Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Skák DV Simen Agdestein vann stórsigur á norska meistaramótinu Norski stórmeistarinn Simen Agdestein ber höfuð og herðar yfir landa sína á skáksviðinu. Það sýndi hann á norska meistaramótinu sem lauk á dögunum. Simen vann átta fyrstu skákir sínar á mótinu en leyföi sér að gera jafntefli í níundu og síðustu umferð. Þar með hafði hann hlotið 8,5 vinninga, tveimur og hálfum vinningi meira en næsti maður. Simen Agdestein er íslendingum að góðu kunnur frá taflmennsku sinni hér á landi og vopnaskiptum sínum við islendinga annars stað- ar. Kannski er „góðu” ekki rétta orðið, því að þótt hann sé drengur góður, hefur hann reynst íslensk- um skákmönnum afar erfiður. Fyrst lagði hann Margeir í einvígi í Reykjavík, svo hrifsaði hann Norðurlandameistaratitiiinn úr höndum Helga og Jóhanns í Gjövík og skemmst er að minnast IBM- mótsins í Reykjavík í fyrra er Ag- destein lét sér nægja að vinna ís- lendingana - að Jóhanni þó undan- skildum en skák þeirra lauk með jafntefli. Svíar, Danir og Finnar, að ógleymdum íslendingum, hafa get- að otað stórmeisturum í keppni við aðrar þjóðir en það var ekki fyrr en Simen Agdestein kom fram á sjónarsviðið að Norðmenn eignuð- ust einn slíkan. Agdestein hefur nú 2595 Elo-stig og er þriðji stiga- hæsti skákmaður Noröurlanda. Sænski stórmeistarinn Ulf Anders- son hefur 2625 stig og Jóhann Hjartarson 2620 stig. Norska landsliöið getur nú teflt fram mjög frambærilegum 1. borðs manni og því hefur einnig bæst liðsauki sem gegnir nafninu Jona- than Tisdall. Hann hefur margoft teflt hér á landi viö góðan orðstír. Hann hefur lengi verið að reyna að ná stórmeistaratitli en samt er hann sennilega alþjóðlegastur allra meistara: Hálfur Iri og hálfur Jap- ani; fæddur í Bandaríkjunum, bjó lengi í Englandi og er nú flúttur til Oslóar í faðm norskrar unnustu sinnar. Norðmenn sendu ekki sveit á ólympíuskákmótið í Dubai en norska sveitin, sem mun tefla á ólympíumótinu í Þessalóniku í nóvember n.k., mun að öllum lík- indum verða sú sterkasta sem Norðmenn hafa nokkru sinni haft á aö skipa. En víkjum aftur að meistaramót- inu sem var eins og fyrr sagði ein- stefna Simens. Er hann var byrjað- ur sigurgöngu sína sagði í norska Dagblaðinu: „Simen er sjálfsagt sigurstranglegastur, en það er at- hyglisvert hve snjall hann í raun- inni er í samanburði við aðra sterk- ustu skákmenn Noregs." Þá var hann búinn að vinna fimm fyrstu skákimar en hann bætti enn þrem- ur sigrum við, áður en hann sætt- ist á jafntefli í lokaumferðinni. Yfirburöir Simens í vinningatölu segja þó ekki alla söguna. í þeim skákum sem ég hef rekist á frá mótinu hefur hann ekki teflt algjör- lega hnökralaust. Það á sér kannski sínar skýringar í skákstíl hans sem vill verða dálítið tormelt- ur á köflum. Helsti styrkur hans Simen Agdestein er snjallastur norskra skákmanna og þriðji sterkasti skákmaður Norðurlanda. er gífurlegt baráttuþrek og hæfi- leiki til að reikna út flóknar leikja- raöir en stundum teflir hann á tæp- asta vað. Lítum á skák hans við Haugli. Byijunartaflmennskan virðist harla glannaleg en Haugli finnur ekki höggstað á stórmeistar- anum, sem nær á endanum aö vinna úr hagstæðari endatafls- stöðu. Hvítt: Simen Agdestein Svart: Petter Haugli Enskur leikur 1. d4 RfB 2. c4 c5 3. Rf3 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d5 6. cxd5 Bc5 Hugmynd svarts var vitaskuld ekki 6. - Rxd5?? 7. Dxd5! Dxd5 8. Rc7 + og hvítur verður manni yfir. Peðsfóm hans er vel þekkt. Oftast veröur framvindan eitthvaö á þessa leið: 7. e3 0-0 8. R5c3 e4 og síðan reynir svartur að skapa sér sóknarfæri á kóngsvæng með He8 og Rbd7-e5 o.s.frv. Agdestein bregst öðmvísi við. 7. Dc2!? Ra6 8. Rlc3 0-0 Svartur ætlar að geyma sér 8. - Rxd5 þar til næst en Agdestein ger- ir sér lítið fyrir og valdar peðið, þótt það virðist bjóða hættunni heim. 9. e4?! Rg4 10. Rdl f5 11. Í3 Rf6 12. Bg5 fxe4 13. fxe4 Bg4?! I augnablikinu er hvíti kóngur- inn strandaður á miðborðinu og svartur virðist hafa rífandi spil fyr- ir peðið. Hér má stinga upp á 13. - Db6 og 14. - Rg4 hggur í loftinu. Þessi en þó einkum næsti leikur svarts eru varla bestu kostir hans. 14. R5c3 Hc8?! 15. Be2 Bxe216. Dxe2 Bd4 17. Be3 Rc5 18. 0-0 Skák Jón L. Árnason Stórmeistaranum hefur loks tek- ist að koma kóngi sínum í skjól og um leið valdar hann kóngspeöið óbeint. Ef 18. - Rxe4?, þá 19. Rxe4 Rxe4 20. Bxd4 og hvítur vinnur mann. Næsti leikur svarts end- umýjar hótunina og það er ekki hlaupið að því að verja peðið. 18. - Db6 19. Rf2 8 I 7 i i 1 A 6 m m 5 * A A 4: jA. A 3 JÉL 2 a a m © A & , s s<á? ABCDEFGH 19. - Rcxe4! Þar með er kóngspeðið fallið, því að eftir 20. Bxd4 Dxd4 21. Rcxe4 Rxe4 22. Dxe4 Hxf2! missir De4 vald sitt og 23. Dxd4 er svarað með milh- leiknum 23. - Hxfl+ og svartur heldur sínu. Með textaleiknum nær svartur peði sínu aftur sem hann fómaði í byrjuninni en eftir svarleik Simens þarf hann enn að berjast fyrir tafljöfnun. 20. Rfxe4! Bxe3+ 21. Khl Rxe4? Sterkara er 21. - Bd4. Svörtum virðist hafa sést yfir snjallan 23. leik hvíts. 22. Rxe4 Bd4 23. Rg5! Da6 Vondur leikur, því að endatafls- staðan sem upp kemur er harla óskemmtileg fyrir svartan. Hann hefði mátt reyna 23. - h6 en eftir 24. Re6 á hann þó í erfiðleikum, sbr. framhaldið 24. - Hxfl+ 25. Hxfl Dxb2? 26. Dxb2 Bxb2 27. d6 og vinnur. Þá er slæmt að taka „eitr- aða peðið” strax: 23. - Dxb2? 24. Dd3 g6 25. Dh3 h5 26. Dd7 og vinnur. 24. Hxf8+ Hxf8 25. Dxa6 bxa6 26. Re6 Hf6 27. g4 Kf7 28. Hcl Bb6 29. Hel Bd4 30. He2 a5 Svartur hefði gjaman viljað koma kóngi sínum til d6, en 30. - Ke7?? strandar á 31. Rxd4, auk þess sem g-peðið er í uppnámi. Svartur er því bundinn í báða skó. 31. Kg2 h6 32. h4 g6 33. b3 Bb6 34. g5 hxg5 35. Rxg5+ Kg7 36. Rf3 Þar með missir svartur peð og eftirleikurinn er tiltölulega auð- veldur. 36. - Bd4 37. Rxd4 exd4 38. He4 Hd6 39. Hxd4 KfB 40. Kf3 Ke5 41. Hg4 Kxd5 42. Hg5+ Kc6 43. Hxa5 Kb6 44. Hg5 Kb7 45. Hg4 Hd2 46. Hxg6 Hxa2 47. h5 Hh2 48. Kg4 a5 49. Hg5 Kb6 50. He5 Og svartur gafst upp. Þótt Simen sé ungur að ámm flokkast hann varla undir það að teljast efnilegur ennþá. Einn efni- legasti norski unglingurinn er Rune Djurhuus sem varð unglinga- meistari Noregs í fyrra. Hann stóö sig vel á meistaramótinu nú og lagöi m.a. Tisdall að velli í fjörugri skák. Tisdall sótti stíft kóngsmegin í skákinni en á elleftu stundu komst hvítreitabiskup Djurhuus í vömina og þá var þess ekki lengi að bíða að hann sneri vöm í sókn. Hvítt: Rune Djurhuus Svart: Jonathan Tisdall Italski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 d6 6. 0-0 0-0 7. b4 Bb6 8. a4 a6 9. Bg5 h6 10. Bh4 Bg4 11. h3 Bxf3 12. Dxf3 g5 13. Bg3 Kg7 14. Rd2 Dd7 15. a5 Ba7 16. b5 Re7 17. bxa6 bxa6 18. Bxa6 g4 19. hxg4 Rxg4 20. Bb7 Hab8 21. a6 h5 22. d4 f5 23. exf5 Rxf5 24. Dd3 exd4 25. Hacl h4 26. Bf4 £ 1 iáitt tör A A m A Í4A A A a<é> ABCDEFGH 26. - Rfe3 27. fxe3 dxe3 28. Khl exd2 29. Dxd2 h3 30. gxh3 Hh8 31. Bg2 Hbe8 32. Hcel Hxel 33. Dxel Re3 34. Dg3+ Dg4 35. Be5+! dxe5 36. Dxe5+ Kg8 37. De8+ Kg7 38. Df7+ Kh6 39. Hfl6+ -Og svartur gaf. íslandsmótið í Hafnarfirði Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands fer að þessu sinni fram í Hafnarfirði. Það eru Skák- félag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarð- arbær sem munu standa fyrir mót- inu en heildarverðlaun veröa 350 þúsund krónur. Tefit verður dag- ana 13. - 27. ágúst. Keppendur í landsliðsflokki verða 12, þar á með- al tveir stórmeistarar og tveir al- þjóðlegir meistarar. Raðað eftír Elo-stigum era kepp- endur þessir: 1. Jón L. Ámason 2535 2. Margeir Pétursson 2530 3. Karl Þorsteins 2430 4. Þröstur Þórhallsson 2410 5. Hannes Hlífar Stefánsson 2395 6. Benedikt Jónasson 2330 7. Jóhannes Ágústsson 2315 8. Róbert Harðarson 2295 9. Ásgeir Þór Ámason 2290 10. Davíð Ólafsson 2270 11. Ágúst Karlsson 2235 12. Þráinn Vigfússon 2230 -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.