Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 41
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988.
A hestum
um hálendið
Á síöustu árum hefur oröið æ
vinsælla að £ara löng feröalög á
Ijestum. í fyrra voru til dæmis gisti*
nætur hesta á HveravöUum um
1500. Þessi tala sýnir ef til vill best
hversu mikil umferðin er orðin.
Á byggðu bóli er yfirleitt auðvelt
að fá þjónustu fyrir menn og hesta.
Sé aftin- á móti haldið á fáfama
staði er reyndin önnur. Á síðustu
árum hafa félagasamtök ogsveitar-
félög unnið mikið verk til að byggja
upp áningarstaöj. Á vinsælustu
reiðleiðurn yfir hálendið eru nú
áningarstaöir fyrir ferðamenn á
hestum. Lýsingar á reiðleiðum og
áningarstöðum eru hér ekki tæm-
andi heldur er reynt að geta þeirra
flölfómustu.
Kjalvegur
Efbyijað er á Kjalvegi úr Bisk-
upstungum ber fýrst að nefna
Fremstaver. Þar er gisting og hólf
í boði fyrir hestamenn og farar-
skjóta þeirra. Heysala er í Fremsta-
veri.
Næst koma Hvítámes og Svartár-
botnar. Sömu sögu er að segja um
þessa staði - gistimöguleikar, hólf
og héysala. Þessara þriggja staða
er gætt af gæslumanni.
Á Hveravöllum er heysala og
gistiaðstaða og einnig á næsta
áíangastaö, Ströngukvísl. Við
Ströngukvísl er gæslumaöur. Þar
hefur mjög fullkomin aðstaða verið
gerö fyrir ferðamenn. Sami gæslu-
maður sér um að líta eftir Bugum
en þar er hægt að fá keypt hey.
Síðasti áfangi leiðarinnar í Skaga-
flörð er þá Mælifellsrétt.
Ferðir
Ef farið er frá Ströngukvisl niður
raeð Blöndu að austanverðu og að
Stafnsrétt er ferðast um Kiðaskarð
að Mælifellsrétt. Þess má geta að
þegar Blönduvirkjun verður full-
búin mun þessi leið breytast.
Sé valin leið fi-á Hveravöllum nið-
ur í Svínadal eða Blöndudal þá er
ágætis áningarstaður að Kolkuhóli.
Sömu sögu má segja þar í sam-
bandi við breytingar vegna virkj-
ana.
Eyfírðingavegur
Þeir sem ríða austur fara gjam-
an Eyfirðingaveg. Lítið er um án-
ingarstaði á leiðinni en fólk stöðvar
gjarnan við Laugarfell. Þar er
sæluhús en lítil aöstaða fyrir hesta.
Þaðan em síðan nokkrar vinsælar
leiðir áfram austur og einnig í
Skagaflörð.
Amarvatnsheiðin
Sé farið Amarvatnsheiöina þá
er fyrsti áningarstaöurinn að sunn-
an við Álftakrók. Þar er sæluhús,
girðing og hagi. Ef halda á á Hvera-
velli þá er leiöin norðan við Krák
gjaman valin, hún er talin betri en
sú aö sunnan. Á leiðinni frá Álfta-
krók og norður fyrir er girðing og
góður hagi við Afangatjöm í Efri
Fljótsdrögum.
Sé stefnan hins vegar tekin á
Vatns- eða Víðidal þá eru á leiðinni
nokkur sæluhús og girðingar.
Aö gefnu tilefiii er nauösynlegt
aö benda á að sæluhús og gangna-
mannahús em í eigu sveitarfélaga
og því sjálfsögð kurteisi aö biðja
um leyfi til aö nota þau áður en
haldið er af stað.
-EG.
Kannski er hann gæðingsefni
Vígalegur reiðmaður, með tvo til
reiöar, þeysti framhjá blaöamannin-
um. Hann náði að kalla í þennan
knáa knapa og maðurinn steig á
bremsumar. Þama var mættur á
svæðið Sigurður Páll Sverrisson.
Hann var fyrst spurður aö því hvað
hann væri að gera í Skógarhólum?
„Ég reið hingað í nótt og er að fara
með hestana í annan haga,“ sagði
hann.
En hvers vegna hestar sem áhuga-
mál? „Það væri hægt að telja upp
margar ástæður fyrir því,“ sagði Sig-
m-ður. „Þetta er fyrst og fremst
skemmtilegt áhugamál að maður tali
nú ekki um hollustuna. Ég fæ mikið
út úr því að umgangast skepnumar.
Nú er ég til dæmis byrjaður að
temja hest sjálfur og er það ákaflega
spennandi verkefni. Maður er með
óskrifað blað í höndunum. Bæði er á
huldu hvaö í hestinum býr og hvort
vel tekst til aö ná fram kostum hans.
Mig klæjar í finguma aö byrja á
þessu. Auðvitað er þetta púl og þolin-
mæðisvinna en þaö er einmitt hluti
af töfmnum. Hver veit, kannski er
þetta gæðingsefni," segir hann og
hlær.
Hann er spurður að því hvort
hestamennska njóti aukinna vin-
sælda.
„Tvímælalaust,“ er svarið. „Ég
held að æ fleiri velji sér hesta-
mennsku sem dægradvöl og það ekki
að ástæðulausu. Þetta er ákaflega
smitandi. Oft byrjar þetta þannig að
einhver fær aö skreppa með í reiötúr
og áður en hann veit af er hann kom-
inn með bakteríuna. Hún er sem sagt
bráðsmitandi,“ segir Sigurður og
brosir.
Hjá Siguröi er á dagskrá að fara
vikuferð um hálendið og hlakkaði
hann mikið til. Lýsingar hans á
landslagi og veðri á ferðalagi hans
um nóttina vom það töfrandi að hest-
laus blaðamaðurinn var farinn aö
spá í verðlag á hrossum.
-EG
-5f
Lífsstíl
Hafliði kann vel við sig meðal hestanna. Hér er hann með nokkrum skjól-
stæðinga sinna.
Skógarhólar:
Aningarstaður
í alfaraleið
Skógarhólar á Þingvöllum eru
þekktir sem áningarstaður fyrir
hestamenn. Áður fyrr voru haldin
þama hestamannamót en nú er rek-
in þjónusta fyrir hestamenn. Hag-
beitargirðing er fyrir hrossin og að-
staða til gistingar og snyrtingar fyrir
mannfólkið.
Ríðandi úr Mývatnssveit
„Skógarhólar eru mikið notaðir
af hestamönnum sem eiga leið hér
um. Mikil umferð er af ferðamönn-
um sem fara í lengri ferðir og má sem
dæmi nefna að eftir nokkra daga á
ég von á hópi fólks sem kemur ríð-
andi alla leið úr Mývatnssveit,“ sagði
Hafliði Gíslason, umsjónarmaður
staðarins, þegar DV lagði fyrir.hann
nokkrar spumingar.
„Einnig er þetta áfangastaður
margra. Nú er flöldi manna og hesta
hér sem komu í hópreið úr Mosfells-
sveit. Þetta fólk er í hestamannafé-
laginu Herði.
Þaö er gífurlega skemmtilegt að
ríða um Þingvelli. Ég sé alltaf betur
hve vel þeir hafa hentað sem al-
þingisstaður. Hér eru ótal reiðleiðir
og hægt að ríða til allra átta,“ sagði
Hafliöi.
Landssamband hestamanna rekur
Skógarhóla og er það gert í samvinnu
við þjóðgarösvörð. Samstarfið er
mjög gott og taldi hann að það væri
frumskilyrði fyrir því að dæmið
gengi upp. í fyrra voru meira en þrjú
þúsund og þrjú hundruð gistinætur.
Og búist er viö aukningu á þessu ári.
„Miklum flármunum og vinnu hef-
ur verið varið í að gera staðinn sem
bestan. Hér eru þrjú hólf og eitt er
alltaf í hvíld. Vatn er ágætt og nóg
af saltsteini.
í húsinu er aðstaöa til geymslu á
reiðtygjum og hér geta 20 manns gjsi
Matsalur og aöstaða til eldunar^r
hér einnig ásamt snyrtiaðstöðu.
Staðurinn er í uppbyggingu og það
stendur til að setja hér upp sturtur.
Mikill hugur er í mönnúm og ég held
aö vinsældir Skógarhóla eigi eftir að
aukast til muna í framtíðinni,'1 segir
hann.
Hvernig eru svo gestirnir?
„Þeir eru að sjálfsögðu misjafnir,
bæði menn og hestar. Að langmestu
leyti er um að ræöa góða og hressa
ferðamenn. Inn á fnilli kemur síðan
einn og einn sem er til leiðinda. Það
er sjálfsagt alls staðar svoleiöis. Oft
hafa verið sagðar þjóðsögur af
drykkju hestamanna. Mín reynsla er
sú að þetta fólk drekkur ekkert meira
en gengur og gerist. Allavega
ekki mikið á því nú. Nei, ég held að
ég verði að gefa hestafólki mína bestu
einkunn í umgengni og framkomu,"
segir Hafliði.
-EG.
Ógleymanleg ferð
Leifur Jóhannesson, formaður
Landssambands hestamanna, var í
Skógarhólum þegar blaðamann DV
dreif að.
„Ég er staddur hér sem hver annar
ferðamaður. Við hjá hestamannafé-
laginu Herði fórum í höpreið yfir
heiðina í nótt. Þetta var stórkostleg
ferð. Einn úr hópnum sagði að veðr-
iö hefði ekki mátt vera betra. Að vísu
var þoka fyrripart feröarinnar en
síðari hlutinn bætti það heldur betur
upp. Þetta var ógleymanlegt," segir
Leifur.
Anægður með Skógarhóla
Ertu ánægður með Skógarhóla?
„Þegar mótshald lagðist af hér í
Skógarhólum var tekin sú ákvörðun
að nýta staðinn í þágu hestamanna.
Sú tilraun hefur tekist mjög vel og
ég tel að bætt þjónusta og aðhlynning
skili sér mjög fijótt aftur í auknum
áhuga. Ég er á því að þessi íþrótt
hafi tekið stórt stökk fram á við á
síðustu árum. Nú er fólk í þessu af
alvöru og lagður er metnaður í þetta,
hvort heldur er af atvinnumönnum
eða áhugamönnum.
Leifur Jóhannesson, formadur
Landssambands hestamanna, var
staddur i Skógarhólum á ferð mí(t'
hestamannafélaginu Herði.
Það er einnig gaman aö sjá að á
síðustu árum hefur hestamennskan
orðið að flölskylduáhugamáli. Ég
held einmitt að það muni aukast í
framtíöinni. Þetta er þroskandi og
betri leið til að kynnast landi sínu
er ekki til,“ sagði Leifur -EG.