Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 14
Sfipr T.rfTT. o? fr'TnatttttpA'ít FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. — Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Frídagur verzlunarmanna Flestir landsmenn horfa fram á langt frí um þessa helgi. Búizt er við, að meira en hundrað þúsund bifreið- ir verði á þjóðvegunum. Þetta frí geta landsmenn þakk- að verzlunarmönnum. En verzlunin á ekki alltaf skiln- ingi margra að mæta. Þótt úr því hafi dregið, gætir enn misskilnings í garð verzlunar. Enn fyrirfmnast þeir á vinstri kantinum, sem kalla verzlunina afætu. Menn einblína á frumframleiðslu- greinarnar. Mikið er rætt um, að þetta eða hitt byggðar- lagið hafi skilað svo og svo miklu í þjóðarbúið. Þá er gjarnan horft á útflutningstekjur. Verzlunin gegnir hlut- verki, sem er miklu mikilvægara en menn skilja 1 fljótu bragði. Mestu skiptir að samkeppni í verzlun og öðrum greinum sé nóg. Án samkeppninnar viðgengst sukk og okur. Ef verzlunin er við lýði við eðlileg skilyrði, er hún með mikilvægustu framleiðslugreinunum. Við megum ekki láta glepjast til að líta á, hvort við greiðum eitthvað í kassann, þegar við göngum út úr búð. Verzlunin skap- ar verðmæti, og hún verðskuldar umbun fyrir. Án þess gæti hún ekki þrifist. Fyrir alla muni verðum við í eitt skipti fyrir öll að hafna þeim áróðri, sem enn er í gangi gagnvart verzlun og viðskiptum. Þessa gætti mikið fyrr á árum, en þó varð fijálsari verzlun einn hornsteina okkar. Við verðum að koma niður úr trjánum. Það var sízt að ástæðulausu, að DV kaus Pálma Jóns- son í Hagkaupi mann síðasta árs fyrir framtakið við stofnun Kringlunnar. Pálmi hafði verið í forystusveit verzlunarmanna, þeirra sem bezt unnu fyrir viðskipta- menn. Það var mikill akkur fyrir fólk á Reykjavíkur- svæðinu og aðra, sem þangað koma, að Kringlan varð til. Þetta er eitt af því, sem sýnir okkur gildi þessarar greinar. Verzlunin kann nú að lenda í nokkrum vanda. Þekkt- ir fræðingar spá því, að mikið verði um gjaldþrot á næstunni, einkum næsta ár. Sum verzlunarfyrirtæki kunna að fara á höfuðið. Slíkt getur verið eðlilegur gang- ur mála. Og það má verzlunin eiga, að verzlunarmenn hafa manna sízt æpt á hjálp hins opinbera, skattgreið- enda, ef eitthvað hefur á bjátað. Látum verzlunina fá nógsamlegt þakklæti fyrir það, þar sem hún er ólík flest- um öðrum greinum. Að því leyti og öðrum er verzlunin kannski einhver nútímalegasta atvinnugreinin, sem við höfum. Aðrir mættu læra af því. Gleymum ekki, að verzlunarstarfsemin er lífæð nú- tíma iðnaðar- og neyzluþjóðfélaga. Verzlun er óhjá- kvæmileg nauðsyn. Hún brúar bilið milli framleiðenda og neytenda í tíma og rúmi. Vörudreifingin er mjög verðmætaskapandi, álíka og frumframleiðsla, þótt nauðsynlegust sé. Við skyldum ekki líta verzlunarmenn öfundaraugum. Þetta fólk er sízt betur sett en aðrir þegnar. Verzlunar- fólk er upp til hópa sístritandi hópur á lágum launum. Eigendur verzlana fá heldur ekkert á silfurfati. Aðeins fáir þeirra eru vel stæðir. Gjaldþrotin sýna okkur, hversu hörð lífsbaráttan oft er í þessari grein. Munum einnig, að barátta okkar fyrir verzlunarfrelsi var alltaf í órofa tengslum við sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Við eigum öll að styðja, að verzlun blómgist. Þess vegna getum við með góðri samvizku staðið með verzlunarmönnum og notið þessarar helgi, þar sem flestir njóta leyfis frá önn dagsins. Hættum öllum met- ingi. Haukur Helgason Djúpt í iðrum Pentagons, finnn- hyrndu byggingarinnar í Washing- ton, sem hýsir landvarnaráðuneyti og yfirherstjórn Bandaríkjanna, eru rammbyggð og vandlega hler- unareinangruð salarkynni. Þau ganga í daglegu tah starfsliðs undir nafninu „geymirinn“ og þar heldur yfirherráð Bandaríkjanna fundi sína, öruggt fyrir forvitnum augum og eyrum allra utanaðkomandi. Inn í það allra helgasta Um daginn leiddi William J. Crowe, aðmíráll og forseti banda- ríska yfirherráðsins, sovéskan marskálk í þetta allra helgasta Pentagonmanna, „geyminn" sjálf- an. Þar var kominn með fríðu fóru- neyti sovéskra herforingja, Sergei F. Akhromeiéf, forseti sovéska yfir- herráðsins. Yfirherráðsforíngjar risaveldanna ná saman För Akhromeiéfs til Bandaríkj- anna er upphafið að föstum sam- skiptum og kynnum æðstu foringja herafla risaveldanna. Hann bauð Crowe, starfsbróður sínum, að sækja sig heim í Sovétríkjunum að ári og taka þar upp þráðinn úr sex daga fróðlegri ferð um nokkur þýð- ingarmestu herstjórnarmannvirki Bandaríkjanna. Talsmenn bandarísku yfirher- stjórnarinnar hafa tjáð Walter Pin- cus, fréttamanni Washington Post, að Akhromeiéf marskálkur hafi fullvissað gestgjafa sína um að þeir myndu á næstu árum geta fylgst með framkvæmd nýrrar sovéskrar herstjórharkenningar sem miðuð sé við fullnægjandi varnir en forðist það sem virst geti ógnandi gagnvart umheiminum. Þessa muni brátt gæta.svo um muni í uppbyggingu og vistun sovéska heraflans og samsetningu fjárveit- inga til hernaðarlegra þarfa. Akhromeiéf marskálkur skýrði Crowe aðmiráh frá því aö nýja, varnarsinnaða herstjórnarkenn- ingin, sem nú væri unniö eftir í Sovétríkjunum, væri ávöxtur tveggja ára starfs í herstjórnarráði ríkisstjórnarinnar. Forusta í því starfi hafði Mikhail Gorbatséf flokksforingi. Herforingjarnir færðu niðurstöður í letur en stjórn- málamennirnir tóku stefnumark- andi ákvaröanir. Sovésku hershöfðingjamir sögð- ust gera sér ljóst að „sóknarsvip- ur“ sovéskra heræfinga hefði fram að þessu vakið ugg hjá vestrænum herstjómendum. Hér eftir yrði breyting á þessu og handbók her- stjómarstöðva Sovéthersins breytt í samræmi við það. En Sovétmenn höfðu líka yfir nokkra að kvarta við bandaríska yfirherráðið. Þeir óskuðu eftir að fá fyrirfram tilkynningu um árleg- ar æfingar kjamorkuárásarherafla Bandaríkjanna. Þar gæti komið til hættuástands því þeirra menn eigi ekki gott með að átta sig á því fyrir- varalaust hvað um sé að vera af hálfu bandaríska sprengjuflug- vélaflotans. Þá báðu Sovétmenn um fyrirfram tilkynningu um haustæfingar herafla Nató þar sem um 400.000 manna lið í Vestur- Evrópu tekur þátt. „Við megum hafa okkur alla við að greina þetta frá raunverulegu stríði,“ er haft eftir einum sovéska herforingjan- um. Samstaða myndast Walter Pincus hefur eftir heim- ildarmönnum sínum að tráust og skilningur hafi skapast milli her- ráösforsetanna, Akhromeiéfs mar- skálks og Crowe aðmíráls. Ekki hafi aðeins verið afráðið á fundmn þeirra að halda áfram að skiptast á heimsóknum heldur einnig að setja á stofn sameiginlega sérfræði- hópa til að ræöa og kanna tiltekin mál í hemaðarafstöðu risaveld- anna hvors til annars. Þá hefur fréttamaður Washing- ton Post spmrúr af því að banda- ríska utanríkisráðuneytið hafi í Kjallariim Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi fyrir rikisstjórnina fyrstu lagst gegn formlegum trún- aðarviðræðum milli yfirherráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hermálafréttaritari annars banda- rísks stórblaðs, New York Times, kann hins vegar frá því að segja aö skömmu áður en Akhromeiéf marskálkur og föruneyti hans kom til .Washington hafi myndast sam- staöa með yfirherráði og utanríkis- ráðuneyti á fundi í Hvíta húsinu um eitt viðkvæmasta atriöið í hern- aðarsamskiptum ríkjanna, afstööu til gagneldflaugasáttmálans frá 1972. Þar skarst hins vegar í odda með yfirherráðinu og landvama- ráðherra og borgaralegum embætt- ismönnum hans. - Um það er að tefla, segir Mic- hael R. Gordon í New York Times, hvort Bandaríkjastjórn á að setja sig í stellingar til að lýsa sig óbundna af tilteknum ákvæðum sáttmálans sem setur hömlur við vamarkerfum gegn langdrægum eldflaugum. Aðferðin væri sú að lýsa yfir að sovésk radarstöð við Krasnojarsk í Síberíu sé „meiri- háttar brot“ gegn sáttmálanum af Sovétríkjanna hálfu og því séu Bandaríkjamenn lausir allra mála að sama skapi. - Yfirherráðið varaði við slíkri ráðabreytni, segir Gordon, á þeirri forsendu að Sovétríkin stæðu sem stendur langtum betur að vígi en Bandaríkin að koma sér upp gagn- eldflaugakerfum væri losað um hömlur sem sáttmálinn setur. Bandaríkin era enn bundin í báða skó af eftirköstum Challenger- slyssins þegar geimferja fórst með allri áhöfn. Frank Carlucci landvamarráð- herra var aö sögn Gordons fyrir þeim sem vildu lýsa Sovétmenn brotlega og Bandaríkin því hafa frjálsar hendur að hafa ákvæði gagneldflaugasáttmálans að engu í tilraunum með geimvamakerfi. Mat hans á því fyrirtæki er þveröf- ugt við áht yfirherráðsins. „Yfir- herráðið gerir sér grein fyrir hvernig geimvarnaáætlunin er í raun og vem á sig komin um þess- ar mundir og telur það ekki sam- rýmast hagsmunum okkar að grafa undan gagneldflaugasáttmálan- um,“ hefur Gordon eftir áhrifa- manni í stjórn Reagans. Banda- ríkjaforseti skar ekki úr ágrein- ingnum sem upp kom á fundinum í Hvita húsinu. En ekki var langt liðiö frá heim- komu Akhromeiéfs marskálks þeg- ar boð bárust frá Moskvu sem gera Crowe, gestgjafa hans í Washing- ton, auðveldara en ella að varðveita gagneldflaugasáttmálann óskert- an. Viktor P. Karpof, forastumaður sovésku samninganefndarinnar í viðræðum við Bandaríkin um helmings niðurskurð langdrægra kjarnaeldflauga, skýrði frá því að Sovétmenn væru reiðubúnir að taka niður radarbúnaðinn í stöð- inni umdeildu í Krasnojarsk undir eftirliti ef Bandaríkjastjóm héti því að segja ekki upp gagneldflauga- sáttmálanum næstu tíu árin. Eftir slíkt tilboð er Bandaríkjastjóm ekki stætt á að ganga fram af of- forsi í málinu. Bandaríska yfir- herráðið hefur styrkt stööu sína gagnvart landvamaráðherranum með hösinni frá starfsbræðrunum í Moskvu. Minni ögrun Herstjómin í Washington er líka tekin að velta því fyrir sér, að sögn sama Gordons og áður var til vitn- að, hvort komið sé til framkvæmda fyrirheit Sovétmanna um að forð- ast ögrandi vistun sovésks herafla og hafa æfingar með meiri varnar- svip en hingað til. Það hefur komið á daginn að sovéski flotinn heldur sig mun nær heimahöfnum en ver- ið hefur um skeið og heldur úti færri kafbátum. Bandaríkjafloti skýrir svo frá að dag hvern 1987 hafi 25 sovéskum kafbátum verið haldið úti að meöaltali en þeir voru 46 á dag árið 1984. Ofansjávarher- skipum fækkaði milli sömu ára og eftir sömu viðmiðun úr 31 árið 1984 í 24 árið 1987. Síðustu tvö ár hafa flotaæfingar verið mun nær ströndum Sovétríkjanna en næstu árin á undan. Nú þrátta menn um það í Washington hvort þarna megi merkja nýja vamarsinnaða her- stjómarkenningu í framkvæmd eða hvort verið sé aö spara úthalds- kostnað flotans. Magnús Torfi Ólafsson. „För Akhromeiéfs til Bandaríkjanna er upphafið að föstum samskiptum og kynnum æðstu foringja herafla risa- veldanna.“ Crowe aðmíráll (t.v.) og gestur hans, Akhromeiéf marskálkur, fylgjast með flugsýningu bandarískra flotaflugvéla um borð í flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt. Siglingin var farin úti fyrir flotastööinni i Nor- folk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.