Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 27 Popp sem kórstjóri. Hvaða kórum he- furðu stjómað? „Mjög mörgiim kórum. Versl- unarskólakór íslands í fjölmörg- um myndum og búið,“ svaraði Jón. „Mér hafa verið boðnir nokkrir kórar, þar á meðal kór Strætisvagnafélags Reykjavíkur í tvígang. Við skulum segja að ég sé enn að íhuga það tilboð og kanna þau hlunnindi sem fylgja starfinu. Frítt í strætó og svoleiö- is.“ Innheimtan Við ræðum peningamál popp- tónlistarmanna dálítið frekar og erum sammála um að popparam- ir séu dálítið misnotaðir. Reynt að komast ódýrt frá viöskiptun- umvið þá. „Sjáifsagt virka ég oft frekur og full ákveðinn í þessum málum. Popparar em oft látnir mæta af- gangi þegar laun eru greidd í veit- ingahúsunum. Það fá allir sitt umslag áður en við fáum okkar. Og viö þurfum gjaman að fara trilljón ferðir eða næstum því til að fá það sem búið var að semja um viö okkur. Svo líða kannski vikur og mánuðir, kaupið hækk- ar ekkert en víxlar falla á meðan og á okkur hlaðast dráttarvextir. Þar af leiðandi þarf að beita ýtni til að fá það sem manni ber.“ - Ogsvoersífelltveriðaðbiðja ykkurumgreiða? „Það hefur nú minnkað eftir því sem maður hefur orðið frekari," svaraði Jón og hló við. „Það er helst að einhveijir gamlir sam- stúdentar hringi sem ég hef ekki heyrt í í fimm ár. Þá veit ég að þeir era að fara að gifta sig og vantar spilara í brúökaupið. Það er aðallega á þann hátt sem ég er misnotaður. - Eins og þú þekk- irsjálfur!" - Ofthefurþóttskortaásam- stöðu poppara í peningamálum sem og öðram. Hvemig er ástandið núna? „Ég get ekki sagt annað en aö andinn sé góður. Að minnsta kosti milli þeirra tónhstarmanna sem komu fram á sjónarsviðið um svipað leyti og ég, þaö er þeirra sem skipa Skriðjökla, Stuðkompanfið, Greifana, Snigl- ana og fleiri. Ég kann vel við þessa stétt og verð ekki var við þær neikvæðu bylgjur milli hljómsveita sem mér skilst að hafi tíðkast hér áður fyrr. Ég get nefnt sem dæmi að við í Sálinni hans Jóns míns fengum eitt sinn ekki leyfi fyrir balli sem við æt- luöum að halda. Við þurftum því að fá eitthvaö annað að gera í snarhasti. Geirmundur Valtýs- son gekk í málið og bókaði okkur á dansleik á Sauðárkróki og hengdi upp fyrir okkur plaköt þar á staðnum. Skriðjöklar sáu síðan um aö hengja upp fyrir okkur auglýsingar á Blönduósi og í nær- sveitum. Þetta skilst mér að hefði þótt fáheyrt fyrir nokkrum áram svo að menn elda að minnsta kosti ekkert rosalega grátt silfur um þessar mundir.“ Sumarpopp Sumarpoppið ber næst á góma. Síðustu vikur hafa alln- okkrar plötur komið út með lau- fléttri sumartónlist. Jóni finnst ekkert mikið til koma. En... „Þegar upp er staöið held ég að sumarpoppið sé af hinu góða. Þessari tónlist fylgir lífsgleði og þó að plötur seljist ekkert sérs- taklega um þessar mundir þá er þó að minnsta kosti spilúð létt íslensk tónlist í staðinn fyrir létta erlenda. Þessi tónlist - og okkar meðtahn - er ekkert gæðapopp. Mér finnst hún þó síst verri en margt það sem flæðir yfir. Rick Astley-lög og þess háttar drasl.“ - Hinndæmigerðipopparií dag. Hvemig er hann? Jón varð hugsi. „ Ja, ætli hann sé bara ekki hress og lifsglaöur. í stíl við sumarpoppiö.“ - Sukksamur? „Njaaa. Aö minnsta kosti ekki miðað við það sem þótti tilhlýði- legt fyrir nokkram áram. Sög- umar sem þessir eldri og reynd- ari segja okkur um lífemi stéttar- innar hér áður fyrr fá mig til að finnast við vera hreinustu böm. Ástæðumar era sjálfsagt ýmsar fyrir því að viö förum hægar í sakimar núna en popparamir fyrir tíu til fimmtán árum. Meðal annars sú að það era minni pen- ingar í spilinu nú en áður. Menn fara ekki og kaupa sér íbúð eftir verslunarmannahelgina eins og mér skilst að hafi veirð hægt áður fyrr. Það þykir þokkalegt að fá fjórðung úr bílverði fyrir spila- mennsku um verslunarmanna- helgi.“ - Hversvegnaberiðþiöminna úr býtum nú en áður? „Þar kemur margt til. Núna era nfiklu fleiri hljómsveitir að spila en fyrir fáeinum áram. Þá vora það kannski bara Stuðmenn og ein önnur - jafnvel Upplyfting - sem fengu einhverja aðsókn. Það vogaði sér enginn að halda ball í námunda við þessar hljómsveitir. Maður gat eins aflýst. Núna era það fjórar til fimm hljómsveitir sem gengur vel og kakan í heild sinni skiptast því í fleiri staði. í öðra lagi era samningar við félagsheimili og skemmtistaði orðnir mun óhagstæðari en áður þekktist. Nú þýöir ekkert að segj- ast vilja fá alla innkomuna og hverfa síðan á braut með fulla vasa fjár. Ríkið hefur einnig stór- aukiö skattheimtuna á þessu sviði sem öðrum.“ Syngjandi sveittir Syngjandi sveittir er nafnið á plötunni sem Sálin hans Jóns míns sendi frá sér fyrir réttri viku. Jón kvað hana í svipuðum anda og annað gleðipopp sumars- ins. „Við eram þama að leika okkur dáiítið með soultónlist sem mér skilst aö íslenskir popparar hafi litiö fengist við. Það eru frums- amin lög á A-hliðinni auk eins erlends sem hljómsveitin Ýr flutti hér áður. Á B-hliðinni tökum við svo fyrir nokkur þekkt soullög. Við ákváðum strax að nota „tví- fætta" tónlistarmenn til að sjá um blásturshljóðfærin. Sleppa öllum tölvum og fylgihlutum þeirra. Þannig er þetta kannski dálítið dýrara en fyrir bragðið getur maður hlustað kinnroðalaust á plötuna. Við í hljómsveitinni er- um ákaflega á móti trommuheil- um og því dóti öllu... Auðvitað er þessi plata ekkert skárri en gengur og gerist - en kannski ekki alveg jafngeld og þessar tölvuspiluðu. - Platan kemur tæpast til með að standast tímans tönn. Það virðist þurfa að vera einhver húmor undir niðri í sum- artónlistinni og við reyndum að hafa hann og allt alvöraleysið til staðar. Fyrir bragðið er líka ákaf- lega auðvelt að afsaka sig og segja: Ja, þetta er bara grín og glens.“ Á þeim plötum sem Jón Ólafs- son hefur leikið inn á ber dálítið á erlendum lögum sem gjarnan eru tekin upp á hljómleikum. Er það ekkert slæmt fyrir orðstírinn aö fást svo mikið við erlenda tón- list? „Jú, sjálfsagt er það það,“ svar- aði Jón og yppti öxlum. „Ég veit að mörgum poppurum þykir það mesta lágkúra sem um getur aö kópíera erlenda tónlist. Alfir hafa þeir þó gert þetta einhvem tíma. Mér þykir ekkert að því að setja góð erlend lög á plötu. Það er í öllu fafii skárra en að vera að hnoðast með léleg íslensk. Hinir ýmsu popparar úti í heimi hafa gert þetta og ég sé ekki hvers vegna popparar mega ekki kópi- era góð lög eins og til dæmis þeir sem fást viö sígilda tónlist. Sjáðu bara Sinfóníuhljómsveit íslands. Er hún ekki endalaust að kópíera Beethoven, Mozart og fleiri gamla? Það þykir aldeilis saga tfi næsta bæjar þegar Sinfónían frumflytur eitthvað.“ - Þúvfitfrekarspfiagóðaer- lenda tónfist en lélega íslenska. Ertu með öðram orðum að segja að þú sért ósáttur við eigin tón- smíðar? „Nei, nei. Ekki allt aö minnsta kosti.“ Jón hugsaði málið smá- stimd. „Mér finnst reyndar ekk- ert varið í að setjast niður og búa til lag sem á að slá í gegn. Ég neita því ekkert að ég get samið, samið og samið dægurlög en mér er bara ekki alveg sama hvað kemur út. Það hefur svo sem ekki verið mjög mikiil metnaður að baki þvi litla sem hefur komið út eftir mig á hljómplötum en ég er ekki ósáttur við það.“ - Erþaðekkifáumgefiðað gera eins og til dæmis Sverrir Stormsker sem dælir út lagi eftir lag og er meira að segja hættur að geyma lögin sín af því að hann kemur þeim ekki frá sér? „Ég get gert alveg það sama og Sverrir. Það er ekkert mál að semja lög á tvær til þijár plötur á ári. Ég er kannski bara aðeins gagnrýnni á sjálfan mig en Sverr- ir sem reyndar er góður vinur minn. Margir okkar snjöllustu lagahöfunda eiga margra ára birgðir af lagasmiðum. Ef ein- hver leitar til þeirra um lag á plötu segja þeir bara: Gerðu svo vel og veldu. Þannig gæti ég ekki haft þetta. Mér er ekki sama hvað er gert við lögin mín. Ég vil fá að fylgja þeim frá vöggu til grafar ef þannig má að orði komast. Maöur verður helst að hugsa tutt- ugu ár ffarn í tímann í þessum efnum þótt um popptónlist sé að ræða. Þess vegna vllégtil dæmis ekki nota tölvur og trommuheila þegar ég tek upp plötur. Ég er viss um að þessi hljóðfæri eldast ákaflega illa. Sjáðu bara gömlu plötumar með Stuðmönnum og Spilverki þjóðanna. Á þeim vora heföbundin hljóðfæri notuð. Enda era þær jafngóðar í dag og þegar þær komu út. Öll tískufyr- irbrigði verða haflærisleg með tímanum." Útvarp Jón Ólafsson fékkst við út- varpsþáttagerð hjárás2í nokkur ár. Hann var með fyrstu mönnum til að hefja störf þar og var þar lengi innanborðs. Síðastliðinn vetur og fram á vor sá hann um þáttinn Létta ketti. Nú era kett- irnir hins vegar þagnaðir. Hvað gerðist? Var Jón rekinn í vor- hreingemingum Ríkisútvarps- ins? „Nei, nei. Ég var bara ráöinn til 1. júní. Ég ætlaði að spila í hljómsveit í sumar og þetta tvennt fer ekki saman. Það er reyndar búið að bjóða mér vinnu á rás tvö í haust. Ég hef enn ekki sagt þeim það en best að ég geri það hér með að ég ætla ekki að þiggjaþað.“ - Afhveijufórstuútíútvarps- þáttagerð? „Mér fannst ég bara ráöa við þess háttar starf. Taldi mig hafa gott vit á tónlist, - gat blaðrað endalaust. Langaði til að reyna mig við þáttagerð. Reyndar var ég búinn að fást svolítiö við blaða- mennsku og haföi mikinn áhuga á fjölmiðlafræði. Ég taldi mig því fá dýrmæta reynslu í útvarpi. Nú er fj ölmiðlafræðiáhuginn rokinn út í veður og vind og kemur kannski aldrei aftur. Og þó. Ég á frekar erfitt með að sjá mig fyrir mér 45 ára gamlan á endalausum hringferðum um landið spilandi á böllum. Það er langtíma mark- mið hjá mér aö taka viö af Bjarna Fel í íþróttunum. Ætli ég nái því ekki þegar ég verð fimmtíu og fimm.“ -ÁT- VERSLUNIN IÐUFELL Opið frá 9-20 mánudaga til föstudaga, 10-19 laugardaga. Eitt ódýrasta kjötborð landsins VERSLUNIN IÐUFELL Iðufelli 14 Næsta blað kemur út þriðjudaginn 2. ágúst. Smáauglýsingadeild verður opin um verslunarmannahelgina sem hér segir: OPIÐ í kvöld, föstudag, til kl. 22.00 LOKAÐ laugardag, sunnudag, og mánudag. Ath. Blaðaafgreiðsla verður lokuð laugardag, sunnudag og mánudag. Ánægjulega verslunarmannahelgi og góða ferð SUMARHUS LF.IÐ TIL AÐ LÁTA SUMARFRÍIÐ ENDAST ALLT ÁRIÐ! Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar hefur um árabil framleitt glæsileg sumarhús, sett saman úr einingum. Húsin eru heilsárs hús sem þýðir að rnjög er vandað til einangrunar, samsetningar og alls frágangs. Sumarhúsin frá Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar eru á hagstæðara verði en þig grunar. Hafðu samband við okkur hjá TGF og við sendum þér bækling með nánari upplýsingum um verð og kjör. Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar, Sólvöllum 8, 350 Grundarfjörður. Sími: 93-86995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.