Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 16
16 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Finnskan heillandi og fólkið vinalegt - ung íslensk stúlka, sem vinnur í sumar í Finnlandi á vegum Nordjobb, skrifar helgarblaðinu íslensk ungmenni hafa undanfarin sumur flykkst til Norðurlandanna og unnið þar í skólafríum sínum. Fjöldi ungs fólks frá hinum Norður- löndunum hefur Uka komið hingað til lands og starfað við íslensk fyrir- tæki. Um er að ræða norræna sam- vinnu, Nordjobb, sem hófst fyrir fjór- um árum en í ár eru íslendingar með íþriðjasinn. Samvinna þessi hefur þótt takast mjög vel. Ungu fólki hefur gefist tækifæri til að kynnast frændum sín- um á nágrannalöndunum, lært nýtt tungumál og skoöað sig um. Helgarblaðinu hefur borist bréf frá ungri, íslenskri stúlku, Berglindi Steinsdóttur, sem lýsir skemmtilegri reynslu sinni. En hún dvelur nú í Vasa í Finnlandi og starfar á vegum Nordjobb. Skemmtilegt tækifæri „Hvað vita lesendur DV um Vasa? Ég veit bara það að ég nordjobba hér í sumar, er búin að vera hér í 5 vikur og vissi fyrirfram ekkert um þessa vesturströnd Finn- lands. Nú bara syrgi ég öllliðnu ár- in. Að hafa tækifæri til að ferðast til Finnlands, öðruvísi en sem hver annar ferðaiangur, býðst ekki hvar og hvenær sem er. Og ekki öllum. Ég ht á mig sem forréttindamann. Nú veit ég a.m.k. að í Vasa búa um 55.000 sérdeiiis indælar manneskjur sem finnst gaman að kynnast nýju fólki. Áður en í lagð’í’ann dreif ég í að lesa Dag í Austurbotni eftir Antti Tuuri þar sem öllum Austurbotning- um var lýst sem hatursmönnum að- komumanna og aukinheldur hafði finnskur pennavinur minn lýst fyrir mér fjálglega öllum stríðunum sem geisað höfðu hér í Vasa-léni í gegnum aldimar með þeim eftirmála að enn væru útlendingar engan veginn vel- komnirásvæðið. Finnarnirsérlega vingjamlegir Ég var auðvitaö farin að naga mig í handarbökin fyrir að æða inn á þetta yfirlýsta óvinasvæði og lang- aði mest aö bakka með allt saman. En þegar ég svo loks komst á áfanga- stað (sem tók „aðeins” 28 tíma með biðum) hitti ég hveija vingjamlega manneskjuna á fætur annarri. Ails staðar var ég boðin sérlega velkomin til Finnlands, til Vasa, á nýja vinnu- staðinn. Mér leið eins og mikilvægri veru. Síðan hef ég reyndar komist að því aö íslendingar em hér sjald- gæfir en sérlegir aufúsufestir. Oft þegar við komum einhvers staðar saman nokkrir nordjobbarar, hinir þá frá Svíþjóö, Noregi eða Dan- mörku, er spurt sérstaklega hvort íslendingur fyrirfinnist á meðai vor. Og svo dynja spurningamar yfir mann. Er það satt að hægt sé að baða sig í hverunum? Heitir ekki forsetinn ykkar Finnbogadóttir? Byggist ekki alit ykkar á fiskinum? Borðið þið eitt- hvað annað? o.s.frv. Margir þekkja og eru hrifnir af Mezzoforte, fáir kannast við Sykurmolana og a.m.k. einn fílar Bubba Morthens (sá er sænskur), fleiri muna eftir Hófí, allir vita að við „heitum” (flest)öll - son eða - dóttir og þeim þykir líka mjög athyghsvert að í Reykjavík, litlu Reykjavík sem alltof margir halda að haii bara 20-50.000 íbúa, skuli vera stærsta diskótekið í Evrópu - og allt- affullt. Vasabladet, sem gefið er út hér, er sent til okkar nordjobbaranna frítt á hverjum morgni. Næstum daglega er eitthvað um ísland. í dag var löng grein um hvalkjötsstoppið í Helsinki. Mikiðumaðvera Félagsskapurinn Nordjobb hefur verið okkur mjög innan handar, bæði útvegað okkur skoðunarferðir um nágrennið okkur að kostnaðar- lausu, skipulagt siglingarferð, enda er mikiö um alls konar bátsferðir hér í spennandi skerjagarðinum, sumar- leikhús, helgarferðir til Álandseyja, Helsinki og ef til vill Leningrad. Einu sinni í viku hittumst við öll í leigu- húsnæði á vegum Nordjobb og þar spilum við og kjöftum, leikum plöt- ur, borðum, drekkum og höfum það bara huggulegt saman. Þá höldum við einnig svokölluð landskvöld, t.d Ung íslensk stúlka, Berglind Steinsdóttir, starfar í sumar i Finnlandi á vegum Nordjobb. Nú eru um 100 íslensk ungmenni sem vinna í sumar á Norðurlöndunum og hafa fengið starf fyrir tilstuðlan þessa félagsskapar. Berglind segir frá þessari reynslu sinni en hún er i bænum Vasa, sem er á vesturströnd Finnlands, þar sem þessi mynd er tekin. var sænskt kvöld í fyrradag. Þá buðu Svíamir 11 upp á síld, kartöflur og salat, sérsænskt er það víst ekki en þykir samt vera þjóöarrétturinn. Þann 2. ágúst verður íslenskt kvöld. Ég verð auövitað að sjá um það ein. Það eina sem mér dettur í hug er Berglind vinnur við gróðursetningu og önnur garðyrkjustörf. Hér er hún að snyrta og taka til í finnskum kirkjugarði. Kann hún alveg einstaklega vel við lífið í Finnlandi og segist vel geta hugsað sér að dvelja þar lengur en bara yfir sumarið og jafnvel að læra málið. Óneitanlega skemmtilegt tækifæri fyrir ungt fólk að fá að kynnast nágrönnum sínum á Norðurlöndun- um á þennan hátt. hangikjöt með jafningi og flatkökur. Það er nú ekki vandræðalaust, verð- ur að panta það að heiman. Húsnæðið sem við búum í er fyrir minn mælikvarða rúmt, snoturt og er það á skikkanlegu verði. Já, ég vinn í kirkjugarðinum, hefðbundin garðyrkjustörf. Hér er flestallt dýrt. Maturinn er kannski ekki svo himinhrópandi (nema sælgæti - guði sé lof) en föt á uppsprengdu verði. En það eru enda- laus tilboð á ýmsum varningi og því stundum hægt að gera góö kaup. En til Finnlands fer maður ekki til að versla. Varðandi samgöngur þá eru þær góðar eins og við er að búast, lestir, rútur og bátar. Ég er ekki alveg klár á verðinu en henti á lofti ekki alls fyrir löngu að lestarferð héðan til Helsinki kostaði 110 mörk aðra leið- ina. En leiðin sem ég fór hingað í upp- hafi var allt of löng, leiðinleg, lang- dregin og flókin. Beint flug til Hels- inki byijaði þann l.júní en ég þurfti að fara 30. mai. Flaug ég þá til Stokk- hólms, tók þaðan bátinn til Ábo og fór þaöan með rútu til Vasa. Rútubíl- stjórarnir eru eina fólkið sem er ekki vingjarnlegt, það er allt satt sem sagt er um óvingjarnlegheit þeirra. Þeir vilja ekki tala neitt annað en finnsku, þótt þeir skilji mann yppta þeir bara öxlum. Otroligt. Vasa sólríkur staður Áöur en ég fór hingað fékk ég senda nokkra bækhnga um fyrir- heitna landið. Þar fullyrða Finnar að Vasa-hérað sé það sólríkasta í Finnlandi og hef ég í sjálfu sér engan hug á að rengja það lengur, en fyrsta vikan hér var ekki beint til vitnis um þessa margumtöluðu fuhyrðingu. Ég bara tók dæmigert íslenskt vorveður með mér, óstabílt sem breyttist oftar en maður gat deplað augunum. í öllu falh er útilokað að treysta á núið. En svo fór að rætast heldur betur úr þessu og mér var hætt að standa á sama í síðustu viku þegar hitinn fór ekki einu sinni niður fyrir 30 stig á kvöldin. Nú er það orðið mátulegt í bih, 20-22 stiga hiti, stundum sól, stundum skýjað. Ég lýsti því yfir að Finnar væru vingjamlegt fólk og ég stend við það. En svo undarlegt sem það er, finnsk- ir karlmenn þykja feimnir, a.m.k. þeir sem ekki eru sænskumælandi. Það er hka mín reynsla í vinnunni, það gengur kraftaverki næst að geta dregið orð upp úr finnskum karl- mannskjafti. Þaö á að vera feimni gagnvart félögunum. En af því aö ég er frek og algjörlega laus við feimni sjálf, hefur mér tekist að fá þá ílesta til að tala. Ég er nú svona frekar stolt af afrekinu því venjulega er enginn samgangur milh kynjanna, þ.e.a.s á vinnustaðnum. Finnstfinnskan sjarmerandi Hér í Vasa eru 27% sænskumæl- andi, þ.e. hafa sænsku að móöur- máli. Stór hópur er tvityngdur og nánast hvergi lendir maður í erfið- leikum með aö kunna ekki finnsku. Annars tileinkar maður sér alltaf svohtið af finnskum slettum til að slengja framan í vinnufélagana. Það er alveg draumur í niðursuöudós aö horfa upp á þá, þeir verða svo glaðir baraþegarmaður segir t.d.: Huo- mennaonperjautai = Ámorguner fóstudagur. Yndislegt. Reyndar finnst mér finnskan sjarmerandi og gæti vel hugsað mér aö stunda nám í henni í eitt ár. Maður sér hvað set- ur... Með von um gott sumar ykkur til handa, terveiset Vaasasta." Berglind Seyðisfjörður breytir gjörsamlega um yfirbragð á fimmtudögum; fer úr einföldu hvers- dagsfötunum í sparifötin ef svo mætti að orði komast. Þetta á sérstað þegarferjan Norræna leggstað bryggju. Þáfyllist jafnan bærinn af brosmildum íslendingum og erlendum ferðamönnum sem eru ýmist á leið utan eða að leggja Island undir fót. DV fór á stúfana og fylgdist með einum slíkum ferjudegi á Seyðisfirði - upplifði stemmninguna sem þessu fylgir og spjallaði við lánsama og ólánsama útlendinga sem komu hingað til lands á fjölbreyttum farartækjum. Þar á meðal stórum og smáum bílum, tvíhjólum, mótorhjólum og allt þar á milli. Verðlagsstofnun birti á dögunum ítarlega verðkönnun á brauðum og kökum. í Lífsstíl á mánudaginn verður kafað aðeins ofan í niðurstöður könnunarinnar og birt kort yfir ódýrustu bakaríin á höfuðborgarsvæðinu. Allt um ódýr brauð í Lífsstíl á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.