst von Otter mjög harkalega að Ingvari Carlssyni for- sætisráðherra fyrir hvemig hann hefði haldiö á málum í kjölfar upp- ljóstrana um mistök Önnu-Gretu Leijons dómsmálaráðherra í starfi. Kjell-Olof Feldt sá sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann kvaðst ekki vera sammála gagnrýninni. Hins vegar hefur Birgitta von Otter fengið stuðning frá allnokkrum aöilum innan Jafnaöarmanna- flokksins. Mesta athygli vekur að Afton- bladet, stuðningsblað Jafnaðar- mannaflokksins, tekur undir gagn- rýni Birgittu von Otter í leiöara og skrifar: „Þegar forsætisráöherrann gerir lítið úr þeim mistökum sem áttu sér staö ögrar hann bæði and- stæðingum sínum og stuðnings- mönnum. Hann býður álitshnekki en við því mátti hvorki hann, ríkis- stjórnin né Jafnaðarmannaflokk- urinn.“ Flest stuðningsblöð Jafnaðar- mannaflokksins og forystumenn flokksins hafa hins vegar gagnrýnt fjármálaráðherrafrúna fyrir árás hennar á forsætisráðherrann og Önnu-Gretu Leijon, fyrrum dóms- málaráðherra. Segja þau skrifin hljóta að skaða flokkinn nú þegar kosningabaráttan er fyrir alvöru að hefjast. Þingkosningar veröa í Svíþjóð í september næstkomandi. Forsetar í boðhlaupi Háværar raddir um víðtækt kosn- ingasvindl heyrast nú í Mexíkó að afstöönum forseta- og þingkosning- um. Þeim lauk á sama-hátt og hefur veriö sl. 59 ár með sigri stjórnar- flokksins. Carlos Salinas de Gortari hlaut 50,36 prósent atkvæða sem er minnsta fylgi sem frambjóöandi stjómarflokksins hefur hlotiö. Fram- bjóðandi vinstri flokka, Cuauhtemoc Cardenas, hiaut 31,1 prósent at- kvæða og frambjóðandi hægri manna, Manuel Clouthier, hlaut 17 prósent atkvæða. Og úrslit þingkosninganna em áfall fyrir stjórnarflokkinn því hann verður nú í minnihluta í fulltrúa- deildinni í fyrsta sinn í tæp 60 ár. ' Frambjóöendur stjórnarandstöð- unnar ásaka stjómarflokkinn m.a um að ræna kjörkössum og fylla þá með fólsuöum kjörseðlum. Reuter Skopmyndateiknarinn Lurie lítur greinilega á forsetakosningarnar í sem einhliða boðhlaup stjórnarflokksins og gengur stærsta vandamál stjórn arinnar, 100 milljarða dollara erlend skuld, forseta í milli. DV Björg Eva Eilendsdóttir, DV, Ostó: Þrir Norðmenn hafa veriö handteknir og ákærðir fyrir kyn- ferðislega misnotkun á ungum bömum. Þeir verða einnig ákærðir fyrir dreifingu mynd- banda sem innihalda klám af verstu sort þar sem þeir sjálfir leika aðalhlutverkin og misnota böm, bæði frá Thailandi og Nor- egi. Tveir mannanna era frá Osló, nöfn þeirra hafa ekki veriö gefin upp en samkvæmt upplýsingum dagblaðanna er annar þeirra prófessor við háskólann í Osló en hinn upplýsingastjóri hjá þekktu fyrirtæki. Einn mannanna er frá Noröur- Noregi og þaö var lögreglan í Harstad sem geröi upptækt fyrsta myndbandiö sem Norðlendingur- inn hafði lánaö félaga sínum sem sat í fangelsi. Ekki reyndíst erfitt að rekja feril myndbandsins því nafn eigandans stóö á hylkinu. Lögreglumanninum varð svarafátt er hann var spuröur um innihald myndarinnar en sagði að sér hefði orðið illt af að horfa á þetta. Hann geröi lögreglunni í Osló viövart og þeir grunuðu voru handteknir nær samstund- is. Buist er við að þetta mál verði eitt umfangsmesta kynferðisaf- brotamál í Noregi um langan tíma. Winnie Mandela mun ekki heim- sækja mann sinn i fangetsi. Heimsæklr ekki Winnie Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, sem situr í fangelsi fyrir baráttu sina fyrir jafnrétti svartra og hvítra í Suð- ur-Afríku, tilkynnti í gær að hún myndi ekki notfæra sér leyfi yfir- valda að heimsækja eiginmann sinn í fangelsi á afmælisdegi hans á mánudag. Nelson Mandela, sem verður sjötugur, hefur verið í fangelsi í meira en 26 ár. Hann er ásakaður fyrir að skipuleggja uppreisn gegn sljóm hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Winnie Mandela hafði verið veitt leyfi til sex klukkustunda dvalar með eigin- manni sínum. Hún afþakkaði það til að sýna stuðning við baráttu blökkumanna .og samstöðu meö fóngum í landinu. Stjórnvöld Suður-Afríku bönn- uöu öll hátíðahöld í tilefni af- mælisins í landinu en stuðnings- menn Mandela áætla að halda daginn hátíðlegan viðs vegar um ■ heim. Reuter Kjörbók Landsbankans Sættu þig ekki við lægri ávöxtun. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.