Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. ÚtLönd Gagnvýni á Thatcher Ummœli Margaret Thatcher um Evrópubandalagið saeta nú mikilfi gagnrýni. Símamynd Reuter Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, sætti í gær gagnrýni stjómmálamanna í Vest- ur-Evrópu og fjölmiðla vegna um- mæla hennar þar sem hún hafnaði auknum völdum fyrir Evrópu- bandalagið. Thatcher hafði í útvarpsviötah á miðvikudaginn lýst sem fjarstæðu þeirri spá forseta framkvæmda- stjómar bandalagsins, Jacques Delors, að innan tíu ára myndi Evrópubandalagiö ef til vill sjá um alla fjárhagslega og félagslega lög- gjöf bandalagsríkjanna. Ekki náöist í Delors þegar leitaö var eftir viöbrögðum hans en heim- ildarmaður náinn honum kvaö hann haía áhyggjur af afstöðu breska forsætisráðherrans. NeHa lekanum Tveir fulltrúadeiidarþingmenn sökuðu í gær embættismenn Reagan- stjómarinnar um að bera ábyrgð á lekanum til fjölmiðla um áætlun um leynilegar aögeröir til aö bola hæstráðanda í Panama, Antonio Manuel Noriega, frá völdum. Neituðu þeir harðlega að lekinn hefði komið frá þingmönnum. Embættismaður sljómarmnar staðfesti á miðvikudaginn frétt í Was- hington Post um að Reagan forseti hefði samþykkt aðgerðimar. Frá því aö gefm var út ákæra á hendur Noriega í Bandaríkjunum fyrir aöild að eiturlyfjasmygli hefur hann staðist allar tilraunir Bandaríkja- manna til þess aö koma honum frá völdum. Búast vlð ofbeldisverkum Skæruliðar tamíla eru nú taldir láta til skarar skríða til aö mótmæla friðarsamningi Indlands og Srí Lanka sem undirritaður var fyrir ári. Simarnynd Reuter Skæruliöar tamíla myrtu fjórtán sinhalesa í norðurhluta Sri Lanka í gær, réttu ári eftir að friðarsamningur Indlands og Sri Lanka var gerður. Skæruliöar tamila em andvígir friðarsamningnum sem gerður var til að binda enda á sjálfstæðisbaráttu tamfla á Sri Lanka. Auknar öryggisráöstafanir em nú á Sri Lanka þar sem búist er við óeirðum í tilefni þess að ár er liöið frá undirritun samningsins. Sett var á sólarhringsútgöngubann í morgim í suðurhéruðum tU að koma í veg fyrir mótmæli. Reuter Hassíð handa hænunum Gizur Helgascm, DV, Reersnæs Á eyjunni Mors f Danmörku hefur nú verið sett óopinbert met Lögreglu- yfirvöld hafa lagt hald á 743 kíló af hampjurt og hefur slíkt magn ekki verið gert upptækt áður á einni eftirlitsferð. Á einum stað vora sex hundrað fermetrar undirlagöir undir ræktunina og varð lögreglan aö fá vörubíl til að fjarlægja þau 570 kíló af hampi sem þar náðust. Eigandinn gaf lögreglunni þá skýringu að hann hefði ætlaö að fóðra fjórar hænur með uppskerunni. Lögreglan er á annarri skoðun og við væntanieg réttarhöld kemur í ijós hvor skoðunin veröur þyngri á metun- um. Styðja geim- stöðvarverkefni Gizur HalgasQti, DV, ReeiBnæec Bonnsfjómin hefur nú lýst þvi yfir að V-Þýskaland muni styðja af alefli Kólumbus-geimstöðvar- verkefnið. Heinz Riesenhuber, vís- inda- og þróunarmálaráðherra, til- kynnti sl. sunnudag að rikisstjóm- in heföi á fundi sl. miövikudag sam- þykkt samninga þá er ráðuneyti hans hefði gert við ESA, Evrópsku geimferðarstofnunina. Samkomulagið felur í sér að V- Þýskaland tekur á sig 38 prósent af kostnaðinum við útgjöld Evr- ópuþjóðanna viö Kólumbusarverk- efhið, en það verður framkvæmt í samvinnu við Bandaríkin og Jap- an. Framlag Evrópuþjóðanna í heild verður um níu milljarðar þýskra marka. Samningurinn veröur formlega undirritaöur í september og síöan verður hann lagður fyrir þingið í Bonn tíl endanlegrar samþykktar. Þessi sameiginlega geimstöð verður send út í himingeiminn í friösamlegum tilgangi. Bandaríkin hafa þó í sérsamningi leyfi til þess að ffamkvæma verkefni sem falla undir „öryggi þjóðarinnar“. Evr- ópuþjóðímar hafa aftur á móti fulla heiroild til þess aö framkvæma eig- in vfsindaathuganír. Kveikt í heimili Mandela Heimih Winnie Mandela, eigin- konu blökkumannsins og mannrétt- indaleiðtogans Nelsons Mandela í Suður-Afríku, brann til kaldra kola í gær. Tahð er að um íkveikju hafi verið að ræða og að ungir blökku- menn eigi sök á brunanum. Enginn var í húsinu þegar eldurinn braust út. Ekki var hægt að bjarga neinu úr húsinu sem þau Mandela-hjónin hafa haft á leigu síðan árið 1962. Einka- bréf þeirra hjóna og minjagripir um baráttu Mandela fyrir jafnrétti svartra og hvítra í Suður-Afríku eyðilögðust í eldinum. Sjónarvottar segja að ungir blökkumenn, drengir á skólaaldri, hafi notað bensín og annan eldfiman vökva til að kveikja í húsinu. Ná- grannar Mandela segja að ástæðu íkveikjunnar megi rekja til ágrein- ings á milli fótboltaliðs sem ber nafn Mandela og ferðast oft um með Winnie sem nokkurs konar lífverðir hennar og ungu blökkumannanna sem talið er að hafi kveikt í. Kvikmyndin „Cry Freedom", sem íjallar um ævi mannréttindaleið- togans Steve Biko, hefur enn ekki verið sýnd í Suður-Afríku. Yfirvöld í Pretoríu munu tilkynna í dag hvort sýningar á myndinni verða leyfðar. Búið var að leyfa sýningar á mynd- inni svo til óstyttri en innanríkisráð- herra Suður-Áfríku, Stoffel Botha, hefur beðið ritskoðunarnefnd yfir- valda að endurskoða leyfi sitt um birtingu myndarinnar. Reuter Litlu sem engu var hægt að bjarga úr brunarústum íbúðarhúss Winnie og Nelsons Mandela en húsið varð eldi að bráð í gær. Símámynd Reuter Gefa sameiginlegt kosningaloforð Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi; Formenn borgaralegu flokkanna í Sviþjóð, þeir Carl Bildt, formaður íhaldsflokksins, Olof Johannsson, formaður Miðflokksins, og Bengt Westerberg, formaður Þjóðar- flokksins, héldu sameiginlegan kosningafund í Visby á Gotlandi í gær. Þar gáfu þeir sameiginlegt kosningaloforð um að borgaralegu flokkarnir myndu að loknum kosn- ingasigri í haust selja ýmis ríkis- rekin fyrirtæki fyrir sem svarar 100-140 miRjörðum íslenskra króna. Það er nefnd sérfræðinga frá flokkunum þremur sem hefur í tæpt ár unnið að því að samræma sjónarmið flokkanna í þessu máh. Jafhaðaimenn gruna sænsku öiygglslógregluna um græsku Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundú „Ef útlend leyniþjónusta hefði ætl- að sér að skaða sænsku öryggislög- regluna mjög alvarlega hefði henni ekki geta tekist betur en Ebbe Carls- son.“ Þessi ummæh lét P.G. Máss, einn af yfirmönnum sænsku öryggis- lögreglunnar, falla við yfirheyrslur sænsku stjómarskrámefndarinnar í Ebbe Carisson-málinu svonefnda sem héldu áfram í gær. Ebbe Carlsson hafði áður gefið Máss að sök að vera sá aðili innan sænsku ömggislögreglunnar sem bæri ábyrgð á því að upplýsingar, sem öryggislögreglan hefði haft und- ir höndum um aö líf Olofs Palme væri í hættu, hefðu aldrei borist til réttra aðila og því hefði ekki reynst unnt að koma í veg fyrir morðið á Palme. Hefur öryggislögreglimni jafnframt verið gefið að sök að vissir aðilar innan stofnunarinnar hefðu ekki haft áhuga á að koma í veg fyr- ir moröið á Palme. Máss vísaði öllum slíkum ásökunum á bug en þó virðist ljóst að ýmsir jafnaðarmenn grnna Ebbe Carlsson hefur sakað sænsku öryggislögregluna um að koma upp- lýsingum, sem hefðu getað komið í veg fyrir morðið á Palme, ekki áleið- is. enn sænsku öryggislögregluna um græsku. Þannig sagði Sten Anders- son utanríkisráðherra t.d. í gær að augljóst væri að unnt hefði verið að koma í veg fyrir morðið á Palme. íhaldsmaðurinn Anders Björk, sem er varaformaður stjómarskrár- nefndarinnar og jafnframt sá nefnd- armanna sem harðast hefur gengið fram í yfirheyrslunum, sagðist hins vegar vera sannfærður um að um væri að ræöa áróðursherferð jafnað- armanna gegn öryggislögreglunni. Yfirheyrslurnar í Ebbe Carlsson- málinu minna að ýmsu leyti á vopna- sölumál Bandaríkjanna til írans og er Ebbe Carlsson þá í svipuðu hlut- verki og Ohver North. í báðum tilfell- um er um að ræða menn með góð sambönd inn á æðstu valdastofnanir og í báðum tilfeUum Utu aðalpersón- urnar svo á að tilgangurinn helgaði meðahð. Starf þeirra væri svo mikU- vægt að ekki skipti máh þótt leikregl- ur samfélagsins væm brotnar. Margir hafa þó orðiö tíl þess að vekja máls á því að afgerandi munur sé á bandarísku og sænsku yfir- heyrslunum sem felist í því að með- hmir sænsku stjómarskrámefndar- innar kunni greinUega lítt til verka og séu óvanir að standa í yfirheyrsl- um sem þessum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.