Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 73 Afmæli Benedikt Sveinsson Benedikt Sveinsson hrl., til heim- ihs að Lindarflöt 51, Garðabæ, verður fimmtugur á sunnudaginn. Benedikt fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en hefur búið 1 Garðabæ frá 1966. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR1958, embættis- prófi 1 lögfræði frá HÍ1964 og var í námi í viðskiptafræðum við Minnesota-háskóla í Minneapolis 1964-65. Benedikt öðlaðist hrl.-rétt- indi 1969, en hann hefur stundað lögfræðistörf frá 1965. Benedikt var stjómarformaður hjá Nesskip frá stofnun 1974-86, stjómarformaður hjá Sjóvá frá 1979 og stjómarformaður hjá Sam- einaða líftryggingafélaginu hf frá stofnun 1986. Þá hefur hann átt sæti í stjom Eimskip frá 1986. Hann var í skólanefnd í Garðabæ frá 1974-82 og formaður hennar frá 1982-86. Hann var formaður Sjálf- stæðisfélags Garða- og Bessastaða- hrepps 1973-75. Benedikt hefur ver- ið bæjarfulltrúi í Garðabæ frá 1986 og formaður bæjarráðs frá 1987. Kona Benedikts er Guðríður Jónsdóttir, f. 19.9.1938, dóttir Jóns Gunnarssonar, verkfræðings og framkvæmdastjóra Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, og konu hans, Hólmfríðar Sigurlínu Bjöms- dóttur. Benedikt og Guðríður eiga þijá syni. Þeir eru Sveinn, tölvufræð- ingur þjá ísal, f. 16.1.1962; Jón, rafmagnsverkfræðingur í Reykja- vík, f. 16.10.1964, kvæntur Ágústu Ömu Grétarsdóttur lyfjafræði- nema; og Bjami menntaskólanemi, f. 26.1.1970. Systkini Benedikts em Ingi- mundur, arkitekt í Reykjavík, f. 1942, kvæntur Sigríði Arnbjarnar- dóttur og eiga þau þijú börn; Guð- rún, lögfræðinemiá Seltjamamesi, f. 1944, gift Jóni B. Stefánssyni verkfræðingi og eiga þau þijár dætur; og Einar, framkvæmda- stjóri Sjóvá, f. 1948, kvæntur Bimu Hrólfsdóttur, en þau eiga þijú böm. Foreldrar Benedikts: Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri í Rvík, og kona hans, Helga Ingi- mundardóttir. Föðursystkini Bene- dikts: Pétur alþingismaður, faðir Ólafar héraðsdómara í Kópavogi og Guðrúnar lektors; Bjami for- sætisráðherra, faðir Bjöms rit- stjóra; Kristjana, móðir Benedikts hæstaréttardómara, Halldórs al- þingismanns og Haraldar hrl; Ragnheiður; Guðrún, móðir Guð- rúnar Zöega aðstoðarmanns iönað- arráðherra; og Ólöf, móðir Guð- rúnar og Ragnhildar kennara og Önnu meinatæknis. Bróðir Helgu er Einar, bæjarfóg- eta og fv. alþingismaður. Helga var dóttir Ingimundar, b. á Kaldárholti Benediktssonar, Diðrikssonar, bróður Sveins, afa Einars Bene- diktssonar skálds. Móðir Helgu var Ingveldur Ein- arsdóttir, b. á Hæh, Gestssonar, afa Steinþórs á Hæli. Móðir Helgu var Steinunn, systir Guðrúnar, langömmu Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar. Steinunn var Benedikt Sveinsson. dóttir Vigfúsar Thorarensen, sýslumanns á Borðeyri. Móðir Vig- fúsar var Guörún Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíöarenda í Fljóts- hlíð, Þórarinssonar og konu hans, Steinunnar Bjamadóttur land- læknis Pálssonar. Móðir Steinunn- ar var Rannveig Skúladóttir land- fógeta Magnússonar. Guðmundur Frímann Guðmundur Frímann Frímanns- son, rithöfundur og kennari, til heimilis að Hamarsstíg 14, Akur- eyri, er áttatíu og fimm ára í dag. Guðmundur fæddist í Hvammi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Guðmundur lauk prófum frá Iðn- skólanum á Akureyri en hann er húsgagnasmíðameistari og með sveinspróf í bókbandi. Auk þess stimdaði hann leirsmíðanám hjá Einari Jónssyni frá Galtafelli. Guðmundur var húsgagnasmið- ur á Akureyri 1936-39, kennari í Reykholti 1939-41, verkstjóri í Vélabókbandinu hf. á Akureyri 1941-51 og kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar 1951-73. Guðmundur hefur verið þekktur rithöfundur um árabil en hann hlaut fyrsta styrk Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og hefur þegið skáldalaun í íjölda ára frá 1937. Meðal rita hans má nefna: Náttsól- ir, æskuljóð, 1922; Úlfablóð, ljóð, 1933; Störin syngur, ljóð, 1937; Svört verða sólskin, ljóð 1951: Söngvar frá sumarengjum, Ijóð 1957; Undir Bergmálsfjöllum, ljóða- þýðingar, 1958; Svartárdalssólin, smásögur, 1964; Rautt sortulyng, smásögur, 1967; Stúlkan úr Svarta- skógi, skáldsaga, 1968; Rósin frá Svartamó, smásögur 1971, og Kvæðið um Kofahlíð, 1973. Guðmundur hefur þýtt sögur úr erlendum málum og samið fjölda vísna- og þjóðfræðaþátta í blöð og tímarit. Guðmundur kvæntist 13.12.1930, Rögnu Sigurlín, f. 15.12.1911, d. 27.3.1983. Foreldrar hennar voru Jónas Hallgrímsson, skipstjóri á Akureyri, og kona hans Valgerður Albertsdóttir. Guðmundur og Ragna Sigurlín eignuðust þijár dætur. Þær eru Valgerður Frímann, húsmóðir á Akureyri, gift Karli Jörundssyni deildarstjóra, en þau eiga þijár dætur; Gunnhildur Frímann, hús- móðir að Möðruvöllum, en sambýl- ismaður hennar er Sverrir Gunn- laugsson, ráðsmaður að Möðru- völlum, og eiga þau þijú böm, og Guömundur Frímann Frímanns- son. Hrefna Frímann, húsmóðir á Ak- ureyri, en sambýhsmaður hennar er Jörgen Vilhjálmsson húsasmið- ur og eiga þau tvo syni. Guðmundur á einn bróður á lífl. Sá er Jóhann Frímann, rithöfund- ur og fyrrv. skólastjóri í Reykholti og við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri. Foreldrar Guðmundar voru Guð- mundur Frímann Bjömsson, b. í Hvammi í Langadal, og kona hans, Valgerður Guömundsdóttir frá SneisíLaxárdal. n hamingju með mánudaginn 85 ára 60 ára Andrea A. Bjarnadóttir, Hraflllstu viö Kleppsveg. 80 ára Ólafur Hafsteinn Einarsson, Reyni- rael 90, ReykJavik. Gróa Ólafsdóttir, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík. William Lund, Franraesvegi 34, Reykjavik. Sumarliöi Gunnar Jónsson, Helga- fellsbraut 20, Vestraannaeyjum. Árrnann Jóhannsson, Hólalandi 6, BúðahreppL Álfheiður Einarsdóttir, Leifsgötu 17, Reykjavík. Óli Ingvarsson, Geitagili, Rauðasands- hreppi. Heiga Guðjónsdóttir, Skólabraut 26, Akranesi. 75 ára 50 ára Daniel ÞórhaUsson, Hátúni 10, Reykjavík. Jón Egilsson, Grundagötu 6, ísaflrði. Birgir Jónsson, Tunguseli 8, Reykja- vík. Hallbjörn Sigurðsson, Suöurgötu 43, AkranesL 70 ára Jón H. Þorvaldsson, Holtageröi 12, Kópavogi, sem veröur sjötugur á þriöjudaginn, tekur á móti geatum á afntælisdaginn, 2.8., frá klukkan 17-19 1 Noröurljósasal Þórskaffis, 4. hæö. Helga Guörún Karlsdóttir Schiöth, Álfhólsvegi 16A, KópavogL m_______ AlfhóLsvegi 113, Kópavogi. Jónina Margrót Hjartardóttir, Birki- hlið 1, Sauöárkróki. Elsa Sveinsdóttir, Amartanga 62, Mosfellsbæ. Símon Traustason, Ketu, Ripur- hreppi. hamingju með sunnudaginn 85 ára 60 ára Sigríöur Þorvarðsdóttir, Hrefhugötu 2, Reykjavík. Hólmfiriður Stefánsdóttir, Háuhliö 10, Reykjavík. Anna Jóhannsdóttir, Reykjabraut 18, Þorlákshöfn. 80 ára 50 ára Eluar Björnsson, Móbergi, Engihlíðar- hreppi. Anna S. Gíaladóttir, Holtastíg 10, Bol- ungarvík. Auður Jónasdóttir, Sólheimum 10, Reykjavík. Jón EgUason, Selaiæk, Rangárvalla- Engelhart Svendsen, Dvergholti 10, Mosfellsbæ. Jóhann Stefánsson Engúýalla 3, Kópavogi. Gunnar Jónsson, Engjaseli 71, Reykja- vik. 40 ára 75 ára Margrét Kjartansdóttir, Sólheimum Magnús Bjarnason, Mararbraut 15, Húsavik. 23, Reykjavík. Aðalheiðiu- Hákonardóttir, Klepps- vegi 38, Reykjavík. Eriingur Einarsson. Hásteinsvegi 21, Vestmannaeyjum. Hjáhnar Jóhannesson, Noröurtúni 13, 70 ára Magnús Guðbjðrnsson, Suðurhólum 26, Reykjavík. Sigriður Kjartansdóttir, Suðurhólum 20, Reykjavík. Kristjana G. Guðsteinsdóttir, Brekkugötu 2, Þingeyrarhreppi. Siglufirði. Karl Jcnsen Sigurðsson, Heimatúni 1A, Fellahreppi. Ásgeir Þorláksson, Ásgaröi 59, Reykjavik. Krystyna Blasiak Cortes, Háaleitis- braut 103, Reykjavík. Karl Friðrik Kristjánsson Karl Friðrik Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, Amartanga 14, Mosfellsbæ, verður fimmtugur á sunnudaginn. Karl fæddist að Efrihólum í Presthólahreppi í Noröur-Þingeyj- arsýslu. Hann hefur alla tíð unnið við sölustörf og lengst af hjá Últíma hf. en þaö fyrirtæki hefur hann rekið frá 1980 og verið eigandi þess frá 1983. Hann er formaður Hjarta- og æðavemdarfélags Reykjavíkur og hefur unnið að málefnum hjartasjúklinga. Fyrri kona Karls var Ásta Jó- hannsdóttir frá Vestmannaeyjum, en þau eignuðust tvær dætur: Am- þrúði Ösp, kennara á Sauðárkróki, sem gift er Gylfa Ambjömssyni hagfræðingi; og Hrefnu Björk, nema í KHI, sem gift er Hauki Pétri Benediktssyni, kennara við Fjöl- brautaskólann í Breiöholti. Seinni kona Karls Friðriks er Berglind Bragadóttir og eiga þau einn son, Kristján Friðrik, nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Dætur Berghndar og fósturdætur Karls em Steinunn, nemi við HI; og Hulda, nemi við KHÍ. Alsystir Karls Friðriks er Sigur- veig, kaupkona í Reykjavík. Hálf- systkini Karls Friðriks em Ásrún myndlistakennari; Guðrún mynd- listarkona; Heiðrún kennari; Frið- rik lyíjafræðingur og Sigrún nemi. Foreldrar Karls Friðriks: Halldór Kristján Friðriksson iðnrekandi, f. 21.7.1912, og fyrri kona hans, Am- þrúður Karlsdóttir kennari, frá Hafrafellstungu í Öxarfirði, f. 6.12. 1911. Föðurforeldrar Karls Friðriks vom Friðrik Sæmundsson, b. að Efrihólum, og kona hans, Guðrún Halldórsdóttir. Sæmundur var b. í Narfastaðaseli, Jónsson, frá Landamóti, Torfasonar, b. að Ófeigsstöðum, Landamóti og Holta- koti, Jónssonar, b. á Kálíborgará, Þorsteinssonar (Álfa-Þorsteins) á Ytrileiksskálaá, Gunnarssonar. Kona Sæmundar var Þómý Jóns- dóttir b. á Fjöllum, Gottskálksson- ar. Kona Torfa var Sigurlaug Helgadóttir, b. á Gvendarstöðum Karl Friðrik Kristjánsson. og Ófeigsstöðum, Jónssonar, Pét- urssonar, b. á Ytraíjalli, Helgason- ar. Móðurforeldrar Karls Friðriks vom Karl Sigurður Bjömsson, b. í Hafrafellstungu, og kona hans, Sig- urveig, dóttir Bjöms Gunnlaugs- sonar, b. í Skógum, og konu hans, Amþrúöar Jónsdóttur, b. í Dal, Bjömssonar. Karl Friðrik tekur á móti gestum á heimili sínu, Amartanga 14, Mos- fellsbæ, eftir klukkan 16 á afmælis- daginn. Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson. Ásgeir G. Guðbjartsson Ásgeir Guöbjartur Guðbjartsson, skipstjóri og aflakóngur, til heimil- is aö Túngötu 9, ísafiröi, verður sextugur á sunnudaginn. Ásgeir fæddist í Kjós í Grunna- víkurhreppi. Hann byrjaði ungur til sjós, tók minna fiskimannapróf- ið á ísafirði 1948 og meira fiski- mannaprófið frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1965. Ásgeir var skipstjóri á Valdísi ÍS 72,1948; Bryndísi ÍS 69,1949; Jódísi ÍS 73, sama ár; Pólstjömunni ÍS 85, í fjór- ar vertíöir; Ásbimi ÍS12,1956, en tekur þá við Guðbjörgu IS 47 og hafa þeir bátar og skip sem hann hefur síðan veriö með verið nefnd Guðbjörg, en Ásgeir hefur verið skipstjóri á skuttogaranum Guð- björguíS46. Ásgeir hefur alla tíð verið af- burða aflamaöur en hann hefur í flölda skipta verið aflakóngur á vetrarvertíðum á ísafirði og Vest- fjörðum og oftast með aflahæsta skipið af smærri togskipum hér á landi. Kona Ásgeirs er Sigríöur Brypj- ólfsdóttir.f. 29.5.1931. Ásgeir og Sigríður eipuöust fjög- ur böm. Þau em Guöbjartur skip- stjóri, f. 10.6.1949; Guöbjörg, f. 12.6. 1950; Kristín Hjördís húsmóðir, f. 5.3.1952, og Jónína Brynja húsmóö- ir, f. 9.8.1953. Systkini Ásgeirs em Margrét El- ísabet, ekkja Kristins Ambjöms- sonar vélstjóra frá Dalvík; Guð- bjartur Krisiján, eftirlitsmaður á ísafirði, kvæntur Svandísi Jóns- dóttur frá Flateyri; Hörður, skip- sfjóri á ísafirði, kvæntur Sigríöi Jónsdóttur, og Ragnheiður Ingi- björg, húsmóðir á ísafirði, gift Jó- hanni Kárasyni, verksljóra frá Hólmavík. Foreldrar Ásgeirs: Jónína Þóra Guöbjartsdóttir og Guðbjartur Ás- geirsson, formaöur og útgerðar- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.