Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 35
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 47 Fyrsta mark Akurnesinga í uppsiglingu. Bjarki Gunnlaugsson (7), framherji Skagamanna, á hér glæsilega hjól- hestaspyrnu að marki Aftureldingar sem markvörður varði en Hafsteinn Gunnarsson, sóknarmaður ÍA, var á rétt- um stað og kom boltanum í netið. OV-mynd HH 4. flokkur - A-riðill: Helgi Sigurðsson með þrennu - Víkingur-Valur 5-2 Víkingur og Valur mættust á Vík- ingsvelli sl. fimmtudag. Leikur lið- anna var liður í A-riöli 4. fl. - Það var greinilegt strax í upphafi leiks hvert stefndi því Víkingsstrákamir voru mjög ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Fyrsta mark leiksins sá dagsins ljós þegar Helgi Sigurðsson, hinn frábæri framheiji Víkinga, átti stórglæsilega sendingu frá vinstri kanti yfir á þann hægri og inn fyrir vöm Vals. Þar var til staðar Stefán Ómarsson sem tók laglega á móti hinni góðu sendingu og renndi fram hjá Benedikt Ófeigssyni í marki Vals. Annað mark Víkinga kom eftir þunga sókn og var skorað úr þvögu fyrir framan markið. Þaö var Helgi Sigurðsson sem skoraði með fóstu skoti. Valsmönnum tókst aö laga stöðuna undir lok fyrri hálfleiks þegar hinn knái framherji Vals, Einar Krist- jánsson, læddi boltanum fram hjá Sighvati Haraldssyni, markverði Víkinga, eftir fríspark utan teigs. Staðan í hálfleik var því 2-1 fyrir Víkinga. Helgi Sigurðsson gerir út um leikinn Víkingar byrjuðu með látum í síð- ari hálfleik og á 10. mín. skoraði Helgi Sigurðsson með stórglæsilegu skoti af um 20 m færi, gjörsamlega Helgi Sigurðsson, framherji í 4. fl. Víkings, átti stórleik gegn Val og skoraði þrennu. DV-mynd HH óveijandi, og staöan var 3-1 fyrir Víking. Valsstrákarnir voru ekki á því að gefast upp við svo búið og náðu að skora sitt annað mark sem Einar Magnússon gerði. Stuttu seinna skorar Helgi 3. mark sitt í leiknum með góöum skalla. Undir lokin innsigluðu svo Víking- ar réttlátan sigur sinn með marki Sveins Ögmundssonar sem var sér- lega laglegt. Sveinn lék í átt frá marki Vals en sneri sér snöggt við og bolt- inn var í loftinu - og afgreiddi með hörkuskoti, gjörsamlega óveijandi fyrir Benedikt. „Þetta var'algert draumamark," sagði Sveinn eftir leikinn. Víkingshðið lék góða knattspymu og ekki bara það. Það hafði einnig líkamsburði yfir Valsstrákana sem voru yfirleitt höfðinu lægri. Vals- drengirnir spiluðu og góðan bolta en yfirferð þeirra var af eðlilegum ástæðum mun minni en Víkinganna. í báðum Uðum voru flestir drengj- anna á fyrra ári og greiiúlegt að næsta keppnistímabU veröa bæði þessi Uð geysiöflug. Lið Víkings: Sighvatur Haraldsson, Gunnar E. Þórisson, Guðmundur R. Hannesson, GísU Bjamason, Jón G. Ólafsson, Stefán Ómarsson, Sveinn Ögmundsson, Hafsteinn Hafsteins- son, Kristinn Hafliðason, Vigfús Þórsson, Helgi Sigurðsson, GyUi Haraldsson, Markús Hauksson, Agn- ar Sveinsson, Guðmundur Ásgeirs- son. Lið Vals: Benedikt Ófeigsson, Eggert Gíslason, ívar Lámsson, Kjartan Hjálmarsson, Einar Magnússon, Geir BrynjóUsson, Siguijón Hákon- arson, Guðmundur BrynjóUsson, Ól- afur Brynjólfsson, Einar Þ. Kristj- ánsson, Valtýr Thors, Álfgeir Kristj- ánsson, Einar Gunnarsson, Gunnar Zoega, Ami Friöfinnsson. -HH ________Knattspyma imglinga 3. flokkur karla - B-riðill: Vel leikandi Skagamenn sigruðu Aftureidingu, (M Það var svo sannarlega leikgleði sem ríkti í leik Aftureldingar og ÍA í 3. fl. B-riðils þegar Uðin áttust við á Tungubökkum í MosfeUssveit um síðustu helgi. Veður var hið fegursta og aðstæður aUar hinar bestu því grasvelUrnir, sem Afturelding býður upp á, eru með því besta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Akumesingar hafa á að skipa mjög góðum 3. flokki og var leikur liðsins oft á tíöum mjög vel útfærður með skemmtilegu spUi og hvössum gegn- umbrotum. Þó var ekki laust við að spil strákanna yröi helst til þröngt á stundum þegar nálgaðist vítateiginn, í stað þess aö þeir lykju upphlaupinu á viðeigandi hátt. En þetta er gryfja sem Uð með vissa yfirburði detta oft í þegar leikgleðin er í hámarki. Fyrsta mark leiksins gerði Haf- steinn Gunnarsson eftir að Bjarki Gunnlaugsson hafði átt glæsilega hjólhestaspyrnu sem Þröstur Áma- son varöi af snilld en boltinn hrökk fyrir fætur Hafsteins sem vippaði honum í mark Aftureldingar. Akurnesingar sóttu nú stíft og haföi vörn Aftureldingar, með Sigur- jón Gunnlaugsson sem besta mann, í mörgu að snúast. Um miðjan fyrri hálfleikinn fékk AfturelcÚng sitt besta marktækifæri þegar hinn bar- áttuglaði SumarUöi Amason átti skot í þverslá. Stuttu fyrir leikhlé bætti Bjarki Gunnlaugsson viö 2. marki Skaga- manna þegar hann lék á hvern varn- armanninn af öðram og renndi bolt- anum fram hjá úthlaupandi mark- verði Aftureldingar. Þannig var stað- an í leikhléi. Síðari hálfleikur Yfirburðir Skagamanna héldust áfram í síðari hálfleik og náðu strák- arnir oft og tíðum mjög skemmtileg- um samleiksköflum. Um miöjan hálfleikinn bætti Bjarki við 3. marki Akurnesinga meö mjög föstu skoti. Undir lokin innsiglaði svo Hafsteinn Gunnarsson sigur Akumesinga með 4. markinu. Þeir kunna ýmislegt fyrir sér, Skagamennirnir, og er greinilegt að það var engin tilviijun að þeir sigr- uðu Fylki, 1-10, á dögunum. ÍA-Uðið er skipað jöfnum og góðum strákum, bæði í vörn og sókn. í þessum leik voru þó bestir þeir Bjarki Gunn- laugsson í sókninni, ákaflega leikinn og útsjónarsamur leikmaður, og Stefán Þórðarson. Á miðjunni var Ágúst Guðmundsson mjög góður ásamt Einari A. Pálssyni í vörninni. Skagaliðið er jafnt og gott og ekki létt verk að leggja þaö að velU. Strákamir í Aftureldingu börðust mjög vel en það dugði ekki í þetta sinn. Siguijón Gunnlaugsson var þeirra besti maður ásamt SumarUða Árnasyni. Leikgleði var mikil hjá strákunum en leikreynslan var ekki að sama skapi. Með meiri leikæfingu næðu þeir vissulega mun betri ár- angri, sérstaklega þar sem boltameð- ferð þeirra var mjög þokkaleg. Lið ÍA: Þröstur Þórðarson, Ás- .grímur Harðarson, Rúnar Dýr- mundsson, Barði Halldórsson, Einar A. Pálsson, Ágúst Guömundsson, Láras Sigurðsson, Heimir Gunn- laugsson, Stefán Þórðarson, Bjarki Gunnlaugsson, Hafsteinn Gunnars- son, Þórður Jóhannsson, Sturlaugur Harðarson, Kolbeinn Árnason, Sig- urjón Svanbergsson, Pétur Gunnars- son. Lið Aftureldingar: Þröstur Árna- son, Lúðvík Árnason, Kjartan Guð- mundsson, Sigurjón Gunnlaugsson, Sumarhði Ámason, Benedikt Sverr- isson, Ingi Hreinsson, Úlfar Þorgeirs- son, Gauti Stefánsson, Björgvin El- íasson, Eyjólfur Hjaltason, Darri Ás- bjarnarson, Arnar Arnarsson, Sig- steinn Magnússon, Einar Garðars- son. Dómari var Einar Guðmundsson og dæmdi nyög vel. -HH Merldngar leikvallaekki í lagi Reykjavíkurfélögin hafa ekki far- ið eftir settum reglum um merking- ar leikvalla í 5. og 6. flokki. í reglum KSÍ stendur að vítateigurinn skuli greinilega merktur með línum en ekki með punktum í hveiju homi teigsins. Hafa menn hugleitt hvað þetta skapar mikla erfiöleika fyrir markverðina varðandi staðsetn- ingar og annað? Hvaö skyldu ann- ars markverðir 1. deildar hða segja um shk vinnubrögö? - Aftur á móti hef ég ekki orðiö var við þess- ar punktamerkingar í nágranna- byggðunum, þar eru allar merking- ar í lagi. Einnig er athyglisvert hvað félög- in utan Reykjavíkur kappkosta aö hafa ávallt línuverði á leikjum yngri flokka en shkt er sjaldgæf sjón í Reykjavík. Þar þykir gott ef dómarinn mætir til leiks. -HH - Svo bókar þú mig, maður - og fyrir hvað, mætti ég spyrja? Ég sem gerði ekki nokkurn skapaðan hlut!!! Gústi „Sweeper“: - Er hægt að dæma dómara??? Frá leik Breiðabliks og Fram í 3. flokki A-riðils sem fram fór á aðalleikvanginum i Kópavogi á dögunum og lauk með markalausu jafntefli. Breiöabliksmenn eru hér f sókn en hinn snjalli markvörður Framara, Vilberg Sverris- son, gripur knöttinn af öryggi. Takið eftir staðsetningu Guðmundar Gislasonar á marklínu. Hann er aö bakka upp félaga sinn í markinu ef eitthvað færi úrskeiðis en alit fór vel að þessu sinni. Framarar og Breiðablik eru með sterk lið og því allar líkur á úrslitasæti. DV-mynd HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.