Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. JÚLf 1988. í elstu skóverslun landsins: - spjallað við Jóhann Júlíusson og Margréti Leósdóttur á Ísaíirði „Gúmmiskórnir? Þeir renna út eins og heitar lummur,'1 svaraöi Jóhann Júlíusson hress bragöi þeg- ar blaðamaður spurði, rétt eins og fávís kona, hvort gúmmískómir væru virkilega til sölu ennþá. Á ferð um ísafjörð vakti athygh blaðamanns auglýsing í glugga skóverslunar í miðbæ staðarins þar sem stóð að „gúmmískómir væru komnir". Þá var ekkert annað að gera en að bregða sér inn fyrir og kanna málið. Eins og fyrr segir varð þar fyrir svömm eldhress karl, Jóhann Júi- íusson, sem sagði að gúmmískórnir væm alltaf vinsæhr þarna fyrir vestan og var fremur hissa á þess- ari spurningu. „Hvaöan ert þú eig- inlega?" hefur hann líklega hugs- að. Borgarbaminu var brugðið þvi „svörtu tútturnar" vora bara til í fjarlægum bernskuminningum og þóttu ekkert sérlega sniðugar - öllu heldur fremur hallærislegar. En börn og unghngar á ísafirði og eflaust á öðrum stöðum landsins geta vart hugsað sér lífið án gúmmítúttnanna. Þama birtist bi- hð milli landsbyggöarinnar og höf- uðborgarinnar í enn einni mynd- inni. Ekki nóg með að borgarbarninu opnaðist nýr heimur gúmmítúttna heldur kom í ljós aö það var statt inni í elstu skóbúð landsins og var búiö að kynnast sérdeilis skemmti- legu og sérstöku fólki. En í áttatíu og fiögur ár hefur skófatnaður af öllum stærðum og gerðum veriö seldur þama bak við borðið. Þessi htla en snotra skó- verslun hefur um áraraöir haft velhöan flestra vestfirskra fóta á samviskunni. Og dugaö víst vel. Viðskiptavinir koma víða að Skóverslun Leós, eins og versl- unin heitir, fengi hklega minni- máttarkennd ef hún vissi af kolleg- um sínum í Kringlunni og á öðrum stööum. Innréttingar og fyrirkomulag búöarinnar þættu svona í meira lagi gamaldags í borginni. En því- hkan sjarma og jafnafslappað and- rúmsloft yrði erfiðara aö finna í höfuðborginni og hennar ná- grannabyggðarlögum. Þama úir og grúir af skóm af hinum ýmsu gerðum - ihniskór, strigaskór, barnaskór, spariskór, gönguskór, stígvél; nefndu þaö og þaö er til. Enda verður svo að vera. Skóverslun Leós er eina skóversl- unin á ísafirði og nágrenni. Við- skiptavinir koma frá Bolungarvík, Súðavík, Flateyri og fleiri stööum. Stofnandi verslunarinnar var Leó Eyjólfsson söðlasmiður. Rak hann verslunina í 36 ár eða til árs- ins 1940 er hann andaöist. Þá tók viö rekstrinum sonur hans, Ágúst Leósson. Ágúst sá um búðina í tugi ára, allt til dauðadags árið 1981. Eftir þaö hefur hún verið í höndum bræöra hans og systur, Margrétar. Nú ahra síöustu ár hefur Margrét rekið búðina ásamt manni sínum, Jóhanni Júhussyni, sem blaöa- maöur hitti fyrst fyrir. Af miklum eldmóði afgreiða þau skó og fylgja vinaamiegheitin með. Þau þekkja flesta með nafni sem inn koma og spurt er frétta á báða bóga. Ósvikið andrúmsloft kaupmannsins á hominu; þess sem er búinn aö syngja sitt síðasta í höfuðborginni og hefur nauðugur viijugur orðið að víkja fyrir stóm verslunarsamstæðunum. 1955-1978 en þá gerðist hann úti- verkstjóri í íshúsinu á staðnum. En útgerðarfélögin á ísafirði reka saman íshúsfélag ísfirðinga. Dugnaöarforkur sem hefur þurft að vinna fyrir sínu aila tíö - stoltur af lífshlaupi sínu; hann segist hafa verið heppinn í starfi og einkalífi. Lætur vel af því sem á undan er gengið. Hann hefur uppskorið ávöxt þrotlausrar vinnu en hefur ekki látið það breyta háttum sín- um. Aldrei slegið um sig Þeir sem til hjónanna þekkja segja að þau hafi aldrei slegið um sig þótt þau hefðu vel haft efni og ástæðu til. „Nei, ég hef alltaf haft fyrirtækin og mína persónulega hagi aðskilda. Þótt vel hafi gengið í fyrirtækja- rekstrinum þá hef ég bara borgað mér mitt kaup mánaðarlega og lát- ið gróðann vera kyrran í fyrirtækj- unum og fasteignum,'' segir Jó- hann. Margrét tekur undir þetta og segir að þau hafi oft heyrt fólk undrast á nægjusemi þeirra. Þau eru sannkallað athafnafólk sem láta ekki velgengni í starfi stíga sér til höfuðs. Slíkt fólk verð- ur sífellt sjaldséðara og nánast orð- ið mjög vandfundið. Þau þekkja ekki hugsanagang þeirra nýríku sem hrööum skrefum hefur náð tangarhaldi á fiölmörgum. Nappaði Margréti Foreldrar Jóhanns voru Júlíus Geirmundsson og Guörún Jóns- dóttir og var hann fæddur og upp- alinn að Atlastöðum í Fljótavík. Margréti segist hann hafa nappað til sín með lagni en hún er ísfirö- ingur, dóttir hjónanna Kristínar Halldórsdóttur og Leós Ágústsson- ar. Jóhann og Margrét eiga tvo syni, Kristján og Leó, ljósmyndara á ísafirði. „Margrét er yngst í stórum systk- inahópi en bræður hennar höföu flust suður og vann hún hjá þeim sem ráöskona. Við kynntumst þeg- ar hún kom hingað vestur og svo það endaði með því að ég sótti hana bara suður," segir Jóhann. „Jú, hann náði sko bara í mig,“ segir Margrét og leynir sér ekki að rómantískar minningar koma upp í hugann. Þau líta hvort á annað og flissa, alveg eins og nýtrúlofaðir unglingar - sjötíu og fiögurra og sjötíu og sex ára gömul. Jóhann hvíslar svo að blaða- manni aö samband þeirra hefði ekki getaö veriö betra; farsælt og ijómandi gott alla tíð. Það fer held- ur ekki framhjá neinum sem á með þeim einhveija stund. Blaðamanninum gefnir gúmmískór En svo kemur að því að gestur- inn þarf að drífa sig í flug, suður í stressið, og halda áfram að vinna - miklu ríkari fyrir vikið enda ekki á hverjum degi sem kunningsskap- ur hefst í gegnum gamaldags giimmískó. Og Jói tók ekki annaö í mál en stúlkan af steypunni próf- aði gúmmískó, þessa sem vöktu athygli hennar til að byija með. - „Þessir em númeri of stórir." „Nei, nei, þú átt að klæðast svona sokkum," sagði hann og dró upp þykka lopasokka. - „Já, nú passa þeir alveg. Stórfín- ir.“ Og það var ekki um annað að ræða. Gúmmískómir flugu með til Reykjavíkur. -RóG. Jóhann gamall útgerðarmaður Fyrr en varði var gesturinn kominn í kaffi baka til, á örlítinn kontór sem er líka í hlutverki kaffi- stofu. „Þessi maður stoppar aldrei. Hann er alltaf á þönum," segir Margrét um mann sinn og hlær við. „Enda er hann gamall útgerð- armaður og hann rak þá sko áfram. Þú hefðir átt að sjá hann í frysti- húsinu, hann þótti alveg óður úr vinnugleði," bætir Margrét við og horfir aðdáunaraugum á mann sinn þar sem hann sveigir sig og beygir fyrir viðskiptavinina frammi í afgreiðslunni. „Á skrám er ég nú bara gamal- menni," sagði Jóhann þegar hann loks gaf sér tíma til að hella í sig eins og einum kaffisopa. „Þótt mað- séð um að panta inn fyrir skóbúð- ina og segja þau hann gera það vel. „Hér liggjum við aldrei með gamlar skóbirgðir. En við verðum að hafa svo mikið til og því er lager- inn alveg gríöarlega mikill. Við höfum í raun ekkert pláss fyrir hann. Lagerinn er bara hérna frammi eins og þú sérð. Við erum hreinlega að dmkkna í skókössum. í bænum geta skókaupmennirnir farið í hefidsölurnar á hveijum degi ef því er að skipta. Þeir þurfa þá ekki að kaupa inn nema lítið í einu," segir Margrét. Skóverslun Leós er í Hafnar- stræti 5, í húsi þar sem áður var nýlenduvöruverslun. Uppruna sinn á búðin að rekja á Hrannar- götuna þar sem Leó hóf sinn skó- kaupmennskuferU. Fluttist skó- verslunin svo í Hafnarstræti 3 þar sem nú er risiö stórglæsilegt stjórn- mér undan því að þurfa að hugsa um þær. Yfir sumarmánuðina sá ég um skeytasendingar fyrir Thorsarana í Kveldúlfi þegar þeir voru upp á sitt besta. Þá sótti ég fyrir þá skeytin sem þeim bárust frá Reykjavík og erlendis frá. Fyrir þetta græddi ég bara þó nokkuð og gat þá keypt aðra stráka til að sjá um rollurnar fyrir mig í staðinn. Þannig losnaði ég undan rollun- um,“ segir Jóhann og hlær prakk- aralega. „Þegar ég var fiórtán ára kom ég aftur heim tU Fljótavíkur. Næstu árin var ég látinn róa með pabba. Það var ansi erfitt. Pabbi fiskaði aUtaf vel en við rérum út á vorin á litlum árabát. En hingað tU ísa- fiarðar kom ég 18 ára gamall, gagn- gert til að læra á bíl. Ég keypti helming í bU á móti Boga Magnús- syni sem var mikill bisnessmaöur Lífsglöð og hress versla þau með skó i landsins elstu skóverslun, skóverslun Leós á Isafirði. Jóhann Július- son og Margrét Leósdóttir, sem blaðamaður kynntist í gegnum gúmmískóauglýsingu á ferð sinni fyrir vest- an. Skóbúðin hefur verið starfrækt í 84 ár og er gamalt fjölskyldufyrirtæki Margrétar. Jóhann er gamall út- gerðarmaður en segist bara vera að aðstoða konu sína eftir að hann lét syni þeirra eftir rekstur útgerðarfé- lagsins. DV-mynd RóG. ur eldist þá er ekki hægt aö hætta aUri vinnu, svona á meðan maður getur gert eitthvað. Við höfum rek- ið útgerðarfélagið Gunnvöm frá árinu 1955. Svo veiktist ég fyrir nokkrum ámm og varð þá að hætta að mestu afskiptum af fyrirtækinu. Sonur okkar tók þá við en ég er bara að hjálpa konunni héma í skóbúðinni, svona til að gera eitt- hvað. En ég hef gaman af þessu, þetta er líflegt." Eru að drukkna í skókössum Kristján, sonur þeirra, sem er orðinn forstjóri Gunnvarar, hefur sýsluhús. Árið 1942 var verslunin flutt af þristinum yfir á fimmið. Svo vildi til að stuttu eftir að skóversl- unin var flutt yfir í Hafnarstræti 5 kviknaði í gamla húsnæðinu. Grunur lék á aö útgerðarmaöur- inn, sem að sögn eiginkonunnar hefur aldrei stoppað, hefði gert svona sitt af hverju um ævina. Þoldi aldrei rollumar Jóhann segist hafa sem níu ára óþekkur strákur veriö sendur til Hesteyrar í fóstur í fimm ár. Þar átti hann aö hjálpa til við húsverk- in, heyja og passa rollumar. „Ég þoldi aldrei rollumar og kom hér fyrir vestan. Það gekk ágæt- lega. Nú, og svo ílengdist ég hér og hef verið síöan. Ég var lengi til sjós og í talsverð- an tíma á samvinnubátunum. Á árunum 1941-45 rak ég skemmti- staðinn Uppsaii sem er hús sjálf- stæðismanna hér á ísafirði. En svo fórum við ásamt bróður mínum og öðrum hjónum út í að kaupa út- gerðarfélagið Gunnvöm sem nú á togarann' Júlíus Geirmundsson. Það var árið 1955.“ Á þessum árum, áöur en Jóhann keypti Qunnvöm, hafði hann einn- ig yerið í saltfiskverkun, ekið bíl og fleira. Jóhann var fram- kvæmdastjóri Gunnvarar frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.