Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Utlönd Suzanne Twomey, ásaml konu úr bandaríska sjóhemum, á La Guar- dla flugvellinum þaöan sem hún var send heim. Simamynd Rauter Fimmtán ára gömul írsk stúlka, sem vonaðist til að komast til Bandaríkjanna með því að fela sig um borð í bandarískum tundur- spilli, var send heim til sín í gær. Sjóliðamir, sem hjálpuðu henni, eru hins vegar í haldi. Voru þaö fimm sjóliðar sem gaukuðu mat að stúlkunni í þá tíu daga sem hún var um borð. Ekki hefúr enn verið ákveðið hvaða ör- lög bíða þeirra. Ef þeir verða ákærðir geta þeir átt von á fangels- isdómum og sektum. Friðaiför til Nlcaragua Bandarísk „friðarför“ hefur nú verið farin tU Nicaragua. Um er að ræða tuttugu farartæki hlaðin matvælum, leikföngum og lyfium og fiöru- tíu friöarsinna sem með feröinni eru að mótmæla stefhu Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Bandarískir embættismenn stöðvuðu friðarsinnana í síðasta mánuði og kváðu för þeirra bijóta í bága við bann sem Reagan forseti setti á árið 1985 varðandi samskipti við Nicaragua. Friðarsinnunum tókst þó aö komast úr landi meö því að fara einn og einn eða tveir og tveir. Óvói á olíumarkaöinum Friður milii írans og íraks gaeti þýlt offramleíðslu á ofíu og samtök oliuút- flutningsríkja þvf uggandi um framtiðina. Teikning Lurie. Oliumarkaöurinn veit nú ekki hvert stefnir vegna þeirrar óvissu sem rfldr um hvort brátt verði bundinn endi á Persaflóastríðiö. Því bíða ménn spenntir eftir niöurstöðum fundar verðlagningaraethdar ráðherra út- flutningsríkjanna sem haldinn verður i Lausanna næstkomandi miðviku- dag. Bjartsýnin, sem rikti eftir aö íranir samþykktu vopnahlésályktun ör- yggisráðs Sameinuöu þjóðaima, varö til þess að verö á olíutunnunni hækkaöi um einn og hálfan doliar. Bjartsýnin er hins vegar farin að minnka. Neita handtökum ingum um að þrír sovéskir herraenn heföu veriö teknir og einn drepinn af skæruliðum í vesturhluta Afganistan. NajibuUah, forseti Afganistan, sagði í gær aö um helmingur allra sové- skra hemranna heföi nú yfirgefið landið samkvæmt samkomulagi Sam- einuðu þjóðanna. Yfirlýsingu þessa er forsetinn sagður hafa gefið hópi skæruliöa sem komu tfl Kabúl til aö taka þátt i háttöahöldum múhameös- trúarmanna. Var þeim heitið öryggl í heimsókninni. NajibuIIah kvað þaö helber ósannindi sem forseti Pakistans, Zia ul- Haq, sagði t síðustu viku aö yfirvöld t Sovétrtkjunum heföu sent tíu þús- und hermenn til baka til Afganistan vegna bardaganna í kringum Kabúl. Utanríkisráðherra Pakistans, Yaqub Khan, sem nú er í heimsókn í Washington, dró til baka ummæli Zia ul-Haqs fyrir hans hönd í gær og kvað forsetann hafa fengið rangar upplýsingar frá starfsmanni Samein- uöu þjóöanna. Reuter Auðugir jámaldarbændur Gizur Helgason, DV, Ræisnæs: Það voru ríkir bændur er bjuggu á Miö-Jótlandi á járaöld. Þetta kom í ljós við uppgröft nokkurra fom- leifafræðinga ffá safninu í Silkeborg. Hér er um aö ræða stærðar jámald- arþorp sem lá í útjaðri Silkeborgar og í tjós hefur komið gnægð mikil- vægra upplýsinga um jámaldarfólk- ið. Þorpið virðist vera frá fimmtu eða sjöttu öld og fomleifafræðingar at- huguðu svæðið áöur en stærðar ný- bygging átti að rísa á staðnum. Jám- aldarþorpið var 150x200 metrar að stærð og samanstendur af mörgum sambyggðum húsum. Sumar húsa- tóftimar em mjög stórar og pláss fyrir marga nautgripi í útihúsum. Langhústóftir á staðnum mældust til að mynda 30-40 metra langar. Þetta sýnir m.a. að bændur búandi á Mið-Jótlandi hafa verið ríkir. Pottabrot, myllusteinar, jám- vinnslutæki og leifar jámsmíöaverk- stæðis veita innsýn í hvunndag jám- aldartímabilsins. Fundur þessi er sérlega þýöingar- mikiU vegna þess að hér er um að ræða þorp frá tímabili sem fomleifa- fræðingar hafa ekki haft of mfldar upplýsingar um. Af uppgreftinum má fá nákvæma hugmynd um þorpið og þróun þess yfir ákveðið tímabil. í næsta nágrenni við þorpið hafa fomleifafræðingar nú fundið graf- reit. Tvær grafir hafa nú þegar verið afhjúpaðar og í annarri fundust gler- perlur en þær hafa, við líkbrennslu- athöfn, nmnið saman við beinin. Hin er bamsgröf frá fyrstu tfl annarri öld og hún sýnir að þarna hafi hafst við samfélag manna í mörg hundruð ár. Þriðja gröfin er enn óopnuð. Upp- grefti verður haldið áfram í sumar. Dennis Marks og kona hans, Judith, spjalla viö biaðamenn eftir að þau voru handtekin, ákærð fyrir eiturlyfjasmygl. Símamynd Reuter Breskur lögfræð- ingur ákærður fyrir eituiiyfjasölu Breskur lögfræðingur hefur verið handtekinn í tengslum við eiturlyfja- smyglhring Bretans Dennis Marks, en hann var handtekinn fyrr í vik- unni og ákærður fyrir að vera í for- svari fyrir einum stærsta smygl- hring sem vitað er um. Talið er að breski lögfræöingurinn, James Maurice Newton, sem hand- tekinn var í London í gær, hafi smyglaö miklu magni eiturlyfja inn í Bandaríkin. Einnig er talið að hann hafi átt þátt í að koma þeim pening- um, sem fengust fyrir eiturlyfin, í umferð á nýjan leik. Það em yfirvöld í Bandaríkjunum sem farið hafa fram á aö þeir hand- teknu, sextán hingað til, verði teknir í vörslu lögreglu og framseldir tfl Bandaríkjanna. Taliö er að þessi smyglhringur hafi smyglaö mörg þúsund tonnum af hassi og mariju- ana til Spánar, V-Þýskalands, Kanada, Hong Kong, Filippseyja og Hollands, auk Bandaríkjanna. Newton, lögfræðingurinn breski, verður 1 haldi lögreglunnar í London þar tfl annan ágúst nk. eða þangað tfl bandarískum lögregluyfirvöldum gefst færi á að sækja um framsal hans. Dennis Marks, höfuðpaurinn í smyglhringnum, hefur haldið fram sakleysi sínu og segir að hann hafi gefið upp þetta lífemi fyrir fimmtán árum. Hann kveðst viljugur aö starfa með lögreglu ef konan hans, Judith, sem handtekin var með Marks á eyj- unni Mallorka fyrr í vikunni, verði látin laus. Reuter StorfelK mannasmygl Gizur Helgascm, DV, Reersnæs: Tuttugu og einn flóttamaður var skilinn eftir á sökkvandi skipi fyrir utan Thyborön á Jótlandi seint á þriðjudagskvöld. Áhöfnin og skip- stjóri höföu lokað flóttamennina niöri í lest skipsins og sjálfir stungið af. Áhöfnin haföi sagt flóttamönnun- um fyrr um kvöldið aö þeir yrðu að fela sig í lest skipsins þar eð skipið væri svo nálægt landi í Danmörku. Og þar dúsuðu þeir þar tfl á miðviku- dagsmorgun er einn af þeim, sem vit haföi á talstöðvum, kallaði á hjálp. Flóttamennimir vora síkhar frá Indlandi og höföu greitt um tvö hundrað þúsund krónur í Belgíu fyr- ir aö fa sig flutta tfl Kanada en end- uðu í Danmörku eins og áður er sagt. Enginn vafi þykir vera á því að þetta mannasmygl er skipulagt í Indlandi og hér er um mflljónafyrirtæki að ræða. Lögreglan í Holstebro hefur yfir- heyrt flóttamennina og nú hefur út- lendingaeftirlitið ákveðið að senda síkhana tfl Belgíu en þaðan komu þeir. Síkhamir sögðu við yfirheyrsl- ur aö þeir heföu flogið frá Indlandi tfl Belgíu, annað hvort á fölskum skflríkjum eða sínum eigin. í Belgíu var tekiö á móti þeim og þeim komið fyrir á ýmsum hótelum þar sem þeir áttu að halda sig innan dyra í tvo daga áður en þeim var ekið til strand- ar. Þaöan var svo siglt meö þá á gúmmíbátum út tfl skipsins Byrding sem átti að sigla með þá tfl Kanada og þar ætluðu þeir að biðja um land- vistarleyfl sem pólítískir flóttamenn. Flutningamir um borð í strand- ferðaskipið fóm fram við frönsk- belgísku landamærin og aöfaranótt 19.júlí handtók belgíska strandgæsl- an fimmtíu og tvo flóttamenn en tutt- ugu og einum tókst að komast um borð í Byrding. Enginn veit hver á skipið en málið er í athugun. Danir telja aö skipið hafi verið í danskri eigu þar tfl þaö var selt fyrir einum mánuði tfl er- lends fyrirtækis. Lrtið miðar í gíslamálinu Ekkert hefur miðað í tilraunum tfl að fá gíslana í Líbanon lausa en taliö er að öfgasamtök hliöholl írönum hafi níu bandaríska gísla í haldi þar í landi. í kjölfar viðræðna utanríkis- ráðherra Irans, Ali Akbar Velyati, og aðalritara Sameinuðu þjóöanna, Perez de Cuellar, um frið í Persaflóa- stríðinu er mikill þrýstingur á báöa aðfla að vinna að lausn gíslanna. De Cuellar kvaðst hafa vakið máls á örlögum gíslanna við Velyati en sagði að utanríkisráðherrann heföi ekki gefið nein bindandi vilyrði um aðstoð írans. Velyati hefur, eins og aðrir háttsettir íranar, sagt að gísla- málið sé libanskt vandamál en Iran- ar hafa sagt að þeir myndu gera hvað þeir gætu af mannúöarástæðum. Jesse Jackson, fymun forseta- frambjóðandi demókrata fyrir kosn- ingamar í haust, hefur reynt að ná tali af Ali Akbar Velyati til að reyna að vinna að lausn gíslanna hið bráð- asta. George Bush, forsetaframbjóö- andi repúblikana, gagnrýndi aðgerð- ir Jacksons og sagði aö Bandaríkin þyrftu ekki á lausafólki að halda tfl að vinna að gíslamálinu. Michael Dukakis, forsetaframbjóð- andi demókrata, vildi ekkert tjá sig um tflraunir Jacksons og tók ekki afstöðu í því máli. Friöarviðræður vom teknar upp að nýju í dag eftir að sólarhringshlé varö á þeim í gær tfl að Perez de Cuellar gæti íhugað nánar stööu mála. De Cueflar sagðist ekki mjög bjartsýnn á að friður næðist fljótlega en kvaðst þó vongóður um að stríðs- aðflar næðu saman. Sendiherra írans hjá SÞ, Mo- hammad Jaáfar, sagði í gær að bein- ar viðræður stríðsaðfla gætu ekki átt sér stað fyrr en vopnahlé gengi í gildi. írakar hafa ekki tflkynnt um mflda bardaga síðastliðna tvo sólarhinga og telja fréttaskýrendur að með því séu írakar að reyna að hafa áhrif á gang mála hjá Sameinuðu þjóðunum. Iran sagði í gær að íranskir hermenn heföu sótt fram á vígstöðvunum og að mörg hundruð írakar heföu verið teknir tfl fanga eða drepnir. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.