Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. JÚLl 1988. 5 Fréttír Oriofssjóður fyrir sénáðna rikisstarfsmenn: Arnessjóður veltir milljónum „Það eru um það bil 360 manns í þessum sjóði en hann hefur verið til í 10-12 ár. í sjóönum eru þeir ríkis- starfsmenn sem ráðnir eru af kjara- dómi og ráðherra en eru ekki í BSRB eða BHM. í sjóðinn rennur síðan or- lofsframlag ríkisins en það er sama framlag og félagar í BSRB njóta,“ sagði Sigurður Þorkelsson ríkisfé- • hirðir. Sérstakur orlofssjóður er til fyrir þá ríkisstarfsmenn sem ekki eru í hinum hefðbundnu verkalýðsfélög- Innsetning forseta á mánu- daginn „Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júh að 4 árum liðnum," segir í 6. grein stjómarskrárinnar. Á mánudaginn mun því hefjast nýtt kjörtímabil Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta íslands. Innsetning forseta í embættið hefst klukkan 15.30 með athöfn í Dóm- kirkjunni, þar sem séra Ólafur Skúlason vígslubiskup mun prédika í umboði biskups. Áthöfnin tekur 20-30 mínútur en síðan verður geng- ið til alþingishússins. I alþingishús- inu fær forseti afhent kjörbréfið frá forseta Hæstaréttar og undirritar síðan eið eða drengskaparheit að stjómarskránni. Síðan mun forseti flytja stutt ávarp. Þegar forseti hefur lokið máh sínu mun kirkjukór Dómkirkjunnar syngja þjóðsönginn og síðan verður móttaka í anddyri þinghússins. Við embættistöku forseta munu meðal annarra vera viðstaddir: ríkisstjóm- in, ráöuneytisstjórar, ýmsir embætt- ismenn, Hæstiréttur, forsetar þings- ins, formenn þingilokka, formenn þeirra stjómmálaflokka sem sæti eiga á þingi, sendimenn erlendra ríkja og fleiri. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrif- stofustjóra alþingis, verður undir- búningur í samræmi við það sem verið hefur. Embættistakan fer fram í sal sameinaðs þings sem jafnframt er salur neðri deildar. Opið verður á milli sala efri og neðri deildar og stól- um hefur verið raðað upp en borð alþingismanna fjarlægð til að koma fólki fyrir. JFJ STÁLGRINDAR- HÚS - Auðveld í uppsetningu - Stuttur byggingartími - Sveigjanleg byggingakerfi - Breytingar auðveldar - Stálklæðning frá Inter Profiles - Steinullareinangrun - SFS festingar - C og Z langbönd frá Inter Profiles - Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GALAXSF. GARÐABÆ GÆÐI IJR STÁJLI um heldur ráðnir af annað hvort kjaradómi eða ráðherra. Mun hér vera um þá að ræða sem taka þátt í samningaviðræðum við hin hefð- bundnu verkalýðsfélög fyrir hönd ríkisins. Að sögn Sigurgeirs Jónsson- ar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, er hugmyndin sú að þessir starfsmenn njóti sama orlofsréttar og aðrir starfsmenn ríkisins. Orlofssjóður þessi hefur verið kah- aður Ámessjóður og vissi Sigurgeir ekki hvemig það væri til komið. Stjóm sjóðsins skipa Sigurður Þor- kelsson ríkisféhirðir, Páh Flygenring ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis- ins og Böðvar Bragason lögreglu- stjóri í Reykjavík. Era þeir tilnefndir til setu í stjóminni af kjaradómi, aö sögn Sigurðar. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem miðar að því að deila orlofs- framlaginu niður og verja því til skjólstæðinga sjóðsins. Það er að sögn Sigurðar gert með því að menn geta fengið aðgang að orlofsbústaö við Laugarvatn fyrir 5000 krónur á viku, og er allt bókað í sumar. Einn- ig fá menn fría dvöl á Edduhóteh 3-6 nætur fyrir tvo, eftir því hversu or- lofsgreiðslur era miklar. Geta sjóðs- félagar snúið sér til Ferðaskrifstofu ríkisins og náð í eins konar afsláttar- miða. Ekkert fæði er innifahð og sé aukaálag á gistiverðinu, til dæmis vegna helgi, verða sjóðsfélagamir að greiða mismuninn úr eigin vasa. Ekki vissi Siguröur hversu miklu fjármagni sjóðurinn velti yfir árið en miðað við að hver sjóðsfélagi fái þrjár nætur á Edduhóteh er ljóst að það er ekki undir tveimur og hálfri mihj- ón fyrir utan það fjármagn sem teng- ist leigu og rekstri orlofshússins á Laugarvatni. „Þessi sjóður var stofnaður til að jafna aðstöðu þessara starfsmanna og þeirra sem era í BSRB eða BHM, því þessir starfsmenn eiga ekki kost á að komast í orlofshús þessara verkalýðsfélaga," sagði Sigurður Þorkelsson. -JFJ tíUtílirj, iJUU'j ; J. síuuu ^tititi wmm SEOLABANKf IStAN'DS SKYNDIHAPPDRÆTTI Ef s*ma fjarhjeöin blrtist þrisvar, hafið pér unniö <járh*ö. tf denuntur kemur MAEKKISKAFA Það er engin tilviljun hvað Happaþrennan nýtur mikilla vinsælda - ástæðan er einfaldlega sú að það vinna svo margir! Á undanförnum 15 mánuðum hafa samtals fimm hundruð milljónir verið greiddar út í vinninga! Þar af hafa 150 þátttakendur hreppt stærsta vinninginn, 500.000 kr., 750 manns hafa fengið 25.000 kr. og svo hafa þusundir hlotið lægri vinningana. HAPPAÞRENNAN HAPPAÞRENNA HEFUR VINNINGINN! HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.