Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988- Erlend bóksjá Tlie stunning new bestseller bv LEH DEIQHTOH Author OÍ BERLIM GAME WIIITER ''ftcmíH&ibte.. -O'rfivLnclmj,.. tá » njjrx&c. rbtfimtixtiTimfx Saga þýskrar fjölskyldu WINTER. Höfundur: Len Deighton. Ballantine, 1988. Enski rithöfundurinn Len Deighton sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, njósnasögunni The Ipcress File. Síðan hefur hann skrifað fjölda njósnasagna og samið nokkrar bækur um hernaö í síðari heimsstyijöldinni. í þessari skáldsögu leitar hann á ný mið: þetta er hvorki njós- nasaga né sagnfræði þótt höfund- urinn njóti ljóslega víðtækrar þekkingar sinnar á þýskri sögu á fyrri hluta þessarar aldar. Deighton hefur hér ritað ítar- lega ættarsögu sem um leið er saga hörmunganna í Þýskalandi í tveimur heimsstyijöldum. Winter-fjölskyldan er hér í lykil- hlutverki, eins og nafn sögunnar ber með sér. Faðirinn er þýskur iönjöfur en móðirin af bandarísk- um auömannaættum. Þau eiga tvo syni sem fara ólíkar leiðir: annar þeirra gengur í þýska her- inn og kemst til mikilla metorða innan SS-sveitanna, hinn snýst til andstöðu við nasismann. Sag- an lýsir einkum lífshlaupi bræð- ranna sem tengjast sterkum böndum þótt þeir fari svo ólíkar leiðir á örlagatímum. JANE C0USINS-MILL5 |l Make UMappy, MiakeitSqfé Öruggt kynlíf á eyðnitímum MAKE IT HAPPY, MAKE IT SAFÉ. Höfundur: Jane Cousins-Mills. Penguin Books, 1988. Fyrir fáeinum árum leiddi fá- fræði um kynlíf og getnaðarvam- ir gjaman til ótímabærrar þung- unar. Nú á dögum getur shk fá- fræði alveg eins leitt til dauða. Það er að sjálfsögðu sjúkdóm- urinn eyðni sem hefur valdið þessum umskiptum og gert það enn mikilvægara en áður aö fræða ekki síst ungt fólk um hvemig stunda megi ömggt kyn- iíf. í þessari bók er fjallað á hrein- skilinn og tæpitungulausan hátt um heilbrigt kynlíf. Sérstakur kafli er um eyðni og aðra sjúk- dóma sem berast á milli manna við kynmök. Auk þess fræðir þessi bók lesandann um hinar ýmsu hliðar kynlífsins, um getn- aðarvarnir, fóstureyðingar og barneignir, og svarar mörgum þeim spumingum sem vakna hjá ungu fólki á kynþroskaaldrinum. Þetta er endurskoöuð útgáfa bókar sem fyrst kom út árið 1978 og hlaut þá viðurkennd kennslu- bókaverðlaun í Bretlandi. Morðingjar sem sluppu úr höndum réttvísinnar PERFECT MURDER. Höfundar: Bernard Taylor og Stephen Knight. Grafton Books, 1988. Gjarnan er talað um það sem nefnt er „fullkomið morð“. Með því er átt við morð þar sem sá, er verknaðinn fremur, sleppur undan refsivendi laganna. Þeir eru vissulega margir glæpamennirnir sem aldrei hafa þurft að taka út refsingu fyrir glæpi sína. í þessari bók eru einmitt sýnd ljós dæmi um slíkt, því hér eru rakin sjö bresk morðmál þar sem aldrei var hægt að sanna hver væri morðing- inn. Höfundarnir eru báðir kunnir af skrifum sínum um sakamál. Þeir hafa kynnt sér þessi sjö mál mjög vel og benda á líklega lausn þeirra í þeim tilvikum þar sem slíkt er mögulegt. í einu málinu hefur annar höfundur- inn til og með tekið viðtal, sem hér er birt, við Tony nokkurn Mancini, sem á sínum tíma var sýknaður fyrir rétti af morði sambýliskonu sinnar, en játaði áratugum síðar að hafa framið morðiö. Þar sem búið var að sýkna hann áður var ekki hægt að Tony Mancini: Hann var sýknaður af ákæru um að hafa orðið sambýlis- konu sinni að bana. Aratugum síðar játaði hann að hafa framið ódæðis- verkið. sækja hann til saka þótt hann játaði síðar. Elsta dómsmálið, sem hér er til umfjöllunar, er aldargamalt, en það nýjasta frá miðjum sjöunda áratugn- um. Einna óhugnanlegast er morðið á sjö ára gamalli telpu, Georgina Moore, en það var framið að því er næst verður komist í hefndarskyni af fyrrum ástkonu fóöur telpunnar. Harmrænast er þó mál fulloröinna hjóna, Luard að nafni, frá árinu 1908. Eiginkonan var myrt og morðinginn fannst ekki. Sterkur orðrómur komst á kreik um að eiginmaðurinn væri valdur að ódæðinu, þótt allar aðstæð- ur útilokuðu þann möguleika. Þetta fékk svo á eiginmanninn að hann framdi sjálfsmorð. Þrátt fyrir um- fangsmikla rannsókn var enginn sekur fundinn um morðið. Höfundar þessarar bókar reyna þó að leiða lík- ur að lausn gátunnar. Frásagnir af mannvígum hafa löngum verið líklegar til vinsælda og er svo enn. Hins vegar er oft vandasamt að skrifa um slík mál. Höfundar bókarinnar standast fylli- lega þær kröfur um þekkingu, hóf- semi og óhlutdrægni sem gera verð- ur til þeirra sem rita um slík mál. Og texti þeirra er greinargóður og læsilegur. Flugdrottning WEST WITH THE NIGHT. Höfundur: Beryl Markham. Penguin Books, 1988. Fáar konur hafa lifað svo ævin- týralegu lífi sem Beryl Markham, né heldur skrifað um lífsreynslu sína á svo frábærlega lifandi hátt sem hún. Þótt Beryl fæddist á Englandi ólst hún upp í Afríku. Á fyrstu árum ald- arinnar geröist faðir hennar bóndi í austurhluta Afríku, sem þá laut breskum yfirráðum. Beryl lifði því bernsku- og þroskaár sín meðal inn- fæddra af Murani-ætt; hún lærði tungumál innfæddra, lék sér með þeim og fór á veiðar með foringja ættbálksins. Hún aðstoðaði einnig fljótt föður sinn við ræktun veðreiða- hrossa. Það kom henni í góðar þarfir þegar faðir hennar varð gjaldþrota í miklum þurrkum sem gengu yfir austur-Afríku árið 1919. Hann fór þá til Perú en Beryl hélt kyrru fyrir í Afríku og fór að þjálfa hross upp á eigin spýtur með góðum árangri ein- ungis átján ára gömul. Hún stundaði þá atvinnugrein ein kvenna um ára- bil. En árið 1931 urðu aftur þáttaskil í lífi hennar. Þá kynntist hún flugvél- um, sem voru nýjar af nálinni í þess- um hluta Afríku, og fékk óstöðvandi löngun til að svífa um loftin blá. Hún hætti því hrossabúskapnum, lærði að fljúga, fékk sér síðan litla flugvél og stundaöi atvinnuflug á henni í mörg ár. Hún flaug ekki aðeins með póst, farþega og vörur milli staða, heldur notaði hún vélina mikið til að leita að risadýrum merkurinnar fyrir safari-veiðimenn. Nokkrum Afríku sinnum flaug hún einnig milli Afríku og Bretlands, en slík ferö tók þá marga daga, stundum vikur. Eftir eina slíka ferð, árið 1936, vakti hún heimsathygli er hún flaug fyrst flug- manna ein síns liðs frá Bretlandi til Ameríku. Þessi bók, sem upphaflega kom út árið 1942, hefur að geyma endur- minningar Beryl frá þessum tíma: þroskaárunum í Afríku og flugdög- um hennar allt til þess er hún brot- lenti í Nova Scotia eftir nær tuttugu og tveggja stunda sögufrægt flug frá Bretlandi árið 1936. Beryl hefur ein- stakt lag á að laöa fram í frásögn sinni dulúð Afríku. Hún magnar upp með orðum þau sterku áhrif sem af- rískur veruleiki þessa tíma hafði á hana og aðra þá Evrópubúa sem þangaö sóttu í leit að ævintýrum, fé og frama. Lýsingar hennar ná óvenju sterklega að endurvekja í hugum les- andans horfinn heim sem minnir óneitanlega á frásögur Karenar Blix- en sem einmitt bjó á sömu slóöum. Þetta er merkileg saga stórmerkrar konu sem vildi vera, og var braut- ryðjandi í hverju því verki sem hún tók sér fyrir hendur. Metsölnbækur Bretland Söluhastu kJIJumar: 1. D.Adams: DIRK GENTLY S HOUSTIC DETECTIVE AGENCY. 2. Callo Ðrayfleld: PEARLS. 3. Danielle Steel: FINE THINGS. 4. James Herbart SEPULCHRE. 5. Ellls Peters: THE HERMIT OF EYTON FOREST. 6. Edward Rutherfurd: SARUM. 7. Susan Howatch: GLITTERING IMAGES. 8. Bruce Chatwln: SONGLINES. 9. Wllbur Smlth: RAGE. 10. Vlrglnla Andrews: THE GARDEN OF SHADOWS. Rlt almenns eðlls: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THKSH DtET. 2. Chrlstopher Nolan: UNDER THE EYE OFTHE CLOCK. 3. WIMred Thesloor: THE UFE OF MY CHOICE. 4. Geoflrey Boycott: BOYCOTT: THE AUTOBIO- GRAPHY. 5. Franoes Edmonds: CRICKET XXXX CRICKET. 6. P. Blshlp A E. Mallle: THE PROVISIONAL IRA, 7. PROMS >88 8. Terence ! 9. FARMHOUSE KITCHEN COOKING FOR ONE AND TWO. 10. Robert Hughes: THE FATAL SHQRE. (Byggt A The Sunday Timea) Bandaríkin Metsðlukiljur: 1. Tom Clancy. PATRIOT GAMES. Z Mary Higglns Clark: WEEP NO MORE, MY LADY. 3. Scotl Turow: PRESUMEO INNOCENT. 4. Lawrence Sanders: THE TIMOTHY FILES. 5. Janet Daltey: 6. Slophen Klng: MISERY. 7. Robert B. Parker. PALE KINGS AND PRINCES. 8. John Saul: THE UNLOVEO. 9. Dorls Mortman: FIRST BORN. 10. W.E.B. Or«nn: THE NEW BREED. 11. Shlrley Conran: SAVAGES. 12. Cllve Barter: THE DAMNATION GAME. 13. Oore Vidal: EMPIRE. 14. Dlana Carey: QHOST SHIP. 15. LouiS L’Amour: THE HAUNTED MESA. Blt almenns eðlia: 1. Bemie S. Slegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 2. Ann Ruls: SMALL SACRIFICES, a. Joseph Campbell, Blll Moyers: THE POWER OF MYTH. 4. Allan Bloom: THE CLOSING OF THE AMERIC- AN MIND. 5. M. Scott Pectc THE ROAD LESS TRAVELED. 6. Echo Heron: INTENSIVE CARE. 7. Joseph Campbell: the HERO WITH a THOUSAND FACES. 8. Ravl Batra: THE GREAT ÐEPRESSION OF 1990. 9. E.D. Hfrsch Jr. CULTURAL LITERACY. 10. Palty Duko, Kenneth Turan: CALL ME ANNA. (8y«|t ‘ Haw Yorfc Tfcnw Soofc RsvNw) Danmörk: Metsölukiljur: 1. Fay Weldon: OLEM MIO IKKE. (1), 2. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (2). 3. Jean M. Aual: HULEBJ0RNENS KLAN. (3). 4. Milan Kundara: TILVÆRELSENS ULIDEUGE LETHEO. (5). 5. Jaan M. Auel: HESTENES DAL. (4). 8. laabel Allende: ANDERNES HUS. (7). 7. Helle Stangarup: CHRISTINE. (8). 8. Isabelle Allende: KÆRUGNED 00 MÖRKE. (.), 9. Elspeth Huxley: FLAMMETRÆERNEITHIKA (8). 10. Elaa Morante: HISTORIEN. (10). (T«ur Innan tvlsa ittna rW bókar vlfcuna é undan. Syggt I PotWken Sundag.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Sérkennilegur einkaspæjari DIRK GENTLY’S HOLISTIC DETEC- TIVE AGENCY. Höfundur: Douglas Adams. Pocket Books, 1988. Fullyrða má að einkaspæjarar gerist ekki öllu sérkennilegri en Dirk Gently, söguhetja hins óborganlega Douglas Adams í þessari fáránlegu gamansögu. Enda ekki við öðru að búast af höfundi „The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy”. Svo sem vænta má gerist þessi saga ekki aðeins í þeim heimi, sem við þekkjum, heldur einnig á öðrum tilverustigum. Gently karlinn er ekki í hópi snjöllustu einkaspæjara sögunnar, enda gengur honum afar illa að inn- heimta reikninga fyrir störf sín. Eitt helsta verkefni hans hér er að finna týndan kött, en í leiðinni tekst honum að leysa úr ýmsum torkennilegum vandamálum. Það getur vafalaust verið í meira lagi pirrandi að leggja í lestur þessarar bókar án þess að gera sér í upphafi grein fyrir eðli hennar. Sagan er fáránleg, sumir myndu vafalaust segja fíflaleg. En sé hún lesin með réttu hugar- fari reynist fáránleiki hennar bráðfyndinn. Kitu: SELECTED ESSAYS »x*xv« 8*<* (h* g>*ftd «<»1*. «:»»*' L(y>x pc»«;<,p:<Wxx x«-S «xtehte(sfstjxi* • • Swh« Kx»>wv >>: <stt**n*t Ooov* st >x» Y*»> %*M'2S3ÞJKLm Jl JCIL jEBaEroaafcJSJHCisr ----WBUíffl Df mimi fcMfi raizunt uniurm; Ritgerðir nóbelskálds LESS THAN ONE. Höfundur: Joseph Brodsky. Penguin Books, 1987. Sovéski útlaginn Joseph Brod- sky hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir ljóð sín sem birst hafa í þýðingum á mörgum tungumálum - sum einnig á íslensku. í þessari bók eru þó engin ljóð eftir Brodsky heldur ritgerðir og fyrirlestrar, átján talsins. Sumar ritsmíðanna eru endurminningar skáldsins, þar á meðal sú ritgerö sem gefur bókinni nafn. Aðrar fjalla um skáld sem honum eru hugleikin. Með umfjöllun sinni um verk annarra ljóðskálda gef- ur Brodsky innsýn í eigin ljóða- heim. Ævisögulegu þættimir eru einna áhugaveröastir þessara rit- smíða en einnig umijöllun hans um enska ljóðskáldið Auden, sem hann hefur í hávegum, og tvær rigerðir um Mandelstam-hjónin, Osip og Nadezhda. Þá er einnig forvitnilegt að kynnast viðhorfum Brodskys til sovéska einræðisins í grein þar sem hann rekur tilurð og starfs- hætti einræðisstjóma - en af slík- um stjórnarháttum hefur hann persónulega reynslu sem fómar- lamb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.