Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 16
16
.U
Spumingin
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988.
Finnst þér óþægilegt
að láta mynda þig?
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir: Nei, ekki
lengur. Mér þótti það einu sinni.
Kristján Kristjánsson: Nei, annars
hef ég enga skoðun á því.
Elin Viðarsdóttir: Já, það getur verið
óþægilegt. Maður fer að búa til
grímu.
Jóhanna Steinþórsdóttir: Já, frekar.
Mér finnst ég verða öðruvísi en
venjulega.
Svandís Egilsdóttir: Já, maður veit
ekkert hvemig maður á að vera. Ég
fer hjá mér.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir: Það
fer eftir aðstæðum.
Lesendur
Að vestan í
gamni og alvöru
Einn sem fylgist með:
Máltækið að tolla í tískunni gæti
átt við gerðir sveitarstjórnar í
ágætum hreppi í suðurhluta Vest-
fjarða en býsna óheppilegir fletir
geta komið upp á þessu orðasam-
bandi. Tökum til dæmis orðin að
bjóða út. Fyrir fáum árum var
ákveðin þar í sveit bygging raðhúsa
í formi verkamannabústaða. Sagt
var að auglýst hefði verið eftir til-
boði í bygginguna. Væntanlega var
máhð skoðað en af einhverjum
ástæðum hækkaði verð íbúðanna
um 1 milijón, úr 1,5 í 2,5, á bygging-
artímanum án þess að verðlag
hækkaði að ráði, auk þess er enn
ábótavant frágangi frá hendi bygg-
ingaraðila. Var kannski ekki geng-
ið frá öllum lausum endum þama
af hálfu oddvita og/eða sveitar-
stjómar?
Annað dæmi - annar oddviti.
Eins og í ölium fámennum sveitar-
félögum er hver innflytjandi vel-
kominn í sveitina. En em móttök-
urnar kannski misjafnar? Akstur
skólabarna í sveitinni er boðinn út,
sem sagt leitað tilboða í aksturinn,
væntanlega með hag sveitarfélags-
ins í huga. Nýi innflytjandinn sæk-
ir um, hyggst fá sér nýjan bíl og
nýta hann annan tíma ársins í túr-
ista- og ferðamannabransa. Maður-
inn er ungur og sér fyrir sér mögu-
leika í þessari ágætu sveit. Bauð
því afslátt af akstrinum til handa
sveitarsjóði.
Annað tilboð barst frá staifandi
bílstjóra sem jafnframt rekur
stærsta kúabú sveitarinnar auk
annars konar atvinnustarfsemi.
Þessi ágæti maður hafði fram að
færa bíl sem hafði lagt að baki sér
á sex áram nær 5 ferðir kringum
hnöttinn. Var sem sagt gamall. Til
skýringa er rétt aö geta þess að
sveitarsjóður ábyrgist allt að 1
milljón króna lán til bílakaupa í
þessu tilfelli og sýnist því aldur
bifreiðarinnar skipta þá einhveiju
máh.
Var kannski tilboði unga innflytj-
andans með nýja bílinn og hug-
myndir um nýjan möguleika tekið?
Nei, það var ekki gert. Var bíllinn
of nýr? Mátti ungi maðurinn ekki
stofna til nýrrar atvinnu í sveit-
inni? Ferðafólk, hvað er nú það?
Því má spyija, til hvers leitar sveit-
arstjómin í þessum hreppi tilboða?
Ekki til að fá fram hagkvæmni og
þá ekki frekar til að fá fram fjöl-
breytni í atvinnu sveitarinnar.
Er kannski bara boðið út þar í
hreppi af því að einhver hefur séð
þetta smeflna máltæki „tilboð ósk-
ast“ á prenti og viljaö að því séðu
ekki vera minni en aðrir án þess
þó að skilja hvað í orðunum felst?
Forvitnilegt aö frétta hvað gerist
næst.
„Þessi ágæti maður hafði (ram að færa bíl sem hafði lagt aö baki sér
á sex árum nær 5 ferðir kringum hnöttinn," segir m.a. í bréfinu.
Mismunur á launum
Sveitakona og fyrrverandi þétt-
býlisbúi skrifar:
Mig langar að biðja um svör frá
Reykjavíkurborg varðandi laun
fólks sem hefur böm í lengri eöa
skemmri tíma á heimflum 9inum á
vegum Félagsmálastofnunar. Á
Reykjavíkursvæðinu era hærri
laun fyrir vistun þessara barna en
úti á sveitaheimflum. Hvers vegna
er þessi munur? Nú er vélvæðing
orðin svo mikil í sveitum og þessi
börn þaö ung að þau mega ekki
vera á þeim þannig að þau geta lít-
ið unnið upp í dvöl sína, öfugt við
það sem áður var.
Dagmæður í þéttbýli fá, að ég
held, jafnmikið fyrir 20 daga pöss-
un og sveitaheimilin fá fyrir 30
daga vistim og þjónustu. Er þetta
réttlátt? Ætlar Reykjavíkurborg að
fara þannig aö að enginn fáist til
að leyfa þeim bömum, sem þess
þurfa, að komast í sveit? Mér finnst
að fóík í sveit sé ekkert verra en
annaö fólk og það á rétt til að vera
metið tfl jafns í launum fyrir sömu
vinnu og aðrir.
Vonast efiir svörum og upplýs-
ingum um hve mikfli munur er á
mánaðarlegum greiðslum annars
vegar fyrir vistun bama á Reykja-
víkursvæöinu og hins vegar sveita-
heimilum.
Hvenær má maður verja sig?
Einn spurull skrifar:
Almenningur veltir jafnan fyrir sér
ýmsum spumingum sem sumar
hverjar snerta lögreglu og löggæslu.
Til dæmis:
1. Má maður veija sig gegn líkams-
árás ef einhver ókunnur ræðst á
hann að ósekju?
2. Má maður verja sig gegn líkams-
árás ef lögregluþjónn (gegn öllum
líkum) ræðst á hann að ósekju? Eða
heitir þaö þá að maðurinn sé að
trufla lögregluna í starfl?
Gaman væri að fá hlutlaus svör frá
réttum aðilum.
Bréfritari er forvitinn um rétt þess sem ráðist er á aö ósekju.
Vmsældakosningin
Gunnar M. hringdi:
Ég fylgdist með skoöanakönnun
Skáíss í fréttum á Stöð 2 um daginn
og niðurstöður hennar komu mér
ekki á óvart. Kvennalistabólan er
náttúrlega byrjuð að dala enda hafa
Steingrímur Hermannsson utanrík-
isráðherra nýtur mikils persónufylg-
is samkvæmt skoðanakönnun Ská-
íss.
kvennahstakonur lítið haft sig í
frammi. Ég bíð reyndar eftir því að
þær fari í stjórn svo komi í ljós hvort
þær geta staðið við öll loforðin. Þær
njóta þess nefnilega að hafa aldrei
þurft að sæta ábyrgð hingað til.
En það var ekki það sem ég ætlaði
að ræða um. Ég fékk enn eina staö-
festinguna á vinsældum Steingríms
Hermannssonar sem nú gegnir stöðu
utanríkisráðherra. Vinsældir hans
hafa ekkert minnkað þótt hann sé
ekki forsætisráðherra. Auk þess er
Halldór Ásgrímsson í öðru sæti í vin-
sældakosningunum. Ég tek það fram
að ég styð almennt ekki Framsóknar-
flokkinn, né málefni hans, en mikiö
á hann gott að eiga þessa tvo stjórn-
málamenn sem skara fram úr í ís-
lenskum stjórnmálum nú. Fram kom
í fréttinni að þeir þiggja vinsældir
sínar frá öllum flokkum.
Sumir mundu telja aö Þorsteinn
mætti vel við una að vera í þriðja
sæti en í mínum augum er svo ekki.
Forsætisráðherra í stærsta flokki
þjóðarinnar ætti að njóta meira per-
sónufylgis að öllu óbreyttu. Persónu-
fylgi hanser því óvenjulítið í mínum
augum. Ég held að margir stjórn-
málamenn megi taka Steingrím og
Halldór sér til fyrirmyndar því þeir
eru málefnalegir, mannlegir og láta
engan segja sér fyrir verkum. Á því
byggjast vinsældir þeirra.
Helgi Arnarson skrifar: nær væri að hafa bara nöfn þeirra
Fréttir Stöðvar 2 hafa farið skán- á sHjánum meðan þeir buna út úr
andi síðan hún tók til starfa. Þó er sér. Og því miöur era sumir þeirra
ennþá töluverður viövaningsbrag- vart læsir.
ur á ýmsu þar á bæ. Til dæmis eru Hvar lærði til dæmis Páll Magn-
skiptingar milli fréttamanna fá- ússon aö lesa? Hann hrópar alltaf
dæma hallærislegar. Hvað eftir fyrstu orð textans þannig aö kynn-
annað horfa fréttamennimir álku- ingar hans skella á manni eins og
legir S vitláusa myndavél. Þeir eru hríðskotabyssa. Hvar í ósköpunum
aö reyha að búa til frjálslegan stíl læröi hann þetta? Ekki heyrir maö-
en eru svo ósköp hjárænulegir við ur þetta í Bandaríkjunum sem
þetta aö maður fer næstum hjá sér virðast, því miður, vera helsta fýr-
að horfa á þá. Og svo þetta enda- irmynd þeirra stöðvarmanna Aö
lausa nafnastagl. Hvað kemur okk- öðru leyti er ýmislegt ágætt hjá
ur við hvað þessir fréttamenn þeim á Stöðinni þótt töluverður
heita, það er ekki fréttnæmt. Miklu viövaningsbragur sé þar enn.